Dagur - 16.02.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 16.02.1933, Blaðsíða 2
26 DAGUB 7. tbl. Jám- 00 glervorudeildin - hefir nú nýlega fengið hina margeftirspurðu galvaniseruðu þvottapotta. Blikkfötur mmmmmm OlíubrÚSEr — Pvottabalar af öllum stærðum. Komið stytztu leið þangað sem úrvalið er mest. Kaupfélag Eyfirðinga, IBIIMMMHMMIIMIMBi M y n d a s t o f a n Qránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. sem það hafi vakið Baldvin til umhugsunar um þessi mál. Samdi nú Baldvin ritgerð um menntun- arástandið á íslandi og um ásig- komulag lærða skólans, sem þá var á Bessastöðum, og bar fram tillögur til breytinga á skipulagi skólans. Fékk hann ritling þennan í hendur prófessor Engelstoft, og leizt honum vel á tillögur Bald- vins, en prófessorinn mátti sín þá mikils í skólamálum Dana. Því næst seldi Baldvin ritgerðina í hendur Dr. Mynster, sem kunnur er hér á landi af hugleiðingum þeim, er þýddar voru eftir hann, en hann var þá hirðprestur. Segir Baldvin, að hann hafi aðeins ypt öxlum við. Loks fékk Baldvin Steingrími biskupi Jónssyni afrit af ritgerðinni, þá er hann kom hingað heim 1828. Varðhannfyrir miklum vonbrigðum af svari bisk- ups, því að það virðist hafa verið úrtölur einar. Biskup var fræði- maður mikill, en hæglátur og held- ur frábitinn miklum breytingum. — Vildi Baldvin bæta fimmta kennaranum við skólann og láta hann kenna hjálp í viðlögum eða ofurlítið í læknisfræði, af því að svo íátt var um lækna í landinu, og enn fremur dálítið í náttúru- fræði. Hann vill og verklega fræðslu og stórum bætt og aukin húsakynni á Bessastöðum, og mun sizt hafa verið vanþörf á því. Hann vildi koma skólanum í sam- band við þjóðlífið og koma því til leiðar, að hann stæði jafnfætis latínuskólum í Danmörku, eins og síðar varð. — Baldvin sendi og Bjarna Thorsteinsson amtmanni þessa ritgerð. Það er enginn efi á því, að sú hreyfing, sem innan skamms kom á þetta mál, var Baldvin að þakka. Ritgerðin var send stjórn- inni, og var litlu síðar farið að X'æða um breytingu og endurskip- un skólans, en allt gekk fremur seint embættisleiðina. En breyt- ingin kom, þó að hún væri alls ekki að öllu leyti í anda Baldvins. Skólinn var fullkomnaður og fluttur til Reykjavíkur. — Einnig á þessu sviði var Baldvin vekjari og í'ödd nýs og betri tíma. Baldvin var það ljóst, að fram- farirnar koma ekki allt í einu, eins og engill birtist af himni. Það er uppeldið, sem er fyrir öllu. Hann skildi það, að til þess að upp rynni nýir og betri tímar þurfti nýja þjóð, nýjan hugsunarhátt, og hann var svo bjartsýnn að vona, að þetta mætti takast með stórum bættu uppeldi þjóðariixnar. Enginn hefir haft meiri ímu- gust og andstyggð á ómennsku, leti og óreglu en Baldvin. Það kemur glöggt í ljós í öllu því, sem hann hefir ritað. Kæruleysi, tildur og hverskonar heimskuleg vana- festa, óhreinskilni og undirlægju- skapur er honum eitur i beinum. Hann segir: »Aðalskyldan er að vera duglegur í sinni stétt. Undir uppfyllingu þeirrar skyldu er það komið, hvernig vér skiljumst við það ætlunarverk, sem skaparinn liefir fengið oss í þessu lífi. Mann- dyggð, þekking og atorka er grundvöllur allra sannra þjóð- þrifa. Af