Dagur - 04.08.1932, Blaðsíða 2
122
DAGUR
31. tbl.
Hversvegna þykir
„Flöra" smjörhki bezt?
Vegna þess, að það er búið til úr beztu efnum, sem
fáanleg eru og vegna þess, að það er búið til í ný-
tízku vélum í vönduðustu smjðrlíkisgerð landsins.
„Flóra“ smjörííki
gengur næst ÍSLENZKU SMJÖRI.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Smjörlíkisgerðin.
Biiiiiiiiiiiimiiiiiiiw
Eftir því sem sögumar herma,
hefir sundlistin verið íslendingnm
sérlega töm á söguöldinni, og
sennilega lengi fram eftir öldum,
en svo fer að hún týnist að miklu
leyti og ér ekki endurvakin fyrr
en eftir 1800 og þá ekki nema að
nokkru leyti.
Nokkra menn mætti nefna sem
að vísu sköruðu fram úr í þessari
íþrótt, en þó ekki svo að verulegt
orð væri á gerandi og þannig líð-
ur 19. öldin til enda; en strax eft-
ir aldamótin síðustu hefst ný alda.
Árblær nýrrar tíðar og nýrra
hugsjóna, — að nokkru leyti að-
fluttur, og að öðrum þræði heima-
alinn — tekur að blása um byggð
og bæi landsins, og menn fara að
vakna til meðvitundar um, að þeir
muni vera gæddir svipuðu þreki,
andlegu og líkamlegu, sem forfeð-
ur þeirra, og þeir fara að reyna á
mátt sinn og megin og sjá! Þeim
opnast ný útsýn, og trú þeirra og
áræði vex.
í janúar 1907 héldu ungmeftna-
félagar á Akureyri árshátíð sína.
Þeir voru glaðir og gunnreifir,
stigu á stokk og strengdu heit að
fornum sið. Sá sem átti hugmynd-
ina að heitstrengingunum var
sund- og íþróttakennari Lárus J.
Rist. Hann strengdi þess heit að
synda yfir Eyjafjörð og kasta af
sér á sundinu öllum vosklæðum og
sýna og sanna á þann hátt að enn
væri til leikni og hreysti í ríkum
mæli ef menn vildu kosta kajpps
um að þjálfa sig til sóknar og af-
reka.
Blaðið Norðurland, 9. ágúst
1907, segir frá:
»Sund. Lárus J. Rist, sundkenn-
ari, synti á þriðjudagsmorguninn
var yfir Oddeyrarál, samkvæmt
heitstrengingu sinni í vetur. Varp-
aði hann sér alklæddur í sjóinn,
og tíndi þar af sér fötin: Vatns-
stígvél, olíustakk, olíubuxur,
jakka, vesti, buxur og nærskyrtu.
Tók þetta 3—4 mínútur, en 34
mínútur liðu, frá því hann kast-
aði sér í sjóinn, og þangað til
hann hafði þurt land undir fótum.
Fremur var kalt í sjónum, 8°
R. við bryggjurnar, en víst tölu-
vert kaldara í álnum«.
Það er merkilegt við frá-
sögn »Norðurlands« hversu fáorð
hún er, og þó það vitanlega sé
einn höfuðkostur hverrar frásagn-
ar að týna ekki efninu í tilgangs-
lítið orðaglamur, þá verður mér að
hugsa, að í þessari frásögn séu
oi'ðin spöruð meira en góðu hófi
gegnir, og mér er næst að halda
að ástæðan sé sú, að almennt hafi
menn ekki gert sér ljóst þá, hvaða
þýðingu afrek L. J. R. hafði og ég
ásaka þá heldur engann um það
skilningsleysi, því við sem nú lif-
um virðumst ekki vera búnir að
átta okkur á hvaða þýðingu for-
dæmi L. J. R. hafði, og hefir enn,
ef rétt er stýrt og starfað.
Hvað skyldu þeir verða margir
sjómenniniir hér á Akureyri, sem
skiluðu sér heilum á húfi til lands,
ef þeir féllu í sjóinn í miðjum
Oddeyrarál í öllum vosklæðum?
Því er miður, að þeir mundu
verða fleiri sem tækju botn í áln-
um og entu þannig líf sitt.
