Dagur - 28.07.1932, Blaðsíða 4
120
XTAGgR
30. tbl.
Avarp
til fslenzku þjóðarinnar.
Herferð gegn heimabruggi,
smyglun og launsölu dfengis.
Pað er alþjóð kunnugt, að
bruggun áfengis hefir hafist og
farið mjög i vöxt i ýmsum héruð-
um landsins hin siðustu ár. Smygl-
un er stöðugt mikil og launsala
vaxandi. Rætur vaxandi ölvunar
meðal þjóðarinnar má fyrst og
fremst rekja til bruggara, launsala
og smyglara. t sumum héruðum
landsins er ástandið þannig, að
samkomur voru haldnar á siðasta
vetri, þar sem gerðust ölæðisáflog,
svo að af hlutust beinbrot og önn-
ur alvarleg meiðsl. Æska landsins,
sem á að hefja þjóð vora á æðra
mfenningar- og siðgæðis-stig, týnir
ráði, rænu og manndómi af völdum
heimabruggaðra og smyglaðra eitur-
veiga. Menn, sem ekki hafa komist
á það siðgæðisstig að hugsa um
afleiðingar verka sinna fyrir aðra,
— bruggarar, smyglarar og laun-
salar —, eru að leiða spillingu og
glötun yfir hina ungu kynslóð —,
tortíma von þjóðarinnar um gróandi
þjóðlíf. Hér er um svo alvarlegt
mál að ræða, að vér hljótum að
skora á alla þá einstaklinga, félög
og stofnanir i landinu, sem sjá og
skilja hættuna, sem þjóðinni stafar
af athæfi þessara manna, að hefja
ákveðna herferð gegn þvi.
Sem aðilja i þessari herferð
hugsum vér óss:
1) Félög svo sem: Templara-
stúkur, ungmennafélög, kvenfélög,
íþróttafélög, bindindisfélög i skólum
landsins, verkalýðsfélög og ýmis
konar stéttafélög,
2) Pjóðkirkjuna og önnur kirkju-
félög.
3) Blöð og tfmarit.
Oss er ljóst, að ýmsir af þessum
aðiljum hafa unnið og vinna mikið
og þarft verk fyrir þetta mál, en
alvarlegir timar kveðja til enn mfeiri
starfa.
Hver einstaklingur, sem vill kenna
þjóðinni bindindi, kennir henni að
skoða launbruggara, smyglara og
launsala sem föðurlandsféndur, og
vinnur þannig að því, að skapa það
almenningsálit, sem dæmir þá ó-
alandi og óferjandi, er að sjálfsögðu
hinn þarfasti liðsmaður í þessari
herferð. Vér viljum leggja áherzlu
á, að sem flestir einstaklingar vinni
að því, að fá blöð og timarit i
þjónustu þessa málefnis. Enn frem-
ur að reynt sé að stofna ný félög
til þáttöku í hferferðinni, þar sem
þess sýnist þörf.
í trausti þess, að alþjóð bregðist
vel við áskorun vorri, biðjum vér
öll blöð landsins að flytja hana.
Sigfus Sigurhjartarson stórtemplar.
Helgi Scheving formaður Sambands
bindindisfélaga f skólum íslands.
Ben. O. Waage. Vilmundur Jónss.
landlæknir. f. h. íþróttaskólans á
Álafossi Sigurjón Pétursson. Aðal-
steinn Sigmundsson sambandsstjóri
U. M. F. I. Tryggvi Pórhallsson.
Pétur Ottesen alþm. Sigurjón Á.
ólafsson form, Sjómannafél, Rvíkur.
S. P, Sívertsen prófessor. Helgi
Hjörvar form. útvarpsráðs. Quðjón
Guðjónsson formaður kennarasam-
bandsins. Sigurður jónsson skóla-
stjóri. Viktoría Ouðmundsdóttir
kennari. Eiríkur Albertsson prófast-
ur. Jósep Jónsson sóknarprestur.
Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur.
Magnús Ouðmundsson sóknarprest-
ur. Oarðar Porsteinsson prestur.
Hermann Jónasson lögreglustjóri.
Ólafur Friðriksson p. t. formaður
Verkamannafél. >Dagsbrún*. Frey-
steinn Ounnarsson skólastjóri, Sig-
urbjörn A. Oislason Ási. Ingimar
Jónsson skóiastjóri, Jón Helgason
biskup. Arngrímur Kristjánsson
kennari. Aðalsteinn Eiriksson kenn-
ari. Sigurgeir Sigurðsson prófastur.
Björn O. Björnsson sóknarprestur.
Óieigur Vigfússon prófastur. Por-
steinn Briem kirkju og kennslumála-
ráðh. Ásmundur Ouðmundsson há-
skólakennari. K. Ziemsen borgar-
stjóri. Einar Arnórsson prófessor,
alþm. Árni Sigurðsson frfkirkju-
prestur. Ouðm, Einarsson frá Mos-
felli. Ouðrún Lárusdóttir landskjör-
inn alþm. Sigurður Thorlacius skóla-
stjóri. Sigriður Magnúsdóttirkennari.
