Dagur - 17.11.1932, Blaðsíða 4
180
ÐÁVUB
45.1 tbl.
Mbl. skiftir^um vopn.
Fyrst þegar Morgunbl. hóf. of-
sóknir á hendur Jónasi Þorbergs-
syni, var aðalofsóknarefnið það,
að hann hefði of há laun. Sérstak-
lega hneykslaðist blaðið á því, að
J. Þ. hefði dálitla þóknun fyrir
aukastarf auk útvarpsstjóralaun-
anna. Blaðinu var þegar bent á
launagreiðslur annara starfs-
manna við sambærilegar stofnan-
ir, og eftir þann samanburð sá
Mbl. sér ekki fært að halda áfram
á þeirri braut og neyta sömu
vopna og áður, af því að þeim var
snúið að Mbl.-mönnum sjálfum og
varð þá ber fjárustur íhaldsins til
sinna manna. Mbl. skifti því um
vopn og hóf nýjar árásir gegn út-
varpsstjóranum á þeim grund-
velli, að haim hefði að einhverju
leyti notað bíla til eigin þarfa,
sem útvarpið hefði borgað. Fyrir
þetta kröfðust ritstjórar Mbl. að
J. Þ. væri rekinn úr stöðu sinni,
en einnig í þessu efni sýnist vopn-
ið ætla að snúast í höndum Mbl.-
manna og gegn þeim sjálfum.
Áhlaup Mbl. gegn útvarpsstjór-
anum hefir með öðrum orðum orð-
ið þess valdandi að vitnast heíir
um ýmsa forstöðumenn ríkisstofn-
ana, annara en útvarpsins, að þeir
hafa notið mikilla hlunninda af
bifreiðanotkim í eigin þarfir, án
þess að átalið hafi verið. Sést
þetta ljósast af eftirfarandi grein-
arkafla, sem J. Þ. hefir ritað í
Tímann 22. okt. s. 1. Um það efni
segir J. Þ. meðal annars:
»Árið 1929 keypti Gisli heitinn
ólafsson landsímastjóri litla fólks-
flutningsbifreið fyrir fé landsím-
ans og mun hafa fengið til þess
leyfi ráðherra. Sú bifreið var
skamma stund í eign símans.
Keypti þá Gísli aðra bifreið stærri,
sem var einkum gerð til fjöl-
skyldunota. Þessi bifreið var síð-
an notuð mjög mikið sem einka-
bifreið landsímastjórans, að vísu
til nokkurra ferða út um land, en
þó einkum til daglegra einkaferða
landsímastjóra og fjölskyldu hans
innan- og utanbæjar.... Þessi not
bifreiðarinnar voru Mbl. vitanlega
vel kuxm. Hversvegna hefir blaðið
þagað um svo stórfellda einka-
notkun þessarar bifreiðar símans?
Geir Zoega vegamálastjóri hefir
um mörg ár haft fólksflutnings-
bifreið til eigin nota jafnframt
því að nota þær til ferða um land-
ið í þágu vegamálanna. Hann hef-
ir, auk þess aö láta la'ndið leggja.
sér til ókeypis sumarbústað á
Þingvöllum, notað bifreiðir lands-
ins til milliferðanna og til
skemmtiferða með sig og fjol-
skyldm, sina.
Hversvegna hefir Mbl., sem er
vel kunnugt um allt þetta, ekki
vandað um ráðbreytni vegamála-
stjórans?
Sigurður Briem póstmálastjóri
keypti í heimildarleysi fólks-
flutningsbifreið fyrir póstfé ár-
ið 1930. Sú bifreið mun hafa
verið á vegum póstsjóðs um
nærfellt tveggja ár?t skeið, Bifreið
I íl/lripflir aitilbÚDar* hefi eS ávalt
LIIVlUOlUI. iyrirliggiandi. Oet vana-
■mmm7 lega afgreitt sama dag
og pantað er. Lækkað verð. Sími 53.
Davíð Sigurðsson.
Til leigu.
4—5 herbergi f húsi mínu
fást tii leigu frá 1. des. til vors.
Steingrímur Matthíasson
héraðslæknir.
þessi var nær eingöngu notuð í
eink&þágu póstmálastjóra og
skylduliðs hans. Er’ það sérstak-
lega skemmtilegt atriði til athug-
unar í þessu sambandi, að Jón
Kjartansson liefir sjálfur sézt ak&
í bifreið póstsjóðs í náðarsamlegu
skjóli tengdaföður síns! Svo fast-
heldinn var póstmálastjórinn á
bifreið þessari, að er hennar var
eitt sinn óskað til ferðar norður í
land, til þess að sækja einn af
starfsmönnum póstsins, fékkst
hún ekki fyrr en ríkisstjórnin
gekk í málið.
Nú liggja fyrir í þessu máli eft-
irgreindar staðreyndir:
1. Að þrír a/ mestu gæðingum
Mbl, þar á meðal tengdafaðir þess
m&nns, sem staðið hefir fyrir öll-
um þessum moldaustri blaðsins,
hafa svo árum skiftir notað bif-
reiðir landsins í einkaþágu og það
til mjög verulegra drátta.
