Dagur - 19.01.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 19.01.1933, Blaðsíða 3
3. tbU DAGUR 11 Beztu cigaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1,10, eru Commander Westminster Virginia cigarettur. í hverjum pakka er gullfaileg fslenzk eimskipamynd. Sem verðlaun fyrir að safna sem flestum smámyndum gefum vér skfnandi falleg al- búm og framúrskarandi vel gerðar, stækkaðar eimskipamyndirútá þær. Pessi ágæta c'garettutegund fæst ávalt f heildsölu bjá Tóbakseinkasölu rfkisins. Búnar til af Westminster Tubacco Company Ldt., London. Kaffibætisverksmiðjan „Frcgja" Akureyri framleiðir kaffibæti í stöngum og kaffibætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaffibætir þessi hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu á þeim skamma tíma, sem iiðinn er síðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. Rétt til smekks skulu hér tilfærðar fyrsta vlsan og tvær hinar siðustu: »Um götuna fikar slg fölur snáði, — en frost er úti og snjór. — Húfan er gömul og garmarnir rifnir og götóttir sokkar og skór. — Hann skimar um strætin, taikandi og hljóður, og höktir i næsta skjól. — Hann á engan fööur, enga móður, og engan guð eða jól. Hans lögmál er hatnr tli alls, sem andar, þvi allt er það fjandlið hans. — Hann lokkar og svikur, lýgur og stelur með lævisi dýrs og manns. — Hann þekkir ei siöi hins ráðsetta og ríka, — hans reynsla er eintómt skarn. Hann sparkar i heiminn með þrjósku þræisins, og þó er hann — saklaust barn. í horninu dimma hann húkir löngum, sem horbein úr spilitri þjóð. — Og hljóðiega seitiar úr sognum fingrum hið svívirta fórnarbióð. Hann er nú rúmlega eliefu ára og ósköp stuttur og mjór. En þjóðin mun iæra að þekkja hann betur þegar hann verður stór.< Skýrsla um Menntaskólann á Akureyri, 1931 — 1932, er út komin. Skólaskýrslan er i þetta skifti ó- venjustutt, og segir skólameistari í lok skýrslunnar, að það sé »gert f sparnaðarskyni að fyrirlagi stjórnar- ráðs«. Jafnframt er þess getið, að fyrverandi dómsmáiaráðherra, jónas Jónsson, hafi þó verið búinn að heimila skólameistara að birta f skýrslunni, eins og venja hefir ver- ið áður.ræðu þá, er hannflutti við skóiaslit, Þær ræður hafa ætíð verið mjög vandaðar og margt á þeim að græða, og verður það að teljast ver farið, að þær hætti að koma fyrir almenningssjónir. Verður þessi sparnaðarráðstötun stjórnarráðsins að teljast fremur smásmugleg. >Annars hefir núverandi kennslu- málaráðherra reynzt skólanum hið bezta«, segir f lok skýrslunnar. Skrásettir nemendur voru eftir baustpróf að tölunni til: í 6. bekk 15, f 15. bekk 14, f 4. bekk 28, f 3. bekk 50, í 2. bekk 40, f 1. bekk 20. - Á skólaárinu urðu nokkrar breyt- ingar á kennaratiði skólans. Lárus J. Rist fimleikakennari iét algerlega af kennslu, eftir að hafa kennt fimleika i skóianum nákvæmlega aldarfjórðung eða síðan haustið 1906. Veitti Alþingi 1931 Lárusi f viðurkenningarskyni 600 kr. eftir- laun. Leikfimikennari i stað Lárusar varð Hermann Stefánsson frá Greni- vik. — Petta sama haust var ráð- inn söngkennari að skólanum Björg- vin Ouómundsson tónskáld, og fluttist hann þá búferlum hingað til Akureyrar frá Vesturheimi, þar sem hann hafði dvalið síðastl. 20 ár. — Gert hafði verið ráð fyrir, að Sigurður L. Pálsson tæki við enskukennslu f skólanum þenna vetur. Ur þvi varð þó eigi og fékk hann leyfi til að dveljast enn i Eng- landi einn vetur til menntaiðkana, en i stað sinn fékk bann til kennsl- unnar enskan háskólaborgara, Mr. J. Anderson-Tompson, en Sigurður Pálsson tók ekki við starfi sfnu f skólanum fyr en á sfðasta hausti. í heimavistinni voru 80 félagar. Kostnaður hvers félaga alian skóla- tfmann (frá l.okt.-14. júni) reynd- ist krt 430,86, en dagkostnaður kr. 1.67. í skýrslunni er frásögn af ferð 5. bekkinga um Pingeyjarsýslur f júnf 1932, rituð af fararstjóranum, Steindóri Steindórssyni kennara. o Visur um vikivakaflokk Herm. Stef. (Gerðar i tilefni af Rauða-Krota tamkotn- unni 8. þ. m.) Dansinn vikivaka tróðu vaskir sveinar, fimar hrundir, iistræn, sveipuð litaskrúði, lýðnum veittu skemmtistundir. Með frækni sýndu forna fþrótt, fram sig lðgðu eftir mætti; léku fjörugt listamengi í Ijóma af fornum aldarhætti. Heill sé tápi, hreysti, fjöri; heill sé þeim er listir æfa. Fylgi mennt á framavegi, frelsi, virðing, dyggð og gæfa. Gunnar S. Haidal. .....O------ Játning. Lista til, þá leíðist hér, löngum þótt eg tiýi, biíðast yndi boðar mér blænnn sumarhiýi, S. Kr. H. Prentvilla: í vísunni >Sumarkvöld< í 1. tbl. Dagt þ. á. stendur; Rókkurdvöggvuð iyrir Rokkurdöggvuð. -----o----- Fréttir. Fundur var haldiim í samkomuhúsinu Skjaldborg hér í bænum mánudaginn 16. þ. m., kl. 8% síðd. Framkvæmdar- nefnd Umdæmisstúkunnar nr. 5 boðaði til fundarins og bauð ýmsum bæjarbú- um þangað, og þáðu margir boðið, svo fulidurinn vax allfjölmermur. Fundar- efni var: Drykkjuskapurinn í btenurn og nágrenninu. Eftir langar umræður var borin upp og samþykkt mótatkvæðalaust svohljóð- andi tillaga: »Funduriim samþykkir að stofna til samtaka meðal eldri og yngri í bænum gegn áfengisbölinu á Akureyri og í ná- grenni. Samþykkir fundurinn að kjósa 9 manna nefnd til þess að athuga cg rannsaka málið og leggja tillögur sínar fyrir fund innan skamms«. Síöan fór fram skrifleg kosning í nefndina og hlutu þessir kosningu: Brynleifur Tobiasson. Sigurður Guðmundsson, skólameistari. Snorri Sigfússon. Tómas Bjömsson. Vilhjálmur Þór. Halldór Friðjónsson. Dr. Kristinn Guðmundsson. Ólafur Thorarensen, Erlingur Friðjónsson. Var sá síðastnefndi kosinn með hlut- kesti milli hans og Þorsteins Þorsteins- sonar. Gunnlaugur Tr. Jðnsson ritstjóri átti 45 ára afmæli 1 gær. Tilraun til íkveikju í samkomuhúsi kommúnista á Siglufirði kvað hafa ver- ið gerð aðfaranótt 7. þ. m. Er mál þetta undir rannsókn og hafa tveir menn ver- ið settir í gæzluvarðhald í sambandi við glæpamál þetta. Aðalfundur Verkamannafélags Akur- eyrar var haldinn á sunnudaginn var. f stjórn voru kosnir Steingrímur Aðal- steinsson, Björn Grímsson, Magnús Gíslason, Sigurjón Jóhannesson og Sig- urður Vilmundsson, allt kommúnistar. Alþýðuflokksmenn stilltu ekki, og sóttu ekki fundinn, nema nokkrir fyrir for- vitnissakir. — (Eftir »Alþýðumannin- um«). Verðlaun úr hetjusjóði Carnegie, að upphæð 1600 kr., hefir Ólöf Sigurðar- dóttir, til heimilis í Oddeyrargötu 14 hér í bænum, nýlega hlotið fyrir að leggja líf sitt í hættu til að bjarga ann- ari konu úr bruna fyrir tveim árum síð- an. Brenndist Ólöf mikið við þá tilraun og var um langan tíma frá verkum. Dðmsmálaráðuneytið hefir fyrirskip- að málssókn gegn 15 mönnum fyrir þátttöku í uppþotinu 7. júlí sl. og enn- fremur 17 mönnum fyrir sömu sakir frá 9. nóv. sl. — Kristján Kristjánsson fuH- trúi er setudómari í báðum málunum. Trúlofun. í Kaupmannahöfn hafa op- inberað trúlofun sína ungfrú Greta As- geirsdóttir, Péturssonar útgerðarmanns, og Per Oluf Hansen, framkvæmdastjórl í Gautaborg. Hjðnaband. Nýlega voru gefin saman í Reykjavík ungfrú Helga Stephensen og Stefán Árnason, eigandi Kaffi- brennslu Akureyrar. Jón Sveinsson bæjarstjóri fór til Reykjavíkur með »Drottningunni« á laugardaginn til þess að annast um sölu á skipinu »Þormóði«. Voröld heldur aðalfund sinn í Skjald- borg, föstudaginn 20. þ. m. kl. 8% e. h. Félagar mega bjóða vinum sínum með sér, sem kynnast vilja félaginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.