Dagur - 27.01.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 27.01.1934, Blaðsíða 2
26 DAGUR 8, tbl. <Stjái£ biéhceoa leikvi? Sfíce! Cowavd. tneÉtDiaz2a'UJijntfandcc{ Ctive$Mefák ÍfíCeisÍavavevk feki$ú ^ H I I ePem&P- 1 #11 II landið. — Hermannaskipið leggur úr höfn; grátklökkar raddir hrópa húrra. Konur brosa, fljótandi í tárum. Ekki mæðranna smýgur gegnum hvirfilbyl herdeildar-hljómsveitarinnar. Mánuðir líða. Heima biða konurnar. Setið um Mafeking. Börnin leika heima að her- mönnum, en ættjarðarástin er útlæg ur hjarta Jane Marryot. Hvenær — hve- nær tekur þetta stríð, þessi viðbjóður, enda? Vinkona hennar, Margaret Harris, býður henni í leikhúsið. Skyndilega stöðvast leikurinn. Mafeking bjargað! Hermennimir koma heim, meðal þeirra Marryot og Alfred Bridges. Aftur friður. Fagnaðarklukkur óma. En nú dynur Líkaböng. Viktoría drottning er dáin, og fimm konungar fylgja litlu, gömlu, ástsælu drottning- unni til hinnstu hvíldar. Marryotshjón- in og vinnufólkið — þjóðin öll, kveður liana með harm í hjarta. Fi*á prúðmannlegu heimili Marryots förum vér til fátækrahverfisins í East- end. Alfred Bridges er orðinn gest- gjafi og — sinn bezti viðskiftamaður með áfengið. Heimilísófriður daglegt brauð, er lafði Jane Marryot heimsæk- ir Bridgeshjónin. Sönn vinátta stendur af sér straum tímans. En áfengið hef- ir bugað Bridges. Hann ræðst á konu og barn — og ráfar heimanað — í op- inn dauðann, undir hjól gufudælunnar. Júlí 1910. Baðströnd í sindrandi sól- skini Nú er æfín önnur! Ellen Bridges orðin efnuð, dóttir hennar að verða fræg leikkona. Sólsetur. Flugvél á lofti. Bleriot hefir flogið yfir Ermarsund. Æskumaður og yngismey stara vöku- dreymandi yfir víðerni hafsins. Apríl 1912. Tröllaukið gufuskip þeys- ir um svartnættissæ. Tveir unnendur á þilfari. Brúðkaupsferð í svimandi sælu. »Reyr, stör og rósir vænar...« Skipið er Titanic og brúðhjónin Edward Mar- ryot og Edith Harris. Tvö ár á tímans straumi. Fallbyssu- þrumur enn. 4. ágúst 1914. Og svo ár- in voðalegu, eitt á fætur öðru, með sársaukann, hatrið, dáuðann, eyðilegg- inguna. Jane og miljónir mæðra bíða í von, örvæntingu og bæn. Bíða — og biða. 1914 — 1916 — 1916 — 1917. Blýhríðin geysar um Frakkland. Zep- pelin löftför varpa sprengjum í Lon- don. Átakanlegar kveðj ustundir á Vik- toríu-stöðinni. Hatrammar formælingar streyma af vörum hinna særðu. Joey Marryot rekst í stuttu orlofi á Fanny Bridges, sem nú er fræg danz- mær — og ástin fær ekki beðið löghelg- aðra vígslusiða. 11. nóvember 1918. Ellen Bridges, auðug orðin á afurðasölu ófriðarár- anna, heimsækir lafði Jane og segir henni hvernig komið sé fyrir Fanny og Joey. Nú sé friður kominn, nú geti þau gift sig. Lafði Jane er full vandlæting- ar, en stillir sig. Bezt að æskan sjái sjálf fótum sínum forráð. Fallbyssuskot. Eimblