Dagur - 18.08.1932, Qupperneq 1
D AGU
R
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Afgreiðslan
er hjá Jóni Þ. Þ6r,
Norðurgötu 3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
Akureyri 18, ágúst 1932.
33. tbl.
Bændaást
Ihaldsins.
I.
Þegar Framsóknarmenn voru að
berjast fyrir því að koma ræktunar-
sjóðslögunum i hðfn á Alþingi, lét
einn kunnur íhaldsmaður orð falla
á þessa ieið:
>Fá talaði sami þm. (jónasjóns-
son) um skiftingú veltufjár milli at-
vinnuveganna og vildi halda að þvi
bæri að skifta jafnt milli landbún-
aðar og sjávarútvegs. Ef landbúnað-
urinn ætti að fá helming veltufjár-
ins, gæti hann enga bankahæfa
tryggingu sett fyrir svo hárri upp-
hæð. Enda gegnir allt öðru máli
með landbúnað og sjávarútveg.
Landbúnaðurinn vinnur svo mjög
með sinu eigin veltufé. Jörðin sjálf
og bústofn er aðalveltufé hans. . .
Þegar nú þessi þm. 0* J ) heldur
að skifta beri veltufé jafnt milli
þessara atvinnuvega, gefur hann
aðeins tii kynna, að hann þekkir
ekki einu sinni upphaf stafrofs við-
skiftalifsins.*
Pessi íhaldsrödd er skýrt dæmi
þess, hvernig íhaldsflokkurinn leit
á Ræktunarsjóðinn f sambandi við
veiting veltufjárins tii landbúnað-
arins.
Samkvsmt ætlun Jóns Porláks-
sonar og fleiri íhaidsmanna átti
Ræktunarsjóðurinn að vera litið
annað en ný veðdeild, sem ekki
hefði getað veitt lán með viðunandi
kjörum. En fyrir atbeina Tryggva
Þórhallssonar Og annara Framsókn-
armanna tókst að auka stofnfé
sjóðsins að miklum mun og einnig
tryggja það, að Landsbankinn keypti
allmikið af vaxtabréfum hans, eða
nærfellt Vh miijón á næsta áratug
eftir að lögin voru sett.
Annað dæmi skal nefnt frá þeim
tima, er Jónas Jónsson var að berj-
ast fyrir að koma fram lögunum um
Byggingar- og landnámssjóð. Blað
miðstjórnar íhaldsflokksins kvað þá
svo að orði um það mál:
»A!drei hefir nokkur maður aug-
iýst vantrú sina á íslenzkum land-
búnaði jafn átakanlega og J. J. i
umræðum um þetta mál. Aldrei
hefir verið sýnt meira metnaðarleysi
fyrir bændanna hönd. Aldrei gerð
jafn hamröm tilraun til þess að
gera íslenzka bændur að ómögum
og ölmusuiýð.
Sannleikurinn er sá, að þettafrv
er eitthvert versta og vanhugsaðasta
noál, sens nokkurntima hefir fram
verið borið á íslandi. Með betli og
ölmusugjöfum soginn metnaður og
þróttur úr bændunum. Hugsjónin
virðist vera metnaðar- og ábyrgðar-
laus ölmusulýður i sveitum, trúlaus
á atvinnuveg sinn og afkomu, berj-
andi lóminn og nauðandi um styrk
frá öðrum.<
Á þessa ieið hefir þátttaka ihalds-
manna allajafna verið i viðreisnar-
málum bænda og landbúnaðarins.
Þeim málum hafa íhaldsmenn ann-
aðhvort sýnt mikla tregðu eða ver-
ið þeim beint andvfgir, að minnsta
kosti meðan þau voru á byrjunar-
stigi. En eftir þvi sem baráttan um
þau tók að harðna og sýnt þótti
að ekki tækist þegar til lengdar lét
að spyrna á móti framgangi þeirra,
hafa íhaldsmenn oft iátið undan
siga. Þá hafa þeir löngum leikið
það bragð að látast hafa verið mál-
um bænda velviljaðir frá upphafi
og að lokum þakkað sér framgang
þeirra. Þannig hafa þeir eignað sér
jarðræktarlögin, lögin um tilbúinn
áburð, kæliskipið, Ræktunarsjóðs-
lögin, lögin um Byggingar- og
landnámssjóð o. s. frv. fhaldsmenn
hafa vottað bændum og málefnum
þeirra ást sína með því að skreyta
sig með lánuðum fjöðrum frá Fram-
sóknarmönnum. Einkum hafa þeir
reynt að hnupla áhugamálum Fram-
sóknarmanna rétt á undan kosn-
ingum,
Sem dæmi má nefna, að þegar
íhaldsmenn voru komnir f minni
hluta eftir kosningarnar 1927 og
þeir megnuðu ekki Iengur að standa
í móti iögunum um Byggingar- og
landnámssjóð, þá fórust blaði mið-
stjórnar íhaidsflokksins, því sama
sem vitnað var í hér að framan,
svo orð um málið, eftir að það
hafði náð fram að ganga þrátt fyrir
mótspyrnú lhaldsins:
>Meðal merkari Iaga, sem sett
voru á síðasta þingi, má telja lögin
um Byggingar- og iandnámssjóðc.
