Dagur - 05.01.1933, Blaðsíða 4
B&GUK
1. tbl,
4
Kaífibætisverksmiðjan
„Freyja"
Akureyri
framleiðir kaffibæti í stöngum og kaffibætisduft,
sem selt er í smápökkum. — Kafiibætir þessi
hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu á
þeim skamma tíma, sem liðinn er síðan hann
kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr
beztu hráefnum.
Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og
mörgum kaupmönnum.
Hjalti Jónsson, sagður hneigjast til
fylgis við hann. En þetta fór á annan
veg. Kosningunni var frestað þar til á
aukafundi 30. f. m. Hafði þá Jón Þor-
láksson gefið kost á sér á síðustu
stundu og hlaut hann kosningu með 8
atkv., en Sigurður Jónasson fékk 7 at-
kvæði. Það lítur því út fyrir að Hjalti
Jónsson hafi verið kúgaður til fylgis
við Jón Þorláksson, og hefir íhaldið á-
fram tögl og hagldir í bæjarmálefnum
Reykjavíkur með Jón Þorláksson í
broddi fylkingar.
Dánwrdægur. Að kvöldi 24. f. m.
(jólanóttina) andaðist að heimili sínu
Draflastöðum í Sölvadal, Hólmfríður
♦
Sigurðardóttir, kona Kristjáns Jónas-
sonar, er lengi bjó á Draflastöðum og
lifir þar enn, komin fast að sjötugu cg
blindur orðinn. Eru nú búandi á jörð-
inni Guðrún, einkabarn þeirra hjóna, og
seinni maður hennar, Kristinn Einars-
son. Hólmfríður sál. var 82 ára að aldri
og farin að heilsu hin síðustu ár. Hún
var hæglát ráðdeildar- og stillingarkona
og vann öll sín störf af trúmennsku um
sína löngu æfi. Voru þau hjón ætíð
fremur veitandi en þurfandi.
Sextíu og fimm ára varð Steingrímur
jónsson bæjarfógeti 27. des. s. 1. Er
hann búinn að sitja full 35 ár í sýslu-
mannsembætti, lengst í Þingeyjarsýslu
og síðan í Eyj afj arðarsýslu.
o----—
Sumarkvöld.
Bláum himins boga á
bjarmaljósin dofna. —
Rökkurdvöggvuð, rjóð og smá
rósablómin sofna.
S. Kr. H.
Árið 1932 mætti nefnast »ráð-
stefnuárið«. Aldrei fyrr hafa ver-
ið gerðar jafn ákveðnar tilraunir
til samninga og samkomulags um
vandamál þjóðanna, eins og á
hinu nýliðna ári.
í ársbyrjun urðu þau ríki, er
boðin hafði verið þátttaka í hinni
svonefndu »skaðabótaráðstefnu«,
ásátt um að halda hana í Lausan-
ne. Þar skyldi ræða og ráða til
lykta ýmsum málum, er rætur
áttu í styrjöldinni miklu eða or-
sökuð voru af eftirköstum hennar.
Verður nánar vikið að starfi
hennar síðar.
Þá var einnig í ársbyrjun und-
irbúningur hafinn til hinnar
»fyrstu allsherjar afvopnunarráð-
stefnu«. í kirkjunum á Englandi
var haldin svonefnd bænavika, og
beðið fyrir góðum árangri af
þeirri ráðstefnu. Mun flestum
hafa þótt full þörf að til sam-
komulags drægi, milli stórþjóð-
anna, um takmörkun vopna og
vígbúnaðar.
„ Hringborðsráðstefnunniu
lauk um þessar mundir. Hún var
haldin í London og hafði til með-
ferðar undirbúningsstörf til sjálf-
gtjórnar Indlands, Var það I sam-
ræmi við rannsóknarnefnd, er
kennd hefir verið við einn aðal-
mann hennar, og nefnd »Simons-
nefnd«.
Til »Hringborðsráðstefnunnar«
hafði hinn nafnkunni Indverji
Mahatma Gandhi komið, var hon-
um tekið hið bezta í London og
gerðu blöðin sér tíðrætt um per-
sónu hans, og breytni. Hann flutti
með sér geit og nærðist á nyt
hennar.
Til að geta fylgst með í deilu-
málum Breta og Indverja er
nauðsynlegt að vita nokkur deili á
þjóðskipulagi Indlands. Þar er
stéttaskifting meiri en í nokkru
öðru landi. Efstir standa Brah-
manar. Þeir hafa skapað sér
drottnara-stöðu, þeir eru prestar
og læknar, og hinir raunverulegu
kúgarar alþýðustéttanna.
, Þeir sem lægstu stéttinni til-
heyra eru nefndir »Sudras«, eða
öðru nafni »hinir ósnertanlegu«.
Þeir eru botnfallið og dreggj-
arnar i þjóðernisskiftingunni á
Indlandi. Að snerta við þeim, eða
verða fyrir snertingu , þeirra, er
hin mesta saurgun, í augum yfir-
stéttanna, eða Brahmanna. Brah-
ma-læknir sem lýtur svo lágt að
sinna sjúklingi er tilheyrir hinum
lægstu stéttum, vefur silkiræmu
um úlnlið lágstéttarmanns áður
en hann rannsakar æðina. Gerir
hann þetta svo hann ekki saurgist
af að snerta bert hörund sjúkl-
ingsins.
