Dagur - 10.03.1932, Side 4

Dagur - 10.03.1932, Side 4
40 DAGUR 10. tbl. > > « *■■» ••••••#♦•••• • » • » • ♦ Jðnsýningin 1932. Ávarp til iðnadarmanna. Iðnaðarmannafélagið i Reykjavík hefir ákveðið að gangast fyrir aimennri iðnsýningu á þessil ári og verður hún væntanlega opnuð um eða fyrir miðjan júni n. k. í Reykjavík. Sýning þessi á fyrst og fremst að vera almenn VÖrilSýning, þar sem auð- veldlega verður séð hversu fjðlbreyttur iðnaður vor er, og að hann er fyllilega sambærilegur við erlendan iðnað að gæðum. Hinsvegar getur tæplega verið um listiðnsýningu að ræða, tit þess er undirbúningstíminn of stuttur. En hver tilgangurinn er með sýningu þessari, hversvegna til hennar er stofnað og hvers árangurs sé af henni að vænta, er nánar skýrt frá í greinargerð þeirri, er birtist hér á eftir ávarpi þessu. Vér undirritaðir, sem kosnir höfum verið til að hafa forgöngu i þessu máli, höfum sent bréf um sýninguna til þeirra framleiðenda og iðnaðar- manna, sem oss var kunnugt um. Vera má að ýmsir hafi af einhverjum ástæðum ekki fengið bréf vort, og jafnframt þvi, sem vér biðjum afsök- unar á þeim mistökum — þvi vér viljum ná til allra — treystum vér á þá, sem aðra framleiðendur, að leggjast á eitt með oss um að gera sýn- inguna svo fjölbreytta og fullkomna, sem kostur er á, og með þátttöku þeirra, sem hlut eiga að máli, getur þetta orðið voldug og merkileg sýning, sem markar tímamót i islenzkum iðnaðarmálum. Yér skorum pvi á alla iðnaðarmenn og (ramleiðendur, hvar sem eru á landinu, að laka pátt í Iðnsýningunni 1932 og senda einhverjum af oss undirrituðum tilkynn- ingu um það tyrir 1. apríl n. k. og láta þess getið um leið, hvað þeir óska að sýna og hve stórt rúm þeir búizt við að þurfa, fyrir sýningarmuni sína. Vér munum síðar tilkynna nánar um allt fyrirkomulag sýningarinnar, en þeim, sem óska sérstakra upplýsinga, veitir nefndin þær fúslega; í sýningarnefnd iðnaðarmannaféiagsins. Jón Halldórsson. trésmíðameistari (form.) Skólavörðustíg 6. Guttormur Andrésson byggingameistari (gjaldkeri) Bergstaðastræti 70. Um leið og iðnsýningarnefndin birtir ofanritað ávarp, vill hún gera nokkra grein fyrir hinni knýjandi þörf, sem hrint hefir af stað þessu sýningarmáli einmitt nú á yfirstand- andi erfiðu timum, svo og hverju slík sýning niá til vegar koma. Til að draga úr því atvinnuleysi sem alstaðar er fylgifiskur fjármála- kreppu þeirrar, sem nú gengur yfir heiminn, er það heróp ailra þjóða til landsmanna sinna, að nota fyrst og fremst innlenda framleiðslu og búa sem bezt að sínu. Og hjá mörgum þjóðum þarf enga kreppu til þess að heróp þetta gjalli. Pær eru sívakandi yfir mesta velferðar- máli sinu: efling og notkun inn- lends iðnaðar og framleiðslu. Við íslendingar höfum hinsvegar fram að þessu iátið að mestu fara sem vildi um iðnað vorn. Við höfum látið okkur litlu skifta afkomu iðnaðarius og látið ráðast hver ðrlög honum væru sköpuð er þrengdi að þjóðinni á sviði fjármála og viðskifta. Jaínvel löggjafarvaldið hefir á mörgum sviðum og i veru- legum atriðum í tollalöggjöf sinni tekið innlenda framleiðslu þeim vandræðatökum, sem á ýmsum sviðum skapa erlendri framleiðslu betri aðstöðu hér á landi en vorri eigin. Nú hefir islenzka þjóðin þreytt um skeið fangbrögð við kreppuna og hafa iðnaðarmenn vorir goldið það afhroð i þeim viðskiftum, að atvinnuleysi er nú meira meðal þeirra en verið hefir um langt ára- bil. Og þó höfum vér þá sérstöðu Guðbjörn Guðmundsson. prentsmiðjustjóri (ritari) Brekkustíg 19. Jónas Sólmundsson. húsgagnasmiður Lækjargötu 9. á þessu sviði, að hér á landi þyrfti alls ekkert atvinnuleysi að vera meðal iðnaðarmanna, ef þjóðin notaði framar öðru eigin fram- leiðslu. Aldrei hefir þvf verið meiri þörf en nú á aukningu innlendrar fram- leiðslu, til að draga úr atvinnuleysi og fjárhagsörðugleikum framleið- enda, iðnaðarmanna og þjóðarinnar i heild. Aldrei á siðari áratugum hefir þjóðinni verið meiri nauðsyn á þvi en nú, að búa sem mest að sfnu hvívetna og greiða götu