Dagur - 24.11.1932, Qupperneq 3
46. tb1.
DAGUR
183
KAFFIBÆTIRINN
FKETJÁ
Notiö kaffibœtinn "Freyja", sem eingöngu er
búinn til úr hreinum, ómenguðum, jurtarótum,
og þjer munuð sanna, að kaffio verður óvenju
bragðgott og hressandi.
SAMBAND ISL.SAMVINMFEIAGA
Búnaðarritið
Pertugasti og sjötti árgangur Bún-
aðarritsins er nýlega kominn út. Og vil
ég nota tækifærið til að vekja athygli
bænda á þessu góða og gamla tímariti.
Frá upphafi vega sinna hefir það flutt
margar ágætar ritgerðir og skýrslur
viðvíkjandi flestum eða öllum þeim efn-
um, er að landbúnaði lúta. Mun svo
enn verða, og það því fremur sem nú
bjarmax fyrir nýrri öld í þróunarskeiði
íslenzkra atvinnuvega, þar sem land-
búnaðurinn situr í fyrirrúmi, og stórt
og fjölbreytt búnaðartímarit verður, í
fræðslustarfsemi meðal hinnar lesfusu
íslands-þjóðar, jafn snar þáttur og
bændaskólamir, sem nú þarf að fara
. að endurskapa og efla að miklum hlut-
»um.
Það er líka alls engin tilviljun, — nú
á krepputíma, þegar hver þjóð þarf að
búa mest að sínu, nytja sitt eigið land,
— að birt er fremst í þessum nýja Bún-
aðarrits-árgangi prýðilega skrifuð rit-
gerð um geitfé. Fyrri hluti þessarar
greinar er eftir danskan dýralækni og
ráðunaut, O. P. Pyndt. Eæðir hann þar
fyrst um helztu kyn og útbreiðslu geit-
arinnar, en síðan koma leiðbeiningar
um meðferð og hirðingu. Nokkrar agæt-
ar myndir fylgja. — Seinni hluti rit-
gerðarinnar er smágreinar eftir þrjá
'íslenzka bændur, sem skýra frá reynslu
sinni í geitfjárrækt.
Á þessa ritgerð skal alveg sérstak-
lega bent. Og að sjálfsögðu eiga sem
flestir að kynna sér hana. Geitfjárrækt
hefir, því miður, fremur verið í lítils-
virðingu víðasthvar hér a landi; en eins
og gefur að skilja, þarf að leggja alúð
við ræktun og meðferð þessarar búfjár-
tegundar, ekki síður en annara, ef full
not eiga að fást. Og þar sem hér er um
að ræða framleiðslu á sérlega ágætri
og tiltölulega ódýrri mjólk, er vitanlegt
að geitfjárraektina má telja mjög veiga-
mikinn og ómissandi þátt landbúnaðar.
1 sambandi við þetta kemur manni
sveit eins og Fnjóskadalur £ hug. Þar
eru tilvaldir landkostir til geitfjárrækt-
ar í stórum stíl. Fyrst og fremst fyrir
heimilin sjálf. Og svo mætti stofna
Fnjóskdæla-deild við hið myndarlega
Mjólkursamlag Eyfirðinga. Á sumrum
og alloft fraroan af vetrum mætti flytja
til Akureyrar meira og minna af feitri
og hollri mjólk.
Næst vil ég minnast á langa og
merkilega ritgerð um kartöflur, eftir
Ragnar Ásgeirsson, garðyrkjuráðunaut
á Laugarvatni. Ritgerðin er rúmar sex-
tiu blaðsíður og flytur margvíslegan
fróðleik. Er engan veginn hlaupið að
því, að skýra mönnum frá innihaldi
hennar í einstökum atriðum, enda ciga
menn að kynna sér hana á réttum stað.
Þó er ekki fjarri lagi, að eyða hér rúmi
undir fyrirsagnir á köflum greinarinn-
ar, mönnum til frekari hnýsni. En þær
eru: Kartaflan. — Um kartöfluafbrigði.