Sudrar, Maharar og aðrir lág-
stéttarmenn mega ekki búa í
þorpum með hreinræktuðum Hin-
dúum. Þeir fá ekki að neyta vatns
úr opinberum vatnsbólum, sem
brezka stjórnin hefir komið á víða
í landinu. Þeir verða að gera sér
að góðu skólppollinn og forarvilp-
una. í sumum hlutum landsins eru
þessar heimskulegu reglur svo
strangar, að lágstéttarmaður, sem
fer umfarinn Veg,verður að draga
vönd á eftir sér til að sópa yfir
slóðina, svo að hreinræktaður
Brahma-maður sem á eftir kann
að koma, ekki saurgist af að stíga
f spor hans.
Þar sem þjóðernisskiftingin er
jafn viti firrt og á Indlandi, er
ekki að búast við heppilegri sam-
vinnu flokkanna í stjórnmálum.
Því var það, að brezka stjórnin
freistaði þess. að vera milligöngu-
maður millistéttanna, og hugðist
rétta hlut »hinna ósnertanlegu« á
þann hátt að skipa þeim sérstöðu
gagnvart hinu nýja stjórnarfyrir-
komulagi, sem áformað var. »Si-
mons-nefndin« hafði áætlað að
undirokuðu stéttirnar væru 20%
af íbúum Indlands, og 30% af
af Hindúa-kynþættinum. Þessum
flokki hafði brezka stjórnin ætlað
að starfa út af fyrir sig og skyldi
hann hafa 71 þingsæti. En Gandhi
lagðist algjörlega á móti þessu á-
formi og taldi háskalegt að gera
nokkurn aðskilnað stéttanna á
stjórnarfarslegan hátt. Bar hann
þar fyrir sig trúarbragðaskoðanir
og kreddur. »Hringborðsráðstefn-
unni« lauk því án samkomulags
og Gandhi hélt heim til Indlands,
en er hann kom til Bombay, var
hann tekinn fastur og hnepptur í
fangelsi. Gengu þessi mál í þófi
lengi vel, unz Gandhi tók þá á-
kvörðun að svelta sig, og ógna
brezku stjórninni á þann hátt til
samkomulags. Föstu sína byrjaði
hann á hádegi 20. sept. s. 1. Gerði
hann heyrinkunnugt að hann
mundi svelta sig í hel, fengi hann
ekki vilja sinn í þessu máli. Fóru
þá símskeyti á milli hans og Mac
Donalds og þóttist stjórnin sjá að
óheppilegar afleiðingar yrðu af
því, ef Gandhi svelti sig i hel, en
væri hann látinn laus, mátti búast
við óeirðum í sambandi við »píla-
gi-íma«-straum þann, er sækja
mundi á fund hans.
Samtímis urðu hástéttar og lág-
stéttarmenn á Indlandi smeykir
um að Gandhi kynni að deyja í
fangelsinu. Varð það til að draga
þá saman, og gerðu þeir sendi-
menn á fund Gandhis, og höfðu
þeir setu með honum í Poona, í
garði Yeravda fangelsis. Þar var
mikið rætt um ágreiningsatriðin,
og á fimmta föstudegi Gandhis
urðu há- og lágstéttarmenn sam-
mála, og samþykkti Gandhi til-
lögu þeirra. Brezka stjórnin gaf
einnig sitt samþykki og voru sam-
komulagsatriðin gerð opinber 27.
sept. Eru lágstéttarmönnum þar
ákveðin 148 þingsæti, á fylkis-
þingum Indlands. En skilnaður
varð enginn milli stéttanna og
skulu þeir, er þessi þingsæti fylla,
starfa í sameiningu með öðrum
þingmönnum á hinum ýmsu fylk-
isþingum landsins. Þar með var
því máli lokið í bili. Gandhi hafði
soltið í 7 daga!
„ Afvopnunarráðstefnan “
hóf starf sitt 2. febrúar og hafði
setu í Geneve. Forsetinn var Art-
hur Henderson, áður utanríkis-
fást til ábúðar eða kaups á n.
k. fardögum. Listhafendur snúi
sér hið fyrsta til
Stefáns Tryggvasonar
Hallgitsstöðum.
ráðherra Breta í verkamanna-
ráðuneytinu.
Þar kom fyrst til umræðu uppá-
stunga Frakka um allsherjar lög-
regluher, borin fram af M. Tar-
dieu.
Erindisrekar þjóðanna er hlut-
deild áttu í stefnunni höfðu vel-
flestir sínar sérstöku uppástung-
ur og voru þær teknar til athug-
unar.
Talið er að undirbúningur til
stefnunnar hafi verið á prjónun-
um um sex ára skeið; en eftir
fimm mánaða setu, hafði stefn-
unni lítið unnizt. Nokkrar skil-
yrðisbundnar samþykktir um tak-
mörkun hergagna voru samþykkt-
ar, með 41 atkvæði gegn 2, og er
til undirskrifta kom rituðu hvorki
Þjóðverjar, Rússar eða Japanar
undir samþykktirnar.
Þjóðverjar þóttust ekki hafa
þar jafnrétti við aðrar þjóðir, og
hurfu heim frá ráðstefnunni.
C*
Framhj
Gi'ein um Björnson, er birtist á öðr-
um stað hér í blaðinu, var rituð um það
leyti, sem 100 ára afmæli hans var, en
hefir ekki komizt að í blaðinu fyrr en
þetta vegna rúmleysis. Er höfundur
greinarinnar beðinn að virða drátt
þenna á betra veg.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssonar,