Dagur - 21.09.1933, Qupperneq 2
152
DAGUE
38. tbl.
BHHWWWHHWWHWM
wmmmmm ALLAR mmmmm S
NAUÐSYNJAVÖRUR fáið þér ávalt beztar og ódýrastar
hjá K. E. A. — Lltið sýnishorn af verðiagi okkar, miðað "
við peningagreiðslu við móttöku, fylgir hér:
Kaffi, óbrennt.kr. 2 38 pr. kg.
Kaffi, brennt og malað . . — 4.00 — —
Strausykur........50 au. pr. kg.
Melfs t .... 57 — — —
Kandís............72 — — —
Hafragrjón......31 »/a ey. pr. kg.
Kaupfélag Eyfirðinga,
Nýlenduvörudeildin.
Myndastof an
Oránufélagsgðtu 21 er opin alia
daga frá kl. 10—6.
Guðr. Funch-Rasmussen.
atkvæðagreiðslan um innflutnings-
höftin að fara fram á þeim tíma,
sem sveitafólkið getur átt von á að
verða að sitja heima vegna ófærðar
og tíðarvonzku. Pað getur því svo
farið, að það verði að langmestu
leyti kaupstaðafóíkið, sem ræður
úrslitum þessara mála. En þrátt
fyrir þessa ónærgætni gagnvart
miklum hluta þjóðarinnar og
gleymsku þeirra manna á >réttlæt-
inu«, sem um það ráða, er þess
vissulega að vænta, að sveitafólkið
liggi ekki á liöi sinu til að bjarga
þessu stórfellda menningar- ogvei-
ferðarmáli, ef borið er saman við
annan skerf, sem það hefir lagt til
íslenzkrar menningar fyr og síðar.
Pað vita allir, að þessi atkvæða-
greiðsla fer fram fyrir atbeina þeirra,
sem vilja afnema innflutningshöftin.
Og jþeir treysta því að það verði
gert. Tilgangurinn er þrennskonar.
f fyrsta lagi sá, að fá sterku drykk-
ina til að neyta þeirra, án þess að
eiga á hættu háar sektir eða tugt-
húsvist, ef hér skyldi ríkja annað
en miðalda réttarfar. í öðru lagi að
fá markaðinn til gróða fyrir áfengis-
framleiðendur, og i þriðja lagi að
fá svo fljótt sem auðið er hagnað-
inn af innanlandsverzluninni i vasa
kaupmanna og braskara. Pegar á
það er litið hvað áfengið er skað-
legt allri menningu, framförum og
frelsi, sézt að þessi hlýtur tilgang-
urinn að vera. Enginn sannur
ættjarðarvinur getur gengið f flokk
með þessum mönnura og stutt
þennan tilgang. Enginn sannur ís-
lendingur getur fengið sig til að
vega á þennan hátt aftan að menn-
ingu og freisi þjóðarinnar. Pað eina,
sem hægt er að gera, er það að
sækja kjörfundina og greiða atkvæði
gegn afnámi innfiutningshaftanna.
Merkilegt við þessa þjóðaratkvæða-
greiðslu er það, að nú í fyrsta sinni
fær margt fólk, niður í 21 árs aldur,
að greiða atkvæði um mál, sem
alla þjóðina varðar. Pessi atkvæða-
greiðsla verður einskonar próf á
vilja þess, þrek óg skilning á mál-
efnum þjóðarinnar allrar. Ætlarþað
að reynast stórhuga og sterkt, og
verja metmingu og frelsi þjóðar
sinnar hverri þeirri árás, sem beint
er gegn henni? Pess er vissulega
að vænta, en atkvæðagreiðslan mun
sanna það.
Og eins skyldi hver maður og
kona gætai Pað er það að hlutleysi
í þessum málum er ekki tii. Peir,
sem heima sitja og ekki greiða at-
kvæði, styrkja málstað þeirra, sem
viija afnema innflutningshöftin. Petta
mál er svo stórt og svo afleiðinga-
ríkt, að i þvi er enginn meðalvegur.
