Dagur - 06.07.1933, Blaðsíða 2

Dagur - 06.07.1933, Blaðsíða 2
108 DAGUR 27. tbl. gfffHHnmHfffHHHg m* n x i ■ i r ■ tfli — allskonar — sérstaklega hentug verkfæri fyrir skrúðgarða. BlómakönRur. • Blómaáburður. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. My ndastof an Oránufélagsgötu 21 er opin alla daga frá kl. 10—6. Guðr. Funch-Rasmussen. Brot ur rœðu Jóns Árnasonar fram- kvœmdasíjóra á aðalfundi S. I. S. 15. og 16. júni síðastl. Pegar litið er yfir verzlunarástand undanfarandi ára, verður ekki urn það deilt, að árið sem Ieið er að öllu samanlögðu lang-óhagstæðasta verzlunarárið, sem komið hefir um marga áratugi. Ofan á glundroða þann, sem varð á peningamarkaði heimsins, við það að Bretar hættu að innleysa seðla sfna með gulli og peningar þeirra féliu i verði seint á árinu 1931, og fjöldi ann- ara þjóða fylgdi dæmi þeirra, náði verndartolla- og innilokunarstefnan i viðskiftum hámarki sinu á árinu sem leið. Eitthvert gleggsta ein- kenni þeirrar stefnu er samningur sá, sem stjórn Stóra-Bretlands gerði við nyiendur sínar í Oltawa i júli og ágúst árið sem leið. í samningum þessum tryggja Bretar nýlendum sinum ýmiskonar for- réttindi í verzlun i beimalandinu og fá i þess stað tollaivilnanir og önnur friðindi fyrir iðnaðarvörur slnar hjá nýlendunum. Nýlendurnar fengu leyfi til þess um næstu 5 ár að flytja til Bret- Iands jafnmikið kjöt árlega ogþær höfðu flutt þangað frá 30/ó ’31 — >/7 ’32, með öðrum orðum, það er fyrirbyggt að nýlendurnar geti aukið kjötframleiðslu sína, nema þær vinni nýja markaði, en jafnframt er svo um samið við ný- lendurnar, að Bretar ieyfi ekki inn- flutning frá útlöndum á meiru en i mesta lagi 65°/o, miðað við inn- flutt kjötmagn frá hlutaðeigandi landi eins og það var frá 3% ’31 -'h ’32. Aðrar þjóðir hafa tekið upp samskonar hindranir á innflutningi landbúnaðarvara, og svo er hátoll- um beitt gegndarlaust til að hindra innflutning, eins og t. d. f Pýska- landi. Utflutningsvörur Sambandsins hafa nuraið þvf, sem hér segir sið- an 1915 (broti úr þús. sleppt héi): 1915 kr. 1.133 1916 - 900 1917 - 552 1918 - 1 629 1919 - 7.190 1920 - 5.596 1921 - 5.182 1922 - 5.572 1923 - 5.600 1924 - 9 790 1925 - 6.424 1926 - 6.785 1927 - 7.370 1928 - 8.274 1929 - 8.940 1930 — 6 443 1931 - 6.895 1932 - 4.404 Ullarmarkaðurinn 1932 var með afbrigðum óhagstæður. Aðalmark- aðurinn fyrir islenska ull hefir um mörg ár verið I Bandaríkjunum, en þar var ástandið i iðnaði og við- skiftum hið verstai Af framleiðslu ársins 1932 seidust heldur ekki nema 500 sekkir, en um 2500 frá árinu áður. A'Is hafði Sambandið til sölumeðferðar frá Sambandsfé- lögunum 5998 sekki og frá öðrum 670 sekki af framleiðsiu ársins 1932. Pó ekki seldist meiri uil á árinu ðn áður greinir, þá hefir sjaldan verið eytt meiri tima og fyrirhðfn við söluna, síðan Sambandið tók til starfa. Uiiin var boðin fjölda firma i öllum ullariðnaðarlöndum Norðurálfunnar og auk þess f Bandarikjunum og Japan. Sam- bandið hefir orðið fyrir hörðum á- rásum frá andstæðingum sinum, fyrir hve seint og illa uliarsalan hafi gengið. En eg