Dagur - 02.03.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 02.03.1933, Blaðsíða 2
34 DAGUB 9. tbl. •- #—»~ ♦-■# t gflliffffflfflffflffffSfg i Emailleraiar vörur i í falíegu og fjölbreyttu árvali, kaffi- könnur, katlar, fötur, skálar, þvottaföt, balar, vatnskönnur, salt- og sápuílát, og fleira, og fleira. Kaupfélag Eyfirðinga. fárn- og glervörudeildin. ÍttiHliimiiiIIIiWilMi Myndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Önnur pingmdl. Jónas jónsson flytur frv. til laga um að niður falii útflutcingsgjald af hverskonar landbúnaðarafurðum, frá 1. marz 1933. Svohljóðandi greinargerð fylgir frumvarpinu: »F*að er mjög óvenjuleg skatta- leið að afla rfkissjóði tekna með útflutningsgjaldi á framleiðsluvörum þjóðarinnar sjálfrar. Pó kemur þessi skattaöflun miklu harðar niður á landbændum en fiskframleiðendum, þvf að þeir sem rækta landið, verða að kaupa það og borga vexti af höfuðstól, sem nemur nokkrum tugum miljóna, en af fiskirniðunum er eigi greidd nein leiga. Auk þess hefir skapazt mikið misrétti um þessa skattgreiðslu, þegar vaxandi bæjamyndun olli þvf, að mikill markaður fyrir landbúnaðarvörur varð til i landinu sjálfu. Sátu sum- ir bændur við þann eld, en aðrir nálega eingöngu við útlenda mark- aðinn, sem var tollaður af lands- mönnum sjálfum, en innlendi mark- aðurinn var f einu betri og toll- frjáls. Sjá allir, hvilíkt misrétti þessi skattalóggjðf skapar miili skattþegna f landinu. Framantaldar ástæður hafa raun- ar átt við eins og nú mörg undan- farin ár. En nú hefir bætzt við al- veg sérstðk ný ástæða, hið gffur- lega verðfall íslenzkrar landbúnaðar- vöru á erlendum markaði. Eins og nú stendur á, er með öllu ósæmi- legt fyrir þjóðfélagið að nota út- flutningsgjald af landbúnaðarvörum sem skattstofn, og mun frekar þörf á þessu þingi að hugsa fyrir verð- launum handa bændum, sem flytja vörur á erlendan markað, eins og hann er nú. Nái þétta frumv. samþykki, mun eg flytja tillögur, sem bæta ríkis- sjóði upp þann tekjumissi, sem leiðir af samþykkt þessa frumvarps.* Pá flytur sami þingmaður svo- hljóðandi tillögu til þingsályktunar; >Sameinað Alþingi skorar á rfkis- stjórnina að veita ekki rfkisféhirðis- starfið, sem nú er laust, en semja við Landsbankann um að annast gjaldkerastðrfin, eins og áður var«. hefir tapast. - Skilist i Matvörudeiid Kauplélags Eyfirðinga. Qreinargerð: >Fyrr meir annaðist Landsbank- inn féhirðissiðrf rfkissjóðs, unz bú- ið var til sérstakt embætti vegna útborgana landsins. Petta starf er að mestu leyti óþarft, með því að raunverulega er Landsbankinn fé- hirðir ríkisins. Með þessu móti sparast talsvert af dýrkeyptri vinnu og er auk þess til þæginda fyrir viðskiftamenn rfkissjóðs og bank- ans.c — Pingmenn Alþýðufiokksins í neðri deiid hafa flutt svohljóðandi þings- ályktunartillógu: »Neðri deild Alþingis ályktar að kjósa 7 manna kreppunefnd, er vísað verði til málum, sem snerta kreppuna og ráðstafanirgegn hennic. Vtlmundur Jónsson fiytur frumv. um br. á I. um sjúkrasamlög; fjall- ar það um heimild ráðherra til að lögskrá sjúkrasamiög fyrir skóla, aðra en barnaskóla, með ákveðnum skilyrðum. í greinargerð frumvarps- ins segir: »Hávaði fslenzkra námsmanna er ekki betur efnum búinn en það, að ef einhver verður fyrir