Dagur - 21.07.1932, Síða 2
114
DAGtJB
29. tbS.
BHHiniHHfHfffffmg
Hversvegna þykir
„Flöra" smjorliki bezt?
LVegna þess, að það er búið til úr beztu efnum, sem
fáanleg eru og vegna þess, að það er búið til í ný-
tizku vélum í vðnduðustu smjðrlíkisgerð landsins.
„Flóra“ smjörlíki
gengur næst ÍSLENZKU SMJÖRI.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Smjörlíkisgerðin.
Íliiiiiiiii&iiiiiiiiiiiifti!
kostnað Framsóknarflokksins. M.
O. hafði aéð af reynzlunni, að þing-
sæti hans i Skagafirði var að gliðna
I sundur undir honum. Voru því
góð ráð dýr fyrir hann>
-etta siðasttalda atriði, tillaga
Magnúsar Guðmundssonar fyrir
hönd flokks sins um hlutfallskosn-
ingar í tvímenningskjördæmum,
bregður skýru ljósi yfir réttlætisþrá
thaldsmanna. Eins og kunnugt er,
hefir orðið »réttlæti» hljómað á
vörum þeirra, síðan þeim datt i
hug að brjóta byggðavaldið á bak
aftur með kjördæmaskí punarbyltingu.
í nafni réttlætisins hafa þeir látizt
bera málið fram. Kjördæmamálið hafa
þeir löngum nefnt »réttlætismál-
ið«i alveg eins og i tillögum þeirra
fælist allt réttiæti. Nú er það öllum
vitanlegt, að hlutfallskosningar njóta
sín alls ekki þegar aðeins tveir eru
kosnir og geta þá orðið að hinu
versta óréttlæti, þannig að örlitili
minni hluti geti ráðið yfir öðru
þingsæti i tvímenningskjördæmi
gegn vilja margfalds meiri hluta.
Pað er því sýnt, að það er ekki
hungur og þorsti eftir réttlætinu,
sem ræður i brjóstum íhaldsmanna
i kjördæmamálinu, heldur aðeins
sleitulaus, bláköld fiokkshagsmuna-
pólitík. Drengilegra væri það af í-
haldsmönnum að viðurkenna þetta
hreinskilnislega í stað þess að varpa
yfir sig fölskum réttlætisskrúða i
sambandi við tillögur sinar í kjör-
dæmamálinu.
Allra fráleitust er þó sú fram-
koma íhaldsmanna á síðasta þingi
að hafa i frammi hótanir um það
að svíkjast frá þeirri sjálfsögðustu
skyldu að sjá rikinu fjárhagslega
borgið á hinum mestu alvðru- og
þrengingartíraum, sem yfir þetta
land hafa komið i langa hríð. Og
tvöföld verður sekt þeirra, þegar
þess er gætt, að ofbeldishótunin
var fram borin gegn betri vitund
aðþvíleyti sem ihaldsmenn greindi
ekki á við höfuðandstöðuflokk sinn
um þau mál, sem þeir ætluðu að
stöðva i efri deild. íhaldsmenn á
þingi ætluðu að leika sér að þvi
mitt f fjármálakreppunni að koma
fjármálum þjóðarinnar í óleysanlega
óreiðu og gera landið stjórnlaust,
ef ekki yrði tafarlaust látið eftir
duttlungum þeirra og flokkshags-
munastriti í kjördæmamálinu. Þetta
er sú þjóðhollusta, sem íhaldsflokk-
urinn sýnir á hinum mestu alvðru-
tlmuffli
Pað var ekki ihaldsmönnum að
þakka að þeim háska, sem þeir
höfðu stofnað til, var afstýrt, nema
þá ef þeim bæri að þakka það, að
þeir eftir öll stóryrðin reyndust að
lokum svo lítilþægir fyrir hönd »rétt-
lætisins< að vilja fórna sjálfu »rétt-
lætinu* fyrst um sinn fyrir einn
ráðherrastól I
„Ei veldur sa er varar.“
Eg efast um, að meifi þjóðfélags-
leg og siðferðisleg hætta liggi í
nokkru öðru en því, þegar almenn-
ingsálitið, um eitthvert skeið, sefur
á þeim verði, sem það þrátt fyrir
allt hefir haldið um réttlætið og
siðgæðið í heiminum frá morgni
tfmanna, þegar það á annað borð
hefir komið auga á hlutverk sitt.