þori að fullyrða, að enginn ullar útflytjandi hefir selt méiri ull á árinu, en sem svarar Vio hluta þess, sem Sambandið seidr, og söluverð þessara útflytj- enda virðist ekki vera sérlega hátt, ef nokkuð má marka það af þvf, hvað þeir hafa borgað ullina. Pfigar kom fram í byrjun maí fór ullin að seljast, og er öll uil Sambandsins frá árinu sem leið nú seld. Að vísu er verðið hræðilega lágt, en þó engu verra en á til- svarandi tegundum ullar annars- staðar. Af þvf ullin hefir verið að seljast fram á sfðustu daga, hefir ekki unnizt tfmi til að áætla verðið nákvæmlega, en eg geri þó ráð fyrir, að verð á 1. flokks norðl. ull verði kr. 1.40 pr. kg. á höfn ytra og annað verð tilsvarandi. Skinn og húðir seldust að mestu á árinu. Verð á selskinnum og Iambskinnum mátti kalla viðunandi, en á húðum og öðrum skinnavör- um miklu lægra en nokkru sinni áður. Eins og kunnugt er, gekk fisk- salan hörmulega 1931. Pví nær all- ur fiskur landsmanna var settur i umboðssölu f markaðslöndunum, og þar sem umboðsmennirnir voru i flestum tilfellum fiskkaupmenn sjálfir, mátti heita að ísfendingar réðu bókstaflega engu um söluna. Reikningsskil fyrir fiskframleiðslu þessa árs komu seint fram og urðu flestum hin mestu vonbrigði. Pað var bersýnilegt á fyrsta árs- fjórðungi 1932, að allt myndi lenda í sama ófarnaði með fisksöl- una, ef ekki yrði hafizt handa um gagngerða skipulagsbreytingu. — Flestir stærstu fiskiútflytjendur sáu þetta og munu jafnframt hafa haft grun ura það, að fiskframleiðendur myndu ekki fúsir til samskonar viðskifta 1932 eins og árið áður. Pess vegna var í fyrravor hafizt handa um að mynda Fisksölusam- bandið, sem stjórnað skyldi af stærstu þremur útflytjendunum, með eftirliti Landsbankans og Útvegs- bankans. Petta tókst eftir allangar fæðingarhrlðir. Flestir fiskframleið- endur gengu i samtök þessi, þótt þau væru mjög laus i sniðum og fyrirkomulaginu að mðrgu ábóta- vant. Eins og við mátti búast, varð brátt gagngerð breyting á fiskverzl- uninni. I stað þess að áður var ill- vfg barátta milli fiskútf lytjenda, sem meðfram varð valdandi hins mikla ófarnaðar fisksölunnar 1931, þá var fiskurinn boðinn fram af einum aðila. Enginn uggi var lát- inn í umboðssölu, og fiskinnflytj- endur í markaðslðndunum voru yfirleilt ánægðir með samtök ts- lendinga, þar sem þau tryggðu fast verð og ró á fiskmarkaðinum. Árangurinn af samtökunum varð mjög góður. Fiskverðið varð stöð- ugt, en heldur hækkandi fram að árslokum. Salan var ör, svo mikiu minni birgðir voru óseldar um ára- mót, en verið hafði undanfarin ár. Verð fyrir fyrsta flokks stórfisk var frá 75 — 85 kr. og labradorfisk um 60 kr. skippundið. Sambandið ákvað strax að taka þátt f samtökum fiskútflytjenda. — Sambandið hafði til sölumeðferðar á árinu fyrir Sambandsfélög og aðra 3.743.150 kg afallskonar fiski. Umsetning fiskreiknings var kn 1.181.312. Einstaka kaupfélög hafa gengið f fiskisamlðg i hlutaðeigandi fjórð- ungi. Höfum við ekki séð ástæðu til að amast við því, á meðan Sam- bandið ekki hóf útflutning á fiski f stórum stíl. Hinsvegar hefi eg talið