Dagur - 28.01.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 28.01.1932, Blaðsíða 1
DAOUR kemur út á hverjum fimPli- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir i. júlí. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfiröinga. Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Þór, Norðurgötu 3. Talsími 112. -• • • • • • « «-• ♦ • ♦■♦■•■•-•-«-♦-< Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri, 28. janúar 1932. 4. tbl. t Hannes Ó. M. Bergland andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 25. janúar. Jarðarförin er ákveðin næstkomandi þriðjudag og hefst kl 1 e. h. frá kirkjunni. Petta tilkynnist vinum hins látna og vandamönnum. Vilhjálmur Þór. XV ár. í • •• •-•-• • • • • i Orsakir kreppunnar og íslendingsritstjórinn. íslendingur, er út kom 15. þ. m., hefir tekið sér fyrir hendur að ræða kreppuna og skýra orsakir hennar. Ekki vill ritstjóri ísl. fallast á, að orsök kreppunnar sé að finna í sölutregðu á íslenzkum afurðum og hríðföllnu verði þeirra þar af leiðandi, nema þá að einhverju ó- sköp litlu leyti; sölutregðan og verðfallið sé að minnsta kosti ekki aöalorsök erfiðleikanna, hennar sé annarstaðar að leita. En sé nú þetta rétt, sem ísl. heldur fram, hvernig stóð þá á því, að hvorki hann né aðrir minntust á neina kreppu, fyr en sölutregðan og verðfallið kom til sögunnar og var búið að verka? Ef kreppan stendur svo sem ekki að neinu leyti í sambandi við verð- fallið, eins og fsl. segir, er það harla undarleg tilviljun, að erfið- leikarnir skyldu einmitt byrja um leið og verðfallið hófst og að þetta hvorttveggja hefir haldizt í hend- ur þannig, að því meira sem verð- fallið hefir aukizt, því meira hefir borið á erfiðleikunum. Sýnist hér allgóð sönnun liggja fyrir því, að þetta tvennt standi í nokkuð nánu sambandi hvað við annað. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þessi kenning fsl. er ekki annað en falskenning, fundin upp vit- andi vits en ekki af heimsku, til þess að fá færi á að níða andstæð- ingana — Framsóknarmennina. Engum dettur í hug að trúa því, að ritstjóri ísl. sé svo gáfnasljór, að halda því fram í alvöru og af hreinum hug, að aukin eftirspurn íslenzkrar framleiðslu á erlendum markaði og hækkandi verð á henni myndi ekki greiða úr þeim erfið- leikum, sem íslenzkir framleiðend- ur eiga nú við að búa. En þó væri þetta alveg í samræmi við þá fals- kenningu ísl., að sölutregðan og verðfallið eigi lítinn sem engan þátt í erfiðleikum manna. íslendingur hefir því ekkert til málsbóta þessu fleipri sínu, ekki svo mikið sem sína eigin einfeldni. Ritstjóri ísl. fer nú að skýra lesendum sínum frá því, hverjar séu aðalorsakir kreppunnar. Eftir því, sem honum segist frá, eru þær þrjár talsins. Skal þeirra nú getið að nokkru. Fyrsta aðalorsök kreppunnar, eftir því, sem ísl. segist frá, er »eyðslusemi stjórn- arinnar«. I stað þess að verja tekjum ríkissjóðsins til þess að greiða ríkisskuldirnar, sem íhalds- menn voru búnir að koma landinu í við stjórnarskiftin 1927, hafi Framsóknarstjórnin eytt tekjun- um í »bruðl« og »sökkt ríkinu í botnlausar skuldir«. Það er svo sem ekki nýtt að f- haldsblöðin kveina yfir því hve miklu fé hafi verið varið til verk- legra framkvæmda og menningar- mála á síðustu árum. Þann eymd- aróð hafa þau kveðið við raust langa hríð. Fjár-»sóun« og fjár- »bruðl« kalla þau það að rétta framfaramálum þjóðarinnar hjálparhönd. Sýnir þetta mætavel réttmæti þess, að flokkur sá, er þau styðja, eigi eftir innræti sínu að heita íhaldsflokkur og annað ekki. Fyrir löngu hefir Eysteinn Jóns- son skattstjóri í Rvík sannað það, að auknar skuldir ríkissjóðsiiis vegna hans eigin framkvæmda voru á árunum 1927—1930 2,8 miljónir kr., en aukning í sjóði á sama tíma 1,8 milj. Um leið var þá sannað, að skuldaaukning rík- issjóðsins vegna hans eigin fram- kvæmda á þessum árum var að- eins einni milj. kr. hærri en sjóð- aukning á sama tíma. En meðal eigna þeirra, sem ríkissjóðurinn hefir aflað sér á þessum tíma og koma á móti þessari einu miljón, eru Landsímastöðin í Rvík, út- varpsstöðin, strandferðaskipið Súðin, Landsspítalinn og þar að auki