Dagur - 21.01.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 21.01.1932, Blaðsíða 4
12 DAGUR 3. tbT. Fréttir. Karlak&r Akiureyrar söng í Sam- komuhúsinu á sunnudagskvöldið undir stjórn Áskels Snori'asonar. Söngflokkn- um hefir farið fram síðan í fyrra, enda mun söngstjórinn hafa æft hann af kappi í vetur. Flest lögin varð flokkur- inn að endurtaka. Aðsókn að söng-num var góð, eftir því sem venja er með þesskonar skemmtaiiir hér í bæ. Söng- skemmtunin verður endurtekin í Sam- komuhúsi bæjarins sunnudaginn 24. þ. m. kl. 8Va e. h. Goðafoss kom hingað á sunnudag- inn austan um land, frá útlöndum. Skip- ið fór aftur vestur fyrir og suður á þrið j udagskvöldið. Maður verður úti. Fyrra þriðjudag var Langanespósturiim á leið frá Heiði til Skála. 1 för með honum var ungl- ingspiltur, Óli Guðmundsson að nafni. Hrepptu þeir ofsaveður með stórhríð og urðu viðskila. Komst pósturinn við illan leik að Skálum um nóttina, en pilturinn fannst örendur næsta dag þar skammt frá. Grjótskriða ógurlega mikil féll í nánd við Vík í Mýrdal í síðustu viku. Skalf jörðin í nánd við grjóthrunið alllangan tíma. Skriðan féll yfir matjurtagarða þorpsbúa og olli stórfelldum spellum á þeim. Einnig skemmdust engjar og girðingar, en hús sakaði ekki. Hjónaband: Ungfrú Jónína Jakobs- dóttir og Grímur Valdemarsson smiður hér í bæ. Rússavíxlamir fyrir síld þá, er Síld- areinkasalan seldi til Rússlands* 1930, eru nú að fullu greiddir, að því er skila- nefnd einkasölunnar hefir tilkynnt Sótaraskifti eru orðin hér í bænum; hefir Jóhannes Friðriksson látið af því starfi, en við því tekið Gestur Jóhann- esson. U. M. F. Akureyrar heldur aðalfund n. k. laugardagskvöld kl. 8% e. h. í Skjaldborg. I Bæjcvrstjórn Akureyrar samþykkti á síðasta fundi sínum, að dýrtíðaruppbót á launum starfsmanna bæjarins skyldi vera 25% á þessu ári. L&tin er í Höfn frú Margrethe Hav- steen, ekkja Júlíusar Havsteen amt- manns, rúmlega sjötug að aldri. Lögreglustjóri á Akranesi hefir verið settur Þórhallur Sæmundsson lögfræð- ingur frá Stærra-Árskógi. Alþingi er kvatt saman 15. næsta mánaðar. Aukaþing Búnaðarfél. íslands verð- ur kallað saman um sama leyti og Al- þingi hefst. Póstferðir við Eyjafjörð. Áformað er, að gs. Langanes annist póstferðirnar í ár, og verður fyrsta ferðin farin vestur um nú á morgun eða laugardaginn. Af- greiðsluskrifstofa skipsins er í Hafnar- stræti 103, að norðan. Sími 88. Fjörutíu kindur hrakti í sjóinn í Leirhöfn á Sléttu í síðustu viku. í sama veðri hrakti og allmargar kindur í sjó- inn í Þistilfirði, Húseign með eignarlóð á sólrikum stað i bænum, er tii sölu. Laus til íbúð- ar 14. maí. — Upplýsingar gefur Sveinn Bjarman, Hross í oslaiii/Æ" verið hér í högum hreppsins brún hryssa þriggja tii fjögra vetra, óauð- kennd. Réttur eigandi gefi sig fram við undirritaðan hið fyrsta, því að öðrum kosti verður hryssan boðin upp og seld innan 10 daga frá birt- ingu þessarar augiýsingar. Hreppstjórinn i Svalbarðsstrandarhreppi. Tungu, 21. jan. 1932. Jóhannes Laxdal. Landsímastjóri var Guðmundur Hlíð- dal verkfræðingur skipaður nú fyrir skömmu. Tveir menn í Reykjavík hafa verið teknir höndum, grunaðir um að hafa reynt að kveikja í húsi. Síðast er frétt- ist hafði annar þeirra játað sekt sína, og talið víst að hinn væri einnig sekur. Vélskipið Svanur úr Reykjavík fórst við Lóndranga. á Snæfellsnesi nú í vik- unni. Skipsmenn björguðust í öðrum skipsbátnum og komust heim að Arnar- stapa. Skipið var á leið suður með beitusíld, er það tók hér fyrir skömmu. Farmurinn fórst ásamt skipinu og allur farangur skipverja. -----o---- DAGSKRÁ útvarpsins í Reykjavík. Fastir liðir: Veðurfregnir kl. 10,15 (á sunnud. 