Dagur - 02.02.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 02.02.1933, Blaðsíða 3
5. tbl. DAGUB v Efni úr nýrri bók* eftir Bernard Shaw. Einusinni var blökkukona í Afríku. Hún snerist til kristinnar trúar. Hún spurði trúboðann, — sem var smá- vaxin hvít kona innan þrítugsaldurs: >Hvar er Guð?< Og trúboðinn svaraði: >Hann hefir sagt: Leitið og finnið mig«. Pá lagði blökkukonan af stað út f frumskóga Afríku, og hafði ekki annað meðferðis en biblíu og bar- efli — það var til að brjóta skurð- goð. - Sá fyrsti, er hún mætti, var Drott- inn Herskaranna. Hann heimiaði brennifórnir af blökkukonunni. Næst mætti hún Guði Jobs. Hann var vel við aldur, með silfurhvítt hár og skegg. Pau ræddu um sköp- unarverkið og urðu ekki ásátt. Pá hitti hún prédikarann Mieha. Hann sagði: >Oakk þú fram i auðmýkt, og guð mun vísa þér veg>, Pessu næst varð þröngsýnn pró- fessor á leið hennar. Prófessorinn trúði ekki á tilveru sálarinnar, en gerði sér miklar vonir um að kom- ast að sannindum tilverunnar, með þvi að gera tilraunir á hunduml Blökkukonan hélt áfram. Hún var enn ekki ánægð með svör þau, er hún hafði fengið. Pá kom hún til manns er sat hjá brunni einum, Maður þessi liktist töframanni, því hann tók fram drykkjarbikar, þaðan sem ekkert virtist vera fyrir hendi, nema loftið tómt. Hann rétti blökku- konunni bikarinn og mælti: >Tak þú við og drekk i mina minningu<. >Hvar er Guð ?< spurði biökkumeyj- an. >Hið innra með þér, og með mér einnig<, mælti töframaðurinn, og ennfremur sagði hann: >Eg em hinn snauðasti hinna snauðu, með- al hvftra manna, og þrátt fyrir það hefi eg hugsað mér sjálfan mig sem konung; en það var þegar vonzka mannanne gerði mig sturl- aðan<. Hann gaf b.ökkukonunni það heilræði, að >elska náungann sem sjáifa sig«. Henni nægði það ekki, þvl hún svaraði: >Vissulega eru öli læknisboðorð yðar líkódýr- um pillum, sem skottulæknar selja, og eiga að lækna öil mein. Pau hrifa i einu tiifelli af tuttugu, en í nítján tilfellum koma þau ekki að gagni<. Áfram hé.t hún enn, unz hún mætti fornlegum fiskimanni, sem bar afarmikla ktrkju á herðun- um. >Eg em það bjarg, á hverju þessi kirkja er grundvölluð«, sagði fiskimaðurinn. Biökkukonan spurði, hvort kirkjan hvildi ekki þungt á honum. Hann neitaði þvf, og kvað orsökina þá, að >Ktrkjan er öll byggð úr pappír«. Biökkukonan mætti mörgum öðr- um mönnum, sem báru minni og ósjálegri kirkjur, og hver um sig fuliyrti: >Mín kirkja er hin eina sanna og rétta<. Næst hitti blðkkukonan flokk landkönnuðat Peir áttu deiiur um framþróun og menningu. Frá þeim flúði hún, og kom þá i gamla búð. Par varð töframaður- * The Adventurei of a black girl in her •Seareh for Ood, 19 inn aftur á vegi hennar. Hann lá þar á bakinu á stórum trékrossi, en listamaður nokkur var að smíða líkðn af honum. >Pví gerið þér þetta?<, spurði hún. >Hvað annað ætti eg að taka til bragðs, eigi eg ekki að hungra?