■— Lýsing nokkurra afbrigða. — Um
útsæði. — Um spírun kartaflna. —
Vaxtarrými. — Um niðursetningu. —
Garðstæði. — Jarðvegur. — Vinnsla
jarðvegsins. — Áburður. — Illgrcsi og
og eyðing þess. — Að íhlúa aðc. —
Uppskeran. — Að athuga við upptöku
kartaflna og geymslu. — Kartöflusýki.
■— AÖrir sjúkdómar. — Um næringar-
gildi og notkun kartaflna. — Um mat-
reiðslu kartaflna.
Ritgerð Ragnars ' er skemmtilega
skrifuð og á góðu máli. Eflaust betta
ritsmíð á íslenzku um kartöfluna.
Þriðja merkasta grein árgangsins er
ritgerð eftir Árna G. Eylands ráðu-
naut, og heitir »Tvær stefnur«. Er hún
ágætlega skrifuð og fjallar um tvær
ræfcíwTiar-stefnur, áveitustefnuna og
túnræktarstefnuna. Hafa skrif höfund-
arins um þetta efni vakið tímabæra at-
hygli, og er hverjum bónda bráðnauð-
synlegt að kynnast nánar því sem hér
er um að ræða.
Enn eru tvær eftirtektarverðar rit-
gerðir í Búnðarritinu 1932. Önnur er
leiðarvísir eftir Ólaf Sigurðsson frá
Hellulandi, um fiskirækt í ám og vötn-
um, — unga og upprennandi atvinnn-
grein, hér á landi. — Hin greinin er
skrifuð af Þjóðverjanum Helmut Lotz,
og skýrir frá arðsamri sauðfjártegund,
Karakul-kindinni. Er talað um að
flytja hana hingað til lands, einkum
vegna hinna ágætu skinna af ungum
lömbum, sem eiga að geta selzt háu
verði, þegar bezt tekst. Er í mesta máta
fróðlegt og skemmtilegt að lesa um
kindina með 30-punda halann.
Ásamt framangreindum ritsmíðum
flytur árgangurinn ýmislegt fleira, svo
sem um búfjártryggingar og vanhöld,
eftir Theódór Arnbjörnsson frá Ósi;
um vetrarfóður kúnna, eftir Pál Z°P-
hóníasson; um bólusetning við bráða-
fári 1931, eftir sama; um jarðabæturn-
ar 1931, eftir Metúsalem Stefánsson;
og smágrein um skyr sem útflutnings-
vöru, eftir Ingólf Espholin. Þá er í rit-
inu söguleg ritgerð um Skóga í Skaga-
firði, eftir Margeir Jónsson Stuðla-
mála-ritstjóra. Eixmig skýrslur ráðu-
nauta búnaðarfélags Islands 1931; tíð-
indi frá Auka-Búnaðarþingi 1932; rit-
höfunda- og ritgerðatal yfir 25 árganga
af Búnaðarritinu’, eða síðan 1906. —
Meðlimir Búnaðarfélags lslands skifta
hundruðum. Þó er svo langt frá því að
Búnaðai-ritið komi á hvert hei’mili í
landinu. En það þarf að sjálfsögðu að
verða. Getur það tæplega talizt vansa-
laust fyrir íslenzka bændur, að svo er
ekki enn. Og þaá því fremur sem Bún-
aðarritið er ágætlega úr garði gert,
bæði hvað efni og frágang snertir. Og
ekki ætti að skemma, hvað það er ódýrt.
Tíu krónur borgaðar í eitt skifti, og —
fyrir það fæst svo Búnaðarritið, til æfi-
loka. Eldri árgangar kosta tvær krónur
hver, sem er gjafverð. Afgreiðsla er á
skrifstofum Búnaðarfélagsins £ Lækj-
argötu 14 B, Reykjavík. Fást þar fljót
og vinsamleg viðskifti.
Vil ég fastlega skora á alla þá bænd-
ur, sem enn hafa eigi gerzt æfifélagar
Búnaðarfélags íslands, að gera það
þegar á þessu ári, til aö geta framveg-
is eignazt hið nytsamlega og vandaða
rit.
4. nóvember 1932.
Siguröwr Kristinn Harpann.
