Dagur - 21.09.1933, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1933, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út & hverjum fimto- degi. Kostar kr. 6.00 árg. GJalddagi fyrir 1. júll. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirúinga Afgreiðsían er hjá Jáni Þ. Þór, Uppsögn, bundin yið ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Norðurgötu 3. Talsími 112. XVI . ár. ^ Akureyri 21. september 1933. 38. tbl. Menning og f relsi. Ekki verður annað sagt, en að frelsisbarátta hinnar fátæku og fá- mennu islenzku þjóðar hafi verið löng og ströng. Svo löng var hún, að hún tók marga mannsaldra, og 8vo ströng var hún, að meðan á henni stóð, var lítið sem ekkert hugsað fyrir þeim vanda- málum, sem biðu og kröfðust úr- lausnar heima f landinu sjálfu. Pess vegna var það, að þegar loks ríkið er viðurkennt frjálst og full- valda, og ekkert eftir af ófrelsinu, sem nokkru máli skiftir, þá var iandið óræktað, óbyggt, vegalaust, aðmestu skólalaust og yfirleitt sár- fátækt af öllu því, sem frjálsri menningarþjóð er ómissandi. Síð- ustu ár sýna þó og sanna, að minnsta kosti nokkur hluti þjóðar- innar hefir fundið til þessarar fá- tæktar og viljað bæta úr henni. Hinar stórfeiidu verklegu fram- kvæmdir, sem á fáum árum hafa gerbreytt lifskjðrum og aðstððu fólksins, bera það með sér. Ekki sfzt ræktun landsins, fjölgun býla og byggingar skóla sanna það, að nokkur hluti þjóðarinnar hefir öðl- ast trú á það, að menntun og vax- andi manngildi einstakiinganna skapar frjálsa og fullvalda þjóð meir en nokkuð annað. En þó að sótt hafi verið fram til menningar af miklu kappi, og árangur þeirrar sóknar sé ótrúlega mikill á ýmsan hátt, verður þvf þó ekki neitað, að nokkurra andstæðna gætir f lífi þjóðarinnar. Pað er nú t. d. viðurkennt af öllum, að hin sfðustu ár hafi áfengisneyzla þjóð- arinnar farið mjög vaxandi. Sú staðreynd er vissulega f andstöðu við þá öru sókn til vaxandi menn- ingar, sem ekki verður neitað. Eða er námsmaðurinn Ifkiegri til að ná árangri af námi sínu öivaður en allsgáður ? Er listamaðurinn líklegri til að ná meiri fullkomnun f list sinni ölvaður en allsgáður? Er embættismaðurinn lfklegri til að standa vel f stððu sinni ölvaðuren allsgáður? Er stjórnmálamaðurinn Ifklegri til að gæta betur hins fengna frelsis þjóðarinnar öivaður en alls- gáður? Er bflstjórinn, skipstjórinn og stýrimaðurinn líklegri til að sjá þeim fjöida mannslifa borgið, sem þeir hafa f hendi sinni og bera ábyrgð á, ölvaðir en ailsgáðir? Er faðir og móðir, sem fæða eiga og fóstra upp menn og konur framtið- arinnar, færari um hlutverk sitt ölvuð en allsgáð? Spyrjið sjáif ykkur. Spyrjið læknana, vfsinda- mennina, listamennina. Spyrjið þá, sém þið vitið að hafa þekkingu eða reynslu til að byggja svör sín á, og ekki einn einasti mun svara játandi, ef hann svarar af samvizku- semi og hreinskilni. Og ástæðuna vita ailir. Hún ér einföld og óbrot- in: Afengið er einn hættuiegasti bluturinn menningu manna og þroska. Afengisneyzlan vinnur gegn allri menningu og ailri menntun. Pessvegna er það fávís námsmaður, sem neytir áfengis, en hyggst samt að ná árangri af nárai sínu. Pess- vegna er listamaðurinn köllunsinni ótrúr, ef bann neytir áfengis. Pess- vegna er embættismaðurinn, stjórn- málamaðurinn, skipstjórinn, stýri- maðurinn og bilstjórinn, sem á- fengis neyta, ótryggir starfsmenn, sem ekki er hægt að treysta, og bregðast skyidum sinumi Pessvegna vanrækja faðirinn og móðirin, sem áfengis neyta, að vinna hlutverk sitt með trúmennsku og eru eins Ifkleg til að fæða þjóð sinni ein- staklinga, sem verða henni til byrði, eins og menn og konur sem leggja ómældan skerf til menningarbaráttu hennar. Pessvegna er það fávis þjóð, sem af ýtrasta mætti berst fyrir aukinni menningu og menntun, en lætur áfengið eyðileggja að meira eða minna leyti þann árangur, sem kynni að nást. Pess vegna er það frámunaleg fávizka af fslenzku þjóð- inni að hafa eytt á siðuslu 5 árum minnsta kosti 6 milj. króna fyrir áfengi, en hafa getað byggt fyrir þá upphæð 600 verkamannaibúðir eða ræktað 20.000 hektara af landi. Eins og áfengið vinnur gegn allri menningu, vinnur það einnig gegn ðllu frelsi. ÖJvaður maður er ekki frjáis. Hann er ósjálfráður gerða sinna, og hnepptur í hina auðvirði- legustu fjötra. Og eins og ölvaður einstaklingur er ekki frjáls, er sú þjóð ekki frjáls, sem lætur áfengið eyða miljónum úr sjóði sinum, jafnframt því sem það eyðir af lífs- orku og lifshamingju