Við fjösum um þá hörmung,
þegar mönnum berst á svo að
segja í landsteinunum, og við tök-
um okkur í munn orðtak liðinna
kynslóða, sem er þó með öllu vafa-
samt: »Ekki verður feigum forð-
að«, og við sættum okkur furðu
vel við þá uppgjöf, sem í orðun-
um er falin. Miklu fremur ættum
við að festa oss í minni annan
málshátt: »Svo deyr margur að
enginn bjargar«, og láta þann
sannleik vekja okkur til umhugs-
unar á þeirri brennandi nauðsyn,
sem hvei'jum sjómanni og yfir
höfuð öllum mönnum er á því, að
kunna að synda. Því undir þeirri
kunnáttu getur líf hvers sjómanns
verið komið, þegar eitthvað ber út
af.
Annars er athugandi að stað-
hátta vegna, er sjómönnum mörg-
um sem búsettir eru hér á Akui'-
eyri, erfiðari leið til sundnáms en
hinum, er á landi starfa. Sund-
kennsla fer hér fram eingöngu á
sumrurn, og þá eru flestir sjó-
menn á veiðum, og hafa námsins
ekki not. Ráðið til að bæta úr
þessu, er að leiða heita vatnið úr
Glerárgili sem allra fyrst niður í
sundstæði bæjaríns svo að sund-
kennsla geti farið þar fram jafnt
vetur sem sumar. Þá mun það
sýna sig að sjómenn verða ekki
eftirbátar annara um sundkunn-
áttu, enda má það ekki vera svo;
og ekki þætti mér ótrúlegt, að þeir
tímar séu í nánd, þegar vaskir
menn leggja það kapp á sundnám,
að því aðeins þykist þeir færir í
flestan sjó, að þeir hafi leikið þá
list, er Lárus J. Rist lék hér fyrst-
ur manna: Að synda yfir Oddeyi'-
arál, og kasta af sér vosklæðum á
sundinu. Það afrek er við hæfi
ungra og vaskra manna.
Láx'us J. Rist hefir jafnan ver-
ið einn hinn áhugasamasti ung-
memxafélagi og átt frumkvæði að
ýmsum þeim hlutum er til þroska
og áhrifa hafa mátt verða, eins og
fjallgöixgur og yfir höfuð öllum í-
þróttum.
Sá er þetta ritar minnist þess,
að hann heyrði L. J. R. fyrst get-
ið haustið 1898. L. J, R. var þá við
nám á Gagnfræðaskólanum á
Möði'uvöllum. Þá um haustið, rétt
eftir að skólinn var settur, syntl
hann yfir Hörgá á Staðarhyl, þar
senx nú er brúin. Það þótti frá-
sagnai'vert á þeim dögum, en ekki
mundi það langt sund þykja nú;
en köld er Hörgá á haustin, og
sundnxenn vilja lxliðra sér hjá að
kasta sér til sunds í ár á haust-
degi. En ekki aftraði það Lárusi.
Var hann þá sti’ax á orði og í á-
liti sem hinn efnilegasti sundmað-
ur. Og það er einróma álit þeirra
er kunnugir eru, að með sundi
sínu yfir Eyjafjörð 6. ágúst 1907,
hafi L. J. R. endui'vakið þá ágætu
íþi'ótt, sem Grettir Ásmundsson,
Helga Haraldsdóttir j'arls, og
flein'fox'nir íslendingar urðu fræg-
ir fyrir. Fynr það afrek á hann
skilið þjóðar þökk.
F. H. Berg.
Fréttir.
Nýlega hefir sýslumaður Árnesinga,
Magnús Torfason, dæmt hinn nafn-
kunna mann, Höskuld Eyjólfsson í
Saurbæ í 1200 króna sekt fyrir brugg-
un og ólöglega sölu áfengis. Sagt er að
dóminum hafi verið áfrýjað til hæsta-
réttar.
Nokkrir ne-mendur Gagnfræðaskóla
Alcureyrar fóru á laugardagsmorgun-
inn var út í Svarfaðardal, og með þeim
skólastjórinn, Sigfús Halldórs frá
Höfnum, og Hermann Stefánsson
íþróttakennari Menntaskólans, er und-
anfarna tvo vetur hefir einnig kennt
leikfimi við hinn nýja gag-nfræðaskóla.
Iíom allur hópurinn aftur á sunnudags-
kvöld og lét hið bezta yfir ferðinni, feg-
urð dalsins og alúð sveitarbúa. Veður
var hið fegursta báða dagana.
