Dagur - 13.04.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 13.04.1933, Blaðsíða 3
15 tbl. DAGUR 59 Að öðru leyti hygg ég, að engin í'jarstæða sé að athuga hvað gera megi til þess að hin ágætu flutn- ingatæki, — bifreiðarnar — geti verið endingarbetri og léttari í rekstri en nú er. Æskilegt er einnig, að flutn- ings- og ferðakostnaður á landi gæti orðið mun ódýrari en nú er. Ef það á að takast, verður að leita ráðanna til þess, þar sem þau er að finna. Ráðin eru ef til vill mörg og fjölþætt. í framanskráð- um atriðum um þörf betri vega, er mitt álit skýrt, svo sem tími og rúm leyfði. Aðrir, er þessi mál kunna að hugsa og ræða, finna sjálfsagt satt vera hið fornkveðna, að »vegr er undir, vegr er yfir, og vegr á alla vegu«. Gísli Kristjánsson. o Eg er hissa. Borgari nokkur armæðist I 12. tbl. »Dags« þ. á. yfir »næturorgic skipanna. Hann ségir að það sé hin mesta »raun sjúku og svefn- styggu fólki.c Hvað er að mannin- um? Ég skil hann ekki. Pegar ég er sjúkur, er mér það á við marga »Asp:rínc skammta, að heyra skip eða bíl flauta, eða önnur utanað- komandi hljóð. Pað minnir mig á líf og starf heilbrigðra vera, og ég fæ lðngun til að starfa og vera heil- brigður, en það er fyrsta stigið til að reyna að yfirvinna sjúkdóma. Og ég skil ekki að sjúku fólki ætti að vera meiri raun að skipaflauti á nóttunni en á daginn. En svefn- stygga fóikinu er ekki vorkennandi, það getur tekið sér túr við og við á Súlutind og prófað svo hvort svefninn verður ekki yfirsterkari »næturorgic skipanna. En ef Súlu- gangan dugir ekki eingðngu, þá er ekki annað en að taka bómull og stinga hnoðrum f eyrun á hverju kvöldi, leggja þykkan klút á hnakk- ann — og sofna. Pað situr illa á okkur fslendingum, að vera svo gorgeirsfullir að vilja ekki heyra til skipa úkkar, bvort sem er á nótt eða degi. Vona eg svo að þettagarnagaul nesjamennsku borg- arans láti ekki oftar til sín heyra. Jónatan Sigtryggsson frá Tungu. Athugasemd. Ritstjóri Dags hefir sýnt mér þetta plagg, að gamni. Af þvf er sjáanlegt, að heilbrigð skynsemi muni eiga heldur örðugt uppdrátt- ar og hættir siðaðra manna litið hald og traust hjá höfundi þess. Pað er þvf sjáanlega gagnslaust að deila við hann um það atriði, er fyrirspurn mfn náði til. Pað vita allir skynbærir menn, að næturorg skipanna er leiður vani, engum til gagns né gamans, en fjölda manns til angurs og ama. Og þetta skilur allur siðaður heimur. En ef höf; heldur f alvöru að þetta sé hin mesta taugastyrking og heilsubót, þá er sjáifsagt allt of Iftið af þessuro eimblæstri. Pað mætti þvf benda höf. á, að það þyrfti sjálfsagt að taka allan skipa- stól borgarinnar ( þjónustuna og bilana lika. Og sénnilega næði það skammt til að auka heilbrigðina til verulegra muna. Mætti þá hafa sveit manna, hljóðabelgi mikla, er orguðu og æptu á nóttum kring- um húsin og rækju höfuðin við og við inn f gættirnar, t. d. á sjúkrahúsinu, þar sem heilsubótar er einkum þörf, og drægju þá ekki af sér! En ef þetta skyldi ekki reynast einhlýtt, þá væri Súlna- gangan sjálfsögð í ofanálag. Og sparnaður við minnkandi aspirfns- notkun gæti haft sfna þjððhagslegu þýðingu, þó búast mætti e. t. v. við, að bómullarinnfiutningur til bæjarins yrði eitthvað að aukast. Og kæri höf. sig ekki um, að útbreiða og efla þessi vísindi f heilbrigðismálunum, en geri sig ánægðan með aðeins örlítið brot af þvf nauðsynlega aspirini, senni- Iega vegna kjarkleysis, þá verður að lita svo á, að hann hafi gert sig beran að þvf, að vera haldinn af verstu tegund »nesjamennskunn- arc, með þessu >garnagaulic. B o r g a r i. -----o----- Frá Kína. Laufið hefir bókstaflega hruníð af