Dagur - 06.12.1932, Blaðsíða 1

Dagur - 06.12.1932, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. jálí. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Afgreiðslany er hjá Jóni Þ. Þ6r, Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XV. ár. | Akureyri 1. desember 1932. j 48. tbl. Morgunbl. og stefnu- skrú kaupfélaganna. Síðan landbúnaðarrkeppan skall yfir, hefir íhaldsblöðunum orðið heldur tíðrætt um kaupfélags- starfsemina í landinu. öllum sam- vinnumönnum er Ijóst hvar fisk- ur liggur undir steini í þessu margþvælda og síendurtekna hjali kaupmannablaðanna um kaupfé- lögin. Þegar að þrengir og erfiðir tímar leggjast á bændastéttina, hugsa kaupmannablöðin sér að grípa hentugt tækifæri og ala á tortryggni samvinnumanna gagn- vart sínum eigin félögum. Er þetta að vísu ekki ný bóla, því öll- um er ífersku minni rógburðurinn gegn kaupfélögunum, sem birtist í níðbæklingi Björns Kristjáns- sonar fyrir nokkrum árum. En sagan endurtekur sig í hverjum kreppudal. Hinn 13. nóv. sL tekur Mbl. upp fyrri staðhæfingar sinar um það, »að sambandskaupfélögin hafi að verulegu leyti svikið stefnuskrá sína. En fyrir svik þau hafi starf það, sem kaupfélög þessi hugðust að gera, snúizt upp í ógagn«. Þenna svikaáburð sinn á hendur kaupfélögunum styður MbL með þvi, að þeim hafi ekki tekizt að útrýma skuldaverzlun, sem þau þó hafi á stefnuskrá sinni. í þessu atriði hafi þau því svikið stefuu- skrána, og fyrir þau svik hafi starfsemi kaupfélaganna snúizt upp i ógagn. Rétt er það, að í stefnuskrá kaupfélaganna er ákvæði í þá átt, að meðal annars sé tilgangur fé- laganna sá að sporna við skulda- verzlun og óreiðu í viðskiftum. En hitt er og engu síður rétt, þó Mbl. minnist ekki á það, að yfirleitt hafa kaupfélögin gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að full- nægja þessu stefnuskráratriði. En að slíkt hefir ekki tekizt að fullu stafar af óviðráðanlegum orsök- um. Er þar vitanlega langsamlega þyngst á metunum hið hræðilega verðfall landbúnaðarafurða á síð- ustu tímum. En á því eiga kaup- félögin enga sök. Kaupfélögin hafa barizt af ýtrustu kröftum gegn skuldasöfnun, þó ekki hafi þau með öllu við hana ráðið. Þetta er sannleikur, sem Mbl. og önnur kaupmannablöð loka af ásettu ráði augunum fyrir. Morgunblaðið iwfir feYftð oftir annað staðhæft, að forráðamenn samvinnufélag- anna hafi stofnað til skulda af á- settu ráði og í ákveðnum tilgangi. 0g eftir því sem Mbl. segist frá, er til skuldanna stofnað til þess að festa bændur á þrælsklafa, til þess að gera þá að ófrjálsum, á- nauðugum skuldaþrælum með það fyrir augum að eiga hægra með að ráða yfir atkvæðum þeirra, þegar til kosninga kemur. Er þetta svo andstyggileg og á állan hátt ó- geðsleg aðdróttun í garð forystu- manna Sambands ísl. samvinnufé- laga og annara forráðamanna kaupfélaganna, að hún hlýtur að standa í órjúfanlegu sambandi við fúlan hugsunarhátt, sem hvergi getur þróast annarstaðar en í allra verstu dreggjum þjóðfélags- ins. Mbl. hefir heldur aldrei sýnt nokkra viðleitni-í þá átt að færa þessum orðum sínum stað með því að benda á ákveðin og sérstæð dæmi um þá sannfæringarkúgun, sem það er að skýra frá að eigi sér stað. Myndi það þó ekki hafa sparað að draga slík dæmi fram í birtuna ef nokkur hefði verið þar fyrir hendi. Allir samvinnu- menn í landinu vita, að þetta fúl- mennskulega fleipur Mbl. og ann- ara kaupmannamálgagna er svart- asta lygi. Og það sem meira er: Mbl. sjálfu er það áreiðanlega ljóst að það er að misþyrma sann- leikanum. En svo er blaðið þyrst í að halda uppi róginum um for- ráðamenn samvixmufélaganna, að sú misþyrming liggur því létt á hjarta. j . En hvernig stendur á því, að kaupmannablöðin minnast aldrei á aðrar skuldir en þær, sem standa í sambandi við kaupfélög- in? Vissa er þó fyrir því, að verzl- unarskuldir kaupfélaganna eru smávaxnar hjá verzlunarskuldum kaupmanna. Rétt til smekks má benda á, að skuldir við verzlun Stefáns Th. á Seyðisfirði voru stuttu fyrir gjaldþrot hans nokk- uð á aðra miljón kr., og svarar það til sjötta hlutans af öllum verzlunarskuldum 37 kaupfélaga. Það er og vitanlegt, að heildsalar í Rvík, rétt undir handarjaðri Mbl. eiga miljónir króna útistandandi hjá kaupmönnum. Það er eins og Mbl. sé múlbundið, þegar um þessa skuldasúpm er að ræða, þó kaupmannablaðið áfelli kaupfélög- in fynr skuldasöfnun. Ef nokkurt réttlæti eða sanngirni stýrði penna Mbl.-ritaranna, ættu þeir fyrst að atinga á því kýlinu, sem nær þeim er, því þar mun vera holgrafið undir. Nú þykist Mbl. hafa fundið upp snjallt ráð, til þess að losa sam- vinnubændur af skuldaklafanum. Ráðið er það, að kaupfélögin taki sjóði sína og skifti þeim upp á milli kaupfélagsmanna til skulda- lúkningar. Að vísu segir Mbl., að þessir sjóðir séu hvergi til »nema á pappírnum«, af því þeir séu ekki í reiðupeningum, geymdir niðri í kistu! En hvað um það, snjallræði kaupmannablaðsins má athuga. Og hvað kemur þá upp úr kafinn? Eitt af stefnuskráratriðum kaup- félaganna er að safna fé i sjóði til tryggingar fyrir framtíð þeirra. Eins og kunnugt er, eru sjóðir kaupfélaganna samansafnaður arður af margra ára viðskiftum, sem félögin hafa varið til þess að afla sér ýmiskonar arðberandi verðmæta. Þessi verðmæti eiu grundvöllurinn undir lánstrausti félaganna. Sé þessum grundvelii kippt burtu, er lánstraustið farið og starfsemin hlýtur að lamast eða hrynja í rústir. Það, sem því Mbl. ráðleggur samvinnumönnum er þetta: Rifið g't'undvött þann bwrtu, sem félags- skaimr ykkar byggist <L Burt með sjóðina. Tvístrið þeim. Þetta er þá bjargráð kaupmanna- blaðsins til handa samvinnubænd- um. Þeir eiga að kippa stoðunum undan sjálfbjargarviðleitni sinm, svo að öll samvinnubyggingm hrynji yfir þá og þeir verði undir rústunum. Þegar svó væri komið, mundu kaupmannablöðin með sig- urbros á vörum hlakkast yfir þeirri heimsku samvinnumanna að hafa hlaupið eftir vélráðum og veilráðum þeirra. Samvinnumenn ættu vel að at- huga, að jafnframt því að Mbl. á- lasar kaupfélögunum fyrir það að hafa ekki getað fullnægt eins vel og æskilegt hefði verið einu atriði stefnuskrár sinnar og spinnur út af því rógburð um þá menn, sem hafa staðið á verði um velferð samvinnumálanna, þá leggur kaupmannablaðið fast að sam- vinnumönnum að þverbrjóta ann- að stefnuskráratriði sitt, sem er hinn efnislegi grundvöllur undir öllu starfi kaupfélagaima. Það eru sjóðirnir. Þá vill blað kaupmanna láta afnema og þykist gera það af umhyggju fyrir velferð bænda. Þess vegna kemur nú íhaldsúlfur- inn til samvinnubænda í sauðar- gæru. Maoisler Hrni Friðriksson: Aldahvörf í dýraríkinu. Eeykjavík 1932. Menningars j óður. Árni Friðriksson magister er mikilvirkur maður. Á sama árinu sendir hann frá sér tvær bækur, annast að hálfu ritstjórn tímarits- ins »Náttúrufræðingurinn«, leysir af hendi merkilegt og fjölþætt rannsóknarstarf á líffræði sjávar og ritar um það merkilegar skýrsl- ur, auk kennslustarfa og annaia aukaverka. ókunnugir gætu freist- ast til að trúa, að maður, sem svo mörg járn hefir í eldinum í einu, mundi kasta höndum til einhvers þeirra, en þeir, er þekkja starfs- háttu Árna Friðrikssonar, vita vel, að hann er engu síður vand- virkur en mikilvirkur. Bók sú, Aldahvörf í dýraríkinu, er ég hér vildi benda á með nokkr- um orðum, er yfirlit yfir sögu og þróun dýralífsins á jörðunni, og um leið að nokkru leyti jarðarinn- ar sjálfrar frá öndverðu til vorra tíma. Efnið er geisimikið og því verður mörgu að sleppa og aðeins að stikla á stærstu steinunum. Tvær hættur vofa sífellt yfir höfundi slíkrar bókar, annað- tveggja að rit hans verði þurr og sálarlaus upptalning, eða hann missi sjónar á aðalatriðum, gleymi samhengihu og sleppi sér út í sundurlausar frásagnir, svo að lesandinn fái enga heildarmynd að loknum lestri. Slíkt hendir oft höfunda, er rita vilja alþýðlegar bækur. í bók þessari virðist höf. hafa stýrt vel fram hjá þessum hættum. Þeir merkisteinar, er hann hefir valið, eru ágætlega kosnir, og hann heldur fast við þróun og skyldleika dýrategund- anna, sem hinn rauða þráð, er hið annað efni bókarinnar hleðst utan um. Frásögnin er létt og ljós, sum- staðar næstum svo, að maður gæti óskað, að höf. hefði lagt meira erfiði á lesendur sína. Enginn þarf að forðast að lesa bókina vegna þess, að hann skilji eigi efni hennar, eða skorti undirbún- ingsþekkingu, til að fá notið hennar. Frásögnin er þannig, að engrar fyrirframþekkingar er þörf hjá lesanda. Til skýringar efni eru margar myndir, fleiri en venja er í íslenzkum bókum, samt mætti það helzt að finna, að myndir séu of fáar. Það hefir eigi verið vandalaust

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.