lasleika, svo að hann þurfi að leggjast á sjúkra- hús, þó að ekki sé nema viku eða hálfsmánaðartíma, er honum oftast ókleift kostnaðarins vegna, að halda námi áfram það árið, og ekki þarf langa eða dýra sjúkdómslegu til þess, að hann verði ef til vill að hætta námi með öllu«. Flutningsmaður getur þess f greinargerðinni, að f haust sem leið hafi verið undirbúin stofnun sjúkra- samlags í Menntaskólanum á Akur- eyri, en þegar til þess kom að lög- skrá það, þóttu sjúkrasamlagalögin ekki veita heimild til þess, með því að þau mæla svo fyrir, að meðlim- ir sjúkrasamlags skuli allir eiga heima i samlagshéraðinu. A fundi í sameinuðu þingi 21. f. m. fór fram kosning á 7 mönn- um í utanrikismálanefnd. Kosningu hlutu: Jónas Jónsson, Tryggvi Pór- hallsson, Héðinn Valdimarsson, Magnús Torfason, Jón Porláksson, Ólafur Thors og Magnús Jónsson. ■ ..o > • » « # #-• • • » # Revkjatilíðarmál EKki er ein bára stök fyrir M. G. Árið 1914 stofnaði Jóhann Jó- hannesson fasteignasali í Reykjavlk minningarsjóð, sem kenndur er við nafn hans og konu hans, Sigur- bjargar Guðnadóttur. Jóhann fékk skípulagsskrá sjóðsins staðfesta og hefir hún þvf fullt lagagildi. Til- gangur sjóðsins er að veita fátæku, ellihrumu fólki, eldra en 65 ára, lífsuppeldi til dauðadags. Til þess að fullnægja þessum tilgangi skyldi kaupa jörð á heilnæmum stað i sveit, þar sem fagurt væri og vist- legt, til dvalar fyrir gamalmennin. Á jörðinni skyldi byggja vandað hús, og stofnunin skírð »Æfikvöld«. Húsið skyldi vera fullbyggt og stofnunin vígð og taka til starfa á aldarafmæli konu Jóhanns, 13. apr. 1973. Pangað til skyldi sjóðurinn vera á vöxtum með sömu trygging, sem lög skipa fyrir um fé ómynd- ugra. Sjóðurinn er undir stjórn rikisstjórnarinnar, og var hann árið 1930 orðinn 173 þús. kr. auk nokk- urra eigna, sem Eggert Claessen var falið að koma f peninga og af- henda sjóðnum. Má af þessu sjá, að sjóðurinn gæti verið orðinn all- myndarlegur árið 1973, ef ekkert óhapp henti hann og honum væri stjórnað samkv. skipulagsskránni, en nú hefir jarðabrask komizt inn i sjóðstjórnina, sem við eru riðn- ir tveir háttsettir embættismenn, en það eru þeir Magnús Ouðmunds- son dómsmálaráðherra og Vigfús Einarsson skrifstofustjóri f stjórnar- ráðinu. Er saga þess máls sem nú skal greina. Fyrir nokkrum árum keypti Vig- fús Einarsson kot eitt f Mosfells- sveit, er þá nefndist Hlaðgerðarkot, en V. E. endurskírði og nefndi Reykjahlíð. jðrðin var að fasteigna- mati 2600 kr., þar af landverð 2100 kr. V, E. hefir reist þarna miklar bygg'ngar og gert dálitlar jarða- bætur. Við nýafstaðið fasteignamat er jörðin metin 31 þús. kr., þar af landverð 4900 kr. Fullyrt er að Vigfús hafi stórtapað á búskapnum á þessari margyfirbyggðu jörð. Af þessu leiddi að hann hefir viljað selja jörðina, en salan mun hafa gengið treglega, því eigandinn héit henni i háu verði. Mun svo hafa verið komið, að jörðin hafi verið orðin svo þungur ómagi á eigand- anum, að hann hafi ekki getað undir risið. Hann hefir fyrnefndan minningarsjóð undir böndum, en yfirstjórnin er þó f höndum ráð- herrans, Magnúsar Ouðmundssonar. Nú varð það að samkomulagi milli skrifstofustjórans og ráðherr- ans að láta minningarsjóðinn kaupa jörðina fyrir 90 Dúsund krónur eða nærfellt