«, sagði töframað- urinn. >Eg er svo algerlega fyrir- litinn af mönnunum, að eina ráðið, til að draga fram lífið, er að liggja á þessum krossi allan daginn, sem fyrirmynd, meðan þessi brjóstgóði listamaður sker mynd mina í tré. Hann lifir sjálfur af að selja líkön þessi, og hann geldur mér >six pence< um tímann fyrir að liggja á krossinum. Lýðurinn hyllir mig í þessu ásigkomulagi, eins og hinn deyjandi illræðismann, þvf hann er ekki áhugafuilur fyrir öðru en lög- reglufréttum. Pegar listamaðurinn hefir skúrið eins margar myndir af mér, og honum þóknast i svipinn, og eg fengið nógu mörg >six pence< til að seðja hungur mitt með, Ieita eg út á meðal lýðsins, segi honum hollan sannleika, og legg honum góð ráð, sem gætu gert hann ham- ingjusaman, ef þeim væri fylgt. En lýðurinn trúir mér ekki, nema eg neyti töfrabragða eða sjónhverfinga, þá dáist hann að mér og lætur sem enginn hafi verið Ifki minn á jörðu hér, fyr né siðar. Svo heldur lýður- inn áfram að vera heimskur og ill- gjarn eftir sem áður og það veldur þvf, að mér finnst stundum að Guð hafi yfirgefið mig.< í búðinni var staddur Arabi. Hann hafði hlustað á samtalið, Listamað- urinn tök upp lítið kvenlíkan gjört af marmara og sýndi þeim, — þvf talið hafði borist að sköpun kon- unnar. — >Lfkan þetta heitir Venus«. mælti listamaðurinn. >TiI að tengja saman goðdóm og manndóm hlýtur einhver guð að taka á sig mannsmynd«. Petta sagði Arabinn. >Eða einhver kona að birtast í guðsmynd<, sagði blökkukonan og hélt áfram að rugla Arabann með þvf að segja: >Guð hlýtur að hafa skapað konuna, af þvf að hann sá að maðurinn nægði ekki< I Arabinn varði fjölkvæniskenning- una, en gat ekki talið blökkukon- una á að fylgjast með sér heim f kvennabúr sitt. Blökkukonan hélt áfram leit sinni, og kom að end- ingu til gamal,s manns. Hann var að starfi f garði sfnum, sem lukti um snoturt hús. Garðmaðurinn svaraði spurningu hennar: >Ouð er f fylgd með þér og hefir verið það alltaf. En af gæzku sinni hefir hann ekki opinberað sig, svo að þú ekki skelfdist við að skynja mikiileik hans. Við þolum ekki að skynja návist hans og bátign, fyr en við höfum fullkomnað það starf, er hann ætlast til af oss, og orðið honum likir. En störfin eru marg- vfsleg, en einkum er okkur ætlað að rækta okkar eigin garð, og fela flest annað forsjá hans<. Blökkukonan fór að ráðum garð- yrkjumannsins, og tók til starfa í garði hans. Litlu síðar hitti hún f garðinum rauðhærðan írlending, sem kvaðst vera Sósialisti, og að bann hefði ekki f garðinn komið til að leita Guðs. >Skoðun mfn er, að hann sé ekki allur sem hann sýnist. Hann er enn ekki fullskapaður. Eitt er þó vfsf: Við gerum margskonar tilraun- ir til að nálgast hann og fðrum þó úft villir vegarins*. Að lokum giftist blökkukonan frlendingnum og þau gátu snotur, kaffibrún börn, sem mammaþeirra var svo upptekin af, að hún hætti f svipinn að leita að Guði. Pegar börnin voru fulivaxin, hvarflaði hugur hennar í leit eftir honum, en þá var hún svo þroskuð, að hún fann enga skemmtun f að berja á skurðgoðum og brjóa þau af stalli. Lausleg þýðing. F. H. B. o...— Góð kona látin. Steinunn Jónsdóttir frá Skriðu í Hörgárdal andaðist eftir upp- skurð, á Landsspítalanum í Reykjavík í des. s. 1. Hún var hátt á sjötugsaldri. Fyrst þegar ég kynntist Stein- unni, fyrir rúmum 23 árum, mátti heita að allt léki í lyndi um hag hennar. Efnahagur þeirra hjóna stóð þá í miklum blóma og börnin voru að vaxa upp, hraust og efni- leg. Heimili þeirra Skriðu-hjóna var víðkunnugt sakir risnu og myndarskapar og margan gest bar þar að garði. Samt átti Stein- unn, á þeim árum, við vanheilsu að stríða, sem fáum var kunnugt um. En þann harm bar hún í hljóði eins og allar raunir síðari ára. Mann sinn, Friðfinn Pálsson, bezta