Dagur - 21.01.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 21.01.1932, Blaðsíða 3
3. tbl. ÐAGUR í! ~P Alla æskumenn íslands sveita. Vöktu þeir vaskleika, Vöktu íþróttir. — Gleði varð í landi. Ok gott at lifa. — Glatt var sungit. Gríma styttist. En grund skalf Af glímubrögðum. Lifnuðu landvættir, Lituðusk um. Skyggndust of Þingvöll Ok þókti gaman. Glímt var þar á ný. Svo grundir stundu. En hraun ok himnar »Hlumdu og glumdu«. Vöktu þeir allt Sem vaknat gat, Vígðu þeir varðbergsmenn Á vegu þjóðar. — Nestuðu hugsjónum Nýrrar stefnu Alla æskumenn íslands sveita. »Skein þá sól Á salarsteina« Ljóst var at líta Yfir land ok ægi. Hlógu hollvættir í himin fjöllum, Glöddusk yfir gunnreifum Gæfu mönnum. Kunnigt er öllum Hve orðstýr fló Akureyrar ungmenna Ofar fjöllum. Sveif ofar Súlum, Suður yfir jökla, Vestur yfir firði Ok vítt of land. Þarf ei at rekja þessa sögu, Skráð er hún í minnum Ok manna hjörtum. Skráð er hún af Sögu Skýrum stöfum Þeirri er at Sökkvabekk Sæti á. Vel er þess sé minnst Sem er mikilsvert, En vandi fengins Frama at gæta. Vek ek yður at verki Ok til varðveizlu Heima aldra hugsjóna Horskir sveinar. Heiti ek á meyjar ok manna syni, Arftakendur Ok ættarlauka. Fylkit nú fastar, Fylgist einhuga, Fylkit nú at fordæmi Frumherjanna. Leggit þit rækt Við líkam ok sál, Haldit þit merkinu Hátt á lofti. — Gerist ei ættlerar Né eftirbátar Táldrægrar tízku Eða tildur skrúðs. Þá munu hollvættir Himinfjalla Blessun leiða Yfir byggðir allar. Þá mun ársæld ok allsnægtir Fylla hverja sveit Milli fjalls ok stranda. Lýk ek máli. Ljóð hef ek flutt Ungmennafélagi Akureyrar. Lifi þat lengi Ok á lofti haldi öllu sem bezt er Með íslands þjóð. F. H. Berg. -----o Laugarnar í Glerárgili. Þegar verið var að leita að stað fyrir Heilsuhæli Norðurlands, og þó sérstaklega rétt þar á eftir, fóru mennaðveita athyggli laugasprænu uppi í Olerárgili, sem kom fram úr klðpp og gaf rösklega lVa Iftra á sekúundu, af 50 C° heitu vatni. Stuttu þar á eftir gekkst Ung- mennafélag Akureyrar fyrir því, að klðpp var sprengd frá lauginni. Lagði það til þess verks sjóð, er það hafði safnað til endurbóta á sundþró bæjarins. Var tilgangur með sprengingunni sá, að fá meira vatn og hvetja að því að það yrði leitt til sundþróarinnar. Bæjarstjórnin fékk einnig áhuga fyrir málinu, og lét gera lauslegar mælingar og athuganir um leiðsluna. Árangurinn af þessum sprengingum varð þó ekki annar en sá, að vatnið minkaði allmikið, eða mistist niður í sprungur i berginu. Þegar svo að jarðboranirnar við laugarnar f Reykjavík höfðu tekist svo vel, sem kunnugt er, vaknaði einnig áhugi bæjarstjórnarinnar og ýmsra annara manna fyrir því að bora eftir heitu vatni þar i Qlerár- gili. Voru tæki fengin að iáni frá Reykjavik og boruð ein hola um 100 metra djúp uppi á gilbarminum. Fékkst mestur hiti 29 C° á 25 til 35 metra dýpi. Kostnaður við þessa tilraun er talinn að vera kr. 7000, — en árangurinn enginn. Enda er landslagið þarna mjög óheppilegt og illt að gera sér i hugarlund hvar helst ætti að bora. Seinna kom það i ljós við at- hugun ýmsra áhugasamra