Dagur - 18.08.1932, Blaðsíða 3

Dagur - 18.08.1932, Blaðsíða 3
33. tbl. DXGUR 131 um og náð mjög góðum árangri. En stærstu trjáfræsáningar tilraun- anna, sem mér er kunnugt um hér á landi, sá eg vestur í Dalasýslu f vor, hjá hr. Theódór Jónssyni bónda i Hjarðarholti. Hjarðarholt er sem kunnugt er eitt af hinum mörgu fornu höfuðbólum og sögustöðum við Breiðafjörð. Bjó þar fyrstur hinn ágæti höfðingi Ólafur pá, faðir Kjart- ans. Voru i þann mund skógar miklir i Laxárdal, eftir þvi sem Lax- dæla segir, og ástæðulaust er að efa. Nú er dalurinn gersamlega skóglaus en vfða ber og blásinn. Er Theódór keypti Hjarðarholt nú fyrir fáum árum, var þar allt i nið- urnfðslu, eins Og algengt er um hin fornu höfuðból þessa lands. En síðan hefir jörðin tekið algerð- um stakkaskiftum. Túnið hefir marg- faldast að stærð og íbúðar- og pen- ingshús verið byggð upp, og skógi sáð í ca: 10 dagslátta land rétt við tún- ið. Var fræinu sád tyrir 4 árum og voru hæstu plönturnar nú í vor 40 cm. Sáð var i óbylt bæði deig- lent og þurlent graslendi og gras- rót fleiðruð með 1 m. millibilum. Er það tiltölulega mjög fljótlegt að rispa eða fleiðra grasrótina, svo fræið eigi hægra með að spíra og skjóta rótum, og gras vaxi síður að smáplöntunum og kæfi þær. í fáum orðum sagt sýndi þessi lofs- verða tilraun hr. Theódórs Jóns- sonar ágætan árangur, og fæ eg ekki betur séð en að með henni einni saman séu fengnar nokkurn- veginn fullar sannanir fyrir því að takast megi að rækta að minsta kosti birkiskóga thér á landi með um- ræddri fræsáningaraðferð, i ali mis- munandi jarðvegi og gróðurlendi. Eg vil svo enda þessar línur með að skýra mönnum frá þvi, að á siðasta aðalfundi Skógræktarfélags Eyfirðinga var það ákveðið, að láta þá sýslu- eða bæjarbúa, sem kynnu að vilja girða dálitia reiti til skóg- ræktar, hafa ókeypis birkifræ og leiðbeiningar við sáning á fræinu og val á Iandi. Peir sem óska eftir að notfæra sér þetta tilboð á n. k. hausti, verða að hafa sent fræpönt- un til félagsins (pósthólf 95 Akur- eyri), fyrir 15. sept. n. k., og tiltek- ið stærð á landi þvi, sem beðið er um að sá 1. Oeti félagið ekki orðið við öll- um þeim fræpöntunum, sém kynnu að berast f haust, sitja félagsmenn ----o---- Áskorun. í forystugrein um Búnaðarbank- ann i »íslendingi« frá 12. ágúst þ, á. segir meðal annars; >Stjórnin sveik bankann að mestu um fé það er hún tók að láni i Englandi — >Einarslánið« alræmda — og lét mestan hluta þess ganga til alls annars, þó að áður hefði verið gefin hátiðleg yfirlýsing i Timanum um það, að »hver ein- asti eyrir gengi til bankans<«. Eg minnist þess, að Morgun- blaðið i Reykjavík vitnaði eitt sinn til orða Tfmans aiveg á sama bátt og Isl. gerir nú. Eg minnist þess Uka, að ritstj. Timans skoraði á Mbl. að sanna það að þessi til- færðu ummæli innan tilvitnunarmerkja væru rétt eftir höfð. En hins minn- ist eg ekki, að Mbl. hafi orðið við þeirri áskorun. Eg hefi nú verið að leita í Tím- anum eftir þessum tilfærðu um- mælum, sem höfð eru eftir Tíman- um, og hvergi getað fundið þau. En í 65. tbl. Tímans, 15. nóv. 1930, stendur f grein um töku enska láns- ins: >En af láni núverandi stjórnar verður hverjum einasta eyri varið til þess að bæta landið og lifsskil- yrði þjóðarinnar*. Er þetta nokkuð annað en að segja, að >hver ein- asti eyrir gangi til Búnaðarbankans«, eins og fhaldsblöðin orða það. Er þvi ekki annað sjáanlegt en að hér sé á ferðinni ritfölsun frá hendi ihaldsblaðanna. En til þess að ganga hreinlega úr skugga um þetta, er hér með skor- að á >íslending« að skýra frá þvi hvar og hvenær hafi verið gefin há- tíóleg ylirlýsifig um það í Timanum að hver einasti eyrir af enska láninu, sem tekið var í nóv. 1930 yrði lát- inn ganga til Búnaðarbankans. Mörgunblaðinu hefir reynzt ofur- efli að leysa úr þessu; nú er eftir að vita hvað »íslendingur« getur. Lesandi »Iímans«. -----0---- KreugerXToll. Hvert mannsbarn kannast við Kreuger, þvf nafn hans hefir undan- farið staðið i ðllum blöðum, ásamt margskonar frásögnum um fjársvik og reikningafölsun, sem eru stór- feldari og alræmdari en aðrir fjár- prettir, og er þó úr mörgu að velja á því sviði. Hitt er ekki öll- um Ijóst að Kreuger átti félaga, þvi heiti firma þess er Kreuger var forstjóri fyrir, var ritað: »Kreu- ger & TolU. Eftir að Kreuger var dauður, og og fjármálaóreiða félags hans orðin alkunn, fóru blöð og tfmarit að grennslast eftir hver þessi Toll væri, og hvar hann væri búsettur. Robert Chalmers, sem verið hefir ritstjóri enska timaritsins >World to day«, lætur þess getið, að svo mikið hafi vérið spurt um hver Toll væri, að blöðin hafi orðið að afla sér upplýsinga, en þá hafi komið upp, að fátt hafi menn um hann vitað og engin mynd hafi verið til af honum I New York, París, Lon- don eða Berlfn og má það merki- legt heita. Petta leiddi til þess að tímarit það er nefnt hefir vérið, lagði sérstaka áherzlu á að finna þenna Toll og fræðast um starf- semi hans og þátttöku hans f fjár- málum Kreuger-félagsins. Árið 1907 var Kreuger 28 ára. Hann var þá nýkominn heim til Stockholms eftir 7 ára dvöl f Ameriku, þar sem bann kynntist nýungum f verklegri list. Sú teg- und byggingarfyrirkomulags, sem nefnd er »Re enforced concrete*, þ. e. járnbent steypa, hafði þá ver- ið tekin upp f Ameríku, en var ó- þekkt I Evrópu. En Kreuger flutti þessa tegund verkfræði heim til Svlþjóðar. Par kynntist hann manni sem þá var forstjóri fyrir byggingarfélagi. Sá maður var Paul Sekvens Esias Toll. Hann var þá 26 ára að aldri, sex feta hár og sór sig á ýmsan hátt í ætt hinna fornu víkinga, fratn- gjarn en þó stilltur vel. Hann var þá að hugsa um að fara til Finn- lands og gjörast timburkaupmaður, en áform hans breyttust við kynn- inguna við Kreuger, og þeir stofn- uðu með sér félagsskap, og var höfuðstóll þeirra um 12 þúsund krónur, og hafði Kreuger fengið meiri hluta þess fjár að láni hjá ýmsum ættingjum sinum, sem voru vel efnaðir og áttu hluti f eld- spýtnafélagi. Skrifstofur sínar höfðu þeir i Orand Hotei, sem var bezta gistihús Stockhólms. Kreuger og Toll voru að mörgu leyti lfkt úrgarði búnir hvað menntun snerti, og báðir voru þeir ættaðir og upprunnir úr Smálöndunum, sem er hluti af Suður-Svíþjóð. Báðir voru af sæmilega efnuðu fólki komnir. Toll var útskrifaður úr verkfræðisskóla og Kreuger var útskrifaður úr hinum Konunglega starffræðisskóla Stockhólms. Kreu- ger hafði dvalið f Ameríku og kynnst starfsaðferðum þar. Toll hafði verið verkfræðingur fyrir Norr- köping og sfðar hjá Kasper-Hög- lund byggingarfélaginu f Stock- hólmi, og frá þvf réðist hann i félagsskap við Kreuger. Kreuger var fjáraflamaður fyrir- tækisins, Toll sá um framkvæmdir þeirra verka er þeir tóku að sér, þvi upphaflega var félag þeirra byggingarfélag. Brátt kom f ljós að félag þeirra mundi fá nóg að starfa; hitt var erfiðara, að láta það bera sig fjárhagslega. Pað varð þá strax hlutverk Kreugers að finna ráð ti) að greiða verkamönnunum þeirra kaup. En að þeir héldu verkafólk- inu er þakkað Toll, þvf svo þótti mönnum hans til hans koma, að þeir vildu allt fyrir hann gjöra. Árið 1910 tókst þeim að auka höfuðstól sinn upp f rúmlega hundrað þúsund krónur, en þóvar það allt lánsfé, en þá náðu þeir I sina fyrstu stóru byggingu, og var það Stockhólms Stadium, og reist