Dagur - 20.07.1933, Blaðsíða 4

Dagur - 20.07.1933, Blaðsíða 4
118 2fi. tbl. „ DA6UR 1 Margrét Pórðardóttir á Hlöðum. Hinn 7. júní s. 1. andaðist að heimili sínu, Hiöðum í Hörgárdal, Margrét Pórðardóttir húsfreyja, kona Stefáns Stefánssonar bónda þar: Hafa þau hjón búið þar um nær hálfrar aldar skeið, en nú sfðustu árin dvalið hjá syni sinum Hall- dóri. Enda þótt Margrét á Hlöðum veitti þannig um langt skeið stóru búi forstöðu, þá var merkilega hljótt um hana og störf hennar. Enginn hlutur var fjær skapi henn ar en að láta á sér bera utan heim- ilis. Innan fjögurra veggja þess var starfssvið hennar og heimur. Heimilinu helgaði bún starf sitt og hug. Hún fór sjaldan út af heimili sínu og þá næstum aðeins ef hún heimsótti góðvini sina. En kyrlátu heimastörfin eru það, sem lengstum aflar mönnum mestrar vináttu, og ýkjulaust mál er það, að enginn var sá, er kynntist Margréti, að hann bæri ekki til hennar hiýjan hug eftir. Sjálf var hún með af- brigðum trygglynd og vínföst, en fremur seintekin. Hún var ekki ein þeirra, er flfka tilfinningum sínum. Mjög rikur þáttur I fari hennar var samúð með öllum er minni máttar voru og hjálpfýsi. Hugur hennar var fullur ástúðar og hlýju og skapið viðkvæmt. Barngóð var hún með afbrigðum, áttu börnin greiðastan gang að hjarta hennar. Má þvl nærri geta hver harmur henni var kveðinn, er sonur hennar, Porsteinn, dó fulltfða að aldri, En þá sorg bar hún svo, sem þeir einir kunna, er mikinn innri þrótt eiga. Pá var hjálpfýsi annar ríkur þáttur f eðli hennar. Mátti hún helzt eigi vita til þess, að nokkur ætti bágt, og margir munu þeir nú vera, sem þakksamlega minnast hinnar kyrlátu konu. Margrét á Hlöðum var trúrækin kona. En svo var meö trúrækni hennar sem aðra skapháttu, að hún bar hana eigi utan á sér, eða var með sifelda vandlætingasemi og guðsnafn á vörum. Engin bók var henni kærari en Passíusálmarn- ir. Hygg eg þá daga hafa verið fáa, sem hún las ekki f þeim. Margrét var heílsugóð alla æfi, þar til síðustu mánuðina fyrir and- látið, sem bún var Sárþjáð lengst- um. Bar hún sjúkdóm sinn með sömu stiliingu og annað, er að höndum bar. Atdurinn var orðinn hár og dauðinn var áreiðanlega f hennar augum miklu fremur gleði- efni en sorgar. Pess er fyrr getið, að Margrét var óvenju fast tengd við heimili sitt. Oft raulaði hún fyrir munni sér hendingarnar: »Þar sem var mín vagga vil eg hljóta gröf«. Enda eru þær sem kveðnar úr bjarta hennar. Og hvilir nú hún f litla heimilisreitnum á Hlöðum, en minningin lifir um bina gððu konu. Kunnugur. ' f> ...... Æfiminning. Tryggvi 0. Sigurðsson. Fæddur á íslandi 26. desember 1878. Dáinn að Brown, Man., 5. jsn. 1933. Hér er eftir mann að mæla, þar sem Tryggvi O. Sigurðsson er kall- aður yfir á hærra svið úr byggð vorri, velmetinn og víðþekktur mað- ur> Hér sannast það fornkveðna, að: amerkið stendur þótt maðurinn falli*. Hin mörgu og myndarlegu hús á heimilum bændanna víðsveg- ar í hans heimabyggð og f fjarliggj- andi héruðum geyma minnismerki bins látna manns, er hann reisti af hagri hönd og sjálfstrausti, sem hann hafði frá náttúrunnar hendi, en ekki af utan að lærdómi. Hlaut hann svo mikið álit fyrir trúmensku i smiðum að hann hafði oft fleiri tilboð en hann komst yfir að sinna, og það jafnvel þótt völ væri á öðr- um lærðura smiðum. Landeignir sfnar leigði hann að mestu, bjó þvi aldrei stórbúi, en vel var um allt gengið, og var reynsla hans sannarlega sú, að: >betri er ein gæs i hendi en tiu á flugic- Tryggvi sá). var góðum gáfum gæddur, lesinn vel og ljóðelskur; enda prýðlega hagorður sjálfur, En sökum næmrar dómgreindar fór fyrir honum eins og fuglinum, sem betur sér flugvængi bræðra sinna, en slna eigin; mun honum hafa fundist sig skorta flughæð, og slepti hann þvf sjaldan Ijóðum sfn- um út i heiminn, heldur takmarkaði þeim flug meðal nokkurra vina sinna innan fjögurra veggja og raulaði þau í takt við hamarshöggin, þegar hann var við vinnu sina. Pegar talþráður kom fyrst f sveit- ina, þóttu það miklar nýjungar og kastaði hann þá fram þessari stöku við kunningja sinn f sfmann: íFramsökn andans undrumst vér: um loft, jörð og græði; fréttir stöðugt stílast hér stáls með segulþræði'. Var honum þá svarað með eftir- fylgjandi vísu: »Von um lífið finst mér fest, fagrahvels 1 háum geymi: >telefónið« bendir bézt á bráða ferð að öðrum heimic. Pótt