manna, að viða komu fram smáseytlur all- heitar. Og i haust gekkst Hermann Stefánsson iþróttakennari fyrir því, að ýms félög í bænum og einstakir áhugamenn lofuðu að gefa alla vinnu við sameiningu lauganna og leiðsluna frá þeim og að sund- þrónni, ef bæjarfélagið legði til allt efni. Var þá áætlunin, að verkið yrði framkvæmt f haust og vor komandi. Tók bæjarstjórnin þessu vel og var byrjað að grafa frá laug- unum og steypa í kringum þær seint f októbermánuðis Stjórnaði Þorsteinn Þorsteinsson verkstjóri verkinu, en Halldór Halldórsson byggingafulltrúi bafði yfirumsjón verksins. Þegar farið var að grafa írá aðal- lauginni og hinum ýmsu seytlum, jukust þær og hitnuðu dálítið. Var þá gengist fyrir því, að Akureyrar- bær legði fram 1000 kr. til þess að grafa betur fyrir þeim og leita að nýjum Iaugum. Stjórnaði Þorsteinn Þorsteinsson einnig því verki. Árang- urinn af þessu varð sá, að heita vatnið óx alls um rösklega 2 lítra á sekúndu (2 sek/l.) og varðeinnig frekar heitara en áður. Mælist manni nú til, að hægt sé að fá rðsklega 4 litra á sekúndu af um 47 gráða heitu vatni, sameinað f eina þró neðarlega í gilinu. Leiðslan niður að Akureyrarbæ verður um 3200 metra löng og hæðarmunurinn um 75 m. miðað við sundþró bæjarins. Hvað vatnið tapar af hita á þessari leið, er ekki gott að segja um. Fer það mjðg eftir einangrun röranna. En áreiðanléga má gera ráð fyrir 40 C° heitu vatni hér niður í bæ. Hvers virði þetta heita vatn er. Enginn vafi er á því, að hægt er að fá enn meira vatn í Glerárgili með meiri grefti. Er meira útlit fyrir aukið vatn nú en i haust, þegar byrjað var að grafa. Til þess að sjá hvort að rétt sé að eyða fé í slikt, er rétt að athuga hvaða verð- mæti er I hita þessa vatns. 40 C° heitt vatn er hæfilega heitt í böð og til ýmsra þvotta. Aftur er það nokkru kaldara en venjulega er haft í miðstððvum til húshitunar. Þó telja sumir sérfræðingar hag- kvæmara að hita vatnið í miðstöðv- unum ekki meira en 35 — 40°, en hafa ofna þeim mun stærri, svo nægilegur stofuhiti fáist. Má fara hér eins að og nota hitann úr vatninu um 10° til húshitunar, eða niður f 30°. Notagildi laugavatnsins sem bað- og þvottavatns er miklu meira, þvi þá kemur það í stað vatns, sem hitað er úr 4° upp í 40°, eða um 36°. Aftur má vel nota laugavatnið 30° heitt, eftir að það hefir verið notað til húshitunar, í sundþró. Og vil eg hér sleppa að meta það til peninga. Eg vil hugsa mér að Vio þessa heita vatns, eða 0,4 sek/l. séu not- aðir sem bað- og þvottavatn, en 3,6 sek/1. til húshitunar niður í 30°. Til samanburðar vil eg taka venju- leg kol, sem talin eru að gefa f góðum miðstððvum 4500 hita- einingar hvert kílógramm. Verð kolanna hugsa eg mér 40 kr. tonnið heimkeyrt, og kyndingarkostnað 5 kr. á tonn, eða samtals 45 kr. Kosta þannig hverjar 1000 hitaeiningar kolanna einn eyrir. Til að reikna varlega, vil eg ekki gera ráð fyrir að heita vatnið notist nema 8 mán- uði ársins, eða 200 virka sólarhringa. Fellur þá reikningurinn þannig: Notan- legur Vatns- hiti úr Hitaein- ingar á Notaðar Verð i 1000 hita kr. mið- einingar að við magn í