Dagur - 26.05.1932, Page 3
21. tbl,
D AGTJR
• • #-#-#■# # # • ###-#-## » #<
RÓStUr allmikiar taafa að undanförnu
verið í Bombay á Vestur-Indlandi milli
Hindúa og Múhameðstrúarmanna. Hafa
margir særzt og sumir verið drepnir í
þessum skærum.
Snorri Sigtússon skólastjóri hélt áfram
til útlanda með Oullfossi og dvelur þar
nokkrar vikur, til þess að kynna sér skóla-
mál.
Sveinn Pórorinsson listmáiari og frú hans,
sem einnig er listmáiari, komu hingað tii
bæjarins með Lagarfossi á sunnudaginn
og ætla að opna hér málverkasýningu i
vikulokin (sjá augl. á öðrum stað hér í
blaðinu). Sveinn hafði málverkasýningu i
Reykjavík í fyrra, og hlaut sýningin mjög
góða blaðadóma* Hann hefir og haft hér
sýningu áður og er því Akureyringum að
góðu kunnur. Meðal þeirra mynda, er
þarna verða tii sýnis, má nefna: >Heim
úr kaupstað — lestaferð* (stærsta myndin),
myndir frá Öskju og viðar að. Stærsta
mynd frúarinnar nefnist >Amma mín<. Auk
þess eru andlitsmyndir, altaristafla (María
með barnið), >Konur svíða svið<, vatns-
litamyndir af ýmsum stöðum úr Jökuldal
og frá Jökulsá, hugmyndir o. fl. o. fl.
Bæjarbúar ættu að nota tækifærið og
heimsækja málverkasýningu þeirra hjóna.
Þeir munu ekki iðrast þess.
Maður hrapaði í Herjólfsdal í Vest-
mannaeyjum á sunnudaginn var og beið
bana af. Hann hét Björgvin og var ógiftur
maður um tvitugt.
firuni. Húsið Haugasund á Sigiufirði
brann til kaldra kola á föstudaginn var.
Gunnar Bohmann, sænskur Bellman-söng-
vari, kom hingað með >Drottningunni< og
hélt hér tvær söngskemmtanir.
Hjónabönd: Ungfrú Ásta S. Valentins og
Pétur Jónsson læknir. — Ungfrú Sigríður
Pálsdóttir, Halldórssonar erindreka og
Kristinn Stefánsson skólastjóri Reykholts-
skóla. — Ungfrú Sigriður Jónsdóttir og
Steindór Jóhannsson fiskimatsmaður.
HjÓnaeinL Ungfrú Sveinbjörg Pálsdóttir
og Magnús Alberts húsgagnasmiður.
Forsætisráöherra Tryggvi Þórhallsson
veiktist af þarmablæðing í fyrrinótt. Or-
sök sjúkdómsins talin ofþreyta. Ekki er
hann talinn þungt haldinn, en verður þó
að hafa algeröa hvíld og næði um hríð.
Alpíngi hefir nú haft setu rúmlega 100
daga, enda talið að nú líöi mjög að þing-
slitum. Nokkurra tíðinda geta menn þó
vænzt áður. Fjárlögin eru enn ekki sam-
þykkt í efri deild. Meðal þeirra mála, er
afgreidd hafa verið síðustu daga, eru lög
um útfiutning á nýjum fiski og að gera
Olafsfjörð að sérstöku læknishéraði. í gær
var fundur í sam. þingi. Fór þar fram
kosning á milliþingaforseta. Kosningu hlant
Bjarni Ásgeirsson með 20 atkv, Aðrir fengu
ekki atkvæði. í orðunefnd voru kosnir
Magnús Sigurðsson bankastjóri og Sigurður
Briem yfirpóstmeiatari, í stað Guðmundar
Björnsonar fyrv. landlæknis og Aðalsteins
Kristinssonar framkvæmdastjóra, er gengu
úr nefndinni.
Rauði Krossínn. Á sunnudaginn kemur
(29. maf) gefst bæjarbúum gott tækifæri
að styrkja líknarstarfsemi Rauða Kross
Deildar bæjarins. — Rauða Kross merki
verða þá til sölu í götunum, en um kvöldið
verður haldinn dapsleikur i Samkomu-
fadiinu.
Félagið Draupnir heldur fund í barna-
skólanum kl. 10 f. h. á sunnudaginn
kemur,
Dánardægur. í fyrradag lézt á Kristnes-
hæli, Jenný Valdemarsdóttir, Porkelssonar
frá Kambi í Eyjafirði, eftir eins árs legu
á hælinu. Efnis- og myndarstúlka.
Forsætisráðherra Japana var myrtur á
hvitasunnudag á heimili sínu.
Stúdentspróf við Menntaskólann hér
hefst 2, júní. Prófið er opinbert og öllum
heimilt að hlusta á.
Félagið ”Y0rÖld« heldur fund f Skjald-
borg föstudaginn 27. þ. m. kl. 8V2 e. h.
Hinn góðkunni fyririesari Pétur Sigurðs-
son flytur erindi á fundinum.
Allir, sem kynnast vilja fyrirlesaranum
eða félaginu eru veikomnir.
Fagurt veður er nú á degi hverjum,
lengstaf sólskin og Iéttskýjað, en þörf á
rigningu tii að hressa upp á gróðurinn4
Næturþokur hafa þó bætt dálitið úr.
Sextugur varð Bjarni Jónsson banka-
stjóri 24. þ. m. Barst honum þá fjöldi
heillaóskaskeyta, sem bera vott um vin-
sældir hans.