Og svo þakkar blaðið íhaldsflokkn-
um lögin um Byggingar- og land-
námssjóði Þakkar flokknum fyrir
að hafa gert íslenzka bændur að
»ómögum og ölmusulýðd
II.
Sfðasti >íslendingur< hefur mál
sitt á grein um Búnaðarbankann.
Fyrst minnist blaðið á Ræktunar-
sjóðinn og telur hann auðvitað verk
íhaldsflokksins alveg eins og ,Vðrð-
ur' taldi Byggingar- og landnáms-
sjóðinn áður verk sama flokks. En
um Búnaðarbankann kveður >tsl.<
upp þann dóm, að hann sé >dýr
stofnun en gagnslftiU, enda hafi
Framsóknar8tjórnin svikið bank-
ann >að mestu um fé það, er hún
tók að láni i Engtand, . . . og lét
mestan hluta þess ganga til alls
annars<, segir blaðið.
Ekki skal þvf neitað, að of mik-
ið fé kunni að ganga tii reksturs
bankans. Er ekki nema gott um
það að segja, ef blöð íhaldsflokks-
ins vilja láta spara óþarfan starf-
rækslukostnað við bankana, þvi
eins og alþjóð er kunnugt, eru
engir jafn syndugir um eyðslu f
þessu efni og fhaldsmenn sjálfir.
Þeir sköpuðu fordæmi með því að
ráða Eggert Claessen að íslands-
banka sáluga til 10 ára, fyrir 40
þúsund kr. árslaun, og varð stjórn
bankans þó ekki betri en það, að
bankinn varð gjaldþrota þrátt fyrir
háu launin. Verður það að teljast
vel farið, ef íhaldsmenn hafa eitt-
hvað Iært af öllum þeim óförum.
ísl. segir að allur starfrækslukostn-
aður Búnaðarbankans, að meðtöldu
útibúinu á Akureyri, hafi tvö síð-
ustu ár verið meira en tvöfalt hærri
en árslaun Claessens við að setja
íslandsbanka á bausinn. Er von að
fhaldsblaðinu blöskri þetta.
En um starfsemi Búnaðarbank-
ans er þetta að segja:
Útistandandi lán sparisjóös- 00
rekstrarlánadeildar bankans námu um
sfðustu áramót kr. 2,271,898,52.
Úr veödeild hafa verið veitt lán
alls um 1 */2 milj. kr. til ársloka 1931.
Lánveitingar úr Ræktunarsjóði eru
alls orðnar til ársloka 1931 kr.
4,989,780,00.
úr Byggingar- og landnámssjðði hefir
verið lánað alis síðan sjóðurinn tók
til starfa kr. 1,638,900,00.
Þetta gerir samtals nær 10>/2
milj. kr.
ísl. telur að þessi lánsstarfsemi
bankans til handa bændum og
búalýð hafi komið að iitlu gagni.
íhaldsbloðin hafa löngum talið það
sóun á fé að verja þvi til ræktunar,
húsabygginga Og annara fram-
kvæmda í sveitum landsins. Aftur
á móti hafa sömu blöð talið veltu-
fé iandsins vel varið í dýrar skraut-
bygg'ngar f Reykjavfk eins og sið-
ur var á valdatímum fhaldsins.
Þá kemur að þvi atriðinu, er fsl.
segir að Framsóknarstjórnin hafi
svikið bankann að mestu um fé
það, er tekið var að láni f Eng-
landi 1930.
Heimild til umrædds láns var
samþykkt á Alþingi 1929 og jafn-
Auglýsing
um ú t b o,ð.
Peir, sem selja vilja Menntaskólanum á Akureyri 80—100 smá-
Iestir af Yorkshire-kolum og 10 smálestir af koksi, geri tilboð
um það á skrifstofu minni mánudaginn 22. þ. m., kl. 1 s.d.
Kolin séu afhent eftir þörfum skólans. Námuvottorð sé sýnt,
áður en afhending byrjar. — Lægsta heildartilboði verður tekið.
Peir, sem selja vilja Heimavist M. A. ca. 100 mjólkurlítra
daglega frá 1. okt. 1932 til 31. maí 1933, heimflutta, skili söluboð-
um á skrifstofu minni eigi seinna en mánudaginn 26. sept. n. k.
kl. 10—12.
Menntaskólanum á Akureyri 15, ágúst 1932
Sigurður Guðmundsson.
Hin ágætu
hörpuðu ensku eimkol
»Tophards«, fáumvið íbyrjunnæstuviku. ■ p
Meðan á uppskipun stendur verða kolin ■ , a,n 1
seldmjögódýrt, ekkiyfir39kr.smálestin. I ls,ma*
Kaupfélag Eyfirðinga.