Kristján Kristjánsson, söngvari, söng
hér á Akureyri á föstudagskvöldið var
og lék sjálfur undir. Var söng hans
tekið afar vel af áheyrendum, sem þó
hefðu mátt fleiri vera. Væri þess vert
að getið yrði söngs hans eitthvað nán-
ar, og mun það verða gert hér í blaðinu,
ef föng verða á. Kristján fór austur
að Breiðumýri héðan, en ráðgerði að
koma hingað aftur síðari hluta þessar-
ar viku. Ef hann syngi hér aftur,
mættu fleiri fara og hlýða á.
Ríkisslcattanefrul sú, er síðasta al-
þingi ákvað að stofna skyldi, er nú sagt
að hafi verið skipuð og eigi sæti í henni
Hermann Jónasson, lögreglustjóri (for-
maður), Páll Zophoníasson, ráðunautur
og Gunnar Viðar, hagfræðingur.
(Framhald á 1. dálKi á 4. slðu).
Að utan.
Skaðabótakröfurnar.
Lausamie-fundui'inn fór miklu
betur en vonir stóðu til, eða á
hoi*fðist í fyi-stu. Sést það bezt,
er saga skaðabótakröfunnar er
rakin í örfáum dráttum.
í fyrstu heimtuðu sigurvegai'-
arnir 125.000.000.000 dollara i
skaðabætur af Þjóðverjum. Auð-
vitað var hin mesta fjarstæða að
ímynda sér að Þjóðverjar gætu
nokkunxtíma greitt slíka regin-
fúlgu, þótt allir hefðu þeir verið
af vilja gerðir. Næst lögðu full-
trúar sigurvegaranna það til, á
fundi í Boulogne, 1920, að krefj-
ast 64.000.000.000 dollara í skaða-
bætur. Brátt sáu þó jafnvel þeir,
að það náði heldur engri átt að
Þjóðverjar gætu risið undir slík-
um drápsklyfjum, og ákvað þá
skaðabótanefndin svokallaða, í
apríl 1921, að Þjóðvei'jar skyldu
sleppa með að greiða 31.800.000.-
000 dali. Enn kom fljótlega í ljós,
að Þjóðverjar myndu heldur eigi
færir að greiða þessa upphæð, og
konxu sigurvegararnir sér þá sam-
an um að samþykkja til bráða-
birgða a. m. k., áætlun þá er
kennd er við ameríska fjármála-
manninn Dawes, en samkvæmt
henni áttu Þjóðvei'jar að greiða
árlega fúlgu (sem vexti og af-
borgun) án þess að til væri þó
tekið fyrst um sinn hve mikið þeir
ættu að greiða alls um það er lyki.
Þetta var náttúrlega óviðunandi,
og því var ný áætlun gerð, kennd
við ameríska fjármála- og stjóni-
málamanninn Owen D. Young.
Samkvæmt henni skyldu Þjóð-
vei'jar greiða alls 8.800.000.000
dollara. Við það sat um hríð og
átti að sitja, þótt skjótt sæju
flestir fram á það, að Þjóðverjar
myndu sligast undir þessari byrði.
En jafnan, er ymprað var á veru-
legri lækkun, hvað þá heldur af-
námi alli'a stríðsskulda, risu
Frakkar örðugir á móti öllum
slíkum tilhugsunum. Jafnvel fyrir
ári síðan, eftir að samþykktur
hafði verið gjaldfrestur Hoovers
(um eitt ár) hefði víst fæstum
dottið í hug að Frakkar myndu
uokkui'ntíma fáanlegir til þess að
lækka um helming skaðabótakröf-
una, hvað þá heldur meira. Nú
hefir þó -skipast svo, að í Lau-
sanne um daginn var samþykkt
tíföld lækkun á skaðabótunum,
frá því sem ákveðið var í Young-
áætluninni. Var endanlega sam-
þykkt skuldabréfagi'eiðsla, alls
750.000.000 dollarar, og er það
minna en tvær ái'sgreiðslur sam-
kvæmt Young-áætluninni (vextir
og afborgun). Þurfa Þjóðverjar
nú aðeins að greiða sem svarar
45.000.000 árlega í vexti og af-
borganir unz skuldinni er lokið.
Er engin hætta á að þeim verði
skotaskuld úr því, ef allt fer að-
eins skaplega heima fyrir.
Að svona tókst, er aðallega þakk-
að tveimur mönnum: Ramsay
MacDonald, forsætisráðherra
Breta, er óþreytandi var við að