Dagur - 11.08.1932, Blaðsíða 2
126
DAGUR
32. tbl.
MHfytfWffnnffWfftftff
Miðstöðvar- og hreinlætistæki.
Hitunarkatlar, allar stærðir, aðeins beztu tegundir. —
Stálolnar, >Stabuio< — Rör og tengistykki, af ölium stærðum
og gerðum. Olnakranar og vatnsleiðslnkranar. Hilavalnsdunkar.
Skólpleiðslur og tenpistykki- Baðker, Vatnssalerni, handvaskar,
eldhúsvaskar og fieira og fieira.
Allar þessar vörur seljum við mjög lágu verði. Gefum ®ÉÉ!
tilboð i miðstöðvar eða hreinlætistæki uppsett eða að- >Mi
eins efnið, eftir því sem óskað er. — tflK
Skrifið eða símiö og leitið upplýsinga. ö|||
Kaupfélag Eyfirðinga. ••
Bygg*ngavörudeildin. Jjg
HUiHUiUiiiUHHUiB
Gttðn nér jirl - Liiil alhioasend.
Gefðu mér, jörð.einngrænan hvamm
glitrandi af dögg og sól,
að lauga hug minn af hroili þeim,
sem heiftúó mannanna ól.
Oefðu mér lind og lítinn fugl,
sem Ijóðar um Drottins frið;
á meðan sóiin á múrgni rfs
við mjúklátan elfarnið.
Kyrrlátan dal með reyr og runn,
rætur og mold og sand,
sólheita steina, ber og barr,
.— blessað, ósnortið land.
Par vil eg gista geislum hjá,
gefa mig himni og sól;
gleyma, hve þessi góða jðrð
margt grimmt og flárátt ól.
* *
*
Eitraðar sálir, eitrað mál
sem orma skriða eg leit;
rógurinn örvum úr skugga skaut,
úr skugga öfundin beit.
En aldrei ratar það illa lið
á eilifrar dýrðar fund:
sólskins og strauma, söngs og ilms,
svalans i kyrrum lund.
Lygi, þú brýtur blómi á
bölvaðan drekavæng.
íllska, þú missir alian mátt
við engjanna daggarsæng.
Pið hugðust mér granda —
grjótið flaug —
en geislinn á bjartast sverð,
hann ver mig, læknar með
Ijóssins staf
og lýsir á allri ferð.
Sumar, tak mig i fagran faðm,
friður, gefðu mér sátt
og trúna — þó illskan sé eins
og haf —
á algæzku sigurmátt.
Hulda.
Jónas Rafna/r hælislæknir og frú hans
komu heim úr utanlandsför fyrir síð-
ustu helgi.
(Jarul. theol. Gunnar Jóhannsson pré-
dikar í Kaupangskirkju kl. 12 og
Munkaþverárkirkju kl. 4 á sunnudag-
inn kemur.
Kristján Kristjánsson syngur í Gamla-
Bíó annað kvöld kl. 9 með breyttri
söngskrá og lækkuðu yerði. —
í 29. tbl. Dags gat hr. Sigfús
Halldórs frá Höfnum þess, að hann
myndi svara í næsti blaði siðustu
grein minni um söng hr. Eggerts
Stefánssonar og gera athugasemd
við það »allsherjar-hneyksli< er orð-
ið hafi f sambandi við sfðasta kon-
sert hans (E. St.).
í 30. tölubl. Dags kemur svo hin
fyrirheitna grein frá hr. S. H. f. H.
Hvað er þá þetta »allsherjar-
hneyksli*, er hann talar um? Jú,
það er það, að nokkrir Akureyring-
ar skúruðu á hr. Eggert Stefánsson
að syngja einu sinni enn. Hafi það
verið »allsherjar-hneyksli€, þá hafa
æði-mörg svipuð hneyksli átt sér
stað áður, þvf að oft hefir verið
skorað á söngvara að syngja aftur.
