Dagur - 10.03.1932, Síða 3

Dagur - 10.03.1932, Síða 3
10. tbl. DAGUR 39 Jarðarför litlu stúlkunnar okk- ar, Jóhönnu Kristínar, sem and- aðist 1. marz, á heimili okkar, Ránargötu 2, er ákveðin þriðju- daginn 15. sama mán., kl. 1 »/a eftir hádegi. Akureyri 9. marz 1932. Agnea Tryggvadóttír. Öskar Gíslason. | iÖllum þeim, er auðsýndu okkur hjálp og samúð í veik- indum og við jarðarför Rögnu Stefánsdóttur, vottum við hér- með innilegar þakkir. figinmaður, foreldrar og systkini. Miðvikudaginn 2. þ. m. and- aðist maðurinn minn, Bernharð Guðjónsson fráNeðri-Vindheim- um, á Kristneshæli. — Jarðar- förin er ákveðin miðvikudaginn 16. marz, að Möðruvöllum í Hörgárdal, kl. 1 eftir hádegi. — Kransar afbeðnir. Kristnesi 6. marz 1932. Kristín Sigurjónsdóttir. ein gerð, sem einkum er ætluð ti raflýsinga i vitum og á öðrum ein- angruðum stöðum. Pær eru settar af stað og stöðvaðar með þvf, að styðja á hnapp i fjarlægð. Ef bóndi til sveita hér á landi hefði slíka vél, þá gæti hann haft stillihnappinn hjá rúminu sínu og stöðvaö vélina rétt um leið og hann legði höfuðið á koddann til að sofa, en að morgni gæti hann risið upp við olnboga og sett vélina af stað, svo að heitt væri orðið f stofunni og farið að sjóða á katiinum, áður en þau hjón- in færu á fætur. Eg hefi lika fundið, að Petter bræður framleiða vélar i allskonar báta og skip, og eg sé af vitnis- burðum sjómanna um þær, að þeir eru eigi siður ánægðir með þær en landmenn með sinar. Alit þetta ásamt nokkur þúsund vitnisburðum frá ánægðum notend- um, sýnir og sannar, að hér eru framleiddar þær vélar, sem eru ein- faldar að gerð og notkun, ódýrar eftir efnisgæðum og i rekstri og sér- lega endingargóðar og áreiðanlegar. Með öðrumorðum: Við okkar hæfi. Á þessum tfmum, þegar allt þarf að spara, ,þá borgar sig ekki að kaupa annað en hið bezta, jafnvel þótt dýrara sé i svipinn, en mér er sagt að Petter vélar séu með líku verði og aðrar svipaðar vélar. Get- ur nokkur sagt mér, hvemörgþús- und tapast árlega vegna bilana og aðgerða á vélum, t, d. f vélbátum, eða hve blöðin hafa oft sagt á und- anförnum árum frá slysum eða ó- þægindum á sjó, af þvf að »bátur- inn var með bilaða vél<? Margan mun fýsa að vita um reksturskostnað á þessum litlu vél- um. Hann er auðvitað misjafn eftir stærð og orkuframleiðslu, þvf að Þjóðjörðin HAMRAR, við Akureyri, er laus til ábúðar á næstkomandi fardögum. Skrif- legar umsóknir um ábúð á jörð þessari, ber að senda til hrepp- stjóra Hrafnagilshrepps, fyrir 10 apríl þ. á. Kroppi 4. marz 1932. Davíð Jónsson. Skemmtun hann er alt af minni, þegar þær framleiða ekki fulla orku. Á 5 kíló- witta stöð er reksturskostnaður varla meiri en 15 au á kílówatt, en eitthvað meiri á minni stððvum og minni á stærri stöðvum. Til saman- burðar má geta þess, að hér á Ak- ureyri borgum við að vetrarlagi 50 au. fyrir kilówatt til Ijósa, en 12 au. til suðu og hitunar. En áS glufirði, Ó’afsfirði og Sauðárkróki 1.00 kr. fyrir kílówatt, hvort heldur til Ijósa, suðu eða hitunar. Prátt fyrir þetta háa gjald, vilja þó engir vera án rafmagnsins, jafnvel þótt sumstaðar heyrist kvartað yfir