-----0-----
Frá Tengchow.
Um sama leyti og íslenzk blöð
fluttu stríðsfréttir frá Sbanghai, stóðu
miklir og mannskæðir bardagar f
nærsveitunum hér í Tengchow. Er
það ekki i fyrsta skifti að stórvið-
burðir gerast inni i landinu, án þess
að nokkur fréttastofnun hafi hug-
mynd um það. Að þvi leyti er Kina
ennþá eins og ónumið land, heim-
ur útaf fyrir sig. Að visu er mik-
ill fjöldi fréttastofnana og blaða-
manna i hafnarbæjunum. En mað-
ur sér ekki Surtshelli úr hellismunn-
anum.
Rikisstjórnin kinverska flutti
snemma f þessum mánuði til Lo-
yang, er ákveðið að þar verði
höfuðstaður landsins, þangað til
baráttan gegn japönum er til lykta
leidd. En Loyang er i okkar héraði,
Honan, sem verið hefir eitt af verstu
ræningjabælumþessa lands. Nauðsyn
krafði nú að hér yrði hreinsað til,
f kringum höfuðstaðinn nýja a.m.k.
En' af þvi að kínverskum hermönn-
um er ekki gefið um að berjast í
návigi, taka þeir æfinlega þann kost-
inn fremur, að reka ræningja og
kommúnistahersveitirnar á undan
sér til þeirra staða i landinu, sem
þeir ekki telja til sins umdæmis.
Alveg eins og þegar fé er rekið á
afrétt.
Petta afréttarfé stjórnarinnar hrökkl-
aðist nú hingað. Síðustu dagana
hafa 10 — 20 þúsundir ræningja far-
ið um þorpin og nærsveitirnar hér,
eins og eyðandi eldur. Munaði litlu
að þeir hefðu tekið þenna bæ og
þrjá aðra, sem kristniboðar okkar
eru búsettir f.
í tvær vikur hafa þúsundir manna
haldið vörð daga og nætur á virkis-
garðinum, sem er 15 km. langur,
og hringar sig kring um allan bæ-
inn eins og ormur. Við heyrum
skotdrunur í fjarska, en rauðum
bjarma Blær á himininn yfir víg-
stöðvunum. Varðsveit bæjarins hafði
aðeins 800 byssur og skotfæri af
83
verður í kvöld hjá Bjama Björnssyni í Samkomuhúsinu kl. 9.
Aðgöngumiðar' seldir f Sðlu-
turninum og við innganginn.
Mál verkasýning.
f Sveinn Þórarinsson og frú hafa málverkasýningu opna í
Skjaldborg á laugard. og sunnud. n. k. kl. 10 f. h. til 9. e. m.
Aðgangur 1 króna.
,, i-ux nanasapuna
nota jeg ávalt;
því hún heldur
hörundinu svo ein-
kar mjúku," segir
HiS dýrólegasta kvennlegs
yndispokka er, mjúkt og '!iÉII:l
blæfagurt hörund — um það 'Wá
eru allir karlmenn samdóma. '':ll
Og til þess að halda hörundi
sínu skínandi, fögru og mjúku
)’á nota pær aðeins eitt fegurðar-
meðal og það er Lux handsápan
Þjer sem ekki pekki'ð á'ður, pessa
unaðslegu ilmandi sápu, viljið
þjer ekki reyna hana.
LUX
HANDSÁPAN
o/so aura
M-LTS 20 8*50 I C LEVER BROIEERS LIMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLAND
og kaupið: Strau-
sykur á 48 aura
kg.t Melis á 58
aura kg., Haframjðl á 41 eyr. kg.,
Hveiti, rússn., á 32 aur. kg. og
Sætsaft á kr. 1.35 Iftrann
hjá JÓNI GUÐMANN.
Eg er iluttur í Apótekið -
miðhæðin. Viðtalstími minn
eins og að undanförnu kl.
11—12 og 5—6. —
mjög skornum skammti. Ræningj-
arnir hefðu þvi getað tekið bæinn
i einu vetfangi, og var ekki annað
fyrirsjáanlegt en að þeir myndu
gera það. í miðbænum er ramm-
gert vfgi. Flóttamenn og bæjarbúar
hópuðustþangað. Verzlanirnar sendu
allar vörur sínar þangað og var
búðum lokað. Við gátum ekki yfir-
gefið stöðina, en sendum bó alit
okkar dót inn í vígið. — Bænda-
herinn veitti viðnám; féllu mörg
hundruð manna af hvorumtveggja
hernum. Ræningjarnir báru bændur
ofurliði og fóru sinu fram. Lðgðu
bæi og þorp í eyði, sópuðu saman
fjármunum og tóku fanga svo skifti
þúsundum. Þar á meðal var einn
af okkar samverkamönnum, kfnv.
trúboði og hefir ekkert spurzt til
hans sfðan. Lá þá nærri að ræn-
ingjarnir hefðu tekið Tengchow.
(Framh.),
Pétur Jónsson
lœknir.
Gefins kaffi.
Á kaffihúsinu »Herðubreið* verð-
ur f kvöld og annað kvöld veitt
gefins kaffi við þrjú borð i salnum,
sem verða leynilega merkt, þangað
til sezt er við þau.
Freistið gæfunnar.
Epli, Sítrónur, Blóðapp-
elsínur á 10 aura stk.
hjá JÓNI GUÐMANN.
ykkur vantar góðar hrffur,
þá lítið inn til mfn.
Sofonias Daviðsson
Brekkugötu 7 A.