Tryggvi væri barn að aldri þegar hann kom að heiman (ein- ungis sex árs), talaði hann jafnan móðurmál sitt hreint og kraftmfkið Var hann hinn öruggasti stuðnings- maður þjóðræknisfélagsins og ann- ars fslenzks félagsskapar f byggð sinni. Tryggvi var Jæddur 26. desem- ber 1878 að Hrafnstaðaseli á Fljóts- heiði; er það lág heiði, öldumynd- uð milli Bárðardals og Mývatns- sveitar f Suður-Pingeyjarsýslu; en býlið tilheyrir Bárðardal. Foreldrar hans voru þau Oddur Sigurðsson Oddssonar hreppstjóra f Ljósavatns- hreppi í Bárðardal og Sigriður Gunnlaugsdóttir Gunnlaugssonar þjóðhagasmiðs f Hörgárdal. Móðir Sigrfðar var Kristín Sigurðardóttir hreppstjóra að Púfnavöllum í sömu sveit. Náfrændur Tryggva f föður- ætt voru þeir nafnkendu brxður Heyvinnuvélap. Nú er farið að veita styrk ur verkfærakaupa- sjóði til kaupa á heyvinnuvélum — allt að einum þriðja verðs, — athugið það, og minnist þess að bestu vélarnar eru: H E R K U L E S-sláttuvélar D E E R N1 NG-rakstrarvélar LUN A-snúningsvélar. Samband ísl. samvinnufélaga. Kristján dannebrogsmaður á Illuga- stöðum og Björn f Lundi, synir jóns Kolbeinssonar í Bakkaseli i Fnjóskadal og konu hans. — En hver var hún þessi kynsæla kona ? Sömuleiðis voru þeir náskyldir honum Einar Asmundsson i Nesi og Thos. H. Johnson fyrverandi dómsmálaráðherra. Föðurbræður Tryggva, velþekktir mennvoru þeir Baldvin hómópati, bóndi f Garði f Aðalreykjadal, Benedikt veitinga maður á Vopnafirði og Vigfús bók- bindari, er dó í Norður Dakota. Föður sinn missti Tryggvi korn- ungur og fluttist hingað vestur með móður sinnni og systkinum þegar hann var sex ára gamall. Bræður hans voru- Benónf, sem dó i janúarmánuði 1933, Stefán bóndi í Brownbyggðinni í Mani- toba og Sigurður Snorri vestur á Kyrrahafsströnd. Systir hans, Aðalbjörg, dó 18 ára í Norður Dakota. Önnur systir bans er Guðrún Lilja, kona Guðmundar skálds Friðjónssonar á Sandi. Tryggvi kvæntist 30. júní 1924 Guðnýju Pálínu dóttur Jóns Thor- lákssonar frá Stóru Tjörnum í Ljósavatnsskarði í Suður-Pingeyjar- sýslu, sem lifir mann sinn ásamt tveimur börnum: Petrínu Lovfsu 7 ára og Páli Aðalgeir 5 ára. Tryggvi var hinn þýðlyndasti maður konu sinnar, faðir barna sinna og sonur móður sinnar, sem enn er á lífí 90 ára að aldri. Hefir hún legið rúmföst og blind f fjölda mörg ár. Misti hún, eins og fyr er getið, tvo sonu sína siðastliðinn janúar, en tók þvf með stakri ró og stillingu. Par sýnir trúin kraft sinn hjá þeim, er leitar hennar. Eg. sem þessar línur skrifa, var staddur á heimili Tryggva tólf dög- um áður en hann andaðist. Fór hann þá á næstu póststöð til þess að sækja bréf og kvaddi konu sína og börn með hinni mestu alúð, þótt ekki væri ferðinni Iengra heit- ið en hálfa milu. Ekki svo að skilja að eg telji þetta nokkurn fyr- irboða þess bversu stutt hann átti eftir ólifað, heldur hefir þetta verið hans föst regla. Pessi mikli þýðleiki i hraustri munnslund, birtir frumraynd hins göfuga og sterka. Tryggvi veiktist skyndilega af lungnabólgu og dó 5. janúar 1933 eftir fárra daga legu. Hann var jarðaður 10. janúar af séra Jónasi Sigurðssyni. Með þessum velgefna og hrausta manni finnst oss sem horfnir séu miklir, ónotaðir kraftar; en hann gæti sagt eins og skáldið Victor Hugo: »Pegar eg fer í gröfina, hefi eg lokið dagsverki mínu, en eg hefi ekki lokið lifi mlnu — dagsverk mitt byrjar aftur næsta morgunc. Sigurjón Bergvinsson. ( Vaglaskógi. Hásumarglóey i heiði skin. Heillar oss fegurðin sanna. Blikandi skógurinn blasir við sýn brosbýrra aðkomumanna. Pað er svo dýrðlegt að dvelja hér í drúpandi sólar eldi. Og fegursta unaðinn finnum vér f friðsæiu bjarkaveldi. Töfra hin skrúðgrænu skógargöng, með skýlandi friðarleynum. Vér heillandi þrastanna heyrum söng sem hljómar frá bjarkagreinum. Og bjarkir með Ijómandi barrskrúð nýtt brosandi hugi laða. i ríkinu þeirra er rótt og hlýtt, þá runnar I geislum baða. Vér böðum, svo ánægð og æskurjóð, f angandi heilsubrunni; og bjartanu ornum við geisla glóð f gróandi náttúrunni. Vér teygum hinn ylmþrungna bliðublæ, sem bærir laufkrónur fríðar. Og tignprúðar skóggyðjur elskum æ og óskum að sjá þær tíðar. Vér kveðjum þig skógur með kærri þökk fyrir kyrrðhlýja gleðidaginn. Með sólbjarta minningu saknaðs- klökk vér svffum nú heim — í bæinn. Gunnar S. Hafdaf. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.