Dagur - 16.02.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 16.02.1933, Blaðsíða 3
7. tbl. DAGUB; r, 27 Hjartans þakkir fyrir auðsýnda bluttekningu og vinarhug við and- lát og jarðarför mannsins mins, Hallgrims stýrimanns Sigurðssonar. Akureyri 8. febrúar 1933. Guðrún Sigurðardótíir. út í æsar, sjálfu sér og öðrum til blessunar. Þessu aðalsmerki hafði forsjón- in sæmt Baldvin Einarsson. fieimildir: Andvari, Árbækur Espólíns, Ármann á alþingi, Ársrit hins ísl. Fræðafélags, Bricka: Biografisk Lexicon, Bréf Tómasar Sæmunds- sonar, Dagrenning J. J., Ferðabók Þ. Thoroddsen, Fjölnir, íslenzkt þjóðerni, J. J., Kvæði Bjarna Thorarensen og Jónasar Hall- grímssonar, ' Landfræðissaga Þ. Th., Lýsing fslands, Ný félagsrit, Skírnir, Tímarit hins ísl. Bók- menntafélags, Þjóðólfur, Æfisaga Péturs biskups Péturssonar. Brynleifur Tobiasson. o • - Á viðavangi. „ Samkvœmt tillögu landlœknis. “ Vilmundur Jónsson Ixndlæknir lagði til við rfkisstjórnina, að Iagður yrði niður bústaður yfirlæknisins á Nýja Kleppi og pláss það, er þann- ig sparaðist, yrði notað til að hýsa í óða sjúklinga. ólafur Thors setti Helga Tómas- son f plássið! íslendingur segir að Ólafur hafi breytt samkvæmt tillögum land- læknis. Er ísl. að menga H. T. með þessu? Er blaðið að gefa f skyn, að H. T. sé óður sjúklingur? VerÖfall sauðfjárafurða. Hér í blaðinu var þess nýlega getið, að tap bænda á sölu sauð- fjárafurða hefði numið alls 12 milj. kr. á þremur sl. árum, miðað við verðlagið 1929. ísl. fullyrðir, að Dagur hafi >að þessu sinni hlaupið á snið við sannleikann<. Lætur blaðið á sér skilja, að verðfall þetta nemi ekki meiru en 4 miljónum kn og ber fyrir sig ummæli Tfmans frá 14. jan. sl. um þetta efni. Hvað er nú satt f þessu ? í Tímanum 21. jan. sl. segir ráðu- nautur Búnaðarfél. ísl. f búfjárrækt, Páli Zophoniasson, sem jafnframt á sæti í rfkisskattanefndinni og mun þessu máli allra manna kunn- ugastur, á þessa leið: >1931 fæst mikið á fjórðu miljón króna minna fyrir þær sauðfjáraf- urðir, sem bændurnir gátu sélt úr búi sfnu en 1929. Og 1932 minnk- ar þetta enn. Pá fæst töluvert á fimmtu miljón króna minna fyrir sauðfjárafurðirnar, sem bændurnir hafa að selja, en 1929.< f sambandi við þetta segir rit- stjóri Tfmans neðanmáls: >A árinu 1930 var lfka verðfall. Pað mun því láta ncrri, sem gizk- að var á f siðasta blaði, að verð- fallið á þessum þrem árum væri til jafnaðar nál. 4 milj. á ári, miðað við árið 1929.< Hvort er það nú Dagur eða ís- lendingur, sem >hleypur á sniðvið sannleikann<? Til athugunar. Á siðustu árum hefir ræktun hér á landi færzt mjög út. Um Ieið hefir áburðarþörfin margfaldast. Húsdýraáburðurinn getur ekki leng- ur fullnægt hinum stórfelldu ný- ræktum, þvi tala húsdýra hefir ekki aukist til muna og jafnvei sumstaðar lækkað frá þvi sem var, áður en hin nýja framkvæmdastefna hófst, að afla heyjanna sem mest á rækt- uðu landi. Aliir munu sammála um það, að