Eg get þvi miður eigi hrósað mér
af því að hafa átt upptökin að þvf,
að safnað var áskorunum, og gat
lítinn þátt tekið i söfnun þeirra, því
að eg var bundinn við vinnu utan
bæjarins á þeim tíma, er söfnunin
fór fram, og síðan veikur heima í
rúmi mfnu, þótt hr. S. H. f. H.
segi, að eg hafijgengið »um bæinn
sem grenjandi ljónt. Auðvitað var
eigi forsvaranlegt að senda Eggert
áskorun, nema fyrir lægi trygging
fyrir því, að sæmilega margir áheyr-
endur fengjust. Misskilningur er
það hjá hr. S. H. f. H., að áskor-
unin hafi verið ákveðin með það
fyrir augum, að Eggert skyldi af-
sanna ummæli hans (S. H. f. H.). Pau
ummæli voru eigi komin fram, þegar
áskriftasöfnunin var undirbúin, en
komu fram, einmitt þegar söfnunin
var að byrja. Annað mál er það, að
hr. Eggert Stefánsson afsannaði
ummæli hr. S. H. f. H., þótt hann
segi, að Eggert hafi sungið »mjög
illa«. Pau ummæli hans eru raka-
laust slúður, enda játar hann, að
hann hafi hvergi nærri söngnum
komið.
Svar hr. S. H. f. H. gegn grein
minni er þannig ritað, að nú virð-
ist svo, sem komið hafi að honum
að reiðast yfir sig, þar sem hann
t. d. notar svo prúðmannlegt orð-
bragð sem »haugalygi«.
Hann gengur að miklu leyti fram
hjá grein minni en eyðir i þess stað
löngu máli til að bera sig saman
við mig, til að sýna fram á, að
hann hljóti að hafa rétt fyrir sér en
ekki eg, af því að hann hljóti að
Páli Hallgrímsson frá Sílastaðakoti andaðist í sjúkra-
húsinu á Akureyri 5. þ. m. Jarðarför hans er ákveðin í Lög-
mannshlíð kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 16. þ. m.
Akureyri 10. ágúst 1932.
Vilhelmína Friðriksdóttir.
vera svo miklu, miklu betur að sér
í öllu þvf, er sönglist snertir, en eg,
eg hafi alltaf setið heima, en hann
verið 17 ár f stórborgum, lesið
tfmarit, hlustað á mestu snillinga
heimsins og talað við mikla menn.
Petta er nú allt gott og blessað.
Pað eru til margar miljónir manna,
sem búsettir eru i stórborgum, og
hafa þar sömu tækifærin og hr, S.
H. f. H. kveðst hafa haft, og hafa
þrátt fyrir það litinn skilning á
tónlist. Til þess að slík tækifæri
komi að notum, þarf maður að
hafa lært eitthvað til gagns af undir-
stöðuatriðum tónlistarinnar, og sá,
sem ætlar að dæma milli söngvara,
þarf helzt að hafa iært að syngja
sjálfur. Eg skal ekki leggja neinn
dóm á það, hve mikið hr. S. H. f.
H. hefir lært i öllum stórborgunum,
en skrif hans i sambandi við hr.
Eggert Stefánsson eru ekki glæsileg
meðmæli með þekkingu hans.
Hvernig getur t. d. maður með
aðra eins þekkingu og hann hefir
að eigin sögn, látið frá sérfaraslík
ummæli, að vafasamt sé, að Pjóð-
verjar hafi nokkurn tíma átt á að
skipa söngvurum, sem hafi getað
talizt með þeim beztu í heirai.
Eg benti á, að samtímis Pétri
Jónssyni hefðu starfað í Pýzkalandi
þeir Slezak, Naval og Jadlowker.
Hr. S. H. f. H. vill ekki gera mjög
mikið úr þeim. Hann veit þó vænt-
anlega, að Slezak er frægasti Schu-
bert söngvari, sem nú er uppi. Pótt
Naval starfaði aðallega innan Pýzka-
lands og Austurrlkis, var hann eigi
síður hinn ágætasti snillingur. Jad-
lowker byrjaði frægð sína við Metro-
politan óperuna, en var ráðinn að
konungl. óperunni í Berlln 1912.
Par og víðar í Pýzkalandi var hann
dáður og heiðraður, þótt útlending-
ur væri (frá Riga). Síðar hefir hann
einkum verið í Amerfku.
