Dagur - 06.04.1933, Page 4
5ö
DAGUR
14. tbl.
»*t»»t •- •• • •••••• • • *• • • • ••• •-•••
Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiftavinum mínum:
þar sem félagi minn, Jakob E'narsson, er fluttur úr bænum, hefi
eg keypt hans hluta af vinnustofu okkar, Dlvanavinnustofu Jakobs
Einarssonar og Co. — Nafni vinnustofunnar hefi eg breytt, og heitir
hún nú >FJAÐRAHÚSGAQNAGERÐIN«.
Virðingarfyllst.
Jón Hallur.
Postulíns- og leirvörur, ■■
nýkomnar.
Kaffistell, margar tegundir.
Leirföt. Leirkrukkur.
Blómapottar.
KAUPFÉLAG BYFIRÐINGA
Járn- og Glervörudeild.
Leikfélag Akureyrar
ieikur Fiðken Júliuog Hinrik og
Pérnillu á Sunnudaginn kemur i
siðasta sinn. Aðgöngumiðar kosta
1 krónu.
kostur er á, en til þess þarf
skurðurinn, sem vatnið leiðir
burt, að vera venjulegur fram-
ræsluskurður. Menn mega ekki
hika við að grafa 1,20—1,50 m.
djúpan skurð, ef þörf krefur, Það
borgar sig eftir á, þótt dýrara sé í
fyrstu. En svo djúpur og voldug-
ur skurður má ekki undir neinum
kringumstæðum vera minna en 3
metra frá vegarbrún. Það er vafa-
samt að aðrir vegir reynist end-
ingarbetri en sá, sem í gegnum
mýri er lagður, þegar vel er fyrir
öllu séð í fyrstu. Þar sem hugsun-
arleysi og trassamennska er með
í starfi, sökkva verkin í foraðið
óaflátanlega og viðhaldið tekur
engan enda.
VII.
Þess er hér að framan getið, að
enda þótt við neyddumst til að
nota vandræðaefni til vegagerða,
mundi það verða hlutskifti okkar
enn nokkur ár fram í tímann. Það
er nokkur huggun í því efni, að
viða um sveitir finnast hólar og
melar, — hinir ákjósanlegustu
sparisjóðir, sem grípa má til, til
ofaníburðar og viðhalds vegunum,
Á hinum fyrstu upphleyptu veg-
um, sem gerðir voru, leiddi það
af líkum að slitlag var svo að
segja ekkei’t, enda seinlegt og
dýrt að flytja möl í pokum eða
kláfum eins og þá gerðist. Síðar
komu kerrumar til sögunnar, og
var þá fyrst um að ræða verulega
möguleika til þess að fá haldgott
slitlag á vegina. Allstaðar, þar
sem nothæf möl fæst í grennd við
vegina, verða kerran og hesturinn
sjálfsagðir kraftar til flutninga.
En það er nú svo, að möl og möl
á ekki saman nema að nafninu, til
ofaníburðar á vegi. Möl finnst af-
ar víða, en tiltölulega óvíða sem
ákjósanlegt slitlagsefni. Eru augu
manna nú á síðustu tímum með
réttu opin fyrir því, að nota bif-
reiðar til þess að sækja mölina
þangað, sem hún bezt finnst inn-
an hæfilegra fjarlægða. Því miður
vantar gott slitlag alltof víða. Ým-
ist er mölin alltof leirborin, svo
hún veðst upp í hvert sinn, sem
dropi fellur úr lofti, eða hún er of
gróf, og staksteinar áberandi, svo
vegirnir verða mjög ógreiðir og
ómjúkir yfirferðar.
Fjörumöl og sandur er óhæft til
ofaníburðar nema með því að
blanda hvorutveggja með leir, eða
valta það ella niður í vota vegina
að hausti, eða snemma vors. Er
það traust nokkuð, að góð mol
finnst í allríkum mæli, í flestum
sveitum, og skiftir eigi mjög
miklu máli þó flytja þurfi um all-
langa vegu, jafnvel svo kílómetr-
um skifti, þegar um viðhald
brautanna er að ræða.