litr. vatn- sólar- á 200 kol á 45 inu f hring sólar- kr. á sek. C° samtals hringum tonnið 0.4 36 1.244.000 248.832 2488.00 3.6 10 3.110.400 622.000 6220.00 4,0 sek/l. gera þannig hita sem svarar kr. 8708.00, og er það í rauninni sú árlega krónu upphæð, sem þessi tveggja lftra vatnsaukn- ing í haust gefur, fyrir gröftinn undir stjórn þeirra Þ. Þ. og H. H. og sem kostaði bæinn 1000 kr., því þeir 3,6 sek/1. af 28° heitu vatni (segjum að 2° tapist á ieiðinni til þróarinnar) frá húshituninni, er meira virði fyrir sundþrðna en þeir tveir sek/i. af 40° heitu vatni, sem áður var búist við að fá. Er auðvelt að sjá þetta með því að hugsa sér að þessir 2 sek/I. 40° heita vatns væru blandaðir með 1,6 sek/1. venjulegs vatnsleiðsluvatns, sem er 4° heitt. Fæst þá 4 sek/l. blanda, sem aðeins er 24° heit. Yrði þannig hitinn i sundþrónni ca. 4° meiri fyrir þetta aukna vatn, þótt það sé suropart notað til þvotta og að öðru leyti til húshitunar. En verðmæti hvers sek/i til venjulegs húshalds, þvotta og húshitunar er þannig um 2200 kr. á ári, þegar kostnaður við leiðsluna er ekki tekinn með. Virðist það því sjálfsagt að hald- ið sé áfram að grafa upp laugarnar og leita að meira vatni, þar sem nú er komið i Ijós að heita vatnið kemur fram á ca. 160 m. löngu svæði. Aukið vatn mætti t. d. nota til upphitunar bæjarskifstofanna, eða annara bygginga, sem bæjarfélagið varðar og þurfa stöðuga upphitun. Óhætt er að ganga út frá að 3,6 sek/1. af 28° heitu vatni nægi til að gefa hæfilega heitt vatn i sund- þró Akureyrar, eins og stærð henn- ar er nú, sé byggður yfir hana skáli. En þann skála mætti byggja á ódýran hátt úr asbest-bylgjuplöt- um á tré eða járngrind. Hefir reynsla Svarfdælinga sýnt, að 28° heitt vatn gefur .hæfilega, eða um 22° heita sundþró, þegar hún er yfirbyggð, þótt skálinn sé ekki hitaður upp að öðru leyti. Skáli þeirra Svarfdælinga og þró er um það bil að vera Vs af teningsmáli þróarinnar hér áAk- ureyri og þess skála, sem yfir hana yrði byggður. Vatn þeirra er 28° heitt og aðeins 1 sek/l. Allir ljúka lofsorði á hitann í þrónni og skál- anum. Reynslan ætti þó að verða betri hér, i Til hvers nota má heita vatn- ið að öðru leyti. Eftir þeim upplýsingum sem eg hefi fengið um kolaeyðsiu í tveim aðalskólum bæjarins, sem báðir standa uppi á brekkunni og hærra en sundþróin, þá nægir vatnið sem bað- og þvottavatn f Menntaskól- ann og Barnaskólann nýja, til að hita upp báðar þessar byggingar, í baðhús fyrir bæinn og svo í sund- þróna eins og áður er sagt. Skal eg nú færa frekari sönnur á þetta. Bryti Menntaskólans telur, að skólinn þurfi samtals yfir þá 8 mán., sem hann starfar árlega, um 85 tonn kola til hitunar og 15 tonn til hitunar á bað- og þvottavatni. Svarar þetta til 2,2 sek/l. af 40 C° heitu vatni til húshitunar (hitinn notaður niður í 30°) og 0,1 sek/1. til baða og þvotta. Skólastjóri Barnaskólans telur þann skóla þurfa til hitunar 50 tonn af kolum og 15 tonn til vatnshit- unar. Svarar þetta 1,3 sek/l. til hit- unar og 0,1 sek/l. til baða og þvotta, Framh,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.