Dagur - 19.01.1933, Blaðsíða 2
10
3. tbl.
DAGUR I
Hversvegna þykir
„Flóra" smjörlíki bezt ?
Vegna þess, að það er búið til úr beztu efnum, sem
fáanleg eru, og vegna þess, að það er búið til í ný-
tízku vélum í vönduðustu smjörlíkisgerð Iandsins.
„Flóra“ smjorlíki
gengur næst ÍSLENZKU SMJ0RÍ.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Smjörlíkisgerðin.
SttHHHHHHÍHMiH
SKRIFSTOFA
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
er á Amtmannsstfg: 4 (niðri).
Simi 4121. Reykjavík.
hvflfkum kviksandi niðurstðður
hæstaréttardómsins, f máli þeirra
Magn. Ouðm. og C. Behrens, eru
byggðar.
að dómararnir hafi ekki kynnt sér
framburðinn f réttarprófunum.
Annað dæmi úr forsendunum:
>Sendingarkostnaður varanna,
sem Behrens átti að greiða, er þó
ekki hér talinn, vegna þess, að hann
getur ekki hafa verið ákveðinn þeg-
ar 7. nóv. 1929*.
En nú var einraitt þessi send-
ingarkostnaður þá ákveðinn f samn-
ingi, sem M. O. gerði sjálfur, en
dómurunum hefir sézt yfir þetta<
F*á segir f forsendunum, að ekki
sé >nákvæmlega upplýst f máiinu
hvenær Behrens kom til ákærða
með beiðni um aðstoð hans við
samningagerðir við lánardrottna
Behrens*.
Pað er þó upplýst með játningu
beggja hinna ákærðu, að þetta hafi
gerzt f febrúar eða marzmánuði og
var þá að rainnsta kosti eftir á
annan mánuð, ef ekki lengur, af
riftunarfrestinum.
Enn segir f forsendunum:
>Ekki er það heldur sannað, að
ákærði hafi á nokkurn hátt varnað
lánardrottnum Behrens að krefjast
gjaldþrotaraeðferðar á búi Behrens,
meðan þessi frestur var að Ifða<.
En í réttarprófunum stendur eftir
framburði Behrens:
>Stöðvuðust þá skuldheimtu-
mennirnir á meðan, með þvf að
þeim var skýrt frá, að samningar
væru í undirbúningi, og meðal
þeirra var Oarðar Porsteinsson lög-
fræðingur, sem gekk nokkuð hart
að, þar til Magnús Ouðmundsson
skýrði houum frá að ieitað yrði
samningac.
Og f réttarhaldi 1. okt. 1932 er
framburður M. Q. sjálfs á þessa
leið:
>Annars kveðst hann minnast þess
að Oarðar Porsteinsson hafi ætlað
að ganga að Behrens fyrir skuid,
sem hann bafði tii innheimtu, og
hafi hann (M. O.) óskað eftir við
Oarðar, að hann biði, meðan hann
væri að leita eftir samningumc.
Báðir þeir ákærðu afsanna þvf
með framburði sfnum það, sem
bæstiréttur beldur fram f forsend-
um dómsins.
Pessi dæmi ættu nú að nægja tii
þess að sýna, hvlifkt dæmalaust
brákssmlði fprsendurnsr eru og á
Pað er ekki nóg með það að
hæstaréttardómurinn sé slík banda-
skðmm og að framan hefir verið
lýsL Jafnframt hefir verið framið
stórkostlegt réttarhneyksii með þvf
að láta Einar Arnórsson ekki vfkja
sæti úr hæstarétti i þessu máli. Slfk
aðferð brýtur f bága bæði við stjórn-
arskrána og hæstaréttarlögin. Pað
er kunnugt, að Einar Arnórsson
studdi Magnús Ouðmundsson til
ráðherratignar, eftir að fyrirskipuð
var máishöfðun gegn honum. E.
