Dagur - 06.07.1933, Blaðsíða 3

Dagur - 06.07.1933, Blaðsíða 3
27. tbl. DAGUR 109 • • • •• m • ••••>• -• • • • i Englandi, en nokkuð á Norður- löndum og innanlands. Á Norðurlöndum er smátt og smátt að vinnast markaður fyrir ísl. freðkjötið. í Svíþjóð er mestur markaður, en Svfar kaupa nýtt dilkakjöt frá Eistlandi og Lffiandi á meðan Eystrasalt ekki leggur. Pað kjöt er selt afskaplega ódýrt, svo engin leið hefir verið að keppa við það. í Kaupmannahöfn er að vinn- ast markaður. Hingað til hafa menn ekki kunnað að fara með frosið kjöt á Norðurlöndum og á- lítið það lélega vöru. Menn eru nú að læra að fara með það og líkar kjötið ágætlega. Meðalverð á öllu kjðtinu var kr. 0.65 pr. kg. komið á skipsfjöl. Gœrur. Sambandið hafði til sölumeðferð- ar alls 309.707 gærur. F*ær voru seldar til Englands, Pýzkalands, Svíþjóðar, Danmerkur og Norégs. í gæruverksmiðju Sambandsins voru unnar 75.604 gærur. Gæruverð til félaganna var, að frádregnum sölu- og flutningskostn- aði. 63 au. kg., eða um 5 au. hærra en f fyrra. Horfur. Eg mun ekki að þessu sinni flytja langt mál um söluhorfur framleiðsluvaranna. Eg er yfirleitt ekki bjartsýnn, en vil þó ekki valda mönnum óþarfa kvíða. Álft eg sjálfsagt að reyna jafnan að gera sér grein fyrir ástandinu og framtíðarhorfum eins og þær koma hverjum einum fyrir sjónir, en hvorki gylla horfurnar með tálvon- um, sem enga stoð eiga i virki* leikanum, né sverta þær svo fyrir sér, að maður missi við það alla löngun til að ráða fram úr erfið- leikunum. Margir virðast álíta, að viðskiftakreppu þeirri, sem nú hefir varað um hrið, muni aflétta i einni svipan, eins og þegar óveður lægir, og allt muni komast aftur i sama horf og áður var. Eg er þeirrar skoðunar, að við munum, hvað vöruverð snertir, nú vera miklu nær því sem kalia má >normalt<, en við vorum 1928. Reyndar þykir nú sennilegt að heildsöluverð á beimsmarkaðinum hækki eitthvað dáiitið, áður en langir tfmar líða, og að því stefna að miklu leyti ráðstafanir stórþjóðanna, en eg hefi ekki trú á mikilli hækkun og þvf siður að það verði með snögg- um hætti. Eg skal þá fara örfáum orðum um útlit með verðlag á helztu framleiðsluvörum okkar, eins og mér kemur það fyrir sjónir. Áramótabirgðir af fiski eru nú fyrir löngu seldar og lítill fiskur i markaðslöndunum. Fiskframleiðslan er óvanalega mikil,. það sem af er árinu, en sala hefir ekki verið ör enn sem komiðer. Peir, se n þess- um málum eru kunnugastir, telja vafasamt að fást muni fyllilega eins hátt verð fyrir þessa árs fisk og i fyrra. En ekki eru neinar al- varlegar hömlur sjáanlegar á vegi fisksölunnar. Englendingar hafa að vísu takmarkað innflutniag á is- fiski Og saltfiski frá útlöndum, Iækkað innflutningsmagnið um 10% miðað við meðalinnflutning- inn árin 1930—32, en þeir hafa jafnframt skuldbundið sig til að hækka ekki toll á fsfiski og salt fiski upp úr 10% af verði fiskjarins næstu 3 ár, og að endurgreiða toll af þeim saltfiski, sem verkaður verður í Englandi og fluttur út aftur. Að öllu athuguðu álít eg ekki ástæðu til að óttast samskonar hörmungar með fiskverzlunina og þær, sem við áttura við að búa 1931, ef samtökin um fisksöluna bila ekki og engir ófyrirsjáanlegir atburðir ske i náinni fraratið til hindrunar fisksölunni. Pað hefir lifnað talsvert yfir ullar- markaðinura undanfarnar vikur, þó verðið sé mjög lágt. Vil eg engu spá um það, hvort ullarsala verður jafnör hér eftir og verið hefir und- anfarið, en tel það þó vafasamt. Við höfum nú selt af þessa árs framleiðslu um 2000 balla af uil, og hefir verðið verið örlítið hærra en meðalverð gömlu ullarinnar. Setja