Dagur - 17.11.1932, Blaðsíða 2
178
PAGUR
45. tbl.
E „Krefft" emailleraöar eldavélar 3
emailleraðar eldavélar
eru nú komnar aftur.
„Krefft" eldavélarnar
eru nu
þekktar hér eftir fleiri ára notkun, sem
mjög kolasparar og í alla staði ágætar
eldavélar. Pó er verðið mikið lægra
en á öllum öðrum emailler. eldavélum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Byggingarvörudeild. _
aftftftftiiliiiiiiiiiiiiiiiiffi
iagsins, má sín einskis hjá þeim í
samanburði við eiginhagsmuni þeirra
sjáifra, eða annara, sem líkt eru
settir i þjóðfélaginu. Fyrir pessum
mönnum vakir engin önnur flokkstiugsjón
en sú, að geta látið aðra vinna fyrir sig
fyrir lágt kaup. Peir eru á móti öllum
framfaramálum.verklegum og menn-
ingarlegum. Peir bolast á móti öll-
um þeim innan sins flokks, sem
ekki eru sama sinnis og vinna það
jafnvei til að bregða fyrir þá fæti,
þó þeir eigi i vök að verjast gegn
verstu andstæðingum f lokksins vegna
pólitiskrar starfsemi sinnar. Að þvi
leyti eru þeir félagslega óþroskaðri
en liðsmenn Al Capone eða sjó-
vikingar á 17. öld, því jafnvel í þeim
félagsskap eru þeir menn álitnir ó-
hæfir flokksmenn, sem ekki styðja
samherja sína drengilega i mann-
raununum.t
Hér vantar skýringu á því, við
hverja Kolka á innan flokksins, sem
lent hafa i >mannraununum< og
hafa verið sviknir af forráðamönn-
um flokksins.
Og enn segir Páll Kolka í blaði
slnu:
>Peir (þingm. Iþaldsfl.) létu það
viðgangast, að grundvailaratriði,
sem áttu að vera þeim heilög,
voru fótum troðin, án þess að þeir
hreyfðu aðra limi til varnar en hálf-
máttiausan tungubleðilinn*.
Með þessum síðast tilfærðu um-
melura á Kolka eflaust við digur-
mæli Jóns Porlákssonar um að >taka
til sinna ráða<, áður en hann skreið
með flokk sinn á bak við Ounnar
á Selalæk.
Ennfremur segir i sama blaði:
>Pingmenn Sjálfstæðisflokksins
lýstu þvi yfir á Alþingi í nafni
flokksins, að rikisstjórnin ætti að
réttu lagi heima i tugthúsinu fyrir
glæpsamlega meðferð rikissjóðs.
En hvað gera Sjálfstæðismenn
eftir að hafa tekið munninn svona
fullan? Peir halda áfram þingstörf-
um f félagi við glæpamennina, við-
urkenna þá sem löglega stjórn og
beygja sig fyrir ákvörðunum henn-
ar eftir sem áður<.
Loks segir PáH Kolka:
>Pað er ekki að undra, þó að
Jónas frá Hriflu hafi látið svo um
mælt, að beztu stuðningsmenn sin-
ir væru sumir leiðtogar Sjálfstæðis-
manna<.
Páll þessi Kolka er sami maður-
inn og fylgdi Jóni Porlákssyni á
fundum árið 1930, til þess að færa
landslýðnum þau tfðindi að Jónas
Jónsson vcri viUkertur,
En mikil mega þau tíðindi kall-
ast, þegar sundrungin i ihaldsflokkn-
um er orðin svo mögnuð, aðþessi
sauðspaki fylgismaður Jóns Porláks-
sonar 1930 skuli finna sig neyddan
tii að stofna sitt eigið blað, til þess
að ráðast á Jón Porláksson og hans
nánustu samherja i ihalds->klikunni<.
Nýtt landndm og samfœrsla
byggðanna.
Frá því hefir áður verið skýrt
hér í biaðinu, að íhaldsblaðið Vísir
teldi uppástungu Timans um nýtt
landnám í sveitunum, þar sem
myndað væri þéttbýli, hina háska-
legustu hugmynd, sem yrði til
niðurdreps fyrir sveitamenninguna,
ef f framkvæmd kæmist, og ieiddi
til myndunar kommúnistisks skríls.
Sagði Visir, að Jónas Jónsson hefði
fyrstur komið þessari voðalegu
hugmynd á framfæri og valdi hon-
um hin verstu hrakyrði fyrir. ísl.
tók sfðan þetta sálarfóstur Visis
á arma sér.
