Dagur - 03.08.1933, Síða 4
126
DAGUR
31. tbt.
• *»t»*t**••••*•••••*♦»»••••••••*•♦•• i
• • •••••<
Fréttir.
□ RÚH 5933856 — Híf. Ftl.*.
Hjónaband. Sunnudaginn 30. júlí s. 1.,
voru gefin saraan í hjónaband af séra
Benjamín Kristjínssyni, þau Laufey Sig-
urðardóttir frá Torfufelll og Björgvin
Jónsson málari frá Vatnsenda. Hjónavígsi-
an fór fram að Möðruvöllum í Eyjafirði.
Framtíðarheimili ungu hjónanna verður á
Akureyri.
Héraðsneíndir. Samkvæmt ákvæðum 6.
gr. laga um Kreppulánasjóð, skal skipa
þriggja manna nefnd í hverri sýslu sjóð-
stjórninni til aðstoðar. Skal einn þeirra
skipaður af sjóðstjórninni, annar af hlut-
aðeigandi sýslunefnd, en atvinnumáiaráð-
herra skipar formann nefndarinnar. Hefir
nú 'atvinnumálaráðherra og sjóðstjórnin
(Tryggvi Þórhallsson, Jón í Stóradal og
Pétur Magnússon) skipað fyrir sitt leyti í
nefndirnar, en sýslunefndir hafa enn ekki
lokið þvi. í Norðlendingafjórðungi er
nefndaskipunin á þessa laið:
Vestur-Húnavatnssýsla: Jakob Líndal
Lækjamóti formaður, Ouðjón Jónsson
Búrfelli.
Austur-Húnavatnssýsla: Runólfur.Björns-
son Kornsá formaður, Guðmundur Ólafs-
8on Ási.
Skagafjarðarsýsla: Sigurður Pórðarson
Nautabúi form., Jón Konráðsson Bæ.
Eyjafjarðarsýsla: Einar Árnason Eyrar-
landi form., Bernharð Stefánsson Pverá.
Akureyri: Ólafur Thorarensen banka-
stjóri form., Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri,
Suður-Pingeyjarsýsla*. Björn Sigtryggs-
Bon Brún form., Ouðni Þorsteinsson
Lundi.
Norður-Pingeyjarsýsla: Þorsteinn Por-
steinsson Daðastöðum form., Pétur Sig-
geirsson Oddsstöðum.
Hámskeið. Samkvæmt ráðstöfun síðasta
fundar í »Félagi barnakennara við Eyja-
tjörð< hefir stjórn félagsins ákveðið að
gangast fyrir námskeiði fyrir kennara í
lestrarkennsiu, ýmsri handiðju og töflu-
teikningu á komandi hausti, ef nóg þátt-
taka fæst, óg mun námskeiðið byrja um
20 sept. og standa í 10-12 daga. Þó að
námskeið þetta sé aðallega fyrir kennara
í Eyjafjarðarsýslu, er þó kennurum í
Skagafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu vel-
komið að sækja það, ef þeir sjá sér það
fært að öðiu leyti.
Kénnslugjald mun verða kr. 10-15.
Þeir kennarar, sem hafa í hyggju að
sækja nefnt námskeið, sendi umsóknir
sínar Hannesi J. Magnússyni kénnara Ak-
ureyri eigi síðar en í Iok ágústmánaðar,
Messað á Möðruvöllum í Hörgárdal sd.
13 ág. kl. 12 á hádegi og í Glæsibæ sama
dag kl. 4,
Látinn er nýlega Vilhjálmur Einars-
son bóndi að Bakka í Svarfaðardal,
kunnur áhuga- og dugnaðarmaður,
nokkuð hniginn að aldri.
Sigvaldi Þorsteinsson kaupm. kom
heim með »Drottningunni« á sunnudag-
inn.
Slysfarir. Fyrir skömmu var dreng'-
ur á bæ einum suður í Landeyjum
sendur út fyrir túngarð að sækja hest.
