Dagur - 15.06.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 15.06.1933, Blaðsíða 3
24. tbl. DÁGUR 95 HÖRUNDSFEGURÐ í Kvikmyndaheiminum í hinum viShafnarmestu búningsherbergum í Hollywood, sjái'S >jer hina látlausu hvítu Lux Handsápu, sem er fegurSarleyndármál filmstjarnanna, Myndavjelin sýnir hina minstu misfellu í hörundinu. HiS milda löSur Lux Handsápunnar, hefir fengiS óskift hrós film- stjarnanna fyrir pann yndislega æskupokka, sem hún heldur vi'S á hörundi peirra. Því ekka a'S fylgja tízkunni í Hollyrvood, og láta hörund yÖar njóta breytt frá því er það upphaflega var. Ríkisstjórninni er heimiluð aukning lögregluliðsins, en áður en sú aukning fer fram, skal leita tillagna bæjar- og sveitastjórna. Kommúnistar studdu að framgangi þessa máls með því að gera óspektir á áheyrendapöllunum við umræður um það. Sýndu á þann hátt í verkinu hafi orðið á Alþingi, og eiga komm- únistar heiðurinn af þeirri nýjung, enda ekki ólíklegt að svo sé, því þeir vilja útkljá ágreiningsmálin með hand- afli eða líkamlegu ofbeldi. En með baráttu sinni gegn því að sæmileg lögregla sé í landinu, til þess að haldá uppi lögum og friði, gefa þeir sjálfum sér þann vitnisburð, að þeir vilji fót- um troða hvorttveggja, friðinn og lög- in, og fá að gera það í næði og mót- spyrnulaust. Rannsókn d hag sjávar- útvegsins. Undir þinglokin kom fram í neðri deild og var sainþykkt svohljóðandi þingsályktunartiliaga: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina: 1. að rannsaka og safna skýrslum um fjárhagsástæður og afkomuhorfur sjávarútvegsmanna um land allt. 2. að undirbúa tillögur til úrlausnar á vandamálum útvegsmanna, einkum um ráðstafanir af hálfu hins opinbera til að firra þá vandræðum vegna yfir- standandi krepputíma. 3. að athuga leiðir til þess að treysta betur en nú er sameiginlega hagsmuni vinnuþiggjenda og vinnuveitenda, þeirra, er vinna að sjávarútveginum, bæði á sjó og landi, og gera tillögur til að draga úr fjárhagsáhættu útvegs- ins. 4. að rannsaka skilyrði fyrir bættum og fjölbreyttum verkunaraðferðum. 5. að gera tillögur um framkvæmdir til aukins markaðar fyrir fisk, fiskiaf- urðir og aðrar innlendar framleiðslu- vörur. 6. að undirbúa rekstrarlánastofnun fyrir bátaútveg landsmanna. Að því er snertir rannsókn á hag stórútgerðarinnar, þá sé leitað sam- vinnu við nefnd þá, er af bæjarstjórn Reykjavíkur hefir verið falið að rann- saka hag og afkomu bæjarútgerðarinn- ar. Til þess er ætlast, að svo sé hag- að framkvæmdum þeim, er að ofan getur, að rfkisstjórnin geti lagt tillögur um þessi mál fyrir næsta Alþingi.