margir verðhækkun þá, sem orðið hefir undanfarnar vikur, i samband við vonir manna um alþjóðaráð- stefnu um fjármál, sem byrjaði i London 12. þ. m. Hefir það oft skeð undanfarin ár, að fjörkippir hafa komið i viðskiftin á undan slíkum ráðstefnum, en allt sótt i sama farið á eftir. Ekkert er hægt að fullyrða um kjötverð í næstu kauptið, en allar líkur benda til þess, að það verði eitthvað skárra en árið sem leið, það er að segja fyrir það kjöt, sem hægt verður að flytja til útlanda. Eg mun í öðru sambandi gera nán- ari grein fyrir kjötútflutningnum, en vil aðeins geta þess hér, að ráð- stafanir þær, sem gerðar hafa verið í þeim lönduro, sem aðallega kaupa kjöt okkar, Noregi, Englandi, miða að því að hækka kjötverðið. Við komumst á bak við tollmúra og aðrar verðhækkunarráðstafanir með það af kjðtinu, sem leyft verður að selja i löndum þessum, og njótum góðs af þeirri verðhækkun, sem þessar hindranir orsaka. Getur farið svo, að hækkað verðiag bæti að nokkru upp það tjón, sem við bíð- um við það að geta ekki óhindrað flutt það kjöt til markaðslandanna, sem við teljum okkur þurfa. ----- o ... . Á viðavangi. Framboð afturkölluð. Árni Jóhannsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins á Akureyri, hefir afturkallað framboð sitt við kosningarnar 16. þ. m. Ástæðan til þessarar afturköllunar er sú, að fulltrúaráð Framsóknar- flokksins í Skagafirði óskaði eftir þvf, að frambjóðandi Aiþýðuflokks- ins þar drægi sig til baka, þar sem framboð hans gæti ekki borið ann- an árangur en þann að styðja að kosningasigri Magnúsar Guðmunds- sonar. Ráðandi menn f Aiþýðu- flokknum vildu þó ekki verða við þessari ósk, nema að frambjóðandi Framsóknarflokksins á Akureyri drægi sig einnig til baka, og varð það að samkomulagi. Ihaldsblöðin tvísaga. Blðð íhaldsins hafa að undanförnu staðhæft, að framboð jafnaðar- mannsins f Skagafirði hafi verið verk Jónasar Jónssonar, til þess gert að spilla fyrir kosningu Brynleifs Tobiassonar, þar sem vitanlegt hafi verið að atkv. jafnaðarmanna í Skagafirði mundu fal'a á frambjóð- anda þeirra og Steingrím skólastjóra. Lézt >ís!endingur« vera fullur vand- lætingar út af þessu fyrir hönd Brynleifs, en auðvitað er öllum Ijóst, að sú vandlæting var ekki annað en uppgerðarhræsni. Nú hefir ísl. alveg breytt ura strik i þessu máli og kennir J. J. um það, að fram- bjóðandi jafnaðarmanna i Skagafirði hefir tekið framboð sitt aftur. Pað hafi hann gert til þess að tryggja kosningu Brynleifs. Pannig álasar ísl. J. J. fyrst fyrir það, að hann vilji spilla fyrir Brynleifi í Skagafirði, og sfðan álasar blaðið J. J. fyrir það, að hann vilji efla kosninga- fylgi Brynleifs. >íslendingurc hefir á þenna hátt siglt skútu sinni upp á sker mótsagna og tvísagna. Á þvi skeri situr ísl. fastur fram yfir kosn- ingar. Kjörsóknin. íhaldsmönnum hefir orðið heldur bumbult af þvf að Jónas Jónsson dvaidi nokkra dagahérfyrir norðan fyrir skömmu. Peir eru sýnilega skjálfandi af hræðslu yfir þvi, að hann muni hafa beitt áhrifum sfn- um þeim til meins og óbamingju. Petta sézt glöggt á síðasta >Is- lendingic. Blaðið fór að reyna að breiða út þau ósannindi, að J. J. hvetti Framsóknarmenn f Eyjafirði til að sitja heima á kjördegi og lofa á þann hátt fhaldinu að sigra. Nú fékk ísl. ekki að vera f friði með þessa lygi sfna, þvf J. J. birti opinberlega eindregin hvatningarorð, fyrst og fremst til eyfirzkra Fram- sóknarkjósenda, um að sækja fast kosninguna 16. júlf, svo að meiri- hlutafyigi Framsóknar kæmi sem bezt f Ijó3. Á þenna hátt ónýíti J. J. þetta >herbragð< íhaldsins. Petta svíður ísl. og eys úr sér fúkyrðun- um. Meðal annars spyr blaðið: >Hvað eiga þessir menn (þ. e. Framsóknarmenr) að gera á kjðr- staðinn?