Dagur - 18.08.1932, Blaðsíða 4
132
DAGUR
33. tbl.
J. P. Morgan & Co. New-York,
og Iætur að veði hlutabréf í síma-
félagi; en upphæð þá er hann fékk
af Morgan, notar hann til að greiða
vexti, sem sagðir eru að hafa verið
30%, og sem greiddir voru 1. júlí
1931.
Tiðindamaður Times í Stock-
holmi — sem tölur þær er hér hafa
verið nefndar eru hafðar eftir — á-
lítur, að hefði kreppunni létt 1931,
þá hefði Kreuger flotið yfirflúðina,
og að hann muni hafa reiknað með
því að hápunktur kreppunnar yrði
1931, en að þá færi að létta til i
lófti fjármálanna. Hefði svo orðið,
mundi Kreuger hafa getað dutið
fjárglæfrar sínar; t. d. ítölsku skulda-
bréfin og margt fleira, en þau féliu
í gjalddaga 1. nóv. 1931.
Kreuger hafði náin kynni við alla
fjármálamenn, og stjórnir flestra
landa. Sá orðrómur hefir breiðst út
að Kreuger hafi þakkað sér, að
Hoover forseti kom fram með skulda-
frestunartillðgur sínar s. I. ár. Ef
það er rétt, er það auðskilið, að
með þvi fyrirkomulagi hefir hann
séð sér leik á borði, tii að bjarga
sér úr vandræðunum ef unt væri.
Og þvi er spáð, að þegar alvar-
iega verði farið að starfa að næstu
forsetakosnfngu f Ameriku, þá muni
nafn Kreugers verða nefnt f sam-
bandi við núverandi forseta Herbert
Hoover.
Fram til þess sfðasta trúði fjöldi
manna, að Kreuger væri hinn ein-
stakasti eljumaður, sem aldrei gæfi
sér tóm til nokkurra skemtana. En
almennt hafa menn sannfærst um
að svo var ekki.
Sannað er að hann var mjög
gefinn fyrir >þessa heims gæði<,
sem svo eru nefnd, að hann átti
hallir víðsvegar um lönd og gaf
sér tima til að njóta alls þess er
lifið hafði að bjóða, en lengi vel
höfðu fjármálamenn og þjóðstjórnir
enga hugmynd um slíkt.
Af þeim sem voru f nánu sam-
bandi við Ivar Kreuger, virðist fé-
lagi hans, Paul Sekvens Esias Toll,
vera sá er fer með hreinastar hend-
ur frá 'þeim leik er Kreuger var for-
sprakkinn i.
Toll hefir aidrei verið tekinn fast-
ur eða grunaður um pretti, eins og
ýmsir aðrir samverkamenn Kreugers,
en þrátt fyrir það er hann beygður
maður, sem orðið hefir fyrir miklum
vonbrigðum í sambandi við félaga
sinn, Kreuger. Pegar Kreuger vas-
aðist f fjármálum Pjóðverja og ann-
ara Mið-Evrópuþjóða, og fléttaði
sér snöru áð hálsi, þá starfaði Toll
óaflátanlega að byggingum og öðr-
um mannvirkjum og það er jafnvel
talið liklegt að hann hafi ekki þekkt
öll þau félög og atofnanir, sem
gengu undir nöfnum Kreuger &
Toll.
Tiðindamaður Times, sem áður
er nefndur, álitur að Svfþjóð lfði
minna fjártap á Kreuger, en við
hefði mátt búast. En sjálfsvirðing
Svfanna hefir orðið fyrir áfalli, þegar
maður sá er hafinn hafði verið til
skýjanna sem einn af mestu fjár-
afla og dugnaðarmönnum nútíðar-
innar, reynist hversdagslegur fjár-
glæframaður og lögbrjótur. En hefði
ekki stjórnin sænska skipað fyrir
Ógreidd þinggjöld
í Akureyrarkaupstað frá árinu 1931, og gjaldfallnar uppboðs-
skuldir, er bæjarfógetinn á Akureyri hefir innheimtu á, verða
teknar lögtaki á kostnað skuldara, ef þær eigi eru greiddar inn-
an 8 daga frá birtingu þessarar auglýsingar.
Athygli skal vakin á því, að sökum hraðvaxandi
greiðsluvanskila opinberra gjalda og uppboðsskulda, verður eigi
komist hjá því að ganga skipulagsbundnar (og um leið óvægi-
Iegar) að innheimtu þeirra á þessu ári, en verið hefir,
og allir lögteknir munir verða seldir gegn
greiðslu við hamarshögg.
Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar 12. ágúst 1932,
GUÐBR. ÍSBERGf
settur.
um skuldagreiðslufrest — Morator-
ium — mundi þó hafa farið illa í
Sviþjóð.
Oremja þjóðarinnar yfir fjárglæfr-
um Kreugers hefir birzt á ýmsan
hátt. Einna mesta athygli hefir
vakið, einskonar minjagripur um
Kreuger, sem einn fjármálamaður i
Stockholmi lét gera. Pað er eld-
spítnastokkur f kolsvörtum lit, og
eldspiturnar allar svartar.
Pað er saknaðarmerki Stockholms-
borgar eftir manninn sem einusinni
var átrúnaðargoð.
F. H. B.
o——
Fréttir.
Lík Guðmundar Skarphéðinssonar fundið-
Á sunnudaginn var fannst lik Ouðmund-
ar Skarphéðinssonar skólastjóra fljótandi
á hðfninni á Siglufirði, skammt undan
ríkisverksmiðjunni. Er þar með skorinn
niður allur orðasveimur um það, að mað-
urinn'hafi strokið af landi burt.