« Mannfórn sveitanna. Mannfjölgun í kaupstöðum Iandsins hefir aukizt óðfluga síðustu áratugina, einkum í Reykjavík. Hvaðan hefir þessi fólksstraumur komið? Hver hefir lagt kaupstöðunum við sjávarsíðuna til allt þetta mikla vinnuafl, alla þessa orku, sem þar er saman komin? »íslendingur«, 2, júní sl., kemst meðal annars svo að orði: »Tuttugu þúsund Reykvíkingar eru menn, er flutzt hafa hingað hvaðanæfa úr byggðum landsins síðasta aldarfjórð- unginn*. Þarna segir blaðið eftirtektarverð sannindi, sem að vfsu voru öllum áð- ur kunn. F*að eru sveitir Iandsins, sem fórnað hafa sonum sínum og dætrum til kaupstaðanna. Tuttugu þúsund til Reykjavíkur einnar á tuttugu og fimm árum. Líklega hafa sveitirnar lagt öðr- um kaupstöðum til 10 þús. manns á sama tíma. Það verða ails 30 þúsnnd. Hvílík mannfórn frá sveitunum. Eg hygg, að hagfræðingar meti mannslífið nú á dögum ekki minna en 70 þús. kr. Þegar sú upphæð er marg- földuð með tölu þess mannfjölda, sem sveitirnar hafa látið af mörkum til hvorki meira né minna en 210 miljónir klóna. Ressu hafa þá sveitir landsins orðið að fórna til nýsköpunar kaupstaðanna. En þetta þykir ísl. og öðrum íhalds- blöðum sýnilega ekki nóg. Rau heimta jafnframt að sveitirnar afsali sér með ljúfu geði pólitísku valdi sínu og leyfi tregðulaust, að það verði einnig flutt úr sveitunum til kaupstaðaðanna. Sveitamaður. ------o----- B œkur. Slysavarnafélag Islands. Skýrsla Slysavarnafélagsins fyrir árið 1932 er nýlega komin út. Sam- kvæmt henni hefir 66 mðnnum verið bjargað frá drukknun á því ári hér við land. Par af eru 26 Pjóðverjar, 14 Engiendingar og 26 íslendingar. Hefir Slysavarnafélagið átt sinn þátt í sumum björgunum með því að gera aðvart um hættuna og kalia á hjálp með aðstoð lóftskeytastððva eða útvaips. Arið 1932 bafa drukknað hér við land 30 menn, allt íslendingar. Á árinu strðnduðu 6 enskir togarar hér við land, en af þeim náðust 4 út aftur. Tveir þýskir togarar strðnd- uðu og náðist annar út. Sex íslenzkir véibátar strönduðu, náðist einn út, en hinir ónýttush Tveir vélbátar brunnu og 3 fórust með öllu. Voru það bátarnir Hulda frá Keflavik, Sæunn frá Sandi, með 4 mönnum hvor, og Valur frá Fáskrúðsfirði með 3 mönnum. Tvö færeysk fiski- skip strönduðu og ónýttust, og auk þess strðnduðu farþegaskipin Esja, ísland og Goðafoss og norska flutningaskipið >Statc, en náðust öll út aftur. Enginn maður drukkn- aði við skipstrand og mun það fá- dæmi, ef ekki einsdæmi. Almanak fyrir árið 1933, sem Ólafur S. Thorgeirsson í Wmnipeg gefur út, er hingað komið. F ytur það safn til Isndnámssögu íslend- inga í Vesturheimi og fleira. í þvl eru allmargar myndir. Náttúrufrœðingurinn fiytur minningarorð um Guðmund G. Bárðarson prófessor og skrá yfir rit hans, eftir útgefandann Árna Friðriksson. Auk þess margskonar skemmtilegan fróðleik eftir ýmsa höfunda. Bændaskólinn d hvanneyri. Skýrsla um bændaskólann á Hvann- eyri fyrir skólaárin 1930—1932 er út komin. Fyrra árið voru 22 nem- endur í eldri deiid og 16 f yngri deild. Siðara árið voru 15 f eldri deild, en 11 í þeirri yngri. Verklega náminu að vorinu og haustinu hefir verið hagað líkt og áður. Vorið og haustið 1931 voru þátttakendur hlutfallslega 12 og 10, en vorið og haustið 1932 voru verknemar hlut- fallslega 15 og 13. Fyrra árið voru alis unnin 343 dagsverk, en seinna árið 756 dagsverk. Unnið var að matjurtagörðum, sáðsléttum, opnum skurðum, girðingum, lokræsum og flóðgðrðum. Auk þessara starfa fengu verknemar tilsögn f meðferð heyvinnuvéla og hirðingu þeirraf Uppskera á Hvanneyri var sem hér segir: 1931 1932 Taða, hestar . . , 1300 2000 Úthey, hestar . . . 