lítið gagn sé að víðlendum nýræktum, ef ekki er hægt að full- nægja áburðarþörfinnii Pað er betra að hafa 10 dagslátta tún, sem gef- ur af sér 20 hesta af dagsláttunni, en 20 dagsl. tún sem gefur aðeins 10 hesta af dagsláttu. Pað mun þvf miður alltof vfða hafa verið lögð meiri áherzla á að hafa nýræktirn- ar sem vfðáttumestar, en of litið hugsað um áburðarþörfina, og eft- irtekjan þvi ekki orðið f réttu hlut- falli við stærð hins ræktaða lands. Tit þess að bjarga við áburðar- þörfinni, hafa jarðræktarmenn orðið að keupa útlendan áburð, og gat það gengið á meðan landbúnaðar- afurðirnar báru slik kaup uppi. Nú er svo komið, að útlendur áburður er of dýr i hlutfalli við verðið á framleiðsluvörum bænda. Hér er úr vöndu að ráða. Ekki mega nýræktirnar fara f órækt, en útlendi áburðurinn of dýr til að halda við nýræktinni. Verður manni þá næst að athuga um leiðir út úr þessutn vandræðum. Undanfarin ár hafa verið flutt inn f landið hundruð tonna af á- burði og fóðurbæti. Allir firðir og flóar hér norðan- lands eru fullir af sfld mestallt sumarið, en útgerðar- og sjómönn- um er gert að skyldu að takmarka veiði sína vegna þess, að ef of mik- ið veiðist fyrir hinn takmarkaða markað, þá lendir allt f vandræðum með sölu sildarinnar. Nú halda greinagóðir menn því fram, að sildarmjöi sé gott til á- burðar og vilja þeir, er reynt hafa, líta svo á, að 100 kg. af síldarmjðii jafngildi 100 kg. af kalksaltpétri. Hvort þetta er rétt, skal ekki full- yrt hér. En Búnaðarfélag íslands verður nú þegar að gefa álit sitt f þessu efni og iaka til athugunar notagildi sfldarmjöls til áburðar. Reynist nú svo að síldarmjöl sé vel hæft.til áburðar, mundi mikið vinn- ast. Fyrst og fremst fengist nógur markaður fyrir sfldina, því að á- burðarþðrfin er svo að segja ótak- mörkuð. Annað atriði er stórkost- lega aukin atvinna og f þriðja lagi sparaðist á þann hátt innkaup á útlendum áburði. Sá gjaldeyrir, sem mætir áburðarkaupunum, losnaði og mætti verja honum á annan hátt. Stærsta atriðið f þessu máli er, Auglýsendur eru vinsam- lega beðnir að •• koma auglýs- ingum i Dag á framfæri daginn áður en blaðið kemur út, að svo miklu leyti sem hægt er. Eru það mikil þægindi fyrir blað- ið að fá auglýsingarnar fyr en á siðustu stund. að sildarmjölið verði ekki of dýrt til áburðar, Eins og kunnugt er, þjakar at- vinnuleysið nú almenningi i kaup- stöðum og kauptúnum mest af öllu. Rikisstjórnin og bæjarfélögin standa i miklum vanda við að út- rýma atvinnuskortinum. Allir hugs- andi menn verða að telja það skyldu sina að gera allt, sem hægt er, til þess að reka þann vágest á dyr. Ef fært þætti að hverfa að því ráði að vinna mjöl til áðurðar úr atlri þeirri síld, sem ekki er hægt að selja á útlendum markaði, þá mætti veiða alla þá sfld, sem hægt er að ná við íslandsstrendun Á þenna hátt skapaðist mjög mikil atvinna, bæði við að veiða síldina og eins við að vinna úr henni mjöl og