Sá, sem ekki er allur með þvf að
verja göfugustu hugsjónir mannkyns
ins þegar á þær er ráðist, er allur
á móti þeim. Útrýming áfengisins
er vissulega ein göfugasta hugsjón
mannkynsins. Hver, sem berst gegn
áfenginu, berst lika gegn sjukdóm-
um, slysum, fátækt og menningar-
leysi. Baráttan gegn því er byggð
á trú á mennina, svo brotgjarnir og
breyskir sem þeir eru, sannfæringu
um möguleika þeirra til göfgunar
og þroska og ást til þeirra. Munið,
að fyrsta vetrardag er tækifæri til að
reynast trúr í þeirri baráttu, og um
Ieið í baráttu fyrir menningu og frelsi
þessarar litlu, fátæku og fámennu
þjóðar.
Páll H. Jónsson.
-——c-----—
Verksmiðjur í í. S.
Gæruverksmiðjan. Vegnahins
lága gæruverðs, var afullað með
mesta móti af gærum í verksmiðju
þessari sfðastl. vetur. Voru teknar
til vinnslu alls 75, 604 gærur. Var
það rúmur fjórði partur af öllum
þeim gærum, sem Sambandið hafði
til sölumeðferðar. Sutaðar voru 1,587
gærur- Á síðastl. vori var búið að
selja ullina og bjórana, en loðsútuðu
gærurnar seljast ekki fyr en kemur
fram á haustið. Sútuðu sauðskinnin
eru seld innanlands og unnið úr
þeim.
Beini hagnaðurinn af rekstri verk-
smiðjunnar getur ekki orðið veru-
legur, þvi ekki er ódýrara að afutla
gærur hér en utanlands, en á þvi
veltur mest um beina hagnaðinn.
Óbeini hagnaðurinn liggur f þeirri
vinnu, sem verksmiðjan veitir, og f
þvf hagræði, sem er i þvi að geta
boðið ull og bjóra aðskilið og
fundið með þvi sannvirði gæranna.
Sambandsstjórnin hefir samþykkt
að auka sútunina, kaupa til þess
nauðsynlegar vélar og stækka hús-
næðið. Fyrir stjórninni vakir þó ein-
göngu að reka sútun sem lið i inn-
lendri framleiðslu, en ekki að hafa
verksmiðjuna það stóra að hugsað"
sé til útflutnings svo neinu nemi,
fyr en þá að aðstaða breytist i þvf
efni. Nú er víðast hvar svo háttað
i nágrannalöndunum, að þó gærur,
bjórar og ull sé tollfrjálst, þá eru
vörur unnar úr þessum efnum toll-
aðsr, og víðast mjög hátt.
Framkvæmdum f þessu efni hefir
verið frestað, vegna þess að á sið-
asta þingi var samþykktþingsályktun
um að heimila stjórninni að veita
fjárstyrk til að koma upp >fu!lkom-
jnni sútunarverksmiðju*. Nú mun
ekki vera þörf nema á einni slíkri
verksmiðju f landinu, og að ráðast
í mikinn kostnað við að koma upp
sútunarverksmiðju, sem svo á að
keppa við verksmiðju, sem ríkið
styður fjárhagslega, getur verið var-
hugavert, En hvað úr heimild ríkis-
stjórnarinnar f þessu efni verður, er
enn ekki vitað.
Garnastöð Sambaadsins i
Reykjavík var þvf nær ekkert starf-
rækt síðastl. vetur, aðeins hreinsað
litið eitt af görnum til innanlands-
notkunar og sem sýnishórn til út-
landa.
Af þvf garnastöðin var Iftið starf-
rækt, var settur upp reykklefi f hús-
inu og voru reykt þar um 20 þús.
kg. af kjöti. Reykta kjötið Ifkaði á-
gætlega og seldist mjög greiðlega.
Helsti hagnaðurinn við reykinguna
var aukin sala á kjðtinu.
Klæðaverksmiðjan Gefjun.
Framleiðsla verksmiðjunnar hefir
verið sem hér segir undanfarin ár:
Árið 1925: Unnið úr 51,284 kg. uliar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 16,335 metrar
Kembing 25,818 1<g.
Band 1,679 kg.
Árið 1926: Unnið úr 53,623 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 14,311 metrar
Kembing 27,542 kg.
Band 2,313 kg;
Árið 1927: Unnið úr 48,620 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 13,008 metrar
Kembing 26,166 kg.