A. tók á þennan hátt ábyrgð á
sakleysi M. O. Nokkru siðar skip-
ar M. O. sem dómsmálaráðherra
E. A. dómara f hæstarétti. Pann 19.
des. s. I. á svo Einar Amórsson
að kveða upp dóm um það, hvort
Magn. Ouðm., sem nýlega er búinn
að skipa hann sem dómara, sé
saklaus eða sekur. Pað liggur nú
f augum uppi, eins og í pottinn
var búið, að Einar Arnórsson gat
ekki kveðið upp sektardóm yfir
M. O., nema að kveða um ieið upp
póiitfskan sektardóm yfir sjáifum sér
og flokki sfnum. Aðstaða E. A. var
þvf þannig, að hann átti óhjákvæmi-
lega að vikja sæti og varadómari
að koma f staðinn. En það regin-
hneyksli gerðist, að Einar Arnórs-
son sat blýfastur í réttinum og
dæmdi i þvf máli, sem hann var
búinn að taka skarpa afstöðu til
fyrirfram sem aiþingismaður.
í 30, grein stjórnarskrárinnar seg-
ir svö:
>Peir dómendur, sem ekki hafa
umboðsstörf á hendi, eru þó ekki
kjðrgengir<.
Peir dómarar, sem hér er átt við,
eru aðeins hæstaréttardómarar. Peim
er bönnuð þingseta.
Tilgangurinn með þessu ákvæði
sijórnarskrárinnar er sá að koma í
veg fyrir, að það geti nokkurntíma
komið fyrir, að dómararnir f hæsta-
rétti hafi sem alþingismenn með
pólitfskri afstöðu á Alþingi fyrirfram
bundið afstöðu sfna sem dómarar.
Svo mikfa áherzlu hefir löggjafinn
lagt á þetta atriði, að hann setur
ákvæði um það inn i sjálfa stjórn-
arskrána, sem ekki er hægt að breyta
á einfaldan hátt. Af þessum sðkum
varð Einar Arnórsson að segja af
sér þingmennsku, þegar hann gerð*
ist dómari f hæstarétti á sfðasta
sumri.
En nákvæmlega sú satna hætta,
sem á að fyrirbyggja í stjórnar-
skránni, er fyrir hendi, ef hæstirétt-
ur þarf að dæma i máii, sem dóm-
ari f réttinum hefir tekið afstöðu til
sem alþingismaður, áður en hann
sagði af sér þingrnennsku,
Pess vegna er það stjórnarskrár-
brot, að E. A. var ekki látinn vikja
sæti úr hæstarétti í máli Magnúsar
Guðmundssonar. í því hafði E. A.
áður bundið hendur sfnar sem al-
þingismaður,
Með dómsetu E. A. f þessu
máli hafa hæstaréttarlögin einnig
verið brotin, þvf þau mæla meðal
annars svo fyrir (7. gr.):
>Eigi má hæstaréttardómari taka
þátt f meðferð máls:
1. ef hann er sjálfur aðili eða úr-
slit þess skiita hann máli.
6. Ef svo er að öðru leyti ástatt,
að telja má hætt við, að hann
ifti eigi óhlutdrægt á mála-
vexti.<
Eins og áður er sagt, hafði E.A.
tekið á sig þá ábyrgð að gera M.
O. að handhafa réttvísinnar og æðsta
manni i dómsmálum landsins. Petta
skeði 1. júnf f sumar, rúmri viku
eftir að sakamálsákæia var fram
komin á hendur Magnúsi Ouð-
mundssyni.
Pegar svo var, skifti þaðþáengu
máli fyrir Einar Arnórsson hæsta-
réttardómara, hvernig úrsiitin yrðu
f Magnúsarmálinu ?
Hver einasti maður með fuilu
viti hlýtur að játa, minnsta kosti
með sjáifum sér, þó hann géri það
ekki upphátt, að úrslitin skiftu E.
A. mjög raiklu máli, svo miklu máli,
að pólitfskur heiður hans var að
mjög miklu leyti þar undirkominn.
En úr þvi svó er, er þá ekki
>hætt við<, að Einar Arnórsson
hafi >eigi litið óhlutdrægt< á mála-
vexti, þegar hann kvað upp sýknu-
dóminn yfir Magnúsi Ouðmunds-
syni ?
Slfk hlutdrægni er mannleg, þó
að hún sé alveg óþoiandi i hæsta-
rétti.
-----o- —-..
IðnaðarmannaféL Akureyrar
hefir styrkt mjólkur- og lýsisgjaf-
irnar f barnaskólanum með 210 kr.
Fyrir þá rausn og það hugarþel,
er á bakvið liggur, þakka eg inni-
lega.
S.ík afstaða iðnaðarmanna, til
þessa nýmælis, gefur því siðlegan
styrk og hvetur aðra til eftirbreytni.