Helgi Eliasson fræðsiumálastj. settur.
Bjarni M. Jónsson kennari. Ásgeir
Ásgeirsson prófastur. Porvarður
Porvarðsson prófastur. Jón Ólafsson
sóknarprestur. Ólafur Magnússon
prófastur. Pórður Bjarnason kaupcn.
Lambastöðum, jakob Möller al-
þingismaður. Pálmi Hannesson rekt-
or. Metúsalem Stefánsson búnaðar-
málastjóri.
O M I,
Að utan.
(Niðurl.).
Rússar og Finnar hafa gert með
sér þriggja ára friðarsamning. Verði
samningnum ekki sagt upp i sið-
asta iagi sfex mánuðum áður en
þessi þrjú ár eru á enda, skal hann
sjálfkrafa framlengjast um tvö ár.
Aðilar skuldbinda sig til þess að
ráðast hvorugur á hinn. Ef eitthvert
riki ræðst á annanhvorn aðila, skal
hinn sitja bjá, hlutlaus, en ef ann-
arhvor aðili ræðst á eitthvert riki,
fer sjálfkrafa úr gildi hlutleysislof-
orð hins, án þess að áður þurfi að
segja upp samningnum.
* *
*
Pjóðstjórnin á Englandi, þessi ein-
kennilega samsuða ihaldsmanna,
liberala og fáeinna jafnaðarmanna,
þar sem hinir fyrst nefndu ráða
öllu að kalla má undir svokallaðri
forystu Ramsay MacDonalds, sýn-
ist nauða litlu hafa orkað til vel-
megunar rikinu, eins og lofað var
í fyrstu og enn hefir verið baldið
fram af sumum ihaldsblöðum víðs-
vegar um heim að fari óðum vax-
andi. Prátt fyrir stórkostlega geng-
ishækkun og hækkun tollgarða, sem
flestum Bretum hefir þótt neyðar-
úrræði, sýna skýrslur verzlunar-
málaráðuneytisins mikla lækkun á
útflutningi, sérstaklega iðnaðarvör-
um, svo að t. d. nemur 81,920,560,00
kr., sem útflutningurinn i maimán.
i ár er minni en f mai i fyrra. f
maílok i vor voru atvinnuleysingjar
á Bretlandi 89,125 fleiri en f apríl-
lok, og 111,335 fieiri voru atvinnu-
Iausir i mai 1932 en i maí 1931;
en til fátækrastyrks höfðu sagt sig
191,318 fleiri á Englandi og i
Wales i apriilok i vor, en i apríl-
lok í fyrra. Til vfgbúnaðar eyddu
Bretar árið sem leið 108,000,000
sterlingspunda eða tvö þúsund þrjú
hundruð níutíu og tveimur miljón-
um og tvð hundruð þúsund krón-
ur. — Svo virðist, sem stjórnin
þykist ekki allskostar örugg fyrir
allsherjar verkfalli, því samkvæmt
Lundúnablaðinu New Leader,
hefir stjórnin verið að leita fyrir
sér meðal verkfræðingafélaga, með
fyrirspurnum, t. d. á þessa leið:
>Mynduð þér vera fúsir til sjálf-
boðahjálpar til þess að starfrækja
rafveitukerfi Lundúnaborgar, ef i
nauðirnar ræki?« >Voruð þér sjálf-
boðaliði i allsherjarverkfallinu 1926;
fef svo er, við hverja sjálfboðastöð-
ina og i hverri stöðu?*
Sigfús Halldúrs frá Höfnum.
-----o-----
Kaupfélag ísfirðinga
hélt aðalfund sinn um miðjan júni
s. 1. Blaðið >Skutull< birtir nokkrar
tölur, er sýna vöxt félagsins á ára-
bilinu 1924 — 1931. Árið 1931 var
vörusala félagsins rúmlega 380 þús.
kr., og hefir hún meira en þrefald-
ast að krónutali frá þvi sem hún
var 1924, og sýna þó tölurnarekki
aukningu vörusölunnar nema að
nokkru leyti, vegna þess hve vörur
hafa fallið mikið í verði á þessu ára-
bili. Tekjuafgangur var rúmlega 21
þús. kr. á árinu og sjóðeignir fé-
lagsins 96 þús. kr. Árið 1924 voru
þær á 9. þúsund og hafa þvi 11-
faldast á árabilinu, >og bendir tfekju-
afgangur félagsins og sjóðeignir
fyllilega til þess, hvar leið alþýðu
manna er hollust i verzlunarmálumc,
segir >SkutuIU.
Sama blað skýrir svo frá starf-
semi og þróun Kaupfélags fsfirð-
inga eins og hér segir:
>Félagið hóf starf sitt á árinu
1920 i húsi Bökunarfélagsins. Byrj-
aði það smátt, en dafnaði fljótt
undir stjórn hins ötula kaupfélags-
stjóra Ketils Ouðmundssonar, er
tók við forstöðu þess i árslok 1921;
Vann hann að því einsamall, af-
greiddi á daginn, en færði reikninga
þess á kvöldin og nóttunni, þangað
til á árinu 1924 að umsetningin
var orðin um 120 þúsundir króna.
