Dagur - 28.07.1932, Blaðsíða 1
D AGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júll.
Gjaldkeri: Ámi Jðhanns-
son I Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þðr,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
i
XV
. ár. | Akureyri, 28, júlí 1032.
30. tbl.
Haia iiÉiei svikið ?
Þegar þingið var rofið 1931, kora
mikill berserksgangur á íhaldsliðið
í Reykjavík. Pingmenn Ihaldsflokks-
ins, sem verið höfðu, létust mundu
taka umboð sín aftur með ofbeldi
og héldu áfram fundahöldum i Al-
þingishúsinu i fullkomnu heimildar-
leysi. Á þessum æsingafundum létu
foringjar flokksins mörg stóryrði
fjúka. Þeir marglýstu þvi yfir fyrir
liðsafnaði þeim, er þeir hóuðu
saman og æstu upp, að aldrei
mundu þeir skiljast við ofbeldis-
áform sin, fyr en Tryggvi Þórhalls-
son hyrfi frá vðldum og eftirléti
sér þau. En þeir gerðu meira en
að flytja æsingaræður. Peir fengu
æstan lýðinn til þess að gera aðsúg
að andstæðingum sínum, einkum
forsætisráðherra Tr. P. og forseta
sameinaðs þings Ásgeiri Ásgeirssyni,
í þeirri von að þeir mundu missa
kjarkinn. Daglega tilkynntu þeir af
svölum Alþingishússins fyrirætlanir
sfnar og hvar málum væri komið.
Foringjar jafnaðarmanna tóku og
þátt i þessum ærslagangi. Ólafur
Thors lýsti yfir þvi, að hann og
Héðinn Valdimarsson hefðu tekið
höndum saman og að þá mundi
að sjálfsögðu eitthvað undan láta,
Hálftrylltur liðssafnaðurinn beið þess
nær eirðarlaus, að eitthvað verulega
stórt gerðist. Hann treysti þvf, að
á bak við ofsafengið æsingaskraf
ihaldsmanna byggi djúp alvara og
einbeittur vilji, sem hlyti að hrinda
af stað fullkominni stjórnarbyltingu.
En eftir vikutíma rann berserks-
gangurinn af forsprökkum æsing-
anna, sem hjöðnuðu niður eins og
vindbólur. Fyrverandi þingmenn f-
haldsflokksins tilkynntu, að þeir
treystu sér ekki til að taka umboð
sín með ofbeldi, af þvf að Ounnar
frá Selaiæk hefði bilað. íhaldsmenn
hlupu frá öllum sinum stóryrðum.
1 sama bili dundi yfir þá svikabrigzl,
bæði frá almúganum, sem þeir
höfðu safnað um sig og trúnað
höfðu lagt á stóryrðin, og frá for-
ingjum jafnaðarmanna, sem tekið
höfðu höndum saman við íhalds-
menn f bili, en kváðust nú aidrei
mundu trúa þeim framar.
Petta er nú fyrsti kapftulinn f
síðasta þætti af sögu íhaldsins, þar
sem öðrumegin hafa verið stór orð,
hinumegin litlar efndir.
Annar kapitulinn er bæði stuttur
og ómerkilegur. íhaldsblaðið Vísir
tilkynnti fyrir sfðustu kösningar, að
ef Framsóknarþingmenn yrðu f hrein-
um meiri hluta á Alþingi að kosn-
ingunum afstöðnum, þá ætluðu
ihaldsmenn að stofna til upphlaups
og hindra það, að þingið gæti setið
að störfum. Pessi strákslega hótun
kom ekki að neinu haldi. Framsókn-
arþingmenn urðu i hreinum meiri
hluta þrátt fyrir hana, og íhalds-
menn hreyfðu hvorki hönd eða fót
til upphlaups á sumarþinginu, nema
hvað Magnús Jónsson fór fram á
það við einhverja unglinga, þegar
hann kom út úr dómkirkjunni að
aflokinni guðsþjónustugerð, að þeir
hrópuðu að þingmönnum Fram-
sóknarflokksins, en þeir voru það
siðaðri en guðfræðiprófessorinn, að
þeir vildu ekki Ijá sig til þess.
