Dagur


Dagur - 26.05.1932, Qupperneq 2

Dagur - 26.05.1932, Qupperneq 2
82 DXGUR 21. tbl nmi>tw»»»»n»mn»M Af nýkomnum kextegundum vil/um við sérstaklega mœla með: Matarkex frá Kexverksm. »Oeysir« Hafnarf. Smákex frá sömu verksmiðju. »Rúgkex«, »Frukost«, »Albert«, »Delice« og »Lunch«, allt í */4 kilos pökkum. »Matador Wafers«, »Creamy Chocolates« í lausri vigt. Kaupfólag Eyfirðinga. Nyienduvörudeiidin. BiaaiHHHiiauHuta urinn reiknaöur af skattskyldum tekj- um): Af greiðist og at að kr. kr. afgangi % kr. 2000 40 5 3000 3000 90 7 4000 4000 150 9 5000 5000 250 11 6000 6000 390 13 . 7000 7000 490 15 L8000 8000 640 17 9000 9000 810 18 10000 10000 990 19 12000 12000 1370 20 14000 14000 1770 21 16000 16000 2190 22 18000 18000 2630 23 20000 20000 3090 24 25000 25000 4290 26 30000 30000 5590 28 35000 35000 6990 30 40000 40000 8490 32 45000 45000 10090 34 50000 50000 11790 36 af þvi, sem þar er fram yfir. Með skattskyldum tekjum er átt við nettotekjur, aö frádregnu aukaút- svari, skatti þess árs, sem við er miðað, og persónufrádrætti. En eftir frumvarpinu er persónufrá- drátturinn meiri en eftir núgildandi skattalögum, og á við álagning við- bótarskattsins að draga frá 1000 kr. fyrir einhleypan mann, 1800 kr. fyrir hjón og 600 kr. fyrir hvert barn og aðra skylduómaga. í reyndinni yrði því þetta þannig, að enginn einhleypur maður, sem hefir minna en 3000 kr. nettotekjur (þegar hann er búinn að greiða skatt og aukaútsvar) þyrfti aðgreiða viðbótartekjuskatt. Kvæntur maður þarf að hafa 3800 kr., hjón með eitt barn 4400 kr. hjón með 2 börn 5000 kr. o. s. frv., til þess að regl- urnar um viðbótartekjuskatt nái til þeirra. Eignaskatturinn á samkv. frv. að hækka um helming, en hann kemur eins og kunnugt er mjög vægt niður eins og nú er. Tekjuaukinn af eignaskattshækkuninni er alls á- ætlaður 180 þús. kr. II. Hér er um að ræða allverulega breytingu á núgildandi skattalög- gjöf. Tvær stefnur eru uppi í þvi máli sem kunnugt er. Önnur hall- ast að því að afla rikissjóði sem mestra tekna með Óbeinum sköttum (o: tollum), hin fer i þá átt að af- nema tolla af nauðaynjavörum og taka upp beina skatta i staðinn, sem einkum leggjast á þá einstaklinga, er mesta greiðslugetuna hafa. Frum- varp það, er hér um ræðir, stefnir i þá áttina. Tvær ástæður eru fyrir þvf, að frv. þetta er fram komið. Fyrst sú, að Framsóknarflokkurinn hefir það á stefnuskrá sinni »að lækka tolla þá, er hvlla á nauðsynjavörum, en auka beina skatta<, og í öðru lagi hótanir stjórnarandstæðinga i báð- um deíldum þingsins um það, að þeir mundu nota stöðvunarvald sitt i efri deild til þess að koma í veg fyrir að framlengd yrði áfram lög- gjöfin um verðtoll og gengisvið- auka. Verðtollurinn einn nam á ár- inu 1931 rúmlega IV2 miljón kr. Pegar um svo verulegan tekjustofn er að ræða, er það auðsætt að hann verður ekki niður felidur að skað- lausu, nema þvi aðeins, að annar tekjustofn, sem um munar, komi í staóinn. Nú er það vitanlegt að bæði verð- tollurinn og gengisviðaukinn eru handaverk ihaldsmanna. Hvortveggja þessi lög voru sett á Alþingi 1924, eftir að thaldsflokkurinn hafði mynd- að ráðuneyti með Jón Þorláksson sem fjármálaráðherra. Par sem nú að íhaldsmenn ætla að nota aðstöð- una í efri deiid tii þess að ganga af þessari löggjöf dauðri, þá eru þeir að ráðast á sin eigin handaverk, sem þeir að visu gátu ekki komið í framkvæmd 1924 nema með aðstoð Framsóknarmanna. En ihaldsmenn eru að gera meira. Jafnframt þvf, sem þeir eru að rifa nióur sína eigin lögggjöf af mikilli heift, eru þeir að ráðast á sfna eigin stefnu, tollastefnuna, þvi hún er einmitt stefna íhaldsins i skattamálum. Petta kynni nú i fljótu bragði að benda til stefnuhvarfa ihaldsmanna í skatta- málum, og að þeir ætluðu að fara að snúast að beinum sköttum i stað tollanna, en það er nú eitthvað annað, þvi komið hefir það berlega í ljós, að ihaldsmenn snúast önd- verðir gegn frv. þeirra Ingvars Pálmasonar og Páls Hermannsson- ar, og ihaldsblöðin virðast vera sárreið yfir því, að það skuli vera fram komið. Pað er því ekki annað sýnilegt en að ihaldsmenn séu á móti því að afla ifkissjóði tekna með tollum, og að þeir séu einnig á móti því, að rikissjóður fái tekjur af beinum sköttum. Fer þá afstaða þeirra til Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að Kiara okkar andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar 22. mai. Jarðarförin er ákveðin mánudaginn 30. þ. m. frá sjúkrahúsinu og hefst kl. 1 e. h. Sigrún Jónsdóttir. Karl Guðmundsson. Mínar hugnæmustu þakkir votta eg öllum ættingjum og vin- um, er veittu mér styrk og hjálp og á annan hátt sýndu mér samúð, við andlát minnar elskulegu eiginkonu, Friðbjargar Vig- fúsdóttur, og heiðruðu minningu hennar með nærveru sinni við jarðarförina og með minningargjöfum. Akureyri 24. mal 1932. Kristján Halldórsson. Málning getur altaf litið út sem ný ef þvegið er úr Vim. Dreyfið Vim á deyga ríu og þar sem henni er svo strotoD um verður allt bjart og glansandi, sem nýmálað vsen. . RyJ^ og önnur óhreinindi hverfa úr krókum og kymum. Jafnframt því sem Vim heidur máluðum hlutum ávalt sem nýjum, fegrar það flötinn og fægir allar rispur, þar sem óhreinindi gætu annars leynst f. Notið Vim og látSÖ allt sem málað er, altaf líta út sem nýmálað vseri. Stór dós .... Kr. 1.10 MiÖlungs stærÖ Kr. 0.60 Lítill pakki . . Kr. 0.25 HREINSAR 06 EÁ6AR LEVER BROTHERS LIMITED, PORT SUNLICHT, ENGLANL M-V 1 5«w«0 ie skattamálanna og fjáröflunar til handa rfkissjóði að verða allkyndug. Engum mun hafa komið það á óvart, þó að jafnaðarmenn hafi nú tekið þá afstöðu að neita um verð- tollinn og gengisviðaukann, þvf þó þeir hafi áður greitt atkvæði með þessum tekjustofnum, er stefna þeirra algert afnám tolla og að láta beina skatta koma I þeirra stað. Nú ætti þeim að gefast tækifæri til að þjóna þeirri stefnu með þvi að hjálpa til að koma á viðbótarskatt- inum á hátekjur og stóreignir. Bjamí Björnsson gamanleikari kom hing- að með >Drottningunni< á sunnud. og ntlar hann að skemmta bæjarbúum í Sam- komuhúsinu kl. 9 í kvðld. B. B er orð- lögð eftirherma og hefir lag á að koma áheyrendum sínum í gott skap og vekja hlátur þeirra. Eitt skemmtiatriðið er þing- fundur, og hermir B. B. þá eftir ýmsum þingmönnura, Fréitir. □ RÚN 59325318 - Frl.\ þ Kaupdeila er hafin i Vestmannaeyjum. Er hún,, á milli >KveIdúlfs«, sem hefir flskverkunarstöð þar f eyjunum, og verka- mannafélagsins >Drífandi«, út af kaupi fiskverkunarfólks. Vill Kveldúlfur lækka kaupið frá því, sem áður hefir verið, en út af því var vinna stöðvuð á fiskverkun- arstöðinni, og hefir málinu verið skotið til Verkamálaráðs Alþýðuflokksins. Niðurjöfnun útsvara er Iokið i Reykjavik að þessu sinni og hefir verið jafnað niður 2,150 þús kr., sera er 150 þús. kr. Iægra en f fyrra. Hæstu gjaldeneur eru h.f. Kveld- úlfur með 86 þús. kr. og >Alliance< með 47 þús. kr. Vatnavextir óvenjulega mikllr hafa að undanförnu verið i Suður-Englandi og gert mikinn skaða.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.