þessu þrennu sprettur upp farsæld mannanna«. Bræðralagið. Haustið 1831 stofnaði Baldvin félag með íslenzkum stúdentum í Khöfn, og kallaði það »bræðralag og með einkanafni alþing«. Komu félagsmenn saman einu sinni á viku og lásu bækur þær, »sem við- koma íslandk, og ræddu með sér ýmis mál. Tilgangur félagsins var að auka samheldni með íslending- um og að efla þekkingu á öllu, við- komandi föðurlandinu. Reit Bald- viix lög félagsins. Var ætlun hans sú, að »bræðralagið« tæki Ár- mann að sér síðar. Stúdentar komu í félagið, en það lognaðist út af, þegar Baldvin dó, og Ár- mann líka. Vorið 1831 bárust fregnirnar til íslands um Rasks-deiluna, um stofnun bi’æðralagsins og um frelsishreyfingar suður í Evrópu, t. d. um uppreisn Belgja gegn Hollendingum. — Flestir embætt- ismenn hér heima óttuðust þetta allt saman. Héldu sumir þeirra, er sonu áttu við nám við háskólann, að Baldvin mundi leiða þá í vond- an soll. Hann var líklegastur til þess líka! Meðal þessara manna var Jón lektor Jónsson á Bessa- stöðum. Þakkar hann stnum stela fyrir það, að synir sínir skuli hafa dregið sig út úr klúbb þess- um. Sr. Árni Helgason segir í bi'éfi, að »allir séu við þetta fyr- irtæki hræddir, því þess meira ó- vit saman kemur, þess meiri verð- ur heimskan«. Þeir Bjarni Thor- arensen og Gunnlaugur dóm- kirkjuprestur Oddsson létu báðir vel yfir þessum nýja félagsskap, og þótti þeim hann spá góðu. Seg- ir Bjarni í bréfi til Baldvins: »Guð blessi alþing yðar«. Mai'gir hafa auðvitað óttast, að ef synir þeirra tæki þátt í svona félagsskap, yrði þeim í framtíð- inni ei'fiður róðurinn í embætti. Þeir héldu, að hér væri um bylt- ingatilraunir að ræða. Með stofnun bræðralagsins í byltingaveðrinu mikla, sem geis- aði um Evi'ópu 1830, verða kapí- tulaskifti í sögu íslendinga. Þjóð- leg viðreisn og stjórnfrelsisbar- átta fer í hönd. Fjölnisfélagið vex upp af bræðralaginu. íslenzkir stúdentar í Kaupmannahöfn telja sér upp frá þessu að jafnaði skylt að vera vígreifur Velvakandi ís- lendinga í öllurn þeirra þjóðernis- og sjálfstjórnarmálum. En það er Baldvin, sem teljast má brautryðjandi íslenzks stú- dcntafélagsskapar, því að hinar svonefndu »sakir« á 18. öld voru með allt öðru sniði eix þetta félag og ai’ftakar þess. Frá dögum bændasona- og biskupssonaflokk- anna á 18. öld og til Baldvins Ein- arssonar er það aðeins einn mað- ur, sem rýfur þögnina, að nokkru ráði, meðal íslenzkra stúdenta í Höfn. Það er Bjarni Thorarensen. Baldvin fylkir stúdentunum í þjóðlega, vakandi sveit, og flytur hann þeim og allri þjóðinni boð- skap þjóðrækninnar, framtaksins og nytseminnar. »ísalands óhamingju verður allt a<5 vopni«. Þessi ungi, ágæti foringi fékk ekki að lifa og neyta krafta sinna hér, nema stutta stund. Lífskveik- ur hans hrökk sundur með hrapal- legum hætti. Skírnir 1833 segir frá dauða Baldvins Einarssonar á þessa leið: »öndverðliga í decemer mánuði næstl. ár stóð að venju Ijós á borðinu fyrir framan hvílu hans snemma morguns um fótaferðar tíma, borðið veltist og ljósið náði til sparlakanna, er héngu kringum hvílurúmið og funuðu þau upp í einu vetfángi, stökk hann því nær alls nakinn útúr rúminu og reif þau niðr og