Dagur - 24.11.1932, Síða 5

Dagur - 24.11.1932, Síða 5
DAOUR kemur út & hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 &rg. Gjalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son 1 Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslan er hjá Jáni Þ. Þár, Norðurgötu 3. Talslmi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár •t Akureyri 24. nóvember 1932. 47. tbl. Dómur í málinu: Réttvísin gegn: Carsten Behrens, Magnúsi Guðmundssyni og Niels Mancher, Mál þetta er höfðað af réttvís- innar hálfu gegn Carsten Behrens, fyrverandi kaupmanni, til heimilis Hafnarstræti 8, Magnúsi Guð- mundssyni dómsmálaráðherra, til heimilis að Fjólugötu 2 og Niels Manscher endurskoðunarforstj., til heimilis í Þrúðvangi, fyrir meint brot gegn ákvæðum 26. kapitula almennra hegningarlaga frá 25. júní 1869, sbr. lög nr. 53 frá 11. júlí 1911 um bókhald, og lög nr. 25 frá 14. júní 1929 um gjaldþrotaskipti. Málavextir eru þeir sem nú skal greina. Þau eru tildrög máls þessa, að ákærður Carsten Behrens, var verzlunarstjóri við Höepfners- verzlun hér í bænum fram til árs- ins 1925 að þeirri verzlun var hætt. Kveðst ákærður þá engar eignir hafa átt en skuldað Höepf- ners-verzlun um kr. 14000.00. Varð það að samkomulagi milli Hlutafélagsins Carl Höepfner í Kaupmannahöfn og ákærðs C. Behrens, að firmað lánaði honum vörur, til þess að hann gæti stofn- að og rekið héildverzlun hér. Fyrst var svo um samið, að þessi vöru- skuld ákærðs C. Behrens við firm- að mætti á hverjum tíma vera mest danskar kr. 20.000,00, en síð- ar var þetta hækkað upp í dansk- ar krónur 35000.00. Jafnframt var svo um samið, að ákærður C. Beh- rens greiddi eigendum Höepfners- verslunar gömlu skuldina, kr. 14000.00, með kr. 1500.00 hálfs- árslega og 6% ársvöxtum. Verzl- un ákærðs C. Behrens gekk illa og fór fjárhagur hans síversnandi. Jafnhliða verzluninni hafði' hann á hendi fyrir h. f. Carl Höepfner í Kaupmannahöfn innheimtu hjá útbúum firmans hér á landi og leigu af húseigninni nr. 21 við Hafnarstræti hér í bænum. En nokkuð af peningum þeim, sem á- kærður C. Behrens innheimti hjá útbúunum greiddi hann ekki til Höepfnersverzlunar, heldur notaði til eiginn verzlunarreksturs og safnaðist að mestu leyti þannig skuld, sem á efnahagsuppgjöri pr. 28./10. 1929 var talin nema kr. 08785.69, en siðar reyndist kr. 5000.00 lægri, eða kr. 48785.69, og auk þess skuldaði ákærður þá h.f. C. Höepfner í víxilskuldum vegna vörulána kr. 14362.50. Þótt ákærð- ur C. Behrens skuldaði h.f. C. Höepf- ner þannig kr. 5000.00 minna en ætlað var 28./10, batnaði þó ekki fjárhagur hans að heldur, því öðr- um skuldaði hann allt að kr. 6000.00 meira en greint var í bók- unum og fram kemur í efnahags- reikningnum 28./10. Skuld ákærðs C. Behrens var því orðin talsvert hærri en firmað hafði heimilað. — Með-ákærðum í þessu máli, N. Manscher, var af h. f. Carl Höepf- ner falið að hafa eftirlit með verzlunarrekstri ákærðs, C. Beh- rens, og átti hann að skýra eig- endum firmans frá, hvernig rekst- ur ákærðs C. Behrens gengi. — Með innborgunum frá útbúun- um til ákærðs C. Behrens, kveður ákærður, N. Manscher, sér ekki hafa verið falið neitt eftirlit, enda muni útbúin hafa sent tilkynning- ar til firmans í Kaupmannahöfn í hvert skipti, er þau greiddu C. Behrens. Virðist því h. f. Carl Höepfner í Kaupmannahöfn hafa fylgst með skuldasöfnun ákærðs C. Behrens. Seinni hluta septembermánaðar árið 1929, sneri ákærður C. Beh- rens sé til meðákærðs N. Manscher og skýrði honum frá högum sín- um og að hann teldi 'nauðsynlegt að komast að samningum við h. f. Carl Höepfner. Þetta staðfesti hann svo síðar bréflega. Sendi með-ákærður N. Manscher þá bréf, dags. 9./10. 