Dagur - 14.04.1932, Blaðsíða 2

Dagur - 14.04.1932, Blaðsíða 2
58 DXGtni 15. tbl. W Flóra" smjorlíki gengur næst ÍSLENZKU SMJÖRI. TS5; «4i BMiiiiiiiiiiiiiimiiua Kaupfélag Eyfirðinga. Smjörlíkisgerðin. BffifffffflfllflfffllfffB Hversvegna þykir „Flóra“ smjörlíki BEZT? Vegna þess, að þ^ð er búið til úr beztu efnum, sem fáanleg eru og vegna þess, að það er búið til í nýtízku vélum í vönduðustu smjörlíkisgerð landsins. Á víðavangi. Morgunblaðssannleikur. Aðalmálgagn íhaldsflokksins birtir 6. þ. m. »fyrstu eldhúsræðu* for- sætisráðherrans ínnan tilvitnunarmeikja sem bendingu til lesenda blaðsins um það, að engu orði sé haliað frá þvi rétta. Þessi Morgunblaðssannleikur er sem hér segir: »Peir komu heim til mín, Reyk- víkingar. Peir eru á móti mér. Peir eruámóti mínu fólki. Eg hefitekið bðrnin mfn úr skóla. En þakka ykkur fyrir þarna úti i landsbyggðinni; Pakka ykkur, sem lesið hafa róg minn um Reykjavík- urbúa, þakka ykkur fyrir að þið hafið sýnt mér samúð, að þið kennið i brjóst um mig fyrir, að eg skuli nú þurfa að kenna á því, að eg hafi i undanfarin ár lifað á þvf að bera róg milli höfuðstaðar- búa og annara landsmanna«. Morgunblaðsmenn vita það, að ÖIl þjóðin hiustar ekki á útvarps- ræður. Peir vita það, að einhverjir muni lfta f Mbl., sem ekki hafi hlustað á ræðu forsætisráðherrans. Pess vegna vilja þeir vinna það til, að gera sig bera að hinum frek- legustu ósannindum í augum allra útvarpsnotenda, ef þeir hafa von um að geta blekkt nokktar trú- gjarnar og litilsigldar sálir með ósannindum. Pessi bardagaaðferð lhaldsflokks- ins lýsir átakanlega vel þvi eymdar- ástandi, sem nú ríkir i flokknum. Vopnin hæfa málstaðnum. Gunnl. Tryggvi og Gunnar Lambason. »íslendingur« skýrír frá því, að Tryggvi Pórhallsson hafi grátið undan andstæðingum sínum við eldhúsumræðurnar. Minnir þetta á frásögnina um Ouunar Lambason, er hann var að segja söguna um Njálsbrennu og kvaó Skarphéðin hafa grátið í brennunnti En þessi lygi Ounnars hafði þæs- afieiðingar, að höfuðið fauk af honurn. Kári sá fyrir þvi. Ekki þarf ritstjóri ísl. að óttast slíkar afleiðingar fyrir skrök sin um grát forsætisraötierrans. En þó lækka þau hann töiuvert að manngildi, og geta þá orðió skiftar skoöanir uro, hvor ðrlögin séu ömurlugri, brennu- mannsins Ounnars Lambasonar eða Ounnlaugs Tryggva ísiendingsrit- stjóra. Töp Islandsbanka. í eldhúsumræðunum sýndi Jónas Jónsson dómsmálaráðherra fram á það og rakti í sundur, hvernig nokkrir íhaldsmenn hefðu vaðið i fé bankans eða almennings og tek- izt að sóa 20 miljónum, án þess að nokkuð gagnlegt kæmi i staðinn. Var fjármálastjórn þessi f senn bæði sorgleg og brosleg, t. d. þegar bankinn lánaði einum stórum skuldu- naut sfnum 125 þús. i viðbót við það, er hann áður skuldaði, til þess að hann greiddi bankanum i staðinn 70 þús. af skuld sinni. Margt annað var eftir þessu. Pað var eins og komið væri við opið sár á ihaldsmönnum, er flett var ofan af fjársukki þeirra eigin Rokksmanna. Magnús Jónsson og Ólafur Thórs sögðust ekki vita, hvers vegna dómsmálaráðherrann væri að rifja þetta. upp, því ekkert samband væri á milli tapa íslands- banka og skulda ríkissjóðsins nú. Samkvæmt þessu telja íhaldsmenn það enga þjóðarógæfu og fjárhag íslands með öilu óviðkomandi, þó að 20 miijónir af veltufé þjóðarinnar hverfi, ef það eru ihaldsmenn sjátfir, sem þvi valda. Peir kalla þetta »hringrás peninganna«, sem sé svo einstaklega holl og hressandi fyrir almenning. En þegar Framsóknarmenn verja miklu fé í góðærum til þess að bæta atvinnuvegina og styrkja menn- inguna, þá ærast þessir sömu i- haldsmenn og æpa um ófyrirgefan- legt fjársukk. Kain og Abel. í einni eldhúsræðunni líkti Magn- ús Jónsson Framsóknarflokknum við Kain en flokk sínum við Abel. Mun líking þessi hafa átt að eiga við innræti flókkanna. En þá var likingin óheppilega valin og gerði ekki annað en rifja upp pólitíska morðtilraun fyrir nokkru siðan, þar sem forkóifar Ihaldsflokksins tóku sér Kain til fyrirmyndar. Aftur á móti er likingin vel valin, þegar sá skilningur er lagður í hana, sem næst liggur, en bann er sá, að stefna og málstaður íhaldsflokksins muni hníga að velli fyrir vaxandi fylgi við Framsóknarflokkinn. Framsöknarfélag Akureyrar heldur fund í Skjaldborg á laugardaginn kemur (16. apríl) og hefst hann kl. 8>/2 síðdegis. FUNDAREFNl: Kreppuráðstafanir, framhaldsumræður. Þingfréttir. STJÓRNIN. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga verður haldinn í Samkomuhúsi bæjarins dagana 29. og 30. apríl, og hefst fyrri daginn kl. 10 árdegis. XD A G S KRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa. 2. Framlagðir endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 1931. Gefin skýrsla um starfsemina á árinu. 3. Ráðstöfun á ársarðinum. . « 4. Útibú félagsins. 5. Mjólkursamlagið. 6. Breytingar á samþykktum félagsins. \. 7. Erindi deilda. 8. Önnur mál, sem upp kunna að verða borin. 9. Kosningar. / Akureyri, 13. apríl 1932. / FÉLiAOSSTJÓRNIN. Yfirboð og dsakanir. Eftir að fhaldsmenn misstu völdin 1927, dreymdi þá fagra drauma um að sá tími nálgaðist, að þjóðin fæli þeim á ný forsjá málefna sinna. En þegar þeir þóttust sjá, að draumur- inn mundi ekki rætast svo greiðlega, sem þeir höfðu gert sér vonir um, fóru þeir að beita þeim brögðum að látast vera ákafir framfaramenn og leituðust við að koma þeirri trú inn meðal sveitamanna, að þeir vildu gera miklu meira fyrir þá en Framsóknarmenn. Pá fæddist raf- veitumál sveitanna. íhaldsmenn sögð- ust ætla að útrýma öllu myrkri úr sveitum landsins og raflýsa þær allar utan af yztu andnesum til innstu afdala. Til þessa smáræðis ætluðu þeir að verja svona 80 til 100 miljónum. Peir sögðu að Fram- sókn væri svo stöð að gera nokkuð verulegt fyrir sveitirnar og fóru að gera yfirboð, til þess að reyna að fá bændur til fylgis við sig. En nú er komið nokkuð annað hljóð f strokk íhaldsins. Nú ásaka fhaldsmenn Framsóknarmenn fyrir það, að þeir hafi ausið allt of miklu fé til styrktar landbúnaðinum og menningu sveitanna; allt slíkt helði átt að sitja á hakanum fyrir þvf að greiða þær eyðsluskutdir, sem i- haldsmenn sjálfir voru búnir að sökkva landinu f með bruðlunar- samri fjármálastjórn. 'O ■ Kaupgjald í sveitum. Á fulltrúafundi Framsóknarfélags Eyjafjarðarkjördæmis, sem haldinn var á Akureyri 10. apríl þ. á., var samþykkt eftirfarandi tillaga um kaupgjaldi sveitum á næstkomandi Sumri. »Fundurinn lftur svo á, að hæfi- legt kaupgjald í sveitum á næstkom- andi sumri verði sem hér segir: Karlmanna 25 til 30 kr. á viku, kvenmanna 15 til 18 kr. á viku, yfir sláttinn. Ennfremur að árskaup karl- manna sé hæfilegt 200 til 300 kr. og kvenmanna 100 til 200 krónur, og skorar fundurinn fastlega á mætta fulltrúa að beita sér, hver i sínum hreppi, fyrir þvi, að samtök verði um það milli bænda, að greiða kaup á framanrituðum grundvelli; Akureyri n. apríl 1932. F. h. Framsóknarfél. Eyjafjarðarkjördaemis. Jósef M. Thorlacius (varaform.). »JÖRЫ TH inn á hvert heimili! Verð 2. árgangs >Jarðar< (1932) verður óbreytt, kr. 5.00. Stærð árgangsins fer eftir áskrifendafjölda. Verði áskrifendur innan við iooo, þá verður stærðin óbreytt frá i. árgangi: um 300 bls. Verði áskrifendur um 2000, þ á verður stærð árgangs- ins um 500 bls, Verði tala áskrifenda þar á milli, þá verður stærð árgangsins eftir þessum hlutföllum. ÁSKRIFENDUR, sem greiða andvirði 2. árgangs áður en póstkröfur verða send- ar út, fá í KAUPBÆTI hina ágætu bók „KRISTUR Á VEGUM INDLANDS" SÉRPRENTAÐA (um 150 bls. í >Jarðar<- brou), enda hati þeir sent 50 aura (í frí- merkjum t.d.) fyrir sendingarkostnaði. Póst- kröfur verða sendar út um veturnætur 1932. Til þess að greiða fyrir útbreiðslu >Jarð- ar< og því, að hún verði kaupendum sem allraódýrust, verður 1. ÁRGANGUR eftir- leiðis SENDUR TIU ATHUGUNAB hverjum, sem þess beiðist, ÓKEYPIS að öðru leyti en því, að hann sendi 50 aura fyrir sendingarkpstnaði um leið og hann gerir vart við sig. Vilji hann, að athug- uðum árganginum, gerast áskrifandi, þá geri hann svo vel að senda afgreiðslunni eftirstöðvarnar af andvirði árgangsins, kr. 4,50 (eða beggja árganga, sbr. ofanritað). Oski hann þess aftur á móti ekki, þá er þess vænzt, að hann geri svo vel að láta eintak sitt ganga til einhvers, sem kynni að hafa hug á að kynna sér það. Reykvíkingar snúi sér til frk, Rannveig- ar Þorsteinsdóttur, afgreiðslumanns >Tím- ans<; aðrir til Oddsprentsmiðju, Akureyri. 650 blaðsíður með skemmtilegu lesmáli, er hverjum manni kemur við, og úrvalsmyndum á rúmar 5 krónuri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.