hennar. Eitt fyrsta og sfðasta einkenni ófrjálsrar þjóðarersá skattur, sem hún verð- ur að greiða annari þjóð. Engin þjóð greiðir erlendum valdhafa því- Hkan skatt, sem Bakkus heimtar af þeim. Aldrei hefir fslenzka þjóðin greitt erlendum konungi svipað þvf eins háan skatt og hún greiðir fyrir áfengi nú. Pó er um það rætt og ritað, að nú sé þjóðin frjáls, ekkert vanti nema að slíta samningunum við Dani. Og þó er það meining nokkurra manna, að nú i haust sé skatturinn hækkaður til muna, fjöt- urinn hnepptur fastar á þjóðina og ófrelsinu breytt f kúgun. Peirra meining er, að fakmörkun sú, sem hér er á innflutningi áfengis, sé afnumin, og innflutningurinn gefinn frjáls. Eins og kunnugt er, afgreiddi sfðasta Alþingi áfengismáiin á þann hátt, að þjóðin skyldi sjálf skera úr þvf, hvort áfengishöftin yrðuaf- numin. Og næstkomandi fyrsta vetr- ardag á atkvæðagreiðslan að fara fram. Engum dettur f hug að halda því fram, að ástandið, sem nú rikir i áfengismálum sé viðunanlegt. Allir ættu mikiu fremur að geta verið sammála um það, að undir engum kringumstæðum má það versna. Eins og nú standa sakir er bann- aður hér innflutningur sterkra drykkja. Bannland er hér ekkert og hefir ekki verið, slðan Spánarundan- þágan var véitt og léttu vínunum veitt inn f Iandið. Nú er þvi ein- ungis spurt um það, hvort leyfa skuli innflutning sterku drykkjanna llka. Og hvernig getur nokkrum manni dottið f hug, að sáinnflutn- ingur minnki drykkjuskap f landinu og dragi úr þvf böli, sem áfengið nú þegar veldur? Nei, þvertámóti, óhjákvæmilega hlýtur áfengisneyzl- an að vaxa að mun. Eða myndi það vera ráð gegn útbreiðslu berkla- veiki, að berklaveikir sjúklingar væru sem vfðast, og sem mest veikir? Ekki virðist svo hafa verið litið á, þegar berklavarnarlögin voru samin. Enda dettur engum slikt i hug. Pað vita lika allir, að afnám innflutnings- haftanna myndi ekki minnka heima- brugg, heldur myndi það stórum vaxa f skjóli þess. Ef verzlunin verður gefin frjáls, og áfengið fæst f verzlunum eins og matvara, getur það samt alls ekki orðið svo ódýrt að ekki borgi sig að brugga, og hafi rfkið verz'unina áfram, getur það heldur ekki haft áfengið svo ódýrt. Tii þess yrði það að vera selt með stórkostlegum skaða fyrir ríkið, Hvernig sem að verður farið, getur ekki afnám innflutningshaft- anna leitt til neins, nema aukinnar áfengisneyzlu, aukinna sjúkdóma, slysa, menningarleysis og fátæktar. Pað afnám væri tilraun tii að eyði- leggja fslenzka menningu. Hver, sem greiðir atkvæði með afnámi innflutningshaftanna fyrsta vetrardag, greiðir atkvæði gegn menningu og frelsi þjóðarinnar. Vegna þess að áfengið vinnur gegn allri menningu og öllu frelsi, getur enginn stuðláð að auknum drykkju- Sumarið góða. V - i Sumarið góða, senn ert þú á fðrum; sólhlýju dagar, þrungnir lífs af magni, hvíla nú liðnir hausts á bleiku börum, á brott er snúið sólar hvita vagni. Líður um sefa hrollur hausts og vetrar, sem hélustafi sína á rúður letrar. Dimmir i Iofti, drungaský á fjöllum, dunar við ströndu hafsins bassa- rómur; grámáfar svifa yfir ölduföllum, er sem af fegurð heimurinn sé tómur. Sitja um gleði sólar litlir dagar, svartnætti haustsins lffsins rætur nagar. Heiðlóa söngelsk hópar sig til ferða, horfinn úr Ijóði er vorsins töfra- kliður. ÖII hennar kvök að ekkastunutn verða; ér nú á þrotum sumardýrð óg friður. Hnípin frá ásta- og æskudrauma- löndum er hun að flýja brott að hlýrri ströndum. Dimmt er í lofti, yfir byggð og bæjum beltar sig þokan, liktjald sumardaga. Líggur á Kaldbak Hfræningi á gægjum, landráðavetur gjósti blæs um haga; btikna við anda trðllsins tún og engi, tekur i hvitra fossa silfurstrengi. Blessaða sumar! ylur þinn og yndi, óttudýrð prúð og kvöldsins lygna blíða, skfnandi blik á stráumi og á strindi, strjúkandi blær og litaskifti hiíða eiga nú að eins stað í muna og minni manna, er syrgja yfir brottför þinni. Pökk, fyrir gjafir þinar, blíða sumar, þeim gleymir enginn, sem fékk þeirra notið. Pú hefir margar sálir hresst, er hrumar við hélustrandir skip sin höfðu brotið. Pær munu blessa þína sólskinsdaga, þegar að fýkur mjðll um bleika haga. F. H. B. skap, án þess um Ieið að bregðast þjóð sinni og vega að henni á hinn litilmannlegasta hátt. Pó undariegt megi virðast á þeirri öld réltiætis og jafnréttis, sem ýmsir vilja nú vera láta um aðstöðu fólksins tii að hafa áhrif á þjóðmál og neyta atkvæðis síns, þá á nú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.