Priðji kapituli sögunnar er öllum
f fersku minni. íhaldsmenn tilkynntu
á siðasta þingi, að þeir væru ráðnir
f að hindra það að hægt væri að
halda uppi stjórn í landinu með
þvi að neita um afgreiðslu þeirra
mála, sem óhjákvæmilega verða að
fá afgreiðslu i hverju Alþingi. Peir
neituðu meðal annars að samþykkja
fjárlögin í efri deild, þar sem þeir
höfðu bolmagn til þess að fella þau
í félagi við Jón Baldvinsson. Neitun
íhaldsflokksins byggðist ekki á því,
að ágreiningur væri frá hans hendi
um fjárlðgin, né verðtollinn, né
gengisviðaukann, né sparnaðarfrum-
varpið. Flokkurinn var þessu öllu
samþykkur. Prátt fyrir það ætlaði
hann ekki að svífast þess að beita
valdi sínu i fámennari deildinni tii
þess að banna löglega samþykkt
þessara mála, sem hann sjálfur var
samþykkur. íhaldsflokkurinn á Al-
þingi tilkynnti með öðrum orðum
opinberlega, að hann neitaði að
greiða atkvæði eftir sannfæringu
sinni. Pessi framkoma fhaldsmanna
er með öllu fordæmalaus og óverj-
andi.
íhaldsblöðin rómuðu mjög þessa
fordæmalausu framkomu þingmanna
íhaldsflokksins. Pau marglýstu yfir
því fyrir flokksins hönd, að aldrei
rynnu þeir frá þessum yfirlýsta
ásetningi sinum, fyr en kjördæma-
málið yrði leyst á viðunandi hátt.
Nú ylti allt á staðfestu Jóns Bald-
vinssonar. Efaðhann ekki brygðist
og sviki á sfðustu stundu, þá væri
öllu vel borgið, því ekki þyrfti að
óttast að á brysti festuna meðal
íhaldsmanna, til þess að kúga Fram-
sókn til hlýðni í »réttlætismálinu«.
Pá hófu fhaldsforkólfarnir stór-
fellda undirskriftasmölun f sambandi
við >réttlætismálið« á síðastl. vetri
og nutu við það starf aðstoðar og
samvinnu jafnaðarmanna og komm-
únista. Við og við tilkynnti Morg-
unbl. hvað undirskriftasmöluninni
liði og hvað margir hefðu bætzt
við frá þvi siðast. Loks var flaggað
með yfir 20 þús. kjósendum, sem
krefðust réttlætingar á kjördæma-
skipuninni þegar i stað. Petta átti
að sýna, að »réttlætismálið« væri
enginn gamanleikur fyrir fhalds-
mönnum, heldur bláköld alvara.
Pó að reynslan hefði áður sýnt, að
ihaldsforkólfunum hætti við að kikna
i knjám og hlaupa frá stóryrðum
sinum, þá mun þó i þetta sinn eng-
um úr þessu 20 þús. manna heriiöi
hafa komið til hugar að verið væri
að hafa þá að ginningarfiflum, þegar
smalar fhaldsins voru að safna nöfn-
um þeirra undir áskoranir til Al-
þingis um réttlætingu á kjördæma-
skipuninni; og blöð ihaldsins voru
smámsaman látin skýra frá þvi hvað
á hefði unnizt, Ifkt og þegar verið
er að tilkynna fjársöfnun meðsam-
skotum f góðgerðaskyni. En hvað
skeður ?
íhaldsflokkurfnn tók snðgglega
sinnaskiftum við það, að Ásgeir
Ásgeirsson gaf honum kost á að
Ieggja til einn mann af sinni hálfu
f ráðuney tið. thaldsmenn féllu skyndi-
lega frá kröfunni um afgreiðslu
kjördæmamálsins á siðasta þingi og
samþykktu fjárlögin, tekjulöggjöfina
og sparnaðarfrumvarpið. Peir sáu
sig svo greinilega um hönd, að
þeir virtu að engu sína eigin opin-
beru yfirlýsingu frammi fyrir alþjóð,
hirtu ekkert um >kröfur« 20 þúsund
kjósenda, sem forgöngumenn flokks-
ins sjálfir höfðu erfiðað fram og
blöð flokksins gumað mjög af, en
létu sér f þess stað lynda að koma
einum sakbornum manni úr sfnum
flokki f ráðherradóm.