Band 2,432 kg.
Árið 1928: Unnið úr 45,790 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 12 825 metrar
Kembing 23,958 kg.
Band 2,315 kg.
Árið 1929: Unnið úr 40,494 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 12,447 metrar
Kembing 21,040 kg.
Band 1,964 kg.
Árið 1930: Unnið úr 40,243 kg.ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 8,187 metrar
Kembing 23,513 kg.
Band 2,703 kgi
Arið 1931: Unnið úr 53,701 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 10,615 metrar
Lopi 32,003 kg»
Plata 439 kg.
Band 2,892 kg.
Árið 1932: Unnið úr 63,265 kg. ullar,
sem skiftist þannig:
Dúkar 16 800 metrar
Lopi 37,200 kg.
Band 2,400 kg.
Verð á framleiðsluvörum verk-
smiðjunnar var Iækkað til muna
snemma á síðasta ári. Mun þar að
finna orsökina til hinnar auknu fram-
leiðslu og í sambandi við það aukins
hagnaðar á því ári, að þvíógieymdu,
hve verksmiðjustjóri og starfsmenn
verksmiðjunnar hafa sýnt einstakan
áhuga fyrir starfi sinu. Nú er af-
ráðið að bæta við verksmiðjuna
svo fljótt sem ástæður leyfa fullkomn-
um kamgarnsvélum. Hefir stjórn
verksmiðjunnar fengið á þessu sumri
enskan uliariðnaðarsérfræðing til
ráðuneytis í þessu máli og á annan
hátt undirbúið það til fratnkvæmda,
sem allar líkur eru fyrir að skammt
muni að bíða.
Saumastofur verksmiðjunnar á
Akureyri og í Reykjsvík hafa gengið
vel. Að vísu hafa þær ekki skilað
miklum gróða, en vegna starfrækslu
þeirra hefir selst miklu meira af dúk-
um en ella mundi.
Saumastofurnar unnu sem hér
segir á slðasta ári:
í Reykjavík:
458 karlmannafatnaði
56 yfirfrakka og stórtreyjur
104 pör buxur
27 togarafatnaði.
Á Akureyri:
311 pokabuxur
470 karlmannafatnaði
24 karlmannayfirfrakka
22 kvenkápur
70 stakka
15 einfalda jakka
17 kvendragtir
Með aukinni fjölbreytni i dúkagerð
og bættum aðferðum þarf ekki að
efa, að verksmiðjan verði í framtfð-
inni samvinnumönnum til mikils
hagnaðar og ánægju.
Auk þeirra verksmiðja, sem hér
hafa verið nefndar, starfrækir S. í. S.
tvær verksmiðjur á Akureyri, en það
eru kaffibætisverksmiðjan freyja og
sápuverksmiðjan Sjðfn, sem báðar
færast f aukana með framleiðslu sína.
—... 9 — -
Haraldur Sigurðsson
tannlœknir,
andaðist f Kaupmannahöfn 15. júlf
f sumar,
Haraldur var Húnvetningur, fædd-
ur árið 1976. Ungur gekk hann í
Möðruvallaskóla og lauk þar burt-
fararprófi tvítugur að aldri, vórið
1896. Námið gekk honum framur-
skarandi vel og hlaut hann ágætis-
einkunn við burtfararprófið. f skól-
anum var hann bvers mann hug-
Ijúfi, bæði kennara sinna og skóla-
bræðra. Hann var frfður maður á-
sýndum, glaður i lund, en stilltur
og yfirlætislaus og á allan hátt að-
laðandi.
Eftir að Haraldur fauk skólanám-
inu, fór hann til Kaupmannahafnar,
lagði stund á. tannlækninganám og
lauk prófi f þeirri grein á skömm-
um tfma. Síðan gerðist hann að-
stoðartannlæknir f Slagelse á Vest-
ur-Sjálandi, en settist síðan að i
Kaupmannahöfn sem sjálfstæður
tannlæknir og rak þá starfsemi þar
f borginni til dauðadags. Sá, er
þetta ritar, þekkti ekkert til þeirrar
starfsemi hans, en af öðrum kynn-
um mun óhætt að fullyrða, að
hann hafi rækt tannlækningar sfnar