daufri birtu, titring á Ijósi eða bilun á leiðslum. Pað er sjálfsögð skylda, að þegja aldrei yfir þvi, er öðrum má verða til gagns og góðs, ef sagt er frá. Pess vegna hefi eg reynt að segja mönnum frá Petter vélum. Eg hefi beðið brezka varakonsúlinn, A^thur Gook Akureyri, að gefa mönnum nánari uppysingar, ef einhverjir óska þeirra, og tjáði hann sig fús- an til þess. Sæmundur G. Jóhannesson kennari. ■ 0 Alþingi. Sérstök nefnd hefir verið kosin f efri deild, til þess að fjalla um stjórnarskrárbrey tingar. J afnaðar- menn báðu um leyfi til að hafa einn mann í nefndinni og var það veitt. Nefndina skipa: Einar Árnason, Ing- var Pálmason, Jón Baldvinssoc, Jón Porláksson og Pétur Magnússon. Pétur Ottesen flytur frv. um br. á 1. um fræðslumálastjórn. Vill láta eftirlit frá rikisins hálfu falla niður. Jafnaðarmenn flytja í neðri deild frv. um br. á I. um skipun barna- kennara og laun þeirra. Vilja þeir láta hækka launin dálítið. Fjárveitinganefnd neðri deildar flytur frv. um rikisskattanefnd. Á hún meðal annars að hafa eftirlit með störfum skattanefnda. Sérleyfi flugferða til handa ame- riska flugfélaginu er samþykkt f neðri deild og afgreitt til efri deildar. Jón Porláksson og Jóhann P. Jósefsson bera fram till. tii þings- ályktunar um skipun 5 manna nefndar, tii þess að koma fram með tillögúr um lækkun á útgjöld- um rikissjóðs. Landbúnaðarnefnd nd. flytur frv. um innfiutningsbann á kartöflum á þeim timum, þegar næg uppskera er innanlands. Bernharð og Jðrundur flytja frv. um sauðfjármðrk. Hafisinn er fyrir Norðurlandi og Vest- fjörðum, alla leið vestan frá Patreksfirði og austur að Langanesi og viðá kominn inn í firði á þessu svæði. Liklegt talið að hér sé fremur um íshroða að ræða en hafþök. Hjáipræðisherinn hefir kaffihátíð í kvöid kl. 8*/2 og annað kvöld verður fluttur þar fyrirlestur um kenningar Hjálpræðishers- ins, stjórnarfyrirkomulag og starf. Sjá aug- lýsingu í blaðinu i dag. Hjóneband: Ungfrú Quðrún Jónsdóttir frá Sléttu í Reyðarfirði og Tryggvi Jó- hanneiRon, Vtra-Laugalandi, sína héldu skólabðrn á Akureyri s. 1. sunnudag og var aðsókn svo mikil að fjöldi manna varð frá að hverfa. Urðu þau því að endurtaka hana á þriðjudagskvöld og þá fyrir fullu húsi. — Skemmtunin var fjöl- þætt: Upplestur, sjónleikir, kórsnngur og fimleikar og mun það almennt álit bæjarbúa, að hér sé um merkilega og ágæta skemmtun að ræða, og sumir fnllyrða að hún sé bezta skemmtunin á vetrinum. Hvað sem um það má segja, er hitt vfst, að bðrnin leystu yfirleitt vel af hendi hlutverk sin og sum ágætlega, og komu þannig skipulega og prúð- mannlega fram, að vel má vera til fyrirmyndar. Hafa slíkar samæfing- ar, með bðrnum, til opinberrar fram- komu, mikið uppeldislegt gildi. Fer vel á því að börnum sé á þessum skólaárum hjálpað til að neyta ork- unnar, einnig á þessu sviði, að þeim sé leiðbeint f að búa undir og starfa á góðri skemmtun, að þau séu einnig f þessu efni leidd inn f þann heim, sem bíður þeirra, en ekki hrundið inn f hann. - .— o • ■ » Fréttir. Láfinn er í Reykjavík Magnús Th. Blön- dahl útgerðarmaður. Hann dó 4. þ. m. M. Th. B. var 2. þingmaður Reykv. 