Dagur - 30.03.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 30.03.1933, Blaðsíða 4
52 PXOHB 13. tbl, Kaffibætisverksmiðjan „Preyja" Akureyri framleiðir kaffibæti í stöngum og kaffibætisduft, sem selt er í smápökkum. — Kaffibætir þessi hefir náð ótrúlegum vinsældum og útbreiðslu á þeim skamma tíma, sem liðinn er síðan hann kom á markaðinn, enda eingöngu búinn til úr beztu hráefnum. Fæst hjá öllum kaupfélögum landsins og mörgum kaupmönnum. Fyrir vorið. Handverkfœri allskonar ög garðyrkfuverkfœri er bezt að kaupa hjá oss. Beztu gerðir og gott verð. Samband ísl. samvinnufélaga. stjóra, um, eða laust eftir, 1920. Sem betur fór varð sú áætlun 10 árum á undan tímanum að veru- leika orðin, og verðum við nú að vona, að á því herrans ári 1940 megi í bifreið komast á milli allra landsfjórðunga, og um flestar sveitir. En það er nú sitt hvað að kom- ast leiðar sinnar með tóma bif- reið, og við mannhjálp, eða að ferðast óhindrað með fullkomna hleðslu fólks eða flutnings. Til þess að hið síðarnefnda megi tak- ast með góðu móti, þarf góða vegi, — upphleypta vegi. Alkunnugt er, að hér á íslandi er það mjög snjóalögum háð, hve langan tíma að vetrinum bifreiðarferðir eru tepptar, en það er all-ólíkt í hin- um einstöku landshlutum og breytilegt frá ári til árs. Það er engra manna meðfæri að ráða hve mikill snjór fellur, hvernig hann leggst, og hve lengi hann liggur. En hægt er þó ýmislegt að gjöra, sem eykur möguleikana til þess að bifreiðaferðir teppist sem allra fæsta daga í árinu. í þeim tilgangi gerum við almennt kröf- ur til meira upphleyptra vega en almennt gerist hjá öðrum þjóðum, og vinnum líka það, að oft eru þeir færir þó nokkur fönn sé á jörðu. 1 hinum alþekktu snjóa- sveitum duga þau ráð þó skammt, og því hverfa menn einnig að því að leggja vegina um hæðir og hóla, þar sem snjór eigi staðnæm- ist og vatn rennur fljótt af. Þegar eftir slíku er slæðzt, er ekki gott að komast hjá krókum og beygj- um, en það eru ókostir og þeirra vegna lengist leiðin. Það var eitt sinn, að »betri var krókur en kelda«; en vel skal meta hvort ekki sé ávinningur að brúa keld- una, í stað þess að beygja. Á byggingakostnaðinn einan má ekki líta. Á hverjum kílómetra sem sparast í vegalengd, sparast líka árlegt viðhald og ferðakostn- aður hvers einasta samgöngutæk- is, sem um veginn fer um ókomna áratugi. Þá er enn eitt atriði, sem athuga ber, og taka tillit til, þeg- ar lega vegar er ákvörðuð. Um þær sveitir, sem bæjaröð er ein- sett, er vandinn tiltölulega lítill, en þar sem tví eða fleirsett bæja- röð er verður vandara að finna þá afstöðu, sem fullnægir þeim skil- yrðujn að vera vel lagður með til- liti til snjóalaga og koma þó heim í hlað á sem flestum bæjum. Veg- irnir eru gerðir fyrir alla þá, sem þurfa að ferðast og flytja heim og að heiman, og því gera menn kröfur til, að þeir liggi svo nærri bæjunum, sem öll sanngirni mæl- ir með. Um þá vegi, sem tengja sveitir eða landsfjórðunga saman, kemur slíkt að litlu eða engu leyti til greina. (Framh.). Gisli Kristjánsson. Auglýsendur eru vinsamlega beðnir að koma auglýsingum stnum á framfæri ekki sfðar en daginn áður en blaðið kemur út. Fréttir. Dánardægur. Hinn 21. þ. m. andaðist hér á sjúkrahúsinu frú Freygerður Júl- íusdóttir frá Hvassafelli, eiginkona Hólmgeirs Pálmasonar frá Kálfagerði. Hún var innan við hálfþrítugt. — Þá er og nýlega látin frú Aðalbjörg Jónas- dóttir frá Hjalteyri, kona Hafliöa Guð- mundssonar sjómanns. Hún var 41 árs. — Ermfremur andaðist hér á sjúkra- húsinu 