Og það eru ótvíræð feigðarmerki
menningarinnar, bjá hvaða þjóð
sem er, þegar almenningsálitið á
ekki hreinskilni eða hugrekki til að
láta sína dóma ganga feimulaust i
málum þeim, er óspillt réttlætistil-
finning finnur að er eitur f æðum
þjóðlifsins. Og það hefir ætíðverið
svo, að almenningsálitið hefir fyrst
þurft að láta sinn dóm ganga í
málunum, áður en hin svonefnda
»réttvisi< lét þar tilsíntaka. Þannig
hefir það verið með allt siðleysi
liðinna alda á hvaða sviði sem er.
Almenningur fordæmdi það áður en
>lögin< skárust í leikinn. Pegar
íslenzka þjóðin var á sinum tima
spurð að þvi, hvort hún vildi Iosna
við áfengið, og ailt það siðleysi og
böl, er þvi fylgdi, svaraði hún því
hiklaust játandi. Pótt þjóðin ætti
fjölda af þeim ógæfusömu mönn-
um, sem ekki réðu við drykkjufýsn
sina og áttu ekki þrek til að hafna
áfenginu, þá var dómstóll almenn-
ingsálitsins ekki i neinum vafa um,
að hér var verið að velja hið rétta.
Síðan hefir margt gerzt, sem ekki
er rúm til að ræða hér, en aðeins
numið staðar við viðhorf almenn-
ingsálitsíns til eins þáttar í áfengis-
sögu okkar, þáttar sem er alvarlegri
en flest annað, sem þar hefir gerzt,
en það er áfengisbruggið, sem nú
breiðist út sem banvænt krabba-
mein, sem enginn fær við ráðið.
Pað var þjóðarógæfa að þurfa (?)
að láta undan Spánverjum með
innflutning áfengra vfna, en það er
þjóöarskömm að hverfa að til-
búningi áfengra drykkja i landinu
sjálfu, ekki aðeins vegna þess að
það sé brot á lögum Iandsins, held-
ur miklu frekar vegna hins, að það
er uppreisn gegn því veisæmi, sem
aimenningsálitið var að skapa f
áfengismálunum. Pað hefir oft far-
ið svo, að snákar þeir, sem þjóð-
irnar ala f eigin barmi, eru hættu-
legri en þeir, er að utan koma.
Pað er undir dómstóii almennings-
álitsins koroið hvort það sannast
hér, því ekkert annað en sterk og
þróttmikil andúð og fyrirlitning al-
mennings á þessari iðju getur kveð-
þenna draug niður. Pótt »réttvísin<,
sem oft er heldur svifasein f áfeng-
ismálunum, skeri fyrir einn angann
i dag, er annar vaxinn á morgun,
og eg ber svo mikið traust til dreng-
skapar og þegnholiustu íslendinga
yfirleitt, að þeir, sem farnir eru að
stunda þessa iðju, fórni ekki fyrir
hana heiðri sínum og mannorði,
að þeim verði það fljótt ljóst, að
það er ekki aðeins skömm, heldur
eru þeir með henni að brugga þjóð
sinni banaráð, ódrengilegri miklu
en þótt með vopnum væri vegið.
Tvennt mun það vera, sem or-
sök er til að iðja þessi hefir breiðst
út: Áfengisþorsti og gróðavon, svo
ekki er nú faðernið göfugt. Áfeng-
isþorstinn er siðferðislegur veik-
leiki, sem að vfsu getur vakið með-
aumkvun með þeim, er af honum
þjást, en hitt mun fyrir dómstóli
heilbrigðs almenningsálits alltaf tal-
inn verða glæpur, að hafa lægstu
hvatir meðbræðra sinna fyrir fé-
þúfu. Petta tvennt viðheldur i stuttu
máli áfenginu og áfengisnautn-
inni hvar sem er f heiminum. En
—þið getið losnað við heimabrugg-
ið með því að gjöra áfengisverzl-
unina frjálsa—segja postular áfeng-
isnautnarinnar. í fyrsta lagi er það,
frá sjónarmiði okkar bindindis-
manna, engin lausn á áfengismál-
unum, þvert á móti er það að stiga
úr öskunni í eldinn, og f öðru lagi
er síður en svo að heimabruggið
hverfi úr sögunni við það.