VIII.
Þá kem ég að því atriðinu sem
viðast hefir hingað til verið van-
rækt um of, til skapraunar fyrir
ökumennina, og öllum til skaða.
Þó vegirnir séu úr bezta efni
gerðir og bygging þeirra óaðfinn-
anleg, er umferð og veðrátta því
valdandi, að þeir þurfa árlegt við-
hald, og því meira viðhald, sem
þeir eru fjölfarnari.
Frainh.
H r a n n i r.
Kaldri storma ströndu
jeg stari hljóður af.
Við mér blasir bylgjótt,
breitt og svipþungt haf.
Ég stari af strönd og hlusta
á stormþyt og sævarnið.
Freyðandi hvítar hrannir
hníga við skerja rið.
Þar brotna þeirra fætur,
og þar með er endað skeið;
þannig fer fyrir öllum
sem fara of grýtta leið.
Gunnar S. Hafdal.
-----o-------
Kvöld.
Teiknar kvöldsins geislaglóð
gullna skýjafingur.
Yndisfagran ástaróð
aftan biærinn syngur
Jónatao Sígtryggsson
frá Tungu.
---- 0.... -
F réttir.
Fyrirlestur um æskuua os Slengid Nytu,
Páll H. Jónston frá Fremslafelli, að til-
hlutun U. M. F. í„ f Skjaldborg, kl, 8V2
e. h í kvöld. — Aðgangur ókeypis.
Messur í Akureyrarpiettakalli um há-
tfðarnar:
Pálmatunnudag kl. 2 Akureyri.
Sklrdag — 2 Akureyrl.
— — 6 Ak. (altarisganga).
Föstudag langa — 2 Ak„ kl. 5 Olerárþ.
Páskadag — 11 Lögmannshllð.
— — 4 Akureyri.
2, pátkadag — 2 Akureyri.
Geysir syngur í Nýja-Bló á Sunnudag-
inn kemur kl. 4 e. h. Hefir kórinn æft af
mikium kraftl undanfarna mánuði, og
söngskráin að þessu sinni sú fjölbreytt-
asta og stærsta, sem Oeysir nokkru sinnl
hefir tungið. Má þar telja meðal annart
þrjú óperulög: úr Lucla di Lammermoor,
eftlr Donizettl, Hermannakórinn úr Faust,
eitir Oounod og Pilagrímakórið úr Tann-
hauser, eftir Wagner, auk annars. Öll eru
lög þessi sungtn við íslenzka texta, við
flygel undirspil. Ennfremur eru á söng-
skránni: Fánasöngurinn eftir Wennerberg,
lög eftir Palmgren, R'ccius, Björgvin Ouð-
mundsson o. fl. Einsöngvari er Ounnar
Pálison.
SKRIFSTOFA
FRAMSÓKNARFLOKKSINS
er á Amtmannsstfg 4 (niðri).
Slml 4121. Reykjflvik.
Sfra Siguröur Gislason frá Þingeyri í
Dýrafirði, sem staddur er hér f bænum,
flutti erindl í Samkomuhúsinu i gærkveldl.
Fjailaði það um Talisman-slysið 1922 eða
öllu heldur um minnismerkl yfir hinar
föllnu sæhetjur, er þá létu lífið. Vill ræðu-
maður að reistur verði vili i nánd við
strandstaðinn (á Sauðanesi), og að f sam-
bandi við þá byggingu verði sett upp
minnismerki. Hefir sr. Slgurður gengízt
fyrir sjóðsöfnun á Vestfjörðum i þessu
skyni og er nú að vinna að þessn sama
hér norðanlands af mlklum og Ioftverðum
áhuga. Urðu dilitlar umræður að erindinu
loknu; var tekið mjög vel f málið og
kosln nefnd, til að beitast fyrir fram-
kvæmdum.