dreng og búhöld mikinn, missti Steinunn árið 1917. Frá þeim tíma má heita að Steinunn sé óslitið í skóla hjá hinum mikla lærimeistara sorginni. Eg ætla ekki að rekja raunir hennar hér. En engan veit ég, sem lífið hefir lagt á þyngri byrðar né fleiri. Það, sem hélt henni uppi, þessi þungbæru reynsluár, var öryggi trúarinnar. Það sagði hún mér sjálf. Steinunn var merk ágætis-kona sakir frábærra mannkosta og góðrar greindar. Börn hennar og dóttursonur fengu að reyna, hví- lík móðir hún var. Og gott var þeim, sem einstæðingar voru, að komast á heimili hennar, því sá var ekki »ber að baki«, sem átti hana fyrir húsmóður. Um Stein- unni eru ekki skiptar skoðanir. Hún ávann sér hlýhug og virðingu allra. Mælt er, að menn með breytni sinni hér á jörðunni búi sér sama- stað á himnum. Steinunn í Skriðu hefir haft að fögru heimkynni að hverfa, þegar hún að kvöldi æfi- dagsins lagði af sér duptsins flík. G'uðrún Jóhannsdóttir. frá Ásláksstöðum. Stjómarskifti urðu á Þýzkalandi é laugardaginn var. Nýi ríkiskanzlarinn er Hitler, foringi Nazistaflokksins. Ekki er enn séð, hvort þingmeirihluti fæst til að styðja hina nýju stjóm. Sama dag urðu stjórnarskifti í Frakklandi. Tdboð óskast f að innrétta fbúð á efstu hæð i íóúðarhúsi minu við Oddeyrargötu. — Smiðir geta feng- ió útboösiýsmgu og uppdrátt heima hjá mér, kl. 8—10 e. h., 3., 4. og 6, febrúar. — Tuboöum sé skilað f lokuðum umslögum fyrir 8. þ. m. Karl Ingjaldsson, Giisbakaaveg 5. SKRIFSTOFA FRAMSOKÍNARFLOKKSINS er á Amtmannsstlg 4 (niðri). Simi 4121. Reykjavik. Ur Svarfaðardal. !Ek-.Í ..... J U. M. F. Svarfdæla hefir nú haldið uppi leikstarfsemi í sveit- inni um 22 ára skeið. Sem von var til, var þar margt i barndómi í* þeim efnum hin fyrstu ár, en ó- hætt má fullyrða, að nú er leik- mennt þeirra Svarfdæla orðin þeim til verulegs sóma og orðin virkur þáttur í all-fjölbreyttu menningarlífi. Hafa þeir, með framúrskarandi atorku og ötulli forgöngu framsækinna manna, búið sér þau skilyrði, að því er húsrúm snertir, að fyrirmennsku- bragur er að. Samkomuhús U. M, F. Svarf- dæla er sveitinni til mikils sóma og margfaldra menningarlegra nytja. Nú undanfarnar vikur hafa þeir sýnt Lénharð fógeta við mikla aðsókn. Er meðferð þeirra á þessum vandsýnda sjónleik í raun og veru hin glæsilegasta, þegar tekið er tillit til allrar að- stöðu. Að vísu ber ýmislegt þess vott, að góða leiðbeiningu hefir skort, en það er frekar í hinum smærri atriðum. í heild tekst þeim vel að sýna drottnunargirni og ruddaskap Lénharðar, fyrirmennsku Torfa, seiglu og drenglyndi bændanna, kjark og festu kvennanna og und- irlægjuhátt og menningarleysi kotunganna. Leiktjöldin eru prýðileg, máluð af ungum Svarfdælingi, Steingr. Þorsteinssyni, er dvalið hefir um skeið í Kaupmannahöfn við list- málaranám, en er heima í vetur. Leiksýning þessi er því alsvarf- dælsk og sveitinni til sóma á all- an hátt. Og þó er það máske eft- irtektarverðast og merkilegast nú á dögum að koma á fjölmenna skemmtisamkomu, sem stendur frá kveldi til morguns og sjá eng- an mann undir áhrifum víns. Svo var það í Svarfaðardal, og mættu aðrar sveitir taka sér það tii fyr- irmyndar. S. V. M. F. A. heldur aðalfund 3inn annað kvöld, kl. 8%, og hefir blaðið verið beðið að áminna félaga tun að m»ta stundvíslega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.