Pá tók hann mann með sér siðari
hluta ársins. Á miðju ári 1927, og
raunar fyrri, er húsrúmið orðið of
Iítið fyrir félagið og þá Ieigð í við-
bót sölubúð Eliasar Pálssonar i
Hafnarstræti, og í árslok 1928 set-
ur félagið upp útibú i Hrannargðtu.
— Kaupfélagið fékk þegar í upp-
hafi hið bezta orð almennings fyrir
vöruvöndun og þrifnað við aila af-
greiðslu. Verzlaði það feingöngu
með matvörur og nýlenduvörur, og
óx vörusalan ár frá ári svo mjög
sem húsakynni ieyfðu. Var þvi ráð-
ist i að byggja stórhýsi þrilyft á
horni Hafnarstrætis og Austurvegar,
og flutti félagið þangað i desem-
ber s. 1., en hefir útibúin áfram i
Bökunarfélagshúsinu og f Hrannar-
götu. — í hinu nýja húsi eru tvær
búðir á neðsta gólfi, önnur fyrir
matvörur og nýlenduvörur, en hin
fyrir búsáhöld o. fl. Hinni þriðju,
fyrir vefnaðarvörur og skófatnað,
verður bætt við þegar um hægist.c
------9------
kJ
Fréttir.
Látinn er á ísafirði Oddur Oíslason
bæjarfógeti þar. Fékk hann slag fyrir
nokkru og rétti ekki við eftir það. Hann
var hálfsjötugur að aldri,
Kaupdeiia stóð yfir fyrir síðustu helgl
milli verkamanna í Qlerárþorpi og Krossa-
nesverksmiðjunnar. Vildi verksmiðjustjór-
inn ekki greiða nema kr. 1:10 á klst., en
verkamenn heimtuðu kr. 1.25. Samningar
tókust á þá leið, að kaupið skyldi vera
1.10 í dagvinnu en 1.30 í eftirvinnu.
Pá hafa og nýlega verið kaupdeilur
milli síldarsaltenda hér á Akureyri og
verkalýðsins. Lauk þeim svo, að það samd-
ist um Iækkun nokkra á liðum kauptaxt-
anna gegn því, að eftirtaldir saltendur
lofuðu að verka síld hér í bænum og á
Jötunbeimum, svo framarlega að veiðin
ekki bregðist, eins og hér segir:
Sverrir Ragnars 3000 tn.
Stef. Jónass. og Guðm, Péturss. 8000 —
Jón Kristj. og Hallgr. Jónsson 7000 —
Otto Tulinius 7000 —
Ingvar Guðjónsson 5000 —
Samtals 300000 tn.
Forsætisráðherra kom heim úr utanför í
þessum mánuði. Lagði hann fyrir konung
til staðfestingar lög frá síðasta Alþingi.
En eitt aðalerindi hans var, ásamt Jóni
Árnasyni framkvæmdastjóra, að hefja sam-
ninga við Norðmeun um kjöttollsmálið.
Norðmenn höfðu eins og kunnugt er, sagt
upp eldri samningum og til þessa neitað
öllum samningaumleitunum. En nú er
málið komið á þann rekspöl að sett verð-
ur nefnd, skipuö 2 íslendingum og 2
Norðmönnum, til þess aðjathúga viðskifta-
mál landanna og þá einkum kjöttollsmálið,
og hefur nefndin störf sín í Reykjavík nú
undir mánaðamótin, Koma samninga-
mennirnir norsku þangað þessa dagana.
Sölusamband islenzkra fiskframleiðenda.
Þrír stærstu fiskútflytjendur landsins, Kveld-
úlfur, Fisksölusamlagið og Alliance hafa
lagt niður útflutningsverzlun sína og stofn-
að félagsskap, er nefnist Sölusamband ís-
lenzkra fiskframleiðenda. Tekur Sölusam-
bandið við öllum þeim fiski, er áður-
nefndir fiskframleiðendur ráða yfir, og
annast söluna á honum, Jafnframt hafa
verið gerðar ráðstafanir til þess, að aðrir
fiskframleiðendur gangi einnig í Sölusam-
bandið af frjálsum vilja, svo að allur út-
flutningssaltfískur verði á einni hendi.
Sölusambandið heíir falið 5 manna nefnd
að annast sölu fiskjarins og sklpa hana:
Richard Thors, Ólafur Proppé, Kristján
Einarsson og bankastjórarnir Magnús Sig-
urðsson og Helgi Guðmundsson. — Fisk-
verðið fer hækkandi.
Ottawaráðstelnan hófst á fimmtudaginn
var. Landsstjórinn f Kanada setti hana
með ræðu, er var útvarpað gegnum allar
enskar útvarpsstöðvar. Á ráðstefnunnl mæta
fulltrúar'frá Bretlandi, írlandi og öllum
nýlendum Breta, til þess að ræða um
verzlun og viðskifti sín á milli.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 6.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.