Dagur - 28.01.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1932, Blaðsíða 4
 DAGIJR 4. m. Jörðin HÖfðÍ í Höfðahverfi er til sölu og ábúðar frá næstkomandi fardögum. — Túnið gefur af sér 350—400 hesta í meðalári, óvenjulega gott auðunnið túnstæði svo hundruðum dagslátta skiftir, liggur suður frá túninu — einnig liggja engjar allt út frá túninu. Æðarvarp 80—90 pund. Gott og stórt íbúðarhús er á jörðinni og frítt uppsátur á Kljáströnd fyrir einn mótorbát, Semja ber við undirritaða er gefa nauðsynlegar upplýsingar. Hallgrfmur Davfðsson. Steingrfmur Jónsson. Að utan. Afvopnunarhorfur. f febrúar verður loks stofnað til allsherjarfundar í afvopnunarskyni, í Genf, aðseturstað Þjóðabandalags- ins, og að tiihlutun þess. En mjög mun friðarvon og vilji fara eftir því hversu þar semst. Taka nú Banda- rfkin loks opinberan þátt í slfkum fundi og ekki munu fulltrúar þeirra minnstu ráða um það hvernig þar fer. Hugðu menn gott til þess, að fullyrt var, að formaður sendinefnd- ar þeirra myndi verða Dwight Morrow. Hann var einn af helztu auðhöldum Bandaríkjanna, en snéri sér fyrir fáum árum að stjórnmál- um, er hann varð sendiherra í Mexico, og vann sér stórkostlegt áiit, traust og hyiii jafnvel andstæð- inga sinna í stjórnmálum, fyrir rétt- sýni og drengiiega og friðeflandi framkomu í hvívetna. (Hann var tengdafaðir Lindberghs, fluggarps- ins fræga). En nú er hann iátinn, og því miður horfur tii taidar, að sá, er nú muni formannssætið hijóta f sendinefnd Bandarfkjanna, sé i engu hans jafnoki. Sá heitir Henry P. Fletcher, fyrverandi formaður tóllmálanefndarinnar. Er hann ann- ars lítt þekktur, og finnst fáum til um val Hoovei’s, úrskurði hann Fletcher formennskuna. Pá hugsa fáir gott til þess að Hoover ætlar sendinefndinni aðstoð »sérfræðinga« svokallaðra, er ti! Genf kemur, en það eru landhers- og flotaforingjar Bandarikjanna ýmsir, en þeir hafa að þessu ekki beinlinis talist til friðsemjanda, enda næsta óþarfir þótt á siikum fundum, t. d. á fundi þaim, er haldinn var i Genf fyrir fáum árum í því skyni að takmarka herskipasmíði sjóveldanna. Merk Bandaríkjablöð telja þetta þvi óálitlegra, sem talið er víst að fundur þessi standi svo iengi, að Stimson ríkisráðherra* * geti ekki set- ið hann ásamt sendinefnd Banda- ríkjanna. En víst taiið að Bretar muni senda forsætisráðherra sinn, Ramsay MacDonald; Pjóóverjar Bruning kanzlara og Frakkar Laval forsætisráðherra. Er sennilega ekki við þvi að búast að frambærilegri menii verði sendir frá þessum lönd- um. En tvímæialaust tjón er það, ef satt er, að skipa skluli annan i forsetasæti þessarar samkundu en Arthur Henderson, fyrverandi utan- ríkisráðherra Breta í verkamanna- ráðuneyti MacDonalds. Var honum boðin sú staða af Pjóðabandalaginu eigi fyrst og fremst vegna þáver- andi stöðu hans, heldur einkum vegna framúrskarandi þekkingar og persónulegra hæiileika í þá stöðu. Reynist fregmn sönn, færir hún sönnur á það, sem ýmislega hefir komið i ljós síðan MacDonald yfir- gaf verkamannaflokkinn - eða flokkurinn hann — að sá mæti maður hefir til þess eins gerst for- sætisráðherra hins nýja sameiningar- ráðuneytis, — þar sem konservatívir hafa vitanlega töglin og hagldirnar— að hann kúgist nú til meiri og minni stefnubreytingar í flestum * Ríkisráðherra (Secretary of State) Banda- rlkjanna svarar til íorsætisráðherra ann- ara, ríkja, §> H. /, H. málum, er honum hafa verið hjart- fólgnust að þessu, og þá jafnvel í afvopnunarmálinu, því vafalaust er hann eigi svo hefnigjarn, að hann vilji Henderson úr forsetasæti