2. Að þeir hafa talið sér þetta
heimilt og ekki gert Umdinu netn
skil þessara einkanota.
3. Að ritstjórum Mbl. hefir ver-
ið vel knmnugt um þessa notkun
bifreiðanna, án þess að gera hana
að umtals- né aðfinnsluefni á
heruLur umrædd/um mönnum.
4. Að Jón Kjartansson hefir
sjálfur orðið feginn að skríða wpp
í bifreið póstsjóðs til tengdaföour
síns, til þess að viðra moðhöfuð
sitt i skemmtiakstri á kostnað
landsins.
Mun tæplega unnt að hugsa sér
skoplegri siðbótarmann en Jón
Kjartansson. Hvers vegna heimt-
ar hann ekki tengdaföður sinn
rekinn úr embætti og rannsókn á
embættisfærslu hans, þar sem eitt
sakarefnið yrði það, að hafa ekið
jafn þungheimskum manni eins
og Jóni Kjartanssyni um ná-
grenni Reykjvikur? Hverskonar
furðuleg örlög geta ráðið slíkri
heimsku og ósvífni í fari þessara
blaðamanna, að rita að minnsta
kosti 10 leiðara í M'bl. um þau lít-
ilfjörlegu hlunnindi, sem ég hefi
notið í þessu efni og gera slíkar
kröfur á hendur mér, en þegja
vendilega um hin stærri hlunn-
indi í embættum fylgismanna
sinna?«
J aröskjálftahreyfingar urðu á
Reykjanesskaga og víðar á suðvestur-
landi fyrra miðvikudag. Reykjanesvit-
inn bilaði og logaði ekki á honum í
sólarhring.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds BjömBsonar.
Um bökunardropa
Svofelld auglýsing hefir æðioft birzt á prenti upp á síðkastið:
Mynd »LILLU-BÖKUNARDROPAR f þessum umbúðum eru þeir beztu.
af Ábyrgð tekin á þvf, að þeir eru ekki útþynntir með spíritus, sem rýrir gæði allra bökunardropa. Pvi meiri spfritus, sem bökunardroparnir innihalda,
glasi. þvi lélegri eru þeir. Notið því aðeins Lillu-dropana frá
H. F. EFNAOERÐ REYKJAVÍKUR kemisk verksmiðja.c
Út af auglýsingu þessari höfura vér snúið oss til Efnarannsóknar-
stofu ríkisins, og beðið hana að framkvæma rannsókn á bðkunardrop-
um þeim, sem vér framleiðum og bðkunardropum h.f. Efnagerð Reykja-
víkur, kemisk verksmiðja. Leyfum vér oss að birta eftirfarandi bréf
Efnarannsóknarstofunnar um þetta mál.
EFNARANNSÓKNASTOFA RfKISINSi
Áfengisverzlun rikisins,
Reykjavík.
Reykjavfk, L febrúar 1032.
Samkvæmt beiðni yðar hafa verið rannsakaðir bökunardropar frá
Efnagerð Reykjavfkur og Áfengisverzlun rlkisins. Voru hvorutveggju
droparnir keyptir af oss sjáifum hjá herra kaupmanni Ingvari Pálssyni,
Hverfisgöfu 9.
Niðurstaðan af rannsóknunum var þessi:
Vaniljudropar frá Efnagerðinni: Vanillin 0.7 gr. I 100 cm.3
— - Áfengisverzl.: Vanillin 1.8 gr. I 100 cm.3
Mðndludropar frá Efnagerðinni: Benzaldehyd 3.3 gr. f 100 cm.3
' — - Áfengisverzl.: Benzaldehyd 4.8 gr. f 100 cm.3
Citrondropar frá Efnagerðinni: Citral 0.86 gr. I 100 cm.3
— - Afengisverzl.: Citral 1.2 gr. f 100 cm.3
Oss er ekki kunnugt um, að notagildi bökunardropa ákvarðist af öðr-
um efnum en þeim, sem hér eru tilgreind og eiga því ofangreindar
tðlur að sýna blutfallið á miiii styrkleika dropanna. Pað mun tæplega
hafa nokkur áhrif á gæði dropanna, hverju þessi efni eru ieyst f eða
blðnduð, svo framarlega sem ekki eru notuð efni, sem skaðleg geti talizt
eða valda óbragði.
Samkvæmt ósk yðar skal þvf ennfremur lýst yfir sem skoðun Rann-
sóknastofunnar, að spfritus sé sfzt lakari til uppleysingar á efnum þeim,
sem notuð eru f bökunardropa, heldur en önnur efni, svo sem olfur,
glycerin eða jafnvel vatn.
Efnarannsóknastofa rfkisins.
Trausti ólafsson.
Hér fer á eftir sýnishorn af einkennismiðum á bökunardropum A. V. R.
Áfengisverzlun Ríkisins.
Bökunardropar
frá Áfengisverzlun rikisins fást í
Kaupfélagi Eyfirðinga.