Dagur - 21.09.1933, Side 3

Dagur - 21.09.1933, Side 3
38. tbl. D'AGUR 153 Postulíns- gler og leirvörur. Meira úrval og ódýrara en nokkru sinni fyr: Kaffistell, matarstell, þvottastell, bollapör, diskar, skálar, könnur, kökuföt og -diskar, vatns- glös, allskonar skrautdósir, blómsturskálar og -vasar, öskubakkar o. fl, o. fl. Með Dettifossi, 5. október, eru enn væntanlegar nýjar vörun KAUPFÉLAG BYFIRÐINGA. Járn og glervörudeild, : Bifreiðaeigendur! Bifreiðadekk viðgerð með gúmmísuðu (Vulkanisering). Nýtízku vélar. Fyrsta flokks hráefni. Símar 123 & 225. Steingrimur G. Guðmundsson, Strandg. 23, Akureyri. Marian Marsh (Warner Bros segir: „Talmyndirnar heimta mikið be- tra útlit og íe- gurra hörund en allt annað, þvi nota jeg Lux Hands ápuna. Jeg elska hana." Fegurðin eykst dag fra' degi HafiÖ þjer tekiS eftirþví, a'S filmstjömur- nar sýnast pví fegurri, pví oftar, sem þjer sjáiíS pær á tjaldinu. „Þær hljóta aö. nota einhver fergurÖarmeSul“ segið þjer, og pað er rjett. Þær nota allar Lux Handsápu. HiS mjúka ilmandi löður hennar, helfiur við fegurð hörmrd- sins. Taki’S pær til fyrirmyndar. LUX HANDSAPAN NotuS af stjörnunum í Holliwood 'pfiVER BROTHERS LlMTTED, PORT SUNLIOHT, ENGLAND X-LTS 230-50 IC Kj ö rs krá vegna almennrar atkvæðagreiðslu um lög um aðflutningsbann á áfengi, á þessu hausti, liggur frammi — almenningi til sýnis — á skrifstofu minni, dagana 23. sept. til 6. október næstkomandi, að báðum dögum meðtöldum. — Umkvörtunum út af skránni sé skilað á skrifstofu mína innan lögákveðins tíma. Bæjarstjórinn á Akureyri, 21. septembér 1933. Jón Sveinsson. sarakvæmt því eðli, sem í honum bjó. með prúðmennsku og sam- vizkusemi. Heyrzt hefir og, að ís- lendingar hafi mjög leitað til hans sem tannlæknis og þótt hann góð- ur viðskiftis. Með dauða Haralds Sigurðsson- ar er til moldar hniginn gáfaður maður og góður drengur. Bjart verður því um minningu hans I augum þeirra, er áttu því láni að fagna að kynnast honum og bind- ast honum vináttuböndum. Gamall skólabróöir. a 1 ■ ■ Knstján Kristjánsson söng i Nýja Bíó sfðastl. iimmtudagskvð'd og endurtók sðnginn aftur á sunnu- daginn. Á söngskránni voru 11 vel valin lög, innlend og útlend, þar á meðal itölsk lög. Meðferð söng- varans á hlutverkunum var hin prýðilegasta og vakti hrifningu á- heyrenda, sem þvf miður voru of fáir. Kristján er óvenjulega sðngv- inn maður. Röddin er Ijómandi falleg, innileg og lipur, og jafn- framt hefir hún eflzt að þrótti i seinni tíð. Auk þess er framkoma söngmannsins Iátlaus og snyrtilég, og hefir hann öll skilyrði til þess að vera einn af okkar vinsælustu söngmönnum. Ounnar Sigurgeirsson aðstoðaði við hljóðfærið og tókst það vel að vanda. Viðstaddun ■ ■ o -— Fréttir. □ RÚH 59339268 — Ffl/. Séra Benjamin Kristjánsson iagði af stað í dag til Reykjavíkur bítleiðis. Gerir ráð fyrir að vera hálfan mánuð í ferðinni. 1 fjarveru hans gegnir séra Friðrik J. Rafnar embættisverkum í prestakallinu. Sr. Friðrik gegnir og preststörfum í Möðru- vallakl.prestakalli i fjarveru prestsins þar. BllSlyS. Á sunnudagsnóttina kom fólk héðan úr bænum af dansleik framan frá Pverá. Ók þá vörubíll norður af veginum austan við vestustu brúna á Eyjafjarðará, rakst á girðingarstólpa og byltist um. 1 bílnum voru 5 manns með bílstjóranum, fjórir piltar og ein stúlka. Meiddist fólkið allt meira og minna og sumir alvarlega. Eru ljót verksummerki þarna, blóðslettur úr fólkinu innan um glerrústir úr