Dagur - 13.10.1932, Qupperneq 4
160
DXGTJH
40. tbl.
Að gefnu filefni- Þ»r iem þess skilnings
hefir orðið vart, að Dagur 29. f. m. hafi
flutt greinina »Að utan< í þvi augnamiði,
að spllia fyrir prestskosningu Gunnarsjó-
hanness. cand, theol. hér í Cyjaf., pá Skðl
pað hérmeð skýrt fekiö fram, að petta er full-
kominot misskilningur. Aðalefni greinarinn-
ar var að skýra frá hlýjum kveðjum Vest-
ur-fsiendinga til síra Benjamíns Kristjáns-
sonar, og hefðl Degi verið jafnljúft að
fiytja þær,þó að prestskosning til Orundar-
þinga hefði ekki staðið fyrir dyrum. —
Hana lætur blaðið með nllu hlutlausa.
Lárusson skrifar um þrjá sögustaði
f Pórsnesi og Jðn Eyþórsson »Af
Snæfellsjökli*; Loks rekur Ouð-
mundur O. Bárðarson iestina með
»Jarðmyndun á Snæfellsnesi*. Ritið
er vandað að öllum frágangi og
prýtt mörgum ágætum myndum.
Háttúrufræðingurinn, 7.-8. örk 1932.
Útgefendur Ouðmundur O. Bárðar-
aon og Árni Friðriksson.
Efnisyfirlit: Mjaldurinn við Barða-
strönd með mynd (B. Sæm.). —
Rotplöntur með mynd (Sig. Pét-
ursson). — Elztu fuglar heimsins
með tveimur myndura (Á. F.). —
Sæstjörnur og slöngustjðrnur með
þremur myndum (Á; F.). — Til
hvers framleiðir náttúran liti? Niðurl.
(A. F.). — Lyfjagrasið (Baldur
Johnsen). — Hvaða fiskur ætli það
hafi verið? (Á. F.). — Sjaldgæf
planta fundin á réttum stað (Á. F.).
— Snæuglur f Ódáðahrauni (Magn-
ús Björnsson). — Náttúran og
heimilið með þremur myndum (Á.
F.). — Fuglalff á Vatnsnesi (Dio-
medes Davfðsson).
Náttúrufræðingurinn er enn sem
fyr stórmenntandi fræðirit.
Framh.
-----o-----
Fr éttir.
□ Rún 593210118 — 1. atkvgr.
Embættaveitingar. ísafjarðarsýsla og bæjar-
fógetaembættið á ísafirði hefir verið veitt
Sig. Eggerz fyrv. bankastjóra. í Húnavatns-
aýslu hetir Ouðbrandur fsberg verið settur
týslumaður frá 1. þ. m., og er hann far-
inn vestur til sýslu slnnar.
SjiHugsalmæli átti johan Christensen,
fyrv. kaupmaður, 21. f, m.
Oðnardægur. Síðastl. fimmtudag andað-
ist ungfrú Freyja Kristjánsdóttir, Helga-
sonar verzlunarmanns í K.E. A., að heim-
ili föður sfnt hér í bænum. Er hún hin
þriðja og síðasta af dætrum Kristjáns, er
hann hefir orðið á bak að sjá, ásamt eigin-
konu sinni. Freyja sái. var aðeins 29 ára
gömul, greind og hæglát gæðastúlka.
Bankamir hafa loks lækkað forvexti um
l°/o. Eru þá forvextir Landsbankans og
Búnaðarbankans 6>/2%, en Útvegsbankans
7%. -
Hrútasýningwr fara fram í Þingeyj-
arsýslum á þessu hausti.
Hin landspekkta RAKARASTOFA
Valdemars Loftssonar,
er nú flutt frá Vitastíg 14, Reykjavík,
á Laufirayejr 65.
Er hún ein bezt þekkta rakarastofa
borgarinnar, einnig af ferðamönnum
utan af landi.
Sjónleikinn Alt Heidelberg hefir söngfé-
lagið Oeysir senn fuilæft. Er ákveðið að
leikið verði í fyrsta sinn föstudaginn 14.
þ m. — Leikur þessi hefir notið afskap-
iegra vinsælda alstaðar þar sem hann hefir
verið sýndur. Pað er græzkulaust gaman
og hávær gleði ungra stúdenta, mikill
söngur, en þó beisk alvara með köflum.
Eins og áður hefir verið getið um, hefir
Geysir vandað mjög tii alls útbúnaðar við
Ieikinn, er ekki ólíklegt að bæjarbúar bíði
með óþreyju eftir að fá að sjá hvernig
sýningar þessar takast að öðru leyti. Margir
ielkendur hafa ekki sézt áður á leiksviði,
en æfingunum hefir stjórnað herra Ágúst
Kvaran, og ieikur þar sjálfur eitt af sínum
allra beztu og vinsæiustu hiutverkum.
Fundur verður í Féiagi barnakennara við
Eyjafjðrð næstk. laugardag og hefst kl. 2
e. h. í barnaskólanum.
Tungumálakennsla útvarpsins feiiur mður
í veiur, vegna of lítillar þátttöku í náminu.
Hindenburg þýzkalandsiorseti varð 85
ára 2. þ. m. Var þessa atburðar minnst í
öllum evangelisk-Iútherskum kirkjum Pýzka-
landi.
Slátrun sauðfjár f sláturhúsl K. E. A.
lauk í fyrradag. Þó fæst kjöt keypt í slátur-
húsi félagsins alla þessa viku, sbr. anglýs-
ingu á öðrum stað hér í blaðinu.