þess- arar samkundu, þótt vegir þeirra hafi skilið í stjórnmálum heima fyr- ir, heidur verður hann þar að lúta vilja hinna þröngsýnustu stórveldis- sinna (imperiaiista) brezkra. Er þvi ekki vert að gera sér sérlega glæsi- iegar vonir um róttækar ráðstafanir til allsherjar afvopnunar og alheims- friðar, ef biezkir og franskir stór- veldissinnar eiga að hafa hönd í agga með mannaráðning á alis- herjarfundinn í Gen( og Bandarík- in senda þangað einhverja meðal- menn, sem þá iíka eiga að styðjast við »sérfræðis«-skoðanir helztu hernaðarberserkja sinna, auk þeirra sém með MacDonald fara, en þeir eru Hailsham hermálaráðherra og Londonderry flugmelaráðherra, * * * Formaður dönsku sendinefndar- innar á þenna allsherjarfund verður dr. Edvard Munch. Ágætur maður, eins og flestir þeir, er Norðurlandaþjóðirnar hafa í svipuðum erindum sent til Genf; Meinið er, að taísmenn hinna sið- aðri smáþjóða mega sín þar álika mikils og smáseyði í þorsktorfu. * * * Leiðtogi itala á þessum fundi verður senniiega utanríkisráðherra þeirra, signor Dino Grandi. Hefir hann verið nýlega i Bandarikjunum og látið þar hvað eftir annað opin- berlega til sín heyra um þau mál. í fyrstu var einlægni hans dregin nokkuð í efa, er menn minntust þess að rúmlega 25% af tekjuáætl- un ítala á fjárhagsárinu gengur til hers og flota, og þá lika bumbu- sláttar Mussolini í fyrra, er óþægi- lega þótti minna á Vilhjálm Pýzka- landskeisara meðan hann var og hét. En mjög sneri signor Grandi almenningsálitinu þar vestra til trúar á það, að aivara feldist á bak við íuilyrðingar hans um afvopnunar- nauðsyn ailra stórvelda, að þau yrðu »að vfgbúa réttlætið en ekki aðréttlæta vigbúnaðinn*. Pá minnt- ust menn þess einnig, að það var Grandi sjálfur, er lagði til og fékk samþykkt það hlé á frekari vigbún- aði, er nú um nokkra hríð hefir verið meðal stórveldanna. í sfðustu ræðu, sem hann flutti opinberlega í Bandarikjunum, iét hann svo um mæit, að ítalir álitu að öllum þjóð- um bæri lagaleg og siðferðisleg skylda tii þess að draga úr herbún- aði sínum og kvað ítali á »engan hátt geta failist á þá skoðun, að fullnaðartrygging sé skilyrðislaust nauðsynleg til þess að hefjast handa til afvopnunar*. Er þessum ummæi- um vitanlega stefnt til Frakka, er alirs þjóða eru ófúsastir til afvopn- unar, og bera það fyrir, að áður en þeir geti hreyft til þess hönd eða fót, verði þeir að fá fullnaðar- tryggingu fyrir því að eigi verði á þá ráðist. En slika tryggingu er vitanlega ómögulegt að gefa, og sérstaklega ekki þeim, er engar tryggingar vilja fullgildar telja, en þess hugar munu Frakkar hafa verið ætíð síðan friður var saminn. * * * Pví er þá heldur ekki að leyna, að um allan heim bera menn mest- an kvíðboga fyrir því, að á Frökkum muni stranda allar alvarlegar til- raunir til afvopnunar, er á Genf- fuudinn kemur í næsta mánuði. Undirbúningsfundur var haldinn i Trocaderosalnum mikla I París 27. nóv. Voru þar samankomnir 1043 fulltrúar frá flestum siðmenningar- löndum. Var boðað til þessa fundar i Rarís, til þess fyrst og fremst, að færa Frökkum sem áþreifanlegast heim sanninn um sterkan alþjóð- legan friðarvilja. En fundurinn fór algjðrlega út um þúfur, fyrir skríls- æði franskra stórveldissinna, er grenjuðu niður aðalfulltrúa Breta og Itala, Cecil vísigreifa og signor Scialoja ásamt þýzku fulltrúunum og aðalfulltrúa Bandarikjanna, Alan- son B. Houghton sendiherra, einn hinn ágætasta stjórnmálamann al- þjóðlegan, er nú fer með umboð nokkurs tíkis meðal erlendra þjóða. Vakti uppþot þetta og eftirköst þess