Síldarsala. Saltsild sú, sem hér hefir
legið sfðan slldarvertíðinni lauk, hefir
nú mestöll verið seld til Danzig. Af-
gangurinn mun vera seldur £ umboðs-
sölu þangað. Söluverðið er um 24 kr.
tunnan cif. Danzig. Unnið er þessa
dagana að afvötnun og umpökkun s£ld-
arinnar og veitir það talsverða at-
. vinnu.
Bœkur og rit.
AlAkisstefnan, eftir Ingvar
Sigurðsson, Rvfk. Á kostnað
höfundar.
Þetta er stór bók, sem fjallar
um heimspólitíkina. Efnið er
nýstárlegt og djarflega framsett.
Mælska höf og sannfæringarkraft-
ur brýzt fram í stríðum straum-
um. Höf. talar máli kærleikans og
samúðarinnar í viðskiftum þjóða
og rikja. Meginhugsun hans er sú
að stofna verði alheimsríki, sam-
band allra ríkja jarðarinnar með
sameiginlegri alríkisstjórn, er
hafi svo mikið vald og mátt, að
hún geti komið í veg fyrir öll
stríð þjóða í milli og jafnframt
stöðvað þann ófögnuð, er leiðir af
stéttadeilum innan þjóðfélaganna.
Alríkisstjórnin á þannig að halda
uppi og vernda alheimsfrið. ÖU
stjórn hennar á að mótast af víð-
sýnum kærleika.
Ættjarðarást og þjóðernisstefna,
eins og þau hugtök eru fram-
kvæmd, eiga ekki upp á pallborð-
ið hjá höf. Honum er það ljóst að
fjölmargir örðugleikar eru i vegi
fyrir því, að hugsjón hans komist
í framkvæmd. En hann telur ekki
nema um tvær leiðir áð velja fyrir
mannkynið, annaðhvort að stefna
að því marki, er hann ræðir um í
bók sinni, ellegar að láta allt
grotna niður í skeytingarleysi og
vanfestu.
Efnið í bókinni er sem hér segir;
I. Nýr grundvöllur. Nýtt al-
heimsvald. II. Alrikið. (1. LÖg-
gjafarvaldið. 2. Framkvæmdar-
valdið. 3. Dómsvaldið. 4. Ákæru-
valdið. 5. Löggæzluvaldið. 6. Al-
ríkiseiðurinn). III. St&rmálin.
(Alríkið og atvinnumálin. Alríkið
og eignarrétturinn. Viðskifti og
verzlun. Alríkið og kærleikurinn.
Fullveldið. Einstaklingurinn og
alríkið. Alríkið og siðferðið.
Mannkynið og hugsjónirnar). IV-
Bardagaaðferðir alríkisstefnunn-
ar. (1. Félagsskapur. 2. Peningar.
3. Blöð. 4. Völd. 5. Leyniboðun
(agitation). 6. Auglýsingar. 7.
Útbreiðsluskólar). V. Mótbárur.
(Sjö mótbárum svarað). VI. Eina
leiðin.
Af þessu efnisyfirliti má sjá að
í bókinni kennir margra grasa og
víða kemur höf. við. í stuttri rit-
fregn er ekki hægt að fara út í
einstök atriði heldur aðeins að
vekja eftirtekt á þessari nýstár-
legu bók. Höf. er auðsjáanlega
heitur hugsjónamaður, en vafa-
laust telja margir hugsjónir hans
draumórakenndar. En draumórar
geta orðið að veruleika þegar tím-
ar líða.
JÖRÐ. Annar árgangur Jarð-
ar, tímarits síra Björns 0. Björns-
sonar að Ásum í Skaftártungu, er
nýlega kominn út. Ritið er eins og
áður mjög fjölbreytt að efni og er
talandi vottur um brennandi á-
huga útgefandans. Efni ritsins er
á þessa leið:
Nytjum landið, útrýmum at-
vinnuleysi og brjótum broddinn af
kreppunni þegar á þessu fardaga-
ári. — Indland og Indverjar. —
Andlegar undirrætur líkamsheilsu.
— Einföldustu heilbrigðisvenjur.