Dagur - 06.12.1932, Blaðsíða 4

Dagur - 06.12.1932, Blaðsíða 4
194 DAOUR 48. tbl. KAFFIBÆTIRINN VKETJA Notiö kaffibætinn ''Freyja". sem eingöngu er búinn til úr hreinum. ómenguðgm, jurtarótum, og þjer munuð sanna. að kaffio veröur óvenju bragðgott og hressandi. SAMBAND ISL.SAMV1NNIFEIAGA eru þrautreyndar að gæðum og endingu. Samband ísl samvinnufélaga. Höfum til: Alfa Laval Samband ísl. samvinnufélaga. Morgunblaðiö spyr. Mbl. beinir þeirri spui'ningu til ritstjóra Dags 13. f. m., hvort hann hafi ekki tekið eftir því, að »Jónas frá Hrifiu lét þess getið i Tímanum nýlega, að ef bændurnir losnuðu úr kaupfélagsskuldunum, þá væri úti um kaupfélagsskap- inn«. ónei, ritstjóri Dags hefir ekki tekið eftir þessu af þeirri skiljan- legu ástæðu, að þetta hefir J. J. aldrei sagt og er hér því um venjulegan Morgunblaðs-»sami- leik« að ræða, sem orðinn er nokk- uð þekktur. Eftirtektarvert er það, aðtMbl. sér ekki fært að birta um- mælin innan tilvitnunarmerkja og getur ekki heldur um það, í hvaða tölublaði Tímans þau standi. Það er eins og blaðið hafi vitað upp á sig skömmina og ekki þorað þetta. Getur það verið, að eitthvert ofur- lítið samvizkubit sé að ónáða Mbl., þegar það er að segja ósatt um menn og málefni? Reiði ikaldsbla&anna. Blöð íhaldsins ná ekki upp í nefið á sér um þessar mundir fyr- ir reiði gegn Hermanni Jónassyni lögreglustjóra í Reykjavík. Þau láta svo sem reiðin sé sprottin af því, að H. J. hafi lagt sjálfan sig og lögregluna í hættu við að bjarga íhaldsfulltrúunum í bæjar- stjórn Rvíkur frá misþyrmingum í uppþotinu, er varð í sambandi við bæjarstjórnarfund og áður hefir verið frá skýrt. En þetta er auð- vitað ekki annað en óframbærileg tylliástæða. Orsök reiðinnar er dómurinn yfir Magnúsi Guð- mundssyni. Enda brýzt þessi sanna orsök reiðinnar út við og við. Þannig segir Mbl., að þegar H. J. hafi kveðið upp dóminn, hafi hann skriðið »til hiima auðvirði- legustu skálkaverka«, og ísl. kall- ar dóminn »fúlmennskuverkið á Magnúsi Guðmundssyni*. En í- haldsblöðin hugga sig við það, að hæstiréttur komi nú skjótt til hjálpar! Um þetta farast Mbl. meðal annars svo orð: »Væntan- lega verður máli þessu hraðað. sem mest 1 hæstarétti. Allir Sjálfstæð- ismenn eru þess fullvissir, að ekki líður langur tími, þangað til Magnús Guðmundsson á kost á að skipa aftur það trúnaðarsæti, sem fiokksmenn hafa falið honum«. Það er engu líkara en ritstjórar Mbl. hafi dóm hæstaréttar upp á vasann nú þegar, svo vissir eru þeir um það, hvernig hann eigi að hljóða. Og svo vænta þeir þess, að hæstiréttur hraði dóminum sem mest og hroði honum einhvernveg- inn af! Áður hafa íhaldsblöðin verið full vandlætingar yfir því, ef dóm- ar hafa verið gagnrýndir. En þeg- ar litið er til þess orðbragðs, er sömu blöð viðhafa nú út af dóm- inum yfir M. G., er það bert að sú vandlæting hefir verið eintóm hræsni. Uppþotið og dómurinn. Mbl. segir, að flokksmexm þess í Rvík hafi vitað fyrirfram um uppþotið á bæjarstjórnarfundin- um um daginn. Þeir vissu einnig að ákveðið var að kveða upp dóm- inn í gjaldþrotamálinu þenna sama dag. Ýmsir eru þeir höfuð- staðarbúar, sem hafa getið þess til, að íhaldsmenn