Líklega kannast hr. S. H. f. H.
við Karl Jörn, sem var leiðandi
tenor við Berllnar-óperuna 1902—
1912. Um hann var sagt, eftir að
hann starfaði við Metropolitan-óper-
una, að hann væri einhver vinsæl-
asti tenorsöngvari, sem verið hefði
f Ameriku (»one of tbe most popu-
lar tenors America has ever knownt).
Hvað segir hr. S. H. f. H. ura
söngvara eins og V o g e I ?
Hr. S. H. f. H. gefur í skin, að
litið mark sé takandi á blaðadóm-
um og umgetningum. Mætti helzt
skilja orð hans svo, að leiðtúgar
(impresarios) listamanna stýri penna
blaðamannsins. Kveðst hann hafa
þekkingu f þessum efnum, þvf að
hann hafi sjálfur verið blaðamaður. Skal
það ekki rengt.
En nokkuð djarft er að fullyrða,
að blöð eins og t. d. >Le monde
musicaU viðhafi slíka sorpblaða-
mennsku. Eða hvers virði er þá
allur tfmaritalesturinn ?
Hr. S. H. f. H. læzt ekki skilja
það, að listamaður frá smáþjóð eigi
erfiðara uppdráttar en t. d. Banda-
rfkjamaður. Hann ætti þó að geta
skilið, að söngleikahúsin t. d. f
París, sem lifa að talsvert miklu
leyti á ferðamönnum frá Ameríku,
muni hafa talsvert aðra afstöðu
gagnvart Ameríkumönnum en fs-
lendingum, og aðstaða Islendings-
ins til að fá þar stöðu sé því mjög
slæm.
Eg get ekki verið að svara þess-
ari grein hr. S. H. f. H., nema að
litlu leyti. Hann er flúinn frá aðal-
umræðuefninu, og grein hans er
mestöli aðeins árás á mig, að þvf
leyti sem hún er ekki sjálfshól. Eg
hefi enga löngun til að »fara f
mannjöfnuð« við hann, enda er rit-
háttur hans siíkur, að eigi er sam-
boðið þeim manni, er kenna vill
ððrum prúðmennsku. Eg hlýt þó
að benda á það klunnalega bragð
hans, er hann reynir að fá flkureyrarbúa,
sem elska og virða minningu séra Geirs
Sæmundssonar, til að trúa pvi, að eg telji
hann hafa spillt söngsmekk peirra.
Er það ekki næg sönnun þess,
að hr. S. H. f. H. hafi fundið sig
standa höllum fæti, er hann grfpur
til slfkra meðala?
Orð mfn voru svo skýr, að eng-
inn, sem ekki v i 1 d i misskilja þau,
gat tekið þau öðru visi en þau voru
meint: að grammófónarnir hafa spillt
söngsmekk manna, eða að minnsta
kosti gefið ranga hugmynd um
söngrödd snillinganna, og að þaðan
er »málmhljóðið< komið.
Hálf-broslegt er það, er hr. S. H.
f. H. segir, að eg hafi gefið sér
tekstann (fáfræðin er afsakanleg).
Hann er búinn að gleyma þvi, að
pað var hann, sem gal mér pennan feksfa
í Degi 7. júlf (»fáfræðin er afsakanleg,
en fólskan ekki<), og eg hefði að
öðrum kosti aldrei notað þau orð.
>Mér finnst ekki mikið til um
söngþekkingu mina<, segir hr. S. H.
f. H. En mestöll grein hans má
heita óslitið lof um hans eigin
þekkingu. Hann fer mörgum og
hæðilegum orðum um »heimalnings-
rembinginn< i mér. En til er einnig
það, sem nefnt er uppskafnings-
rembingur.
Læt eg svo úttalað um þetta mál.
Úskell Snorrason.
— ■ ■ a.....
Tvö sjónarmið.
Pegar fregnin kom um það, að
landsstjórnin hefði beðist lausnar,
kastaði einn Framsóknarmaður fram
þessari stöku:
Nú er Jónas farinn frá,
flest að einu gengur,
gæfa Lands með grátna brá
getur ekkert lengur.
fhaldsmaður, sem nærstaddur var,
sneri vfsunni þegar við fyrir sitt
sjónarmið, og varð hún þá svona:
Nú er Jónas farinn frá,
flest að óskum gengur,
gæfa Lands með glaða brá
grætur ekki lengur.