Um Grundarping í Eyjafirði sækja Ounn-
ar Jóhannesson cand. theol. og síra Jón
Óiafsson, prestur að Holti í Önundarfirði*
Á orði er, að síra Benjamín Kristjánsson
frá Ytri-Tjörnum muni og sækja, en ekki
veit blaðið sönnur á því.
Hjónaband. Anna Borg ieikkona og
danski leikarinn Póul Reumert voru gefin
saman í hjónaband í Rvik 5. þ. m. Fóru
þau áleiðis til Danmerkur næsta dag.
Verðmæti útflutnings frá íslandi fyrri
helming þessa árs hefir numið alls 17,6
milj. kr. og er það 0,3 milj. kr. meira en
á sama tíma í fyrra. Innflutningurinn hcf-
ir verið 2,7 milj. kr. lægri en útfiutningi
urinn frara til júniloka, og hefir innfiutn-
ingurinn verið 30 prc. minni en fyrr
helming ársins í fyrra.
Samninganefndin norsk-íslenzka hefir lok-
ið störfum sínum í Reykjavík. Framhalds-
fundur verður síðar í Oslo.
Ekman forsætisráðherra Svía heiir orðið
að fara frá völdum, af því að uppvíst hef-
ir orðið að hann hefir þegið 100 þús. kr.
slyrk frá Kreuger til flokks sins. Felix
Hampin fjármálaráðherra hefir verið skip-
aður forsætisráðherra.
DÓmUf er fallinn t máli því, er Bryn-
leyfur Tobiasson kennari höfðaði á síðastl.
vetri gegn Ounniaugi Tryggva Jónssyni,
ritstjóra >íslendings«, fyrir meiðandi um-
mæli í blaðinu. Er ritstjórinn dæmdur til
að greiða sekt og málskostnað og um-
mæiin, sem stefnt var fyrir, dæmd dauð
og ómerk.
Björn Magnússon simasjóri á ísafirði
andaðist 11. þ. m. eftir langa vanheilsu
og þunga legu.
Ferðamannaíélag er í ráði að stofna hér
á Akureyri. Er lítilsháttar undirbúningur
þegur hafinn i þessa átt, og hafa for-
göngumenn þessarar hugmyndar valið
þriggja manna nefnd til þess að athuga
málið og koma fram með tiliögur í því.
Nefndina skipa Friðgeir H. Berg form.
U, M. F. A., Sigfús Halldórs frá Höfnum
skólastjóri og Svanbjörn Frímannsson
bankamaður.
Tiigangur félagsins mun fyrst og fremst
verða sá að taka á móti útlendu ferða-
fólki, er heimsækja viil Akureyri og ná-
grenni hennar, og leiðbeina því og að-
stoða það eftir þörfum gegn hæfilegri
greiðslu og án þess að okur lcomi þar
til. — Hugmyndin er góð og vel þess
verð að henni sé gaumur gefinn.
Verður að líkindum vikið nánar að
þessu máli hér í blaðinu innan skamms.
---------------0----
Hraunsvatn.
Pú spegill stjarna hömrum grfðar
greyptur
er gulli sólar slær á flötinn þinn,
f djúpi þinu björtust loga Ieiftur,
því lotning ber þér sjálfur himininn.
Hjá þér er þðgnin helg um
hljóðar nætur,
er bjúfrar Ijósið sig f bergsins arm,
og blómin sofa vært við fjalla fætur,
þvf fannír vetrar geymdu’ hinn
dýrsta baðm.
Hér er.svo Ijúft f hæðir hug að
senda,
því hljóðar raddir syngur náttúran,
og huliðsverur björtum örmum
benda,
er bljúgum rómi lofa skaparann.
Siglús Elíasson.
Ekki lengur milióna-
eigandi.
Pegar Hoover varð forseti, var
haldið að eigur hans væru tvær til
fimm miljónir. Eitthvað hlýtur krepp-
an líka að hafa komið við hann,
þvf nú fullyrða vinir hans, að hann
sé ekki lengur miljóna eigandi. Sam-
kvæmt bans eigin ráðstöfun hafa
nú líka laun hans verið lækkuð um
15.000 doll., eða ofan í 60 000 doll.
á ári. En auk þeirra launa hefir
hann þó 25.000 doll. á ári, til veizlu-
halda og ferðalaga. Arið 1789 voru
laun George Washington forseta
ákveðin ,25.000 doll. á ári. Árið
1875 voru forsetalaunin tvöfölduð,
eða hækkuð upp f 50.000 dollara.
Pá var Grant forseti. Enn voru for-
setalaunin hækkuð 1909, þegar Taft
var forseti, og þá upp í 75.000
dollara og það hafa þau verið sið-
an, þangað til nú, að þau eru lækk-
uð um 15.000 dollara.
Portjera-
stengurnar
margeftirspurðu,
eru nú komnar aftur.
Járn- og glervörudeildin.
AKUREYRI.
Sími 258 (RIIFrJEKJAVERZLUN). Sími 258.
Annast: Rafmagnslagningar.
Selur: Allskonar rafmagns-
vörur og vélar.
VÖNDUÐ VINNAI SANNGJARNT VERÐ!
Á SYÐRA-HÓLI í Öngulstaða-
hreppi er í óskilum grákolótt hryssa,
ómörkuð, aljárnuð, viljug, klárgeng.
Réttur eigandi vitji hennar hiðallra
fyrsta og gjreiði áfallinn kostnað og
auglýsingu þessa.
Sigurður Sigurgeirsson.
TAPAST hefir á Akureyri, hund-
ur gulur að lit sem gegnir nafninu
Kópur. Hver sem verður var við
hund þennan, er vinsamlega beð-
in að gera undirrituðum aðvart.
ingólfur Krisfjánsson
Jódísarstöðum.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5.
Prentsmiðja Odds Björnsaonar.