Dagur - 30.03.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1933, Blaðsíða 2
50 DAGUR 13. tbl. iKfffftffffffffHfffffff Eldavélar — Norrahamars — eru nú aftur komnar. Verð 85,00 og 106.00 krónur. Kaupfélag Eyfirðinga. Byggingavörudeild. SiiiiiiiiiftiiiiiiiiiiiiiB My ndastofan Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10 — 6, Guðr. Funch-Rasmussen. skoðaðir einu sinni á ári og opin- ber skýrsla gefin um. Þykir lang- eðlilegast, að þetta starf sé falið þjóðbankanum, enda getur hann látið starfsmenn sína við útibúin og aðalbankann framkvæma þetta eftirlit með litlum tilkostnaði. Breyting sú, sem hér er farið fram á, myndi spara landinu 12— 13 þús. kr. árlega, og eftirlitið með sparisjóðunum auk þess verða viðunanlega sterkt, í stað þess að það er nú ekki neitt, nema að því leyti sem sparisjóðirnir framkvæma það sjálfir. " ---0----- Hvað líður barnafræðslu sveitanna? íslenzk alþýðufræðsla hefir auk- izt hröðum skrefum á síðustu ár- um. Nýir skólar hafa verið settir á stofn og betur hlúð að þeim gömlu. Barnaskólar kaupstaðanna hafa fengið á sig form og svip er- lendra barnaskóla, með nýtízku kennslutækjum, og börnin eru lát- in sækja þá frá 7 til 8 ára aldri. Slíkar framfarir þekkjum við far- kennarar ekki. Við sjáum þær ekki, búum ekki við þær, en heyr- um einungis frá þeim skýrt í ræðu eða riti. Sumir halda því fram, að engin kyrrstaða sé til. Annaðhvort sé um framför eða afturför að ræða, .— þróun eða hnignun. í farskóla- héruðunum okkar er ekki um framfarir að ræða í skólamálum. Að vísu hefir námsgreinum verið fjölgað frá því, sem áður var, en skólatíminn hefir ekki verið lengdur og skólaskyldualdur ekki færður niður. Með fjölgun náms- greina styttist því sá tími, sem varið verður til hverrar greinar sérstaklega. Þar er því heldur ekki um kyrrstöðu að ræða, held- ur hnignun. Svo er til ætlazt, að heimilin skili bÖrnunum læsum í skólann 10 ára gömlum. Framan af gekk það allvel, en á síðari ár- um hefir undirbúningi barnanna undir skólann hrakað svo stór- kostlega, að til beinna vandræða horfir. Ég hygg, að eigi sé ofmælt, að í mörgum skólahéruðum sé eigi meira en helmingur 10 ára gam- alla barna sjálfbjarga í lestri. Börn þessi eiga nú, er þau koma í skólann, að læra það á 8 vikum (þar sem skólinn er þrískiptur, en svo er víða), sem börn í föstum skólum þorpa og kaupstaða læra á 0 mánuðum. Séu þau nú ekki læs, eða illa læs, verður námið þeim svo erfitt, að lítils árangurs er að vænta. Þau þurfa að láta lesa íyrir sig námskaflana, og af því hafa þau hálfu minna gagn en af eigin lestri, ef hans væri kost- ui. Námið verður þeim plága, sem lamar áhugann. Vegna þessarar hröðu yfirferð- ar og stutta skólatíma, má far- kennarinn ekki ætla margar stundir til lestrar. Ilonum er því ókleyft að bæta á sig lestrar- kennslunni, þ. e. a. s. þeirri kennslu, sem heimilunum er ætl- að að inna af hendi. En heimilin hafa nú verri aðstöðu en áður að sinna sh'kri kennslu, vegna sívax- andi fólksfæðax-. Einyrkinn, sem vinnur sleitulaust að*búi sínu frá dögun til náttmála, hefir ekki tíma til að bæta á sig kennslu- störfum. En einyrkjar gerast nú margir íslenzkir sveitabændur. Þar að auki er nú á dögum fleira til að glepja hug barnsins en áður var. Starf farkennarans er erfitt og þreytandi. Hann er einangraður við starf sitt og hefir örðuga að- stöðu til að fylgjast með dægur- málum og heimsviðburðum. Hann á ekkert fast heimili og verður að skipta um vist á tveggja til þriggja vikna fresti, — koma og fara. Hann getur ekki haft með- ferðis nema allra nauðsynlegustu kennslubækur, því að þessi sí- felldu vistaskipti hamla því, að hann geti haft alla búslóð sína í farangrinum. Væri skólinn á ein- um stað, gæti hann haft hjá sér allar þær bækur, sem hann á, er komið gætu í góðar þarfir við kennslustarfið. En það sem líkleg- ast er til að gera hann fljótt leið- an á starfinu, eru námskaflarnir, sem hann þai'f að fara þrisvar yf- ir á sama hátt, af því að skólinn er þrískiptur, Það eítt er nægilegt til þess að gera farkennara jafn- þreyttan á einum vetri og fasta kennara á þremur. I flestum farskólum munu vera börn af 4 aldursflokkum, og þarf á einum og sama tíma að fara yf- ir verkefni þeirra allra. Af því leiðir, að lítið er hægt að segja börnunum utan þess, er bækurnar fjalla um. En verst er þó fyrir- komulag þetta í reikningstímum, og