< Blaðið kemst að þeirri ekki ósennilegu niðurstöðu, að þeir muni þangað koma til að kjósa andstæðinga ihaldsins. En það kall- ar Isi. rússneskt siðleysil Óefað verður þetta frumhlaup ísl og sú lítilsvirðing, sem í þvf felst til eyfirzkra .Framsóknarmanna, til þess að hvetja þá til öflugrar kjðr- sóknar 16. júlf. Rétta svarið er, að enginn peirra sitji heima pann dag. Eylirzkir Framsóknarmenn! Mun- ið það, að ihaldsblaðið íslendingur ætlaði að fleka ykkur frá þvi að sækja kjörfund með þvi að skrökva þvf að ykkur, að Jónas vildi að þið sætuð heima á kjðrdegi. > Afengisverzlun ríkisins. Fjölmargar sögur eru nú á ferð- inni um rekstur Áfengisverzlunar rikisins og er þeim bersýnilega á lofti haldið f þeim tilgangi að hafa áhrif á Alþingiskosningar þær, er nú standa fyrir dyrum. Út afþessu hefir Dagur snúið sér til forstjóra Áfengisverzlunarinnar.og hefir hann Hef HESTA til SBLU. Árni Gndjónsson, Kaupangi. Iátið blaðinu f té eftirfarandi upp- lýsingar: Lárus Jóhannesson lögfræðingur er nú að undirbúa skaðabótamál á ríkissjóð út af of mikilli álagningu Áfengisverzlunarinnar á vínin, og telur sig kominn að þeirri niður- stöðu, að ranglega hafi verið haft af vínkaupendum samtals 2 milj. kr. á fjórum árum. Fyrir milligöngu Péturs Zóphó- nfassonar, sem talinn er trúnaðar- maður Stórstúku íslands og Hag- stofunnar, hefir Lárus komizt yfir og afritað bækur Áfengisverzlunar- innar, þar sem tilgreindir erukaup- endur að vfnunum. Vinnur svo Lárus að þvi að ná samningum við þessa menn upp á hlut af hinni væntanlegu >endurgreiðslu<, en af öðrum eru keyptar >kröfurnar< fyr- ir smáfjárhæðir. Upphaflega var mikið af vínunum keypt í Danmörku og lagt á þau ca. 50%. Að Iðgum er heimild til 75% álagningar. Enn í dag er verzlað með 22 vfn- tegundir frá tíð Mogensens forstjóra, og etu pær aiiar seldar með sama verði oo upphallega var á pær lagt, aðeins ein tegund frá hans tið hefir verið hækkuð til samræmis við aðrar. Nýjar víntegundir eru seldar með nákvæmlega sama verði, míðað Við gæði, eins og þessar gömlu vinteg- undir í verzluninni. Að öðrum kosti mundu þær heldur ekki samkeppnis- íærar við gömlu víntegundirnar. Pað, sem skeð hefir, er þetta: Kappkostað hefir verið að komast að sem beztum kaupum á vínun- um og komast fram bjá óþörfum milliliðum. Nú eru öll vfnin að kalla keypt milliliðalaust frá framleiðendum. Við þetta hefir álagningin aukizt, þótt útsöluverðið sé óbreytt frá upphafi, og kann i einstökum til- felium að vera komið yfir hið lög- lega mark. Lárus mun telja óheimilt að miða álagningu við tilkóstnað við að koma vini á flöskur hér innan lands, þótt heimilt sé að leggja á þenna tilkostnað þegar hann er unninn erlendis og vfnið flutt inn á flösk- um. En frá fyrsta, lika f tíð Mog- ensens, hefir verið reiknað með þvi að flaska, flöskumiði, tappi, hetta og öll vinna við að koma vfni á flösku, næmi einni krónu, og sú króna verið lögð við stofn- verðið, sem á er lagt. í þessu atriði er fóiginn megin- hlutinn af hinum mikla mismun, sem Lárus telur á löglegu og raun- verulegu söluverði Áfengisverzlun- arinnar. Við þessar upplýsingar forstjóra Áfengisverzlunarinnar, hr. Guð- brandar Magnússonar, má svo bæta þvf, að hinir sérfróðu endurskoð- endur verzlunarinnar, þeirJónGuð- mundsson og Björn Steffensen, munu mega teljast fuilkomin trygg- ing fyrir því, að sögusagnir þær, sem nú er lostið upp um Áfengis- verzlunina, séu á engum rökum byggðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.