allt, sem lagt hefir verið í nýjar símalínur, vita, vegi, brýr o. fl. framkvæmdir. Ennfremur sannaði Eysteinn Jónsson, að svo að segja öll skuldaaukning ríkissjóðsins og aukin vaxta- og afborganabyrði hans stafaði af framlögum hans til bankanna, sérstaklega íslands- banka. Árleg byrði rikissjóðsins af þeirri stofnun nemur mei'ra en hálfri milj. kr. árlega. Er þá komið að upptökum þeirra þyngsla, sem nú hvíla á ríkissjóði. Þau er að finna í 33 miljón kr. bankatöpunum, sem áttu sér stað undir handarjaðri í- haldsmanna sjálfra og að mestu fyrir eiginn verknað ýmsra mátt- arstoða íhaldsflokksins. Þessi fjármálarökfærsla Ey- steins Jónssonar var svo skil- merkileg, að ólafur Thors lýsti yfir því frammi fyrir miklum hluta landslýðsins, að hann ætlaði ekki að reyna að hagga við henni. Má þá nærri geta hvort ritstj. fsl. sé maður til þess. I hvert skifti sem íhaldsblöðin fara að ræða um fjársóun og fjár- bruðl, er sem minnst sé á snöru í hengds manns húsi. 30 miljónirn- ar, sem íhaldsmenn sökktu af fé almennings, er sítalandi vottur um villt fjársukk þeirra. óneitanlega hefði yfirstandandi fjárkreppa orðið að mun léttari, ef þessar 30 miljónir, sem flokks- menn íslendings sóuðu, hefðu nú verið fyrir hendi óeyddar. íslendingur segir, að önnur að- alorsök kreppunnar sé síldar- einkasalan. Telur hann Fram- sóknar-ráðherrana feður að þeirri hugmynd. Ritstjóri ísl. gleymir því eða læzt ekki muna, að það voru flokksmenn hans, úr stétt út- gerðarmanna, sem báru fram hug- myndina um einkasölu á síld árið 1926. Var þá síldarútvegurinn og síldarsalan komin í það ófremdar- ástand, að útgerðarmönnum of- bauð sjálfum og báðu því Alþingi hjálpar. Snerust Framsóknar- menn á þingi vel við þeim kvein- stöfum síldarútgerðarmanna og hjálpuðu þeim til að koma síldar- einkasölunni á. Hafi þessi ráða- breytni ekki komið að fullum not- um, er engum öðrum um að kenna en fulltrúum útgerðar- og verka- manna, þeim er að þessu máli stóðu og höfðu það með höndum. Hitt er og víst, að síldareinkasal- an gerði' mikið gagn, að minnsta kosti fyrstu árin, og ekkert vit er í því að ætla, að framhald á skipu- lagsleysi því, er ríkti í síldarút- veginum og síldarsölunni, áður en einkasalan hófst, hefði á nokk- urn hátt komið í veg fyrir kreppu þá, sem nú hefir lagzt yfir. Það þarf afskaplega grunnhyggju til að halda því fram, að hið magn- aðasta skipulagsleysi í atvinnu- og viðskiftaháttum geti nokkurntíma orðið bjargráð gegn fjárkreppu. Þvílíkar staðhæfingar eiga sér hvergi stað, nema meðal allra aumustu íhaldssálna. Þriðju og síðustu aðalorsök kreppunnar telur fsl. innflutn- ingsbann á erlendum óþarfa. Þessi »óviturlega ráðstöfun« hafi meðal annars egnt tvö stórveldi Norðurálfunnar á móti okkur, Breta og Þjóðverja. Samkvæmt þessu vilÞ »sjálfstæðis«-kappinn, ritstjóri íslendings, að íslenzka þjóðin beygi sig hundflata fyrir allskonar keipum erlendra fjár- aflamanna, sem sækjast eftir því að hagnast á því að selja íslend- ingum ýmiskonar glysvarning. Sést hér í skíru ljósi blekkingin, sem felst að baki sjálfstæðisheit- inu, sem íhaldsmenn hafa valið sér, til þess að reyna að villa á sér heimildir og hylja íhaldsinn- ræti sitt fyrir þjóðinni. fslendingi er illa við þá menn, sem verja fé ríkissjóðsins til að rækta landið, byggja upp sveitabæi, koma á fót menntastofnunum fyrir alþýðu, leggja síma o. s. frv. Á máli í- haldsbroddanna heitir þetta »ó- hófseyðsla« og »heimskulegt fjár- bruðl« og orsakar kreppu að þeirra dómi. En að flytja inn silkifatnað og annan slíkan varn- ing telja þeir hina mestu þjóðar- nauðsyn og ágætisvörn gegn fjárkreppu. Þeim þykir skömm til koma, að þjóðin spari árlega nokkrar miljónir með því að neita sér um kaup á slíkum »nauðsynj- um« á meðan framleiðslan hrekk- ur ekki til að greiða óhjákvæmi- legar nauðsynjar, sem fá verður að utan. Málpípa slíkra manna er íslendingur. Innflutningsbannið var sett um mánaðamótin okt.—nóv. 1931. Kreppan hófst hér á landi árið 1930. Hvernig ráðstöfun, sem gerð er síðla árs 1931, getur verk- að aftur fyrir sig til ársins 1930,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.