Eftir að örengurinn hafði höndlað
hestinn, fældist hann og dró drenginn
á eftir sér, sem var fastur í beizlinu,
Er stöðugt hrópað
til ykkar, en þið hafið
ekkert að spara nema
þó að kaupa það litla sem þið get-
ið keypt, þar sem nauðsynjar ykkar
eru ódyrastar, en það mun vera nú
eins og að undanförnu í VERZLUN
Jóns G. Guðmanns.
fer fram á skrifstofu bæj-
arins dagana 1, —3. ágúst
næstkomandi.
Akureyri, 29. júli ’33.
Bœjarstjórinn.
og var hann örendur þegar að var
komið.
Fyiir rúmri viku fylgdi Þorsteinn
Þórarinsson bóndi á Drumboddsstöðum
í Biskupstungum ferðamanni að Efsta-
dal í Laugardal og sneri síðan heim
aftur. Hefir hann ekki komið fram
síðan og er ætlað að llann hafi farizt
í Brúará.
Hinn 20. f. m. vildi það slys til
vestur á Vatnsskarði, að vörubifreið
frá Blönduósi valt um koil og undir
henni varð Sigurður Jónasson bóndi á
Álfgeirsvöllum og beið hann þegar
bana.
Hallgrímshátíð. Síðastl. sunnuöag
var hátíðarhald mikið að Saurbæ á
Hvalfjarðurströnd til minningar um
höfund Passíusálmanna. Síra Þorsteinn
Briem atvinnumálaráðherra embættaði,
en sóknarpresturinn lagði sveig á leiði
síra Hailgríms Péturssonar. Á sam-
komunni söng Eggert Stefánsson vers-
ið »Víst ertu Jesú kóngur klár« og
kvæði Matthíasar »Atburð sé ég anda
mínum nær«, undir nýju lagi eftir As-
kel Snorrason. Lúðrasveit úr Reykja-
vík lét þar til sín heyra og mennta-
menn úr liöfuðstaðnum fluttu ræður. Á
samkomunni var hátt á 3. þús. manns.
Ágóðinn legst í Hallgrímssjóð, sem á
að vei-ja til þess að reisa Hallgríms-
kirkju í Saurbæ.
Finnur Guðmundsson, sonur Guðm.
sál. Bárðarsonar prófessors, er staddur
hér í bænum um þessar mundir. Hann
stundar dýrafræðinám við háskóla í
Ilamborg. Fyrir meðmæli kennara síns
er hann ráðinn nú um tima á raim-
sóknarskipið »Dana«, til þess að at-
huga svifdýralíf við norðurströnd Is-
lands og austurströnd Grænlands og
fer auk þess eina hringferð kringum
ísland. Ætlar F. G. við þessar rann-
sóknir sínar að safna efni í prófrit-
gerð við þýzka háskólann, sem jafn-
framt verður doktorsritgerð. Mun Finn-
ur vera einn af hinum efnilegustu
yngri vísindamannaefnum okkar og cr
ánægjulegt að vita að honum ætlar að
kippa í kynið.
framleiðir nú bestu sápur, sem búnar eru til
hérjá landi.
Allar Sjafnar-sápur eru seldar með Iægsta
verði sem hér þekkist.
I heildsölu hjá
SÁPUVBRKSMIÐJUNNI SJÖFN
á Akureyri.
SAMBANDIISL. SAM VINNUFÉL.
Reykjavík.
Skrifið og biðjið um verðlista og sýnishorn.
Brunatryggingar
(hús, innbú, vörur og fleira).
Sjóvátryggingar
(skip, bátar, vörur, annar flutningur og fleira).
f. h. Sjóvátryggingarfélag íslands.
Umboð á Akureyri
Kaupfélag Eyfirðinga.
Hænsnaföður.
»G N Ý« ungafóður og »G N Ý« eggfóður eru
einhverjar hinar allra beztu tegundir af hænsna-
fóðri sem fáanlegar eru. — »G N Ý« er sett
saman eftir reynslu æfðustu hænsnaræktarmanna
í Danmörku. Reynið »G N Ý«.
Samband isl. samvinnufélaga.
Rjtstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Björnssohftr,