Eins og öllum er kunnugt, var
áfengisbannið í Noregi upphafið
fyrir skömmu, en þó hefir heiroa-
bruggun magnast þar svo á síð-
ustu timum, að beztu mönnum
landsins hefir þótt ástæða til að
stofna til geysilega vfðtækra sam-
taka um land allt, til að vinna á
móti þessum ófögnuði. Félagsmála-
ráðherrann hefir þar forustuna, og
undir ávarp til norsku þjóðarinnar
um liðsinni i þessu efni, skrifa
fjörutíu menn fyrir hönd jafn-
margra félaga og stofnana. Fyrst
og fremst eru þar ráðuneytin öll f
norsku stjórninni, þá allskonar bind-
indissambönd, verkaraanna, kven-
félaga o. Si frv. Dómarafélag, presta-
félag, mörg kirkju- og heimilasam-
bönd, sambönd ungmennafélaga,
kvenfélaga, kennarafélaga, heimila-
félaga, bændafélaga, skipstjórafélaga,
stýrimannafélaga, lögreglumannafé-
laga o. s. frv.
Norsku þjöðinni virðist eftir þessu
að dæma vera full alvara með að
þurka af sér þenna smánarblett.
En hvað gerir nú íslenzka þjóðin?
Ætlar hún að leggja blessun sína
yfir áfengisbruggið með þögninni
og afskiftaleysinu ? Pvf verður ekki
trúað að svo komnu. Pjóð, sem
búin er að játa það fyrir öllum
heiminum, að hún vilji ekki hafa
áfengið, getur ekki og má ekki
þola áfengisbruggun f sfnu eigin
landi. Hún á að sameina krafta
sína, eins og norska þjóðin virðist
vera að gera, og uppræta þetta ill-
gresi, ekki með því að leyfa annað
illgresi enn verra, eins og sumir
virðast balda fram f fullri alvöru,
heldur með þróttmiklu uppeldis-
og siðabótastarfi, samfara rögg-
samri löggæzlu. Almenningsálitið
v e r ð u r að kveða upp sinn dóm,
og hann g e t u r ékki orðið nema
á einn veg.
Pjóðin stendur nú andspænis
vandamáli, sem hún hefir ekki
þurft að taka afstöðu tii áður, og
rfður því á að henni sé það Ijóst,
að áfengisbruggið er sá sýkill, sem
rænir þjóbina lifsþrótti og siðferðis-
þrótti, ef ekki er að gert. Skólar
og kirkja, félög og einstakiingar
verða að taka upp baráttuna á móti
þessum óvinum. Sómi þjóðarinnar
krefst þess, og gifta hennar krefst
þess.
Hannes J. Magnússon.
Kappreiðar.
Hestamannafélagið »Léttir< á Ak-
ureyri efndi til kappreiða á Mel-
gerðismelum sfðastliðinn sunnudag.
Veður var ekki sem bezt, og hefir
það að sjálfsögðu dregið eitthvað
úr aðsókn. Safnaðist þangað þó að
lokum fleira fólk en á horfðist. —
Keppt var f þremur flokkum og
þremur verðlaunum var heitið f
hverjum fiokki.
t (olahlaupi kepptu 11 hross. —
II. verðlaun hlaut jörp hryssa frá
Nesi f Höfðahverfi. — III. verðlaun
hlaut »Fálki< frá Stóradal I Eyjafirði.
Á skeiöi keppti aðeins einn hest-
ur, >Móri< frá Nesi, en náði ekki
verðlaunahraða.
Á stökki kepptu 7 hross. II. verð-
laun hlaut >Móri< frá Nesi. III.
verðlaun hlaut »Orána< frá Hvassa-
felli.
Folahlaupin vöktu mesta eftir-
tekt, enda komu þar fram mörg
álitleg efni, t. d. spáir >FáIki<, sá
er II, verðlaunin hlaut, mjög góðu,
KOL
kosía núaðeinskr. 36,00 smálestin
gegn peningagreiðslu. —
Kaupfélag Eyfirðinga,