innlendrar framleiðslu, með þvi að nota hana undantekningarlaust á öllum þeim sviðum sem unnt er. Aldrei hefir islenzkt löggjafarvald haft meiri skyldur gagnvart íslenzk- um iðnaði en nú, þó ekki væri meira krafizt honum til handa i tollalöggjöf vorri en jafnréltis við þann erlenda iðnað, sem hér er boðinn þjóðinni að þarflausu henni til fjárhagslegs tjóns og aukins at- vinnuleysis. íslenzka þjóðin greiðir árlega að óþörfu erlendum þjóðum fleiri miljónir króna í laun fyrir vinnu, sem hún sjálf getur innt af hendi. Hðfum vér efni á þessu ? Nei! því fer fjarri og þetta verður að breytast. Til þess að vekja, enn betur en hér hefir verið gert, athygli á þess- um staðreyndum og fleiri atriðum er iðnaðarmál vor snerta, er til sýn- ingarinnar stofnað á komanda sumri. Auk þess, að þar verður sýnis- horn af allri framleiðslu vorri og ývotturinn hvitaii — ekkert strit seqir María Rínso gent* verkid auðveldara, þvottinn hvítari STÓR PAKKI 0,55 AURA IÍTILL PAKKI 0,30 AURA M-R 43-047A IC Það er þarflaust aÖ pvæla, J?ræla og nugga. Faríu bara að einsog jeg.— Láttu ]?vottinn í heitt Rinso vatn. Sjóddu eða ]>vældu lauslega pau föt sem eru mjög óhrein. SkolaSu pvot- tinn vel og sjáSu hva'ð hann verður hvítur. Rinso sparar manni strit og pvottinum slit. R. S, HUDSON LIMITED, LIVERPOOL, ENGLAND iðnaði, sem er fjðlþættari en marg- an grunar, verður þar dregið fram á einfaldan en skýran hátt hver að- staða iðnaði vorum er veitt af þjóð og þingi. Verður með linuritum sýnt, að svo miklu leyti sem unnt er, hve mikið vér flytjum inn af vörum sem vinna mætti hér á landi, hverjar erlendar vörur þjóðin notar fremur en sambærilegar innlendar, hvernig ýmsum iðnaði vorum er íþyngt með tollum umfram erlenda framleiðslu o. s. frv. Takmark sýningarinnar verður þvi í höfuðdráttum þetta: 1. AÐ vekja athygli á öllum innlendum iðnaði og framleiðslu, í stórum og smáum stíl, með þvi að safna öllum sýnishornum saman á einn stað og koma þeim svo fyrir, að eftir þeim sé tekið. 2. AÐ sýna, að svo miklu leyti sem unnt er, hve mikið þjóðin greiðir árlega að þarflausu erlendum þjóðum f vinnulaun, meðan hún sjálf stynur undir oki atvinnuleysisins. 3. AÐ opna augu almennings fyrir þvf menningarlega og fjárhags- lega gildi sem það hefir, að nota framar öðru framleiðslu sinnar eig- in þjóðar, og 4. AÐ brjóta skörð í þær stifl- ur, sem hefta eðlilega þróun iðn- aðarins og veita fram þeim lifs- straumi þjóðarinnar, sem fólginn er f Ijósri meðvitund um, að >sjálfs er hðndin hollust* og »húlt es heima hvat«. En til þess að þessu takmarki verði náð, er það mikilsvert atriði að allir islenzkir framleiöendur, stórlr og smáir, taki pátti síningunnii í ráði er, að í sambandi við sýn- inguna verði sérstðk söludeild, og verða þá jafnan teknir þar til sýnis og sölu ýmiskonar heimilisiðnar- munir, er nefndinni kunna að berast. Pá er þess að geta, að í sam- bandi við sýninguna verða væntan- lega flutt útvarpserindi um iðnað þann og iðngreinar, sem á sýning- unni verða og ýmiskonar auglýs- ingastarfsemi notuð, auk alls ann- ars sem gert verður f sambandi við hana. Auk þess mun nefndin af fremsta megni leitast við að gera allt, sem má verða iðnaðarmálum vorum til fremdar. fslenzkir iðnaðarmenn! Pað er vfst, að enginn yðar hefir efni á þvi að taka e k k i þátt i sýning- unni. Minnist þess, að framtið yðar er ef til vill að m i k I u 1 e y t i komin undir árangri þeim, sem af sýningunni næst, en árangurinn af henni er að öllu leyti kom- inn undir þátttðku yðar. F. h. sýningarnefndarinnaf, Guöbj. Guðmundsson. Fundiö álengi. Togarinn Tryggvi gamli kom til Reykjavíkur frá Englandi fyrir skömmu. Fundu þá tollverðir í skip- inu 93 heilflöskur og 188 hálfflöskur af sterkum drykkjum. Oekkst einn skipverjinn við því að eiga áfengíð og hefir hann nú verið dæmdur í 6000 kr. sekt og mánaðar fangelsi. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Gilsbakkaveg S. Prentsmiðja Odds Björassonar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.