10,40) — 16,10—19,30. Kl. 19,05 þýzkukennsla, 19,35 enskukennsla, nema á laugardögum og sunnudögum. Kl. 20,30 fréttir (á sunnud. kl. 20). Á laug- ard. kl. 19,05 og 19,35 fyrirlestrar Bún- aðarfélags Islands. FÖSTUDAGUR 22. janúar. Kl. 20 erindi: Byggingamál (Jónas Jónsson dómsmálaráðherra). 21,05 grammófónhljóml. LAUGARDAGUR 23. jan. Kl. 18,40 barnatími. 20 upplestur: Halldór Kiljan Laxness. 21,05 grammó- fónhljóml. Danslög til 24. SUNNUDAGUR 24. jan. Kl. 17 messa í fríkirkjunni (síra Árni Sigurðsson. 18,40 barnatími. 19,15 grammófónhljóml. 19,35 erindi (Jón Bergsveinsson). 20,15 Ópera. Danslög til 24. MÁNUDAGUR 25. jan. Kl. 20 bókmenntafyrirlestur (Þor- steinn Gíslason). 21 hljóml. ÞRIÐJUDAGUR 26. jan. Kl. 20 erindi um verzlunarmál. 21 grammófónhljóml. 21,15 upplestur. 21,35 gr ammóf ónhl j óml. MIÐVIKUDAGUR 27. jan. Kl. 18,40 barnatími. 20 erindi: Frá útlöndum (síra Sig. Einarsson). 21 gr ammóf ónhl j óml. FIMMTUDAGUR 28. jan. Kl. 20 erindi (Jón Ófeigsson). 21 hljómleikar. 21,15 upplestur. 21,35 gr ammóf ónhl j ómleikar. AÐALFUNDUR Akureyrardeildar Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Akur- eyrarbíó föstudaginn 22. þ. m. og hefst kl. 8 síðdegis. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. — Skorað á félagsmenrFað maeta. Deildarstjórnin. H.f. Eimskipafélag Islands. AÐALFUNDUR. Aðalfundnr hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 25. júni 1932 og hefst kl. 1 e. h, Dagskrá: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á lk u starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæð- um fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1931, og efnahagsreikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og til- lögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um till. stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt félagslögum. 4. Kosning eins endurskoðanda, í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á lögum félagsins. 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Peir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngu- miðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og uínboðsmönn- um hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 23. og 24. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavík 21. désember 1931. Stjórnin. Slökkviliil Akureyrar. Fyrirliðar slökkviliðs Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 1932 eru þessir: Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, Oddagötu 3, sími 115. Varaslökkviliðsstjóri: Gunnar Guðlaugss., Lundarg. 10, sími 257. Flokksstj. i innbœnum: Karl Jónsson, Lækjargötu 6, sími 282, Aðrir flokksstjórar: Halldór Ásgeirsson, Brekkugölu 2. Aðalsteinn Jónatansson, Hafriarstræti 107B. Friðrik Hjaltalín, Grundargðtu 6. Tryggvi Jónatanssón, Lundargötu 6. Veturliði Sigurðsson, Oddeyrargðtu 30. Svanberg Sigurgeirsson, Pórunnarstræti, Brunaboðar: í útbænum: Rudolf Bruun, Hrfseyjargötu 5. - - Karl Magnússon, Oilsbakkaveg 1. í innbænum: Edvard Sigurgeirsson, Spítalastíg 15. — — Sigurður Jónsson, Aðalstræti 18. Menn eru áminntir um að tilkynna símstððinni og slökkviliðinu, ef eldsvoða ber að höndum, og festa þessa auglýsingu upp til minnis. Akureyri, 12. janúar 1932. Eggert St. Melstað. Ritstjóri: Prentsmiðja Odds Bjömssonar. Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg ö,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.