það svo, að alls ekki er viðun- andi til lengdar með nú tíðkuðu skipulagi. Þessi óþægindi við starf farkennara valda því, að sveitirnar eiga verri aðstöðu með að fá góða kennara af þeim sök- um, að þeir sækja innan skamms um betri stöðu og hverfa frá far- kennarastarfinu, og skólahéruðin verða að sætta sig við að fá aðra í þeirra stað. Verða því kennara- skipti tíð, til lítilla heilla fyrir böi'nin. Fyrir 10—15 árum síðan var almennt álitið, að sveitabörnin væru eins vel uppfrædd um 14 ára aldur og kaupstaðabörn. Nú mun óhætt að fullyrða, að þeir tímar eru liðnir, enda er þess öll von. Umbætur fræðslumálanna hafa ekki náð til farskólahérað- anna. Ef þær eiga að ná þangað, verður að lengja skólatímann. Eigi hin nýborna og1 óborna kynslóð íslenzku sveitanna að standa að menntun jafnfætis þeirri, er elst upp í bæjum og kauptúnum, verða á næstu árum að rísa upp fastir skólar i öllum sveitum íslands, þar sem öll börn 8—14 ára gömul njóta a. m. k. 12 —16 vikna kennslu á vetri. Þá fyrst losna heimilin að mestu við lestrarkennsluna, og er þess full þörf. Þá fyrst geta sveitabörnin notið kennslu í þeim námsgrein- um, sem tími og aðstaða leyfa ekki nú, svo sem leikfimi og handavinnu. Þá geta sveitaskól- arnir fengið góða og vel mennta kennara, sem gróið gætu fastir í starfinu, sem eignuðust í skólan- um eigið heimili og yndu hag sín- um betur en farkennararnir. Og slíkir skólar mundu verða héraðs- prýði, væri þeim vel stjórnað. Fjár til byggingar þessara skóla mætti afla á ýmsan hátt. Æskulýðsfélög, kvenfélög og sveitafélög gætu efnt til opin- berra skemmti-samkvæma til fjáröflunar, eða frjálsra sam- skota meðal áhugamanna, og sveitastjórnir lagt þegnskyldu- vinnu á verkfæra menn héraðsins til byggingarinnar. Er hér gert ráð fyrir, að hverskonar þjóðleg- ur félagsskapur hafi áhuga fyrir og vilji vinna að menningu og uppfræðslu æskunnar í landinu. Mundi og ekkert vera því til fyr- irstöðu, að haldin yrðu námsskeið fyrir unglinga í skólahúsinu á vetrum, ef þess væri óskað. Þessar fjáröflunartillögur eru gripnar af handahófi, og má vel vera, að aðrar leiðir yrðu betri. En það er sannfæring mín, að eigi barnafræðslunni að vaxa fiskur um hrygg í íslenzkum sveitum, verða fastir heimavistar- eða heimangönguskólar að koma í Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að ekkjan Guðrún Sigurðardóttir frá Leifshúsum, and- aðist laugardaginn 25. þ. m. Jarðarförin er ákveðin mánudag- inn 3. apríl, kl. 1 e. h. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Oddeyrargötu 30. flðstandendur. j a r ð a r f ö r Gisla Hannessonar verzlunarmanns frá Norðfirði, sem andaðist á Kristneshæli fimmtudag- inn 23. þ. m., fer fram frá Akur- eyrarkirkju þriðjudaginn 4. apiíl n. k. kl. 1 e. h. Fyrir hönd aðstandenda. jónas Rafnar. Járðarför frú Freygerðar Júlíus- dóttur frá Hvassafelli er ákveðin að Grund i Eyjafirði laugardaginn 1. apríl n. k., og hefst kl. 1 e. h. flðstandendur. stað farskólanna á næstu árum. Það ætti að vera metnaðarmál sérhvers héraðs að hefjast þegar handa til að vinna að því, sé það enn ógert. 24. marz 1933. Jakob ó. Pétursson frá Hranastöðum. -----o—--- Fróðlegur bæklingur og gagnlegur. Helgi Skúlason augnlæknir hef- ir nýlega gefið út bækling: Um glankomblindu. Aðalefni bæklings þessa er að lýsa þeim augnsjúkdómi, sem er tíðust orsök blindu hér á landi. Sjúkdómurinn heitir glancoma á útlendum málum, en það orð er framborið (flákónia. Eg hefði kunnað betur við, að höfundurinn hefði skrifað orðið þannig, og vil ég hérmeð byrja á því að skrifa glákómblindu. Bæklingurinn er prýðilega rit- aður. Þar er gefið ljóst og skipu- legt yfirlit yfir hvað menn vita um uppruna og háttalag þessa leiða sjúkdómskvilla og hver séu ráð gegn honum og vænlegust til að koma í veg fyrir hann. Það er enginn óþarfi að um þetta sé ritað, sízt fyrir íslenzka alþýðu, því glákómblinda er mjög tíð hér á landi. Það er sorglegt en satt, að hér á landi er blinda langtum algeng- ari en í öðrum löndum Norðurálf- unnar. T. d. segir höfundurinn að hjá okkur séu nálægt tiu sinnum fleiri blindir menn að tiltölu en meða,I Dana. f Noregi er hinsveg- ar blinda meiri en allstaðar sunn- ar í álfunni. Þó er blinda hér á landi þrefalt meiri aðtiltöluenhjá Norðmönnum. Og langmest allrar þessarar miklu blindu hjá okkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.