Ýmsir einstaklingar hafa einnig
styrkt málið með gjðfum, og sumir
verulega, og mun siðar skýrt frá
þvf. Kann eg þeim öilum beztu
þakkir. En fé vantar okkur enn, og
treysti eg því, að fleiri láti nokkuð
af hendi rakna í þessu skyni, þvf
málið er þess eðlis, að það er tví-
mælalaust góðverk að styðja það,
hvað sem öllum skýrslum og rann-
söknum(l) iiður.
Sn. Sigfússon.
Tökum nemendur i allekonar
mðlninKU. á þriöjudaos- ofl
fimmtudaflskvöldum. frá kl.8-10.
Anna og þuríður.
Aöalstrœti 19,
Bœkur og rit.
Lögrétta, 6. hefti sfðasta árs, er
hingað komin. Að venju hefst ritið
á greinabálki >Um vfða veröld<. Pá
er grein um Björnson í sambandi
við 100 ára afmæli hans; ennfrem-
ur siðari hluti af fyrirlestri >um
skáldskap<, eftir Benedikt Oröndal.
Ber þar margt á góma, en ekki er
þráður efnisins sérlega fastur, en
þrátt fyrir það er alitaf jafnhress-
andi að lesa eftir Oröndal og það
nokkurn veginn jafnt fynr það, þó
lesandinn sé honurn með öllu ó-
sammála um hitt og annað, er hann
ber á borð. í fyrirlestri þessum er
Gröndal að rífa niður reaiistisku
stefnuna fyrir Hannesi Hafstein og
öðrum >Verðandi<-mönnum,—Næst
er ávarp frá sendiherra Dana, flutt
30. okt. s.l. og var því útvarpað;
Pá er framhald á >Menn, sem eg
man<, eftir Sigurð Sigurðsson frá
Arnarholti. Hefir hann áður f Lög-
réttu sagt frá þeim Birni M. Olsen
og Valdimar Briem, en f þetta skifti
ritar hann um Benedikt Oröndal.
»Ár og friður< nefnist ræða, er
Alexander Jóhannesson háskóla-
rektor flutti 1. des. sl.; þá kemur
grein um Karakul-sauðfé, eftir Hall-
dór Stefánsson, og smágrein, er
nefnist »Mjóik og berklar<. Að lok-
um er byrjun á Sigurðar kviðu
Fáfnisbana, eftir Sigurjón Friðjóns-
son.
„Eg lœt sem eg sofi.* jó-
hannes úr Kötium er all mikilvirk-
ur við Ijóðagerðina. Árið 1926 kom
út kvæðabók hans, er hann nefndi
>Bi, bi og blaka<. Premur árum
seinna lætur hann frá sér fara aðra
kvæðabókina, >Álftirnar kvaka<.
Enn Ifða þrjú ár, og nú fyrir sið-
ustu jól birtast kvæði hans, sem
hann auðvitað nefnir >Eg iæt sem
eg sofi<. »Samt mun eg vaka<
kemur þá að líkindum áriö 1935.
Jóhannes úr Kötlum er því orð-
inn vel kunnur íslenzkum Ijóðvinum
og óhætt má telja hann einn af vin-
sælustu Ijóðskáldum, sem nú eru
UPP'» °g í fremstu röð þeirra. Kvæði
hans eru hvergi myrk eða tyrfin,
hugsunin er skýr og að formi tii
eru þau létt og iipur og hafa mik-
ið af Ijóðrænni fegurð að geyma.
Áður hafa sumir fundið það að
ljóðum hans, að þau hefðu ekki
nægan þrótt til að bera, en þessi
nýjasta kvæðabók bans ber þess
voit, að skáldið sé að færast f auk-
ana um þor og kraft
Ýms af þessum kvæðum Jóhann-
esar fjalla um vandamál samtíðar-
innar og fijúgá þar víða hvassydd-
ar örvar, sem óefað valda sársauka
bjá einhverjum, en um það er ekki
að fást og er þá bezta ráðið að
bera sig karlmannlega. Hittermeira
um vert, að héðanaf verður Jó-
hannesi úr Kötium ekki neitað um
sess meðal fremstu þjóðskálda vorra.
Eitt af beztu kvæðunum í bók
þessari er »Sonur götunnar<» Er
þar máiuð í ljóði skýr mynd af
einum raeðal >minnstu br*ðranna«,