hafi einmitt boðað til fundar þenna dag í þeirri von, að Hermann Jónasson yrði vegna uppþotsins, sem þeir vissu fyrir, hindraður frá því að kveða upp dóminn þann dag og ef til vill lengur. Þegar á það er lit- ið, að ihaldsmenn voru ósveigjan- legir í kaupdeilumálinu á undan uppþotinu, en svignuðu strax að því loknu, þá er þetta enganveg- inn ósennilegt. Sé þessi tilgáta rétt, þá eru það íhaldsmenn einir, sem eiga alla sök á uppþotinu og þeim meiðslum og skemmdum, sem af því hlutust. -----o---- Fréttir. Q Rún S9321267‘/i - 1. Söngfélagið Geysir efnir til skemmti- samkomu í Nýja Bíó fimmtudaginn 1. desember kl. 2 e. hádegi. Þar verður til skemmtunar: Tvö stutt erindi (síra Friðrik og- Vald. Steffensen), Geysir syngur þrívegis (einsöngvari Hreinn Pálsson) og stutt gamanmynd. Ólafur Sigurðsson í Litla-Dal í Skaga- firði fór s.l. föstudag að leita kinda inn til dala og kom ekki heim um kvöidið. Næsta dag var hans leitað og' fannst þá örendur nokkuð frá bæjum. Ekki sást á líkinu að hann hefði hrapað. Úti varð maður á Siglufjarðarskaiði á sunnudagsnóttina var. Hann hét Ein- ar Teitsson og var frá Siglufirði. Ann- ar maður var með í förinni og komst hann af. Mannslát. Á laugardaginn andaðist hér á sjúkrahúsinu Sigurjón Guð- mundsson verkamaður, til heimilis við Glerárgötu 7 hér í bæ. Sigurjón var hæglátur maður og vel kynntur. Hjónubund. Ungfrú Gréta Jónsdóttir, skipstjóra Björnssonar, og Ingólfur Kristinsson voru gefin saman í hjóna- band á laugardaginn var. Knud Ziinsen borgarstjóri í Rvík hef- ir beðist lausnar frá embætti sínu vegna heilsubiiunar. Frúmar Aðalbjörg Sigurðardóttir eg Bríet Bjarnhéðinsdóttir dvelja hér í bænum þessa dagana. Eru þær á fyrir- lestrarferð á vegum Kvenréttin'dafélags íslands. Söngfélagið Geysir á 10 ára afmæJi i dag. Efalaust árnar almenningur í bæn- um afmælisbarninu allra heilla og læt- ur þeirri ámaðarósk fylgja hugheilar þakkir fyrir þær ánægjustundir, er bæj- arbúar hafa hlotið við hinn prýðilega söng þess, og fyrir þá sæmd, er bærinn hefir hlotið af starfi þess. Dagur væntir þess, að söngfélagið Geysir megi starfa næsta áratuginn við ekki minni sæmd en áður, og að hann iáti enn um langt skeið stónaregn sitt táramjúkt titra niður á hjartað gjúkt«. Tíðir eldia/í. Upp úr síðustu helgi kviknaði í á 5 stöðum f Reykjavík svo að segja í einni lotu. Eldana tókst að slökkva án þess þeir gerðu tilfinnan- legan skaða, nema í Skildinganesi. Þar brann húsið Garður til kaldra kola á- samt innanstokksmunum. Eldur kom upp í kjallara verzlunar- húss kaupfélagsins Bjarmi í Vest- mannaeyjum á sunnudagsnóttina. Kviknaði út frá miðstöðvarofni. Eldur- inn varð slökktur, en hús og vörur skemjndust allmikið, I í|/|/mf|ir oltilbúnar, hefi eg ávalt LIIUVIOIUI, fyrirliggjandi. Oetvana- g.'.. 1 . • lega afgreitt sama dag og pantað er. Lækkað verð. Sími 53. Davlð Sigurðsson. Alþýðusambandsþing hefir staðið yf- ir í Reykjavík að undanförnu. Forseti Sambandsins vax kosinn Jón Baldvins- son og varaforseti Héðinn Valdimars- son. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Preiitswiðja Odda Bjðwweonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.