bílnum. Fleiri bílar komu á eftir, og björguðu þeir fólkinu til bæjarins og á sjúkrahúsið. Eng- innmun þó talinn lífshættulega skemmdur. Geysis-æfing verður á sunnudaginn, i Skjaldborg, kl. 6. DÓmUÍ er fallinn í undirrétii í máli þvf, er Lárus Jónsson, fyrv. yfirlæknir á Nýja- Kleppi, höfðaði gegn rikisstjórninni út af brottrekstri hans frá spítalanum, er Ólafur Thors framkvæmdi, meðan hann var ráð- herra í vetur. Var Lárusi dæmt fullt kaup fyrir þau nálega tvö ár, sem eftir voru af ráðningartíma hans, auk 300 kr. húsaleigu- styrks á mánuði fyrir sama tima og enn- fremur 5% í vöxtu af upphæðinnfi Annál! 19. nldnri 3. bindi, 2 hettí, er nýkominn út. Annáliinn er ritaður af hin- um mérka fræðimanni sr. Pétri Guðmunds- syni Grímseyjarpresti, en útgefandinn er Hallgtímur sonur hans. Heftið er 112 bls. og nær yfir árin J861—1864 og er seinasta árinu þó ekki lokið. Ritsafn þetta er hið merkilegasta. Undrunarverðar og sorglegar eru allar hinar miklu slysfarir þessara ára. Nýjar Kvöldvökur, 7-9 heiti þ. á., eru komnar út. í ritinu birtist frumsamin saga eftir Jónas Rafnar, og nefnist hún »Þegar hænur gala«. Pá eru tvær þýddar sögur, »Prestskosningin í Ehrenwolmsþorpi* og »Pjásn og dýrindis klæði*. Allar eru sögur þessar hinar skemmtilegustu, Pá er fram- hald af Fnjóskdælasögu og frásögn eftir Friðgeir H Berg, er nefnist »Förumaður«. Eitt kvæði er í ritinu, »Fiðlarinn«, eftir Valdimar Hólm Hallstað, ennfremur upp- haf á grein um »Tatara«, eftir Jónas Rafnar og niðurlag sögunnar »Munaðarlausa stúlk- an«, rituð af Baldvin Jónatanssyni. Hjónabönd: Ungfrú Þóra G. Friðriksdóttir og Leó Guðmundsson bíistjóri. — Ungfrú Sólveig Þórðardóttir úr Reykjavík og Gunnar Jónsson skipasmiður hér í bæ. — Ungfrú Sigurrós Jónsdóttir frá Akureyri og Einar Steinmann Jóhannsson á Hillum á Árskógsströnd. Líkfundur. Á laugardaginn var fann vél- báturinn Haraldur frá Siglufirði mannslík á floti 26 sjómílur norðvestur af Siglufirði. Var líkið i bjarghring, fáklætt og skaddað. Við rannsókn kom í Ijós að þetta var lík siýrimannsins af gufuskipinu Gunnari, er fórst fyrir Norðurlandi seint í fyrra mán- uði. Áður hafði léttibátur skipsins fundizt 14 kvartmilur norðaustur af Horni. • Heyskapur hér um sveitir hefir oiðið fá- dæmamikill i sumar, grasvöxtur gríðarlegur og afbragðstíðarfar. Sem dæmi má nefna, að gömul hjón i Svarfaðardal, bóndinn 75 ára og konan tæplega sjötug, heyjuðu ein sín liðs á 5'/2 viku 250 hesta. En bæði voru hjón þessi orðlögð fyrir dugnað. Bjarni Björnsson gamanleikari endurtek- ur skemmtun sína annað kvöld kl. 9 í Samkomuhúsinu, í ALLRA SÍÐASTÁ’SINN, í þetta skifti er aðgangurinn aðeins seldur á 1 kr. — Meðal annars verða Akureyrar- vísur til skemmtunar, Kommúnisfar í Reykjavík ætluðu í fyrra- dag að hindra afgreiðslu á þýzku skipi, vegna þess að það haiði hakakrossfánann uppii Dagsbrúnarmenn vildu vinna við skipið og lögreglan kom á vettvang. Urðu allmiklar róstur, og Iutu kommúnistar i lægra haldi. Meiðsli urðu nokkur, en ekki talin hættuleg. Akureyrarklrkja: Messað kl. 2 á sunnu- daginn. Kristján Kristjánsson söng frammi i Krist- neshæli á Iaugardaginn var. Sjúklingarnir hafa beðið blaðið að flytja söngmanninum alúðarþakkir fyrir komuna. Hjálpræðisiierinn. Samkomur á sunnudag: Helgunarsamkoma kl. 10V2 árd. Deildar- samkoma fyrir börn kl. 2. Hjálpræðissam- koma kl. 8Va. Lautn. Sidney Turner talar,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.