Dansleik heldur Rauða-Kross deild Ak-
ureyrar í Samkomuhúsinu næstkomandi
laugardagskvöld. — Styðjlð gott máiefni
með því að sækja dansleikinn.
Menntaskólinn hér var settur 1. þ, m.
Sú breyting er orðin á kennaraliði skól-
ans, að J. A. Tompton, sem kenndi þar
entku á síðasta vetri, er horfinn frá því
starfi, en við tekur Sigurður L. Páisson,
ungur maður og efnilegur, sem lokið hefir
prófi við brezkan háskóla.
50 ára afmælis Flensborgarskólans var
minnst í Hafnarfírði á sunnudaginn var,
með hátíðarhaldi. Meðai annars gekk mann-
fjöldi skrúðgöngu að ieiðum stofnanda
skólans, síra Þórarlns Böðvarssonar, konu
hans og sona, og voru lagðlr á þau blóm-
sveigar, en kennslumáiaráðherrann, Pór-
stelnn Briem, flutti ræðu.
Slðasta sauðnautið, er eftir lifði í Gunn-
arsholti, er nú dautt.
Sigurður Sigurðsson kennari frá ísafirði,
ætlar að flytja erindi um lestrarkennslu
barna í Samkomuhúsfnu ki. 5 e. h. á
morgun og er foreldrum og forsjármönn-
um barna boöið þangað.
Bátstapi. Fyrra þriðjudagsmorgun fór
trillubáturinn Valur frá Fáskrúðsfirði í
fiskiróður og hefir ekki komið fram siðan.
Á bátnum voru þrír menn, Sigurður Eir-
íksson bóndi í Hafnarnesi og synir hans
tveir,
Tooarinn Rán hefir verið dæmdur i 1100
gullkróna sekt fyrir landhelgisbrot, og afli
og veiðarfæri gerð upptæk.
BarnasKólinn
verður settur þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 2 e. h. Börnin mæti
með sálmabækur. Skólaskyld eru öll börn í bænum, sem verða
fullra 8 ára á þessu almanaksári. Tilkynna þarf, fyrir skóla-
setningu, ef börn, einhverra hluta vegna, geta ekki sótt skólann,
og hvað hamlar því.
Akureyri 6. október 1932.
Snorri Sigfússon.
ALFA LAVAL
A, B. Separator i Stokkhólmi er eítt af þeim fyrirtækjum Svía, er mest
og best hefir stutt að því að gera sænskán iðnað heimsfrægan.
í meira en hálfa öld hafa ALFA L A V AL vélarnar verið viður-
kenndar sem bestu og vönduðustu skilvindurnar á heimsmarkaðinum, enda
hefir versmiðjan hlotið yfir 1300 FYRSTU VERÐLAUN.
Reynslan, sem fengist hefir við að smíða roeira en 4.000.000 Alfa-
Laval skilvindur, er notuð út f æsar til þess að knýja fram nýjar og
verðmætar endurbætur. Hið nýjasta á þessu sviði er:
Algerlega ryðfriar skilkarlsskálar
og algerlega sjálfvirk smurning.
Vér höfum þessar tegundir af hinum nýju endurbættu ALFA LAVAL
skilvindum á boðstólum:
Alfa Lavai Nr. 20 skilur 60 litra á klukkustund
- 21 - 100 - - — ) —
—» — - 22 - 150 - - 1-
— >— - 23 - 525 - - 1
Varist að kaupa lélegar skilvindun — Biðjið um
ALFA LAYAL
Samband ísL samvinnufélaga.
Vetrarmann
vantar á heimili skammt frá Akureyri.
Upplýsingar hjá Á< Jób. K. E. A.
r
I haust var mér dreginn hvít-
ur lambhrútur með minu marki:
Stúfrifað, biti aftan hægra og biti
aftan vinstra. Lamb þetta er ekki
mín eign. Getur þvi réttur eigandi
vitjað um andvirði þess að frádregn-
um kostnaði og samið við mig um
markið.
Eyþór 'Thorárensen.
Hjá undirrituðum hefir verið f
óskilura s. I. sumar, móbrún hryssa
þriggja vetra, ómörkuð. Eigandi
vitji hénnar sem fyrst og greiði á-
fallinn kostnað.
Hesjuvöllum 6. okt. 1932.
Yilhjálmur Jónasson.
*fi Allt með islenskum skipum! *jí|
Jó/rnbrautarslys hræðilegt vaxð ný-
lega nálægt landamærum Marokko.
Frönsk herflutningalest hrapaði niður í
djúpt gil. 120 menn fórúst og 150
meiddust. Slysið er talið að hafa stafað
af miklum rigningum, er gengið höfðu
og gert jámbrautina ótrygga.
út Höfðahverfi, fæst alla
þessa viku í sláturhúsi
okkar á Oddéyrartanga. —
Kaupfélag Eyfirðinga.
Kjöt og slátur
sel eg með sanngjðrnu verði f
Gránusláturhúsi föstud. 14. þ.m.
Akuréyri 5. október 1932.
Zóphónias M. Jónasson.
íðnskóli Akireyrar
verður settur í iðnaðar-
mannahúsinu, laugard.
15. okt. kl. 8 að kvöldi.
Skólanefndin.
Sfmi 169.
geta enn komizt að
f Pfaffsaum (mask-
fnuútsaum).
Gréta R. Jóns.
Ritstjóri:
Ingimar Eydal, Gilsbakkaveg 5.
Prentsmiðja Odds Björnsaonw.
RUGMJ0L kílóin gegn staðgreiðslu. Kaupfélag Eyfirðinga.