fyrir Olympisku leikina, er þá áttu að fara fram f Sviþjóð. Kreuger var það mikið áhugamál að þeir fengju starfið, því það auglýsti þá. Peir fengu það lika og gull->med- aliu< fyrir framkvæmd þess. En hitt var engu að siður satt, að þeir græddu ekki á þvf, heldur töpuðu þeir um 30,000 krónum. Kreuger hafði fá orð um það, en notaði frægðarorðið sem þeir fengu á sig fyrir smiðið, til að slá sér nýtt lán óg það fékk hann, og var sú upp- hæð um 330 þúsund krónur. Pað var Toll sem sá um framkvæmd bygginganna, en Kreuger sem gerði samningana. Einu sinni vildi það til, að bygg- ing er þeir höfðu lokið við, hrundi 48 tfmum eftir að þeir luku við hana. Pað var sfmastöð í Gefle, þá var það að Kreuger fann starffræði- leg missmfði á teikningu þeirri er þeira hafði verið fengin til að byggja eftir. Hann sannaði þau, og félagið var dæmtábyrgðarlaust vegna hruns- ins, og Kreuger og félagi hans græddu á endanum á byggingunni. Sjóvetlingar Peir viðskftamenn okkar, sem eiga til sjóvetlinga, ættu að koma með þá nú þegar. Kaupfélag Eyfirðinga. Kreuger var óþreytandi að finna nýjar leiðir til fjárafla, og menn tóku að veita honum athyggli sem séðum fjáraflamanni og hann dró fleiri og fleiri í félagsskap með sér. Pess er áður getið, að ættingjar Kreugers voru hluthafar og eig- endur eldspítnagerðar. 1913 stakk hann upp á þvi við ættingja sina að þeir skyldu fá önnur eldspftna- gerðarfélög til að sameinast og starfa sem ein heild. Petta varð að ráði, og 17 félög runnu saman i eitt, en gátu ekki orðið ásátt um forstjóra, unz þau fóru þess á leit við Kreuger að hann tækist starfið á hendur og það gerði hann. Um leið fékk hann Toll í hendur alla umsjón bygginga félagsins, og inn- an fjögra ára hafði hann gert eld- spftnahringinn heimsfrægan. 1916 myndaði hann svo nýtt félag, sem hafði yfir — eða var talið að hafa yfir — 80.000.000 punda sterling höfuðstóli að ráða og rann þá hið eldra byggingarfé- lag inn f það. Aðalstjórn félags þessa var í höndum Kreugers, og nokkurra stjórnenda, sem þó áttu ekki hluti i félaginu fyrir stærri upp- hæð en 100.000 sterlingspundum. Félagið var kennt við Kreuger & Toll, og þó að margir væru með- stjórnendur þess, þá réði þó Kreu- ger mestu. Toll var að vísu gerður einn af meðstjórnendunum, en hann virðist ekki bafa tekið sérstaklega mikinn þátt f stjórn þess, og hluta- bréf sín f félaginu er álitið að Toll hafi verið búinn að selja löngu áð- ur en orð fór að leika á óreiðu f bókfærslu og öðrum störfum Kreu- gerfélagsins. Pað er álit þeirra, sem rannsakað hafa fjársvik Kreugers, að enn verði langt þar til fullt yfirlit er fengið um þau. Fjárglæfraslóð hans liggur um Evrópu og Amerfku, og valdir endurskoðendur úr flestum Iðnd- unum hafa verið að athuga fjár- haginn, er sagt að þeir hafi fundið fölsuð skjöl og reikninga eins langt til baka og 1924, og að bækur þær sem rannsaka þurfi, séu næstum ó- teljandi. Par á meðal reikningar ekki færri en 100 smærri aukafélaga. Ekki verður heldur með vissu sagt, hve mikið tapið er sem af fjárglæfrum Kreugers stafar, en það ætla menn að ekki muni það minna enn hundrað miljónir sterlingspunda. Hvað varð af þessum peningum? Spyrja menn. Pað verður ekki sagt með fullri vissu, en ailt útlit er fyrir að mikill hluti þess fjár, er hlut- hafar á ýmsum tfmum lögðu í fé- lagið, hafi verið notað til að halda uppi markaðsverði á hlutabréfum félagsins. Sðmuleiðis til að greiða óeðlilega háan arð, arð sem raun- verulega var ekki til. Eitt atvik bregður Ijósi yfir ástand félagsins undir það sfðasta. Kreuger fær lánaðar 41.250.000 krónur bjá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.