17. þ. m. Sigurpáll Jónsson bóndi í Klifshaga í Axarfirði, 32 ára gamall. Hann var ókvæntur. Lík frú Þónmnar Stefánsdóttur frá Hrafnagili var flutt hingað að sunnan með Islandi, síðustu ferð. Minningar- athöfn fór fram hér í kirkjunni á laug- ardaginn, og flutti sr. Sigurður Stef- ánsson þar ræðu. — Jarðarförin fór fram að Munkaþverá á mánudaginn. Hljámsveit Akureyrar hélt hljómleika í Samkomuhúsinu fyrra miðvikudags- kvöld. Leikin voru 8 lög og tókust öll prýðilega að dómi þeirra, er á hlýddu. Við hljómleikana skemmti Hreinn Páls- son með söng. Inflúenzan er nú í rénun í bænum. . J’jölda margir hafa fengið bronkítis upp úr veikinni. Ólafsfjarðarlxknishérað er veitt Bjarna Guðmundssyni lækni á Brekku í Fljótsdalshéraði frá 1. júlí næstk. Bátur úr Höfnum syðra fórst í fis'ci- róðri 20. þ. m., og drukknuðu þar 4 menn. Drengur, 6 til 7 ára, varð nýlega. fyr- ir bifreið á Hverfisgötu í Reykjavík og beið bana af. Norsku sannningarnir hafa verið sam- þykktir í neðri deild Alþingis með 19 atkv. gegn 6. Móti þeim greiddu atkv. jafnaðarmennirnir þrír, Jón Auðunn, Guðbrandur ísberg og Magnús Jónsson. Tvö fxreysk skip rákust nýlega á suður á Selvogsgrunni. Annað þeirra sökk á skammri stundu, en skipsmenn björguðust allir. Japanar hafa nú formlega gjört al- vöru úr því að segja sig úr þjóða- bandalaginu. UrnsjárutA'staðan í Samkomuhúsi bæj- arins var á bæjarstjórnarfundi í fyrra- dag veitt hjónunum Haraldi Guðnasyni og Dagmar Sigurjónsdóttur frá 14. maí næstkomandi. Nova kom að sunnan í fyrradag'. Er nú verið að skipa fyrrverandi »bann- vörum í land. Skipið fer héðan í kvöld austur um. Eins og sést á öðrum stað hér í blað- inu, verður Hátíðar-Kantata eftir Björgvin Guðmundsson við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, sungin hér á Akureyri næstu daga af 60 manna blönduðum kór, undir stjórn tónskáldsins. Mun margan fýsa að heyra slíkt verk, sem er talið eitt af því bezta, er samið hefir verið við áður- nefnd ljóð. Skiftast þar á einsöngvar, sopran-duett, tenor-duett, karlakór og blandaður kór. Undir verður leikið átvö flygel og orgel. — Er þetta stór-við- burður hér á Akureyri og mun ekki draga úr því áliti musik-manna, að Ak- uveyrl sé mesti musik-bær landsins. Síra Benjamín Kristjánsson flytur guðsþjónustur á Möðruvöllum á Pálma- sunnudag kl. 12 á hádegi; Páskadag í Hólum kl. 12 stundvíslega, í Saurbæ kl. 3 e. h.; á annan I Páskum á Grund kl. 12 á hádegi stundvíslega, í Kristneshæli kl. 3 e. h.; Kaupangi sunnudaginn 23. apríl kl. 12 á hádegi; Munkaþvei’á 30. apríl kl. 12 á hádegi. , Leikfélag Reykjavíkur hefir í vetur leikið Æfintýri á gönguför undir stjórn Haraldar Bjömssonar, alls 22 sinnum. Er það oftar en nokkur annar leikur hefir verið sýndur af félaginu til langs tíma eftir því sem blaðinu er kunnugt. Þess má geta, að Jóhanna Jóhanns- dóttir söngkona, er lék »Jóhönnu« hlaut beztu dóma fyrir leik sinn. Eldhúsdagsmm'æður hófust í neðri deild Alþingis á föstudagskvöldið og héldu síðan áfram á mánudagskvöldið. Haraldur Guðmundsson talaði einn af andstæðingum stjórnai’innar og deildi á hana, en ráðherrarnir þrlr voru til and- svara. Allmikið »pex« varð milli þeirra Haralds og Magnúsar Guðmundssonar um íslandsbankamálið og afturköllun þess. .. Smíðaeik og Prímafura nýkomið. Kaupíélag Eyiírðinga Byggingavörudeild. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Siml 4121. Reykjávik. Ritstjóri: Ingimar Eydal. <>t Prentsmiðja Odds Bjömsson&r.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.