En það kyndugasta er, að hug-
myndina um nýtt landnám í sveit-
unum og samfærslu byggðanna
hafði Vísir flutt sjálfur tfmanlega á
þessu ári og hafði þá ekkert við
hana að athuga. Skulu hér nú til-
færð ummæli þau, er Vísir birti
um þessi efni.
Par segir svo m. a.:
>Eg vil því beina orðum mínum
til allra ráðandi raanna f þjóðfélagi
voru, hvort þeir ekki sjá mögu-
leika til að veita fjárstyrk þeim,
er vildu f sveit fara til landnáms,
þvi þó að á ári hverju gætu ekki
mjög margir farið, mundi hér sem
annarsstaðar safnast þegar saman
kæmi, ef styrkur til þess væri ár-
lega veittum. Og eg er þess full-
viss, að með þessu væri stigið það
spor, er mætti verða í framtíðinni
landi og lýð tii blessunar<. — —
— >Að þéttbýli eða sveitaþorpa-
búskapur þurfi að vera þyrnir i
augum manna, það get eg ekki
skilið, siður en svo, þvf einmitt með
svofelldu fyrirkomulagi (10 bæir
saman) væri hægt án þungra skatta
eða stórútgjalda að njóta ýmsra
þeirra þæginda (svo sem innleitt
vatn, skólpræsi, rafmagn og akvegi
á aðalbraut o. fl.), sem annaðhvort
er mjög erfitt eða með öllu ómögu-
legt fyrir þá að veita sér, sem i
strjálbýli búa<.
Eins og áður er sagt, birti Vfsir
þessa skoðun snemma á árinu 1932
og gerði enga atbugasemd þar við
um háskalega stefnu eða >komm-
únistahreiður f sveitum<. Nokkru
sfðar tekur Tíminn þessa sömu
hugmynd til meðferðar, en útlistar
hana langtum itarlegar og rökstyð-
ur hana betur en gert var i Vísi,
Pá fyrst úthverfist Vísir og segir
það >niðurdrep< fyrir sveitamenn-
inguna, ef horfið verði að þessu
ráði.
Afstaða Vfsis til málsins liggur
þá Ijós fyrir og er á þessa leiö:
Vísir flytur sjálfur bendingar um
þörfina á nýju landnámi i sveitun-
um og þykir ekkert athugavert við.
En þegar Tfminn tekur upp
sömu hugmynd nokkru sfðar, þá
er Visir auðsýnilega búinn að
gleyma þvf, er S honum hafði stað-
ið áður, heldur að Jónas Jónsson
sé bér að finna upp eitthvað nýtt
og þá er alveg sjálfsagt i hans
augum að vera á móti þvf,
Parna sést >sjálfstæðið< í sinni
réttu mynd.
Pess skal getið, að Vísi hefir
verið bent á þetta óskaplega ósjálf-
stæði f skoðunum á landsmálum.
En hann hefir varið sig með þvf,
að hann hafi að visu verið >ger-
samlega andvígur< hugmyndinni
um samvinnubyggðir, er hann
flutti hana, en blaðið sé á hinn
bóginn svo >frjálsiynt< og »sóma-
samlegt<, að það hafi látið undir
höfuð leggjast að andmæla hug-
myndinni! Vísir telur með öðrum
orðum sómasamlega blaðamennsku
að birta athugasemdalaust háska-
legar og hættulegar skoðanir f
landsmálunum. Hefir blaðið á þenna
hátt gefið sér þann vitnisburð, sem
sjálfsagt er að taka til greina.
Fundur útvarpsnotenda í Rvik.
Sá atburður skeði i Reykjavfk
28. f. m., að útvarpsnotendur, sem
eru á bandi Mb!„ héldu fund og
samþykktu vantraustsyfirlýsingu á
útvarpsstjórann. Vantraustið var
fiutt af þjóni sannleikans og kristi-
legs siðgæðis Magnúsi Jónssyni og
samþykkt með rúmum 100 atkv.