1909 —1911. Hann varð sjötugur að aldri. Dýzkur fogori strandaði nýlega fyrir vest- an Selvog. Dettifoss fór á vettvang og flutti strandmennina til Reykjavíkur, og siðan fóru varðskipln á strandstaðinn og náðu togaranum út. Dánardægur. Fyrra föstudag andaðist hér á sjúkrahúsinu Kristján Einarsson síldar- matsmaður eftir langa legu í berklum. Hann var 58 ára gamall, vinsæll maður og vel látinn. Fyrra miðvikudag andaðist á Krlstnes- hæli Bernharð Ouðjónsson bílstjóri héðan úr bænum, 33 ára gamall; kvæntur maður. Missögn var í síðasta blaði, þar sem skýrt var frá andláti Þóru Árnadóttur frá Syðra-Laugalandi. Hún var hálfsjötug en ekki hálfáttræð eins og þar stóð. Hún var flutt til dóttur sinnar og tengdasonar hér f bænum og andaðist hjá þeim. Songskemmfun sina endurtóku þau Jóhanna Jóhannsdóttir og Hreinn Pálsson f Samkomuhúsinu á fimmtudaginn var, Útvarpsumræður um blaðadeilur fara fram í kvöld og tvö næstu kvöld. Taka þátt i þeim þrír núverandi ritstjórar, þeir Oísli Ouðmundsson, Olafur Friðriksson og Val- týr Stefánsson; þrír fyrv. ritstjórar: Hall- björn Halldórsson, Jónas Þorbergsson og Kristján Albertsson; f þriðja lagi þau frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, sfra Árni Sig- urðsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Tala þrír á hverju kvöldi. Útvarpsráðið gengst fyrir þeasum umræðum. ^ frá kr. 25.00 tunnan. ^ LKjöibúdin. I K A. E. mmam F ó ð u r s í I d seljum við nú á aðeins prjár krónur inni- hald úr tunnu. Kaupfélag Eyfirðinga. Svarfdælinganiótil Aðgðngumiða sé vitjað fyrir kf. 7 e. h. á laugardaginn 12. þ. m. þangað sem áskriftarlist- arnir liggja frammi. Hjálpræðisherinn. Kaffihátíð f kvöld kl. 8V2. Par fer fram: Söngur og hljóðfærasláttur, kaffi- drykkja, upplestur, leikir og fieira. - Aðgangur 50 aurar. Annað kvöld (föstudag 11. marz), — Fyririestur: Hvað er Hjálpræðisherinn.— Kenningar hans; stjórnarfyrirkomulag og starf. Ókeypis aðgangur. A*lir velkomnir. tvö herbergi með aðgangi að eldhúsi, geymslu og þvottahúsi frá 14. maf n. k. — Upplýsingar f smjðrlíkisgerð K. E. A. Vöriibifreiðar. Prátt fyrir innfiutningsbann á bif- reiðum og gengishækkun, getum við útvegað nokkrar vðrubifreiðar, 11/2 og 2ja tonna með lítið hækk- uðu verði, ef samið er strax. Kaupfélag Eyfirðinga. Slerlingspundíð hefir stigið allmikið. Skíp. Brúarfoss fór frá Reykjavík í fyrra- kvöld suður fyrir land í hringferð. Detti- foss var ófarinn úr Reykjavik i gærkvöid áleiðis hingað. Nova kemur ekki hingað frá Rvik, fór út þaðan. Nýlt ríki. Mandsjúría var gerð að sér- stöku ríki í gær. Þar er tekin upp Iýð- veldisstjórn. Mandsjúríurikið er talið sjálf- stætt, en Japanar hafa þar þó tögl og hagldir. Kyrrð er nú komin á milli Japana og Kínverja. Þó er friðurinn ekki taiinn trygg- ur enn. Kínverjar krefjast þess, að Japanir dragi her sinn burt úr Kína, áður en sezt sé á friðarráðstefnu. Japanar krefjast hins- vegar, að friðurinn sé tryggður, áður en þeir hverfi burt með herinn. Látinn er á Bringu í Eyjafirði Jósef Stef- ánssson, háaldraður maður.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.