2500 3000 Kartöflur, tn. . . . 45 25 Rófur, tn............. 200 200 Túnið á Hvanneyri er nú orðið um 33 ha. að stærð. Sfðasta sumar hafa þá fengist um 60 hestar af ha. að meðaltaii, eða uppundir 20 hestar af vallardagsláttu. Af túniógheima- engjum, sem nálega allar eru komnar í rækt með áveitu, fengust 44 hest- ar af ha. að meðattali. Tún og heimaengjar eru um 100 ha. að stærð, mestur hlutinn véifær orðinn. í skólaskýrslunni eru nokkrar myndir frá skólasetrinu, þar á meðal af binu margumtalaða Hvanneyrar- fjósi, sem hefir orðið svo mikill þyrnir f augum vissra manna. — Myndinni fylgir ýtarleg lýsing af fjósinu og heyhlöðunni. Básarnir eru 73 í aðalfjósinu, gerðir úr steinsteypu. Hlaðan rúmar alls með votheystóftum um 4000 hesta. 4 Morgúnn, fyrri hluti þessa ár- gangs, er út kominm Efni ritsins er sem hér segir: Erlent tungumálatat og tungumála- ritun, eftir Sigurð H. Kvaran. Trúin á samfélag heilagra, ræða eftir sfra Árna Sigurðsson. Kirkjan og hinir framliðnu, eftir sira jón Auðuns. Frá reynslu minni, eftir sfra Kristinn Daníelsson, Sýnir og skyggni, eftir Hallgrfm jónasson kennara. Úr sáí- rænni reynslu minni, eftir frú Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Fullkomin vissa um frarahaldslífið, eftir Sir Olíver Lodge. Miðillinn, kvæði eftir jakob Jóh. Smára. Rödd frá öðrum heimi, eftir Sigurð Arnalds. Hugs- anaflutningur eða fjarskyggni? eftir ritstjórann Einar H. Kvaran. And- setni, eftir S. H. Kv. Draumur Ing- unnar Pálsdóttur. Ef til vill ótrúleg saga, eftir E. H. K. Um Einar N elsðn, eftir Kristinn Danfelsson. Að lokum: Ýmislégt utan úrheimi. Öll miðar stefna ritsins að þvf að færa lesendum sinum þann boð- skap, studdan likum og sönnunum, að líf sé til eftir þetta Hf. Peir, sem ekki Iáta sér standa á sama um þau efni, ættu aliir að lesa Morgun. Iðunn, 4. hefti fyrra árs. Efni: Bertrand Russell: Ágæti hóglffis. Böðvar frá Hnífsdal: Fáðu mér sverðið mitt Freyja! (kvæði). Helgi Péturss: Opinberun, Völuspá og stjðrnuliffræði. PórbergurPórðarson: Stofnenskan. Hallgrfmur Jónasson: Niður f koianámu. Sigurður Einars- son: Ungir höfundar, með mynd af Jóhannesi úr Kötlum. Arnþór Árnason: Hugar einn það veit (kvæði). Sigurður Einarsson: Tækni- könnun. Porsteinn Jónsson: Tri þfn. Á. H.: Bækur. Afturkoma hertogans, saga eft- ir Thomas Hardy, þýdd af Snæbirni Jónssyni, er nýkomin út. Höfund- urinn er eitt af frægustu skáldum Englendiuga. þörfina fyrir sterka lögreglu. Leiddu þessi ærsl kommúnista til ryskinga kaupsfaðanna, þá kemur út milli þeirra og lögreglunnar. Mun það í fyrsta skifti í þingsögunni að áflog

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.