það æskilegast og eðlilegast, að öll féiögin stæðu saraan sem ein heild í Fisksölusambandinu, einkum af þvi að Sambandið tekur engiu um- boðslaun af félðgunum fyrir milli- göngu sina við Fisksölusambandið. Saltkjöt. Eins og kunnugt fir, sögðu Norðmenn upp kjöttollssamningn- um frá 1924 þann 11. febr. 1932. Eg mun siðar minnast á kjðttolls- samninginn sérstaklega, en skal að- eins geta þess, að dráttur sá, sem varð á samningagerðinni, varð mjög skaðlegur fyrir kjötverzlun okkar. Nýi samningurinn var ekki undir- skrifaður fyr en 17. sept., eða rétt fyrir kauptið, og þar sem allt var i óvissu um hvort samningar tækjust fram að þeirn tíma, var óhægt um vik að gera nauðsyniegar ráðstafan- ir til undirbúnings kjötsölunni. Strax að ioknum samningum var byrjað að selja saitkjötið. Eg var þá i Noregi og kynnti mér eftir föngum matkaðsástæður og sölu- horfur. Mér barst áætlun um kjöt- magn félaganna að heitnan og á- ætluðu þau að þau myndu hafa til sölu um 9 þús. tn. og var þá lík- legt að hægt yrði að selja til Nor- egs nálægt þvi kjötmagni, sem um hafði verið samið að nyti hinna lágu tollkjara. Petta fór þó áannan veg. Saltkjötið reyndist ekki nema 6.140 tn. Kjðtverðið var i byrjun 65 norsk- ar kr. tunnan á höfn i Noregi, en hækkaði strax, þegar vitað var hvað lítið væri til, upp i 70 kr. og komst síðar í 75 — 78 kr. Kjötið seldist óvanalega snemma, var mest allt selt fyrir áramót. Andstæðíngar samvinnufélaganna hafa hvað eftir annað skýrt frá því i blöðum sfnum i vetur og vor, að ekkert saltkjöt hefði verið fáanlegt hér á landi i aprilmánuði, en ísl. saltkjöt væri selt fyrir hraklegt verð i Noregi, eða seldist helzt ekki. Hvorttveggja er tilhæfulaus uppspuni. Eíns og eg skýrði frá áður, seldist saltkjötið óvanaiega snemma í Noregi og Sambandið haföi saltkjöt til sölu í Reykjavík, fram í byrjun júnímánaðar. Frosið kjöt. Samvinnufélögin hafa unnið að þvi ósieitiiega undanfarin ár að gera sig óháða norska markaðinum, sem stöðugt hefir verið að þrengj- ast. Á síðastliðnu vori var þvi ráð- ist i að byggja þrjú ný frystihús og eitt var keypt. Með hagkvæmri notkun þessara frystihúsa telst mér til að hægt verói að frysta til út- ilutnings um 130 — 140 þús. skrokka og reyndar talsvert meira, ef mikið væri flutt út frá Reykjavík og fé rekið nokkuð milli héraða til frysti- húsanna. Að sjálfsögðu mátti ailtaf búast við misjðfnu verði á frosna kjötinu eins og öðrum vörum. Englendmg- ar flytja inn á ári um 20 miljónir skrokka af frosnu lamba- og kinda- kjöti og um 2 milj. nautsskrokka. Markaður virðist þvi nægur fyrir kjötmagn okkar i Bretlandi, ef við gætum framieitt jafngóða og jafn- ódýra vöru og aðrar þjóðir. Pað kom eins og skúr úr heið- skýru lofti, þegar samningar Breta við nýlendurnar, sem gerðir voru í Ottawa í sumar sem leið, voru birtir. Hafði vist fáa grunað, að innflutningurinu yrði takmarkaður og það í svo stórum stil, sem raun varð á. Félögin höfðu fryst alls á siðast- liðnu hausti 120.312 skrokka til út- flutnings. Mest af kjötinu var selt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.