þrefalt fasteignamatsverð. Samningur um þetta var gerður 1. nóv. s. I., eða nokkrum dögum áð- ur en undirréttardómurinn féll f máli M. O. og hann hvarf úr stjórnarráðinu um stundarsakir. Pegar um jarðarkaup þessi vitn- aðist fyrir skömmu, vöktu þau þeg- ar mikið umtal og er mál þetta al- ojennt nefnt Reykjahliðarmálið, en » »•# »-» » -#-•-♦-»-#-#--# -#-»-# •- • -»- ýmsir nefna það raunar hneykslismál, þvf svo er litið á að með jarðar- kaupum þessum hafi verið framið hneykslí, þar sem fyrirmæli skipu- lagsskrárinnar hafi verið að vettugi virt og sjóðstjórnin misbeitt em- bættisvaldi sínu stórkostlega. Jafn- vel hafa fram komið kröfur um að kaupunum yrði rift og þeir M. G, og V. E. vikju úr embættum, þar sem þeir hafi brugðizt þeirri skyidu að reynast trúir yfir því fé, sem þeim hefir verið falið að sjá um. Pegar óánægja út af þessari ráðsmennsku M. O. og V. E. var orðin svo megn, sém hér hefir ver- ið frá skýrt, er svo að sjá sem Magn. Ouðm, hafi ekki farið að lítast á blikuna. Hefir hann lýst því yfir í íhaldsblöðunum sér til afsðk- unar, að kaupin hafi verið gerð i samráði við trúnaðarmann stofn- anda sjóðsins og því skilyrði bund- in, að fjárveitinganefndir Alþingis samþykktu þau. Pessi trúnaðarmað- ur er Eggert Classen, en hvorki hann eða fjárveitinganefndirnar hafa neitt yfir sjóðnum að segja, svo að hér er aðeins um að ræða yfirklór sem sýnir það eitt, að M. O. muni orðinn skelkaður við sín eigin verk. Pað eru því allar líkur til, að kaupin á Reykjahlíð gangi til baka, sem þau vitanlega eiga að gera. Annað er ekki sæmandi. Jafnvel Morgunblaðið treystir sér ekki til að verja það, að 90 þús. kr. séu teknar i heimildarleysi frá fátækum, hrumum gamalmennum, til þess að bjarga einum manni úr fjárhags- klipu, jafnvel þó hann kunni að vera alls góðs maklegur. Pingmenn Álþýðuflokksins i neðri deild hafa borið fram svohljóðandi tillögu til þingsályktunar í þessu máli: >Alþingi ályktar að fela forsætis- ráðherra að sjá um, að kaupum Minningarsjóðs Jóhanns Jóhannes- sonar og Sigurbjargar Ouðnadóttur á jarðeigninni Reykjahlið i Mosfells- sveit (áður Hlaðgerðarkoti), verði rift þegar i stað, með málsókn ef þörf er á«. En ólíklegt er að til málsóknar þurfi að koma. Peir M. O. og V. E. munu sjá sér þann kost vænst- an að rifta kaupunum án þess. En ekki er ein bára stök fyrir M. O. Leikfélag Akureyrar er að æfa tvö leikrit, sem að for- fallalausu verður byrjað að sýna 10. þ. m. Annað þeirra, Fröken Júiia, er eftir sænska stórskáldið Strind- berg. Var m. a. sýnt i Reykjavík fyrir nokkrum árum og vakti þá óhemjumikla eftirtekt. Leikritið er alvarlegs efnis og talið snilldarverk. Aðalhlutverkin hér eru i höndum þeirra frú Reginu Pórðardóttur og Ágústar Kvarans. Flokkur dans- andi karla og kvenna undir hljóð- færaslætti kemur fram i ieiknum. Hitt leikritið, Hinrik og Pernilla, er sprenghlægilegur gamanleikur, þýdd- ur úr frönsku. Var hann leikinn hér fyrir allmörgum árum og raunu margir bæjarbúar frá þeim timum minnast hins frábæra leiks Margrét- ar sál. Valdemarsdóttur í hlutverki Hinriks, en persónur ieiksins eru aðeins tvær og verða nú leiknar af þeira ungfrú Ingibjörgu Steingríms- dóttur og Jóoi Norðfjörð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.