1929 til A. Ber- leme forstjóra h. f. Carl Höepf- ner í Kaupmannahöfn og skýrði honum frá því, hvernig komið væri fyrir C. Behrens. En A. Ber- leme virðist hafa verið þetta kunn- ugt áður, enda mátti honum vera það ljóst, þar eð ákærður C. Beh- rens byrjaði verzlunina með 14 þúsund króna skuld, eignalaus, og hafði tapað síðan. Með bréfi t-1 endurskoðunarfirmans N. Mans- cher og Bjöm Árnason, dags. 5. október 1929, segir A. Berleme, að hann sé fastákveðinn í að hætta viðskiptum við ákærðan C. Beh- rens. Hann segir ennfremur, að sér sé »óljúft að hafast nokkuð það að, er kann að verða honum (þ. e. ákærðum C. Behrens) til tjóns, bæði vegna þess, að vér viljum ekki á nokkum hátt skaða framtíð hans og auðvitað einnig vegna þess, að vér eigum ennþá peninga hjá honum«. Bréf þetta endar A. Berleme með þeim orð- um, að það sé hörmulegt að sjá C. Behrens »enda með gjaldþroti og sjóðþurrð«. í októbermánuði 1929 sendi svo h. f. Carl Höepfner hingað H. Tofte, fyrverandi bankastjóra, til þesS að semja við C. Behrens og tryggja hagsmuni h. f. Carl Höepfner. H. Tofte gekk mjög hart að ákærðum C. Behrens og hótaði honum að kæra hann og gera gjaldþrota, ef hann ekki greiddi alveg eða að mestu skuld- ina við h. f. Carl Höepfner. Um þetta leyti var það, að á- kærður C. Behrens sneri sér til ákærðs Magnúsar Guðmundssonar og bað hann að ráðleggja sér hvað hann ætti að gera í þessum vand- ræðum sínum og vera umboðs- mann sinn í samningum við H. Tofte. Gekk ákærður Magnús Guðmundsson inn á það. Var þá af endurskoðunarskrifstofu N. Manschers & BjÖrns Árnasonar gerður upp efnahagur ákærðs C. Behrens; var efnahagsreikningur þessi á dönsku og fer hann hér á eftir í þýðingu eftir löggiltan skjalaþýðanda: »EFNAHAGSREIKNINGUR pr. 28./10. 1929 fyrir C. Behrene. E i gni r: Kr. Sjóðreikningur ............. 6041.22 Kr. Ýmsir skuldunautar • 41654.93 — — 606.69 -------42261.62 Vörubirgðir ................35118.42 Vörubirgðir Bornholms Ma- skinfabrik .............. 3832.00 Reikningar yfir Kr. innanstokksmuni 2029.50 -4- Fyrningarafskrift til l./l. 1929 571.35 ------- 1458.15 Eignin í Hafnarfirði ....... 8500.00 Höfuöstólsreikningur Kr. 1/1. 1929 14859.72 Mismunur á viðskifta- mannareikningum 672.10 Einkareikn. pr. 28./10 13049.93 Hverfisgata 63 Hafn- arfjörður ........... 851.72 Kr. 29433.47 -4- Reksturs- hagn. pr. Kr. 28./10. 3401.46 Fyrningar- afskrift aí eigninni í Hafnarf. 263.40 --------- 3664.86 ---------25768.61 Kr. 122979.92 Pr. 28./10. 1929. S k u 1 d i r. Veðskuld á eigninni Kr. í Hafnarfirði 3263.40 -f- v/ kaup á húsinu á Lindargötu 3263.40 A./S. Carl Höepfner: Lánsreikningm’ 154.60 Ýmislegt hjá C. B. 3705.01 Hlaupareikningur 14362.50 Samkv. fylgiskjali 50116.73 Kr. 68338.74 f-Ýmisl. hjá C. B. — 190.55 --------68148.19 Ýmsir skuldheimtu- Kr. menn, innlendir 2379.19 Ýmsir skuldheimtu- menn, útlendir 24829.91 --------27209.10 Umboðsreikningur Bornholms Maskinfabrik ............... 4182.70 Ýmsir skuldheimtumenn: Kr. Laura Behrens 4672.70 Ida H. Behrens 2800.00 Ivar Behrens 4872.00 Bruhn & Baastrup 11145.23 --------23489.93 Kr. 122979.92 Framanskráðan efnahagsreikning höfum vér samið eftir bókum yðar, sem vér höfum endurskoðað. Vér höfum ekki borið skuldunauta og skuldheimtumenn saman við bækurnar, en tilfært þá samkvæmt skrám, er þér hafið samið. Af birgðum þeim, sem tilfærðar eru, höfum vér sannfært oss um að vöru- birgðimar eru til. Reksturságóðinn pr. 28./10. hr. 31,01.U6 minnkar eða eykst við útgjalda- liði og umboðslaun, sem óinftfært kann að vera. Reykjavík, 9. nóvember 1929«. Svo sem þessi efnahagsreikn- ingur ber með sér, skuldaði ákærð- ur samkvæmt honum kr. 25768.61 umfram eignir. En H. Tofte heimtaði, svo sem fyrr segir, að viðlögðu gjaldþroti og kæru, að skuld umbjóðanda síns yrði greidd eða tryggð með framsali á vörum og útistandandi skuldum C. Behrens. Kveðst þá ákærður N. Manscher þegar í upphafi þeirra

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.