thaldsmenn hiupu þannig fráöll-
um sinum gífuryrðúm um að knýja
kjðrdæmamáiið fram á þessu þingi
eða hleypa öllu f stjórnleysi að
öðrum kosti. Um þetta þarf ekki
að deila. Hitt er annað mál hvort
rétt er að nefna þessi sinnaskifti
fhaldsins svik. Pað er fullsterkt
orð yfir það að gefast upp við að
framfylgja óverjandi og fordæma-
Iausum fyrirætlunum. Réttara mundi
að orða það svo að fhaldsmenn
hefðu ekki séð sér fært þegar til
kom að standa við stóryrði sfn enn
einu sinni. Ekki er ólíklegt að for-
ystumðnnum ihaldsflokksins fari að
skiljast þaðaðþeim muni vera öllu
heppilegra að vera dálítið varkárari
í orðum og yfirlýsingum hér eftir
en hingað til, ef þeir eru þess um
komnir að geta nokkuð lært af
fenginni reynslu. Pá er og hitt ekki
sfður liklegt, að kjósendur verði
tregir f taumi við næstu undirskrifta-
smölun fhaldsmanna; munu þeir
ekki kæra sig um að láta hafa sig
að ginningarfíflum hvað eftir annað.
En svo kemur eftirleikurinn, afar-
kyndugur. f sambandi við yfirlýsingu
fhaldsmanna um það að þeir vildu
taka þátt i myndun samsteypustjórn-
ar, gat Mbl. þess, að ekki yrði
annað séð en að flokkurinn hefði
haft kjördæmamálið í huga (!), er
hann samdi yfirlýsinguna. Finnst
Mbh auðsýnilega mikið til um þá
tryggð fhaldsmanna við kjördæma-
málið, að þeir skuli ekki vera búnir
að steingleyma því með öllu, þegar
þeir voru búnir að koma svo ár
sinni fyrir borð, að Magnús Ouð-
mundsson gæti komizt f Iandsstjórn-
ina. Síðan hefir Jón Porláksson eytt
mikilli orku f það að afsaka upp-
gjöf ihaldsmanna i kjördæmamálinu
og brotthlaup þeirra frá öllum stór-
yrðunum frammi fyrir hinum von-
sviknu og táldregnu kjósendum
þeirra. Afsakanirnar eru meðalann-
ars þær, að fhaldsmenn hefðu sár-
kviðið fyrir nýjum kosningum, ef
til þingrofs hefði komið vegna of-
stopa sfns og ílokksmanna sinna.
í þvf efni segir J. P,, að »ef fhalds-
menn hefðu sýnt harðræði svona
fljótt, þá hefðu þeir ekki getað var-
izt ámæli fyrir það við kosningar«.
Paðerþvf sannað með orðumjóns
Porl., að fhaldsmenn hlupu frá of-
beldisáformum sinum af hræðslu
við nýjar kosningar, sem er sama
og hræðsla við kjósendur. Sú hræðsla
var vitanlega á fyllstu rökum byggð.
En hún afsakar á engan hátt of-
beldis-fyrirætlanir ihaldsmanna, þvert
á móti sannar hún sektarmeðvitund
þeirra.
1 öðru lagi eru afsakanir Jóns
Porl. fyrir hönd íhaldsflokksins
fólgnar i því, að frestun kjördæma-
málsins hafi verið sama sem irygging
fyrir þvf, að málið kæmist í örugga
höfn siðar meir. Fyrir þessu hafa
aldrei verið færð nein minnstu rök.
Jón Porl. hefir meira að segja tekið
það skýrt fram, að Ásgeir Ásgeirs-
son hafi ekki getað gefið neinar
fuilnægjandi yfirlýsingar utn úriausn
kjördæmamálsins á næsta þingi.
Ennfremur liggja fyrir opinberar
yfirlýsingar um það frá Framsókn,
að frá hálfu flokksins hafi engir
samningar um lausn kjördæmamáls-
ins verið gerðir f sambandi við
myndun samsteypustjórnarinnar og
engin loforð eða fyrirheit um nýja
afstððu frá hálfu flokksins í þvf
máli á næsta þingi, enda hefðu slfk
foforð verið gefin í fullu heimildar-
leysi frá kjósendum Framsóknar
vfðsvegar um land.