heppnaðist honum að slökkva eldinn, exx skambrendi sig svo, bæði á hönd- um og fótum, að hann strax mátti leggjast rúmfastr og reis eigi á fætr síðan; lá hann í sárum þess- um rúmar 8 vikur og naut alli’ar þeirrar aðhjúkrunar, sem mann- lig hjálp var í standi til að veita honum; landar skiptust til að vera hjá honum og vaka yfir honum, þar kona hans samstundis lá á gólfi; líkamans kraptar hans þverruðu dag frá degi og voru al- deilis úttæmdir, þegar hann sálað- ist; hendrnar voru orðnar hoilar, en annar fótrinn ekki. Sálar- kraptar haxxs vóru undir hans sjúkdómi að venju fjörugir og ó- skei’ðtir allt fram í andlátið«. — Baldvin dó 9. febrúar 1833. Rask dó haustið 1832 og Magnús kon- fei'enzi'áð í Viðey 17. marz 1833. Átti íslaixd þannig á bak að sjá, á þessu vetrarmissiri, þremur ágæt- ismönnum; hafði hver þeirra unn- ið, á sínu sviði, merkilegt starf í þágu þjóðarinnar. — Hinn ungi og tápmikli Fljóta- maður varð mjög harmdauði lönd- um sinum. Tómas Sæmundsson, sem tók upp merki hans, hagar oi'ðum á þá leið í bi'éfi til föður sins, að skilja má, að hann hafi metið Baldvin mest allra íslend- inga í Kaupmannahöfn. í 1. árg. Fjölixis er Baldvins miixnzt mjög lofsamlega. I Skírni kom uixdir eins fregnin um andlát þeirra Rasks og Baldvins. Var Rask, sem kunnugt er mörgum, aðalstofnandi hins íslenzka Bók- menntafélags og heiðursfélagi þess. Baldvin hafði verið í stjói'n félagsins 4 ár og naut þegar við- urkenningar samlanda sinna í Höfn sem foringi íslendinga. Vinur hans, Bjarni Thoraren- sen, orti, er hann heyrði lát haixs: »ísalands óhamingju verður allt að vopni, í eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum byggðum eyða«. Lengra komst hann ekki. Honurn féllust orð. Harmurinn varð þyngri en orðum tæki. ögmundur Sigurðsson orti eftir Baldvin í Skírni, Jónas Hallgríms- son minnist hans í Saknaðarljóð- unx sínum og enn orti um hann Jón sýslumaður Espólín. Jón Sigurðsson ritar æfisögu Baldvins í Ný félagsrit 1848. Líkklukkunum var hringt yfir Baldvin Einarssyni suður í Kaup- mannahöfn fyrir hundi'að árum, en andi hans lifir enn með þjóð vorri. Enn eigum vér mikla hæfi- leikamenn með brennandi fram- faralöngun. Enn eigum vér menn með fölskvalausa ást á ættjörðu vorri. Enn eigum vér skapmikla skörunga, sem láta sér annt um heiður og velgengni þjóðarinnar og spara sig hvergi í stríði og striti þjóðlífsins. — Meðan slíkir menn eru til, lifir Baldvin Einars- son á meðal vor. Það er aðalsmerki allra sannra framfaramanna, bæði fyrr og síð- ar, að af þeim stendur styrr nokk- ur í þjóðlífinu, og þetta stafar af því, að þeir unna þjóðum sínum betra hlutskiftis en þær á hverj- um tíma hafa við að búa og sjá hvarvetna/ eymd, böl, ómennsku, svívirðingu og hverskonar niðui'- drep allra góðra krafta, þar sem sljóir og vanafastir meðalmenxx sjá viðunandi ástand. Framfara- mennirnir eru því jafnan óánægð- ir með ástand mannkynsins og beita kröftum sínum af alefli til umbóta. Þeir eru kröfuharðir fyr- ir hönd sinna þjóða, af því að þeir meta fólkið í kringum sig mikils og trúa því, að það sé borið til þess að fá að neyta krafta sinna,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.