i Frakklandi alistaðar hina mestu gremju. Meðal annars kveður einn ágætasti og sanngjarnasti blaða- maður og stjórnmálaritari Banda- rikjanna svo að orði, að þótt skrils- æði franskra áheyrenda hafi gengið úr öllu hófi, þá sé þó langtum alvarlegri og uggvænlegri sú iinkind, er frönsku blöðin, lögreglan og stjórnarvöldin hafi auðsýnt óróa- seggjunum, og bætir við: »Pegar á allt er litið, má fremur vel telja farið, að þetta hneyksli átti sér stað. Af þvi má hver skynsamur maður skilja, að það er Frakkland, sem allstaðar er þröskuldur i vegi friðar og fjárhagslega heilbrigðrar skyn- semi, enda gefur nú á að llta til hverra örþrifaráða stjórnarvöld þess leyfa að gripið sé til þess að þagga niður allar aðfinnslur við stefnu þeirra. Ennfremur opnar þetta augu Bandarikjamanna fyrir óbifanlegum ásetningi Frakka sem stendur, að stýra Evrópu með ofbeldi, að halda dauðahaldi i hervaldsalræði, háska- legra miklu öllum fyrirætlunum er eignaðar voru þýzkum hervaldssinn- um á ófriðarárunum. En að vísu ættu Hoover forseti og Stimson rikisráðherra hvergi að láta sér við þetta bregða, heldur verða einmitt einráðnari í þvi að einangra Frakk- land á afvópnunarfundinum íGenf, stofna til þjóðasamtaka undir fór- ystu Englands og Bandaríkjanna, og halda i fararbroddi á afvopnunar- leiðina, hvort sem Frakkar vilja sam- ferða verða eður eigic. Stjórnarskrd Spánverja. Uppreistarmennirnir spánversku er Alfons konung ráku frá ríkjum, i útlegð, og stofnuðu síðan lýðveldi, hafa nú loks samþykkt stjórnarskrá þess, er að mörgu leyti er hin merkilegasta. Pingið (Cortes) situr allt í einni deild. Telja höfundar stjórnarskrár- innar, að með þvf sparist bæði skraf og skriffinnska til muna. Konur fá jafnrétti við karla, og kosningarétt, en um það var mikið rifist, þegar er lýst hafði verið yfir lýðveldinu. Hjónaskilnaður fæst þegar, ef hjón- in eru á eitt sátt um að æskja hans. Engin börn skulu óskilgetin talin frá sjónarmiði laganna; þ. e. a. s. börn, getin utan hjónabands, skulu arf óg allan rétt hafa til jafns við bjónabandsbörn, að eigi bitni á þeim óvirðing, er þau hafa á engan hátt til unnið. Kaþólska kirkjan skal skilin frá rikinu og engin réttindi hafa fram yfir aðra trúarflokka, og fyrirmæli eru um þáð, að algjörlega megi rjúfa söfnuði og trúarstofnan- ir, og gera eigur þeirra upptækar, fari starfsemi þeirra i bága viðheill ríkisins, en annars skal hverjum heimilt að játa og iðka hverja þá trú, er hann kann að aðhyllast. Pá skal og skift til ræktunar stórkost- legum jarðeignum, er áður hafa fátæklingum verið leigðar gegn ok- urleigu, af stóreignamönnum, eða haldið af þeim óræktuðum til dýra- veiða. Pá mælir stjórnarskráin svo fyrir að þvi aðeins geti forsetinn lýst friðrofi, að fullnægt se öllum ákvæð- um sáttmála þjóðabandalagsins, um að það sé varnarráðstöfun, er eigi verði hjá komist og pó pVÍ aðeins.að Spánverjar hafi fyrst vísað ágrein- ingsmálinu tii gerðardóms Pjóða- bandalagsins, en hinn aðilinn eigi viljað honum hlita. Annars hafa Spánverjar afvopnað meira en helming herliðs síns síð- ustu sex mánuðina og lokað flest- um herforingjaskólum, er áður voru í landinu. Forseti hins nýja lýðveld- is er N ceto A'cola Zamora, 54 ára gamall. Varð doktor við Madridhá- skóla 22 ára; ráðherra fyrst 1917, en lét ekki verulega til sin taka fyr en einræðistímabilið hófst á Spáni, með Primo de Rivera við stýrið, að vild, ef ekki i skjóli Alfons Spánarkonungs. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg 5. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.