lýsi. Pessa auknu atvinnu gæti svo rfkisstjórn og bæjarfélög talið til atvinnubótavinnu og dregið ein- hvern hluta af vinnulaununum af verði sildarmjðlsins, ef það reyndist of dýrt til áburðar, reiknað með framleiðslukostnaði. Nú kosta 100 kg. af kalkssaltpétri kr, 19.50, en jafnmikill þungi af sildarmjðli kost- ar 18 krónur. Verðmunurinn er nokkur, en þó þarf að finna ráð til að selja mjðlið enn lægra verði. Petta mál þarf að athugast og verða rannsakað áður en næsta sildveiði byrjar. Akurfiyri 6. febr. 1933. O. J. ■» Vetrarnótt. Bjarta nótt. Land er vafið tunglsskinstjöldum, tindra ljós á snævi köldum. Áin niðar undurrótt. Heiða nótt. Álfar dansa. tsinn dunar. Inni í gljúfri fossinn drunar, Frostið stígur hægt og hljótt. Festing blá. Norðurljósa bogar brenna. Bjartir fákar skeiðin renna hreinum slóðum himins á. Bjarta nótt. Bikar ljóss frá barmi þfnum ber eg nú að vörum mfnum. — Áin niðar undurrótt. Jónatan Sigtryggsson frá Tungu. Slysavarnardeild Akureyrar auglýsir á öðrum stað hér i blaðinu aðalfund slnn i sunnudaginn kemur í bæjarstjórnarsalnum. Þar gefst nýjum félögum kostur á að ganga í deildina. Slysavarnarfélagið er einn hinn þarfasti félagsskapur á landi hér. Aðalfundur Iðnarmannafélags Akureyrar verður haldinn i sunnudaginn kemur kl. 4, Tilkynning. Eftirtaldir menn, sem eigá ótekna muni hjá mér, suma margra ára, áminnast um að vitja þeirra sem alira fyrst, annars verða þeir seldir fyrir viðgerðarkostnaði: Árni Jóhannesson Ásta Stefánsdóttir, Hólbraut Anna Jónsdóttir, Brautarholti Borghildur Bogadóttir Brynhildur Eiriksdóttir Bergþóra Bergvinsdóttir Björg Stefánsdóttir Friðrún Sigurbjarnardóttir Fanney Hjartardóttir Dagbjört Ofsladóttir Ouðrún Ouðmundsdóttir Guðbjörg Bjarnadóttir Ouðbjörg Ouðjónsdóttir Ouðrún Jónsdóttir Ouðrún Jóhannesdóttir Ouðrfður Friðriksdóttir Quðríður Ounnarsdóttir Ouðrún Arinbjarnardóttir Ouðmundur jóhannsson, Húsavfk Ouðmundur Rósinkranzson Herdfs Jónsdóttir Ingólfur Magnússon Kristján Eldjárn Karl Guðmundsson Kristín Sigtryggsdóttir Jón Ounnlaugsson jón Jónsson jóhann jóhannessón, Hrfsey Jóhanna Magnúsdóttir Jóhanna Vilhjálmsdóttir Jóhanna Friðriksdóttir Lárus ólafsson Marta Baldvinsdóttir Matthildur Ounnarsdóttir Margrét Jónsdóttir Sólveig Lúðvfksdóttir Sigurður Ouðmundsson Ólfna Jónsdóttir Viggó Quðbrandsson Póra Kristjánsson Ragnheiður jónsdóttir Sigurður Kristjánsson Pálmi Jósefsson Unnur Jónsdóttir, Seyðisfirði Sigurður Sigurðsson Póra Eggertsdóttir Steinþór Ouðmundsson Sesselja Eggertsdóttir Vilborg Sigþórsdóttir Valdim.Sigurgeirss., Ongulstöðum Vilhelmína Baldvinsdóttir, Hrfsey Valgerður Jónatansdóttir Porlákur Ólafsson, Ólafsfirði Porgerður Stefánsdóttir Pórgnýr Ouðmundssonj Sandi Tryggvi Jónasson. Akureyri 10. febr. 1933, Guðjón Bernharðsson gullsmiður. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstfg 4 (niðri). Siml 4121. Reykj&vlk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.