DÓmilf er falllnn í Haag f Orænlandc-
deilumáli Dana og Norðmanna. Er dóm-
urinn Dönum í vil, en með öllu and-
stæður kröfum Norðmanna til landnims
og yfirráða i Orænlandl.
Einar Olgeirsson kom hingað með Ooða-
fossi á laugardaginn og dvelur hér i bæn-
um um stundarsakir.
Tunnusmiðið er nú loks byrjað hér i
bænum og vinna að því um 40 manns.
Far tóku sér til Reykjavíkur með Ooða-
fossi á laugardaginn: Árni Jóhannsson
gjaldkeri i K. E. A. og bændurnir Berg-
steinn Kolbeinsson, Hólmgeir Þorsteins-
son og Þórhaliur Ásgrimsson. Voru þeir
kjörnir fulltrúar til að mæta á flokksþingi
Framsóknarmanna, er hófst f gær.
Eldur varð laus i verzlunarhúsi K. E, A.
hér í bænum síðastl. föstudagskvöld.
Kviknaði í þvottahúsi tilheyrandi leigu-
ibúð á efri hæð hússint. Slökkviliðinu
tókst að kæfa eldinn, ðður hann næði að
breiðast út. Ailt, sem brunnið gat i þvotta-
húslnu, varð eldinum að brið, og næsta
herbergi skemmdist einnig nokkuð. Talið
er, að kvlknað hafi út frá linsléttujárni.
Skaðlnn er metinn 4-5 þúsund krónur.
Vélbóturfnn »Páll« fré Hnifsdal er tal-
inn hafa farizt i fiskiróðri fyrra miðviku-
dag. Hefir hans verið mikið leitað, en
árangurslaust. Á bátnum voru 4 menn,
Halldór Pálsson, kunnur formaður 54 ára
gamall og 3 menn aðrlr unglr og ókvæntir.
Hfengisvamalélag er stofnað hér i bæn-
um og var frambaldsstofnfundur baldinn
í fyrrakvöld, Stofnendur eru nær 50 og er
bsrjarfógetlnn einn þelrra,
Vanti ykkur
Veggfóður, Pensla, eða
málningavörur,
er langmesta úrvalið og lægsta
verðið f
Verzlun Vigfúsar P. Jónssonar
Hafnarstræti 103.
Húspartur.
Tvær stofur, eldhús og lít-
ið herbergi, stór geymsla
og nokkur lóð tii sölu strsx
með sérstökum vildarkjör-
um og laust til ibúðar frá
14. maf n. k.
lngimundur Árnason.
Herbergi
með sérinngangi og miðstððv-
arofni hefi eg til leigu.
Kristjdn Sigurðsson
kennari.
»PELIKAN«-lindarpennar
eru aftur komnir.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeildin.
Yiirheyrslur hóf bæjarfógetinn hér f
fyrradag út af Nóvu-uppþotinu. Var fyrst
yfirheyrður formaður Verkamannafélagsins,
Steingrímur Aðalsteinsson, og svaraðt
hann öllum spurningum skilmerkilega.
Tveir aðkomumenn, Jón Rafnsson og Þór-
oddur Ouðmundsson, voru og kallaðir
fyrir rétt, og urðu þeir báðir mállausir,
þ. e, neituðu að svara dómaranum. - í
sambandi hér við fór eítthvað af komm-
únistum kröfugðngu og hafði Einar 01-
geirsson orð fyrir þeim.
Basar heldur Kristniboðsféiag kvenna
n. k. föstudag i Hersalnum. Þar verða á
boðstólum margir góðtr og ódýrir munir,
sem félagskonur hafa unnið i vetur til
ágóða fyrir bygglngarsjóð félagslns. Bas-
arinn verður opnaður kl. 4 e. h.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Bjönusonar,