Fundurinn var boðaður sem fund-
ur i félagi fslenzkra útvarpsnotenda
og vantraustinu var troðið inn á
miili dagskrármála að óvörum og án
þess að það væri á dagskrá, enda
mólmæiti félagsstjórnin þvf, að mál
þetta væri tékið til umræðu, með
þvf að það væri pólitiskt mál, sem
félagið ætti að leiða hjá sér, þvi
að það væri ópólitiskt. En M. J.
og fylgisnatar hans knúðu málið
fram engu að sfður, með þvf að
þeir vissu sig örugga við atkvæða-
greiðslu eins og i pottinn var bú-
ið. Hélt M.J. því fram, að útvarp-
ið hefði verið hlutdrægt, en þegar
á hann var skorað að færa orðum
sfnum stað, varð hann að gjalti
og gat engin dæmi nefnt máli sfnu
til sönnunar. Við umræðurnar tóku
til máls til andsvara Jónas Jónsson
og Hannes Jónsson dýralæknir og
höfðu þeir yfirhöndina i deilunum,
en Mbl.-menn sigruðu við atkv,-
greiðslu eins og áður er sagt. En
þegar þess er gætt að með
vantraustinu á útvarpsstjóra greiddu
atkvæði aðeins rúmir 100 af á 16.
hundraði útvarpsnotenda f Reykja-
vik einni, en á starfssvæði félags-
ins um landið allt eru allt að 5000
útvarpsnotendur, þá verður sá sig-
Innilegustu þakkir kann ég öll-
um þeim, er á einn eða annan hátt
reyndu að létta konunni minni
sál., Ingibjörgu Hafstað, sjúk-
dómsbyrði hennar í legunni og
sýndu mér og börnum okkar
margháttaða samúð og vináttu
við fráfall hennar og jarðarför.
Vík, 24. okt. 1932.
Ámi J. Hafstað.
ur svo auðvirðilegur, að ekkert
mark er á honum takandi.
Ihaldsblöðin hafa lðngum á þvf
stagast, hve syndsamlegt það væri
að draga pólitík inn i félagsskap,
sem í eðli sínu væri ópólitfskur.
Hafa þau þar átt við kaupfélögin
á landi hér. Nú hafa ihaldsmenn i
Rvík birt heíiindi sin i þessa átt
með því að leiða pólitík inn i félag
útvarpsnotenda í þeim tiigangi að
að koma fram hefndum á pólitísk-
um andstæðing.
Merkiskona láiin.
Frú IngibjÖrg Hafstað í Vík í
Sæmundarhlíð andaðist að heimili
sínu 4. okt. s. 1., eftir langvinnar
þrautir. Hún var kona á bezta
aldri. Fullum andlegum kröftum
hélt hún til síðustu stundar, þrátt
fyrir miklar þjáningar. Stjómaði
hún sínu stóra og umsvifamikla
heimili til hinnztu stundar. Virtist
hún oft gleyma eigin þjáningum í
fórnarstarfi fyrir böm sín og
aðra ástvini. Hún var prýðilega
greind kona, óvenjulega víðsýn og
hleypidómalaus. Lífsskoðun henn-
ar var björt og lundin létt.
Er harmur sár kveðinn að
manni hennar, Árna J. Hafstað,
og barnahópnum þeirra. — Frú
Ingibjörg sál. var dóttir Sigurðar
bónda Sigurðssonar, er lengi bjó
á Geirmundarstöðum, og konu
hans, alkunnra greindar- og
sæmdarhjóna. Ung var hún gefin
eftirlifandi manni sínum, og var
hjónaband þeirra í alla staði hið
farsælasta. — Jarðarför Ingi-
bjargar sál. fór fram að Reynistað
22. f. m. við fjölmenni.
Blessuð sé minning hinnar
gervilegu og góðu konu.
Kunnugur.
Meiri hlutinn í bæjarstjórn Reykja-
víkur hefir samþykkt að færa niður
kaup í atvinnubótavinnu þar í borginni.
Út af þessari samþykkt hefir orðið
mikil óánægja meðal verkalýðsins, sem
samþykkt hefir mótmæli gegn kaup-
lækkuninni, og á sunnudaginn fór fram
kröfuganga í mótmælaskyni. Fór hún
friðsamlega fram og skipulega, en
mikil ólga sögð undir niðri.
Frumvaiy til áætlunar um tekjur og
gjöld bæjarsjóðs Akureyrar fyrir árið
1933 var til fyrri Umræðu á fundi bæj-
arstjómarinnar i fyrra dag. Niðurjöfn-
un eftir efnum og ástæðum er þar ráð-
gerð 232,745 kr. og er það rúmum 20
þús. kr. hærra en í fyrra. 1 frumvarp-
inu er gert ráð fyrir 40 þús. kr. at-
vinnubótavinnu.
Húsbruni. íbúðarhúsið í Munaðí’lv
nesi í Mýrasýslu brann til kaldra kola
fyrra miðvikudag. Fólk bjargaðist, en
innanstokksmunir brunnn að mestu.