trjánum eftir tvær fyrstu frost- næturnar. Pau eru nú nakin og litlaus. Oamli skrúðinn fallegi ligg- ur við fætur þeirra velktur mjög og ósélegur, sem ekki er tiltðku- mál, úr því komið er fram á miðja jólaföstu, En um líkt leyti og grösin tóku að sölna og trén hristu af sér slitr- urnar, hafa hveitiakrarnir ífært sig nýjum mötli iðjagrænum. Vetrar- hveitið brýtur algerlega f bága við þá algildu reglu náttúrunnar, að hætta öllum lifshreyfingum með haustinu, en býður skammdeginu og kuldanum byrginn og er hvítt til uppskeru um það leyti að vor- inu, er islenzkir bændur hafa lokið að bera á tún. Venjulegast eru hér mikil stað- viðri á haustin, en því erum við fegnir, sem erum sífelt á ferðalög- um um þetta leyti árs. Pó þykir jafnvel okkur nóg komið, þegar ekki hefir sést ský á lofti í þrjá mánuði fulla. Pað er að nokkru leyti blíðviðr- inu að þakka undanfarna þrjá mán- uði, að eg man engan tíma ánægju- legri í mínu starfi í Kína. Og svo hefir verið friður og spekt I hér- aðinu þótt geysað hafi styrjaldir á tveim stöðum í landinu, allan þenna tíma. Pess má geta til dæmis um hve stórt þetta land er og auðugt, að hér hefir alls ekki gætt neinna áhrifa frá þessum styrjöldum og almenningur ekki heyrt þeirra getið nema óljóst, hafa þó fallið yfir 20 þús. manna f bardögunum f Szchwan s.l. mánuð, og efnalegt tjón er raetið f tugum miljóna króna. Óvenjulegt hefir það verið fyrir mig að geta verið tfmunum saman að heiman, án þess að þurfa að óttast um fjðlskylduna. Tvisvar varð eg þó að fara heim i haust og hafa hraðann á: í fyrra skiftið fór kommúnistaher mikill hér fram- hjá, aðeins ö km. frá bænum, En sfðara skiftið barst mér frétt um að ræningjar hefðu helt sér yfir Teng- chow og drepið fjölda fólks. Fyrst varð eg að hlaupa eftir reiðhjólinu 10 km., og hjólaði svo heim 30 km. á rúmum klukkutíma, en kom að virkishliðunum lokuðum. Ekki var annað um að vera en að ríkis herinn hafði svift varðsveit bæjar- ins vopnum, slikar skærur teljast ekki til stórviðburða hér. Hve mikil breyting hér hefir orðið til batnaðar, hvað frið og öryggi snertir, má ráða af því með- al annars, að í haust hef eg aldrei skilið úr, lindarpenna eða gullhring eftir heima, þegar eg hef farið í ferða- lög og verið langdvölum í þorpum, sem til þessa hafa verið talin verstu ræningjabæli héraðsins. Og nú er- um við að endurbyggja sumarbú- staði okkar á Haishan (shan=tjall), f annað skifti á þrem árum, og er- um svo bjartsýnir að halda að ræningjarnir brenni þá ekki í þriðja skiftið. — Ennþá eru þúsundir manna úr mfnu kalli í dreifingu og eiga ekki afturkvæmt fyr en yfir- völdin gera þeim fært að byrja þar nýrækt, er ræningjarnir hafa herjað og breytt frjósömu akurlendi i eyði- mörk. Við búum okkur úteins og menn, sem ætla að liggja við i tveggja mánaða tíma á fjöllum uppi. Fyrir dyrum úti standa tveir vagnar hlaðnir, ferðatjaldið stóra á öðrura og. nokkurir kassar með yfir 20 þúsund smáritum, en sængurfatn aður okkar allra á hinum, mjöl og matvæli, áhöld, ilát og allt, sem ómissanlegt þykir við matreiðslu. Tveim uxum rauðum, feiknastórum og með háum herðakömbum, er beitt fyrir hvorn vagnanna. Mat- reiðslusveinn hefir eftirtit með far- angrinum, en kínversku samverka- mennirnir mínir, 6 trúboðarog tvær kennslukonur, fara skemmstu leið, þeir fótgangandi en kennslukon- urnar fylgja lestinni á hjólbörum, algengasta farartæki kvenna hér. Konum þessum er stirt um gang vegna fótanna, sem einusinni voru reyrðir. Við gerðum boð á undan okkur til Dz'angkwocha', stærsta þorpsins tæpa dagleið iyrir austan Tengchow, og í myikri um kvö dið erum við loksins búnir að koma okkur fyrir í húsinu, sem oddviti þorpsbúa hefir séð okkur fyrir. En ekkja ein skaut skjólshúsi yfir kvemrúbodana. Pað er ómaksins vert að lýsa þessum húsakynnum nánar. Ekki vorum við fyr komnir f hlaðið en mér skildist að þetta hús samsvaraði því, sem við kðllum baðstofu á fslenzkum sveitaheimil- um. Nú er þess að gæta, svo við verðum ekki fyrir altof miklum von- brigðum, að Kínverjar gera allt aðrar kröfur til íbúðarhúsa en við. Austurlandabúar yfirleitt byggja eiginlega ekki íbúðir eða iveruhús, heldur aðeins næturskýli, Veðráttan gerir þelm raögulegt að lifa lifi sinu að mestu leyti úti, undir beru lofti. Jafnvel um þetta Ieyti árs situr kvenfólkið úti við hannyrðir sínar. Krakkarnir alast upp á göt- unum. Hér i Honan er það t. d. ekki venjulegt að menn sitji til borðs meðan á máltfð stendur; heimilis- fólkið fer út með skálarnar fhönd- unum og situr hér og þar á hækj- um sínum og borðar. Pað sem við köllum heimilislíf er þvf óþekkt í Kína, þjóðinni til ómetanlegs tjóns. — Menn eru því þó fegnir að flýja inn í húsin þegar heitast er á sumrin og kaldast er á veturna, og svo þegar óeirðir eru eða illt í ári og mikið um þjófnað. Pvi eru hlaðnir garðar, tveggja til þriggja metra háir, kringum bæjarhúsin, sem eru því >hæ!i og háborgc, skýli og vígi, Eg vil nú biðja háttvirta lesend- ur mína að teikna riss af húsi einnar hæðar. Dyr eru á syðri hliðarvegg miðjum. Veggir þykkir úr jarðsteypu og rifnir mjög, enda 60 ára garaiir og hafa aldrei verið sléttaðir, ennþá sést fyrir förunum eftir mótin. Úr anddyrinu þrammar maður beint inn í gesta , setu- óg borðstofuna í miðju húsi, og stend- ur þar á miðju moldargólfi og horfir upp í ræfrið. Hér er hvorki forstofa né göng, fjalagólf, þiljur né loft. Húsið er ekki gert að inn- an að öðru leyti en því, að vegg- irnir eru sléttaðir með mold og að það er gert í sundur með tveimur moldarveggjum, sem ekki eru hlaðn- ir hærri en hliðarveggirnir. Ef mað- ur tyllir sér á tá sést hæglega inn f svefnherbergið f öðrum enda hússins en eldhúsið i hinum. Digrar stoðir og þykkir, bog- myndaðir bjáikar, þykja stærsta piýði hússins. Pað þar! sterka viði til að bera tugi þúsunda af þak- hellum, þó hver um sig sé ekki stærri en lófi manns, Algengt er að fátæklingar þeki hús sín með hálmi og noti þá miklu grennri viði. Pessir kfnversku torfbæir eru til- tölulega hlýir á vetrum, (en það kemur sér vel, þvf ekki eru þeir upphitaðii), en kaldir á sumrin. En svo eru þeir óvistlegir, að engan mann íslenzkan mundi fýsa að vera f þeim nætursakir, hvað þá lengur. Pó ala tugir miljóna manna aldur sinn i þeim og una slnum hag engu ver en villaeigendur heima. Samt á slík nægjusemi lftið skylt við sanna vellíðan, og er enda þvf einu að þakka að aimúgamenn f Kína hafa aldrei komizt upp á að gera hærri kröfur til lífsins. Annars er múrsteinn algengasta byggingarefni Kínverja. í bæjum og borgura víða gefur að Ifta bygg- ingar, sem vel stæðust samanburð við það er Islendmgar hafa séð bezt i húsagerð. Ekki er ætlast til að búið sé f ferðatjaldinu, heldur er það notað eingöngu til samkomuhalda. Okkur verður ekki skotaskuld úr að finna hentugt húsnæði: Pað má ganga út frá þvi sem sjálfsögðu, að f hverju einasta þorpi séu a. m. k. einhver húsakynni tóm vegna draugagangs, þess höfum við not- ið í haust á tveim stöðum. En f síðasta þorpinu sá oddvitinn okkur fyrir plássi á sfnu eigin heimili, og fór ágætlega um okkur. Pað er uppi fótur og fit f þorp- inu þegar um kvöldið er við kom- um, ber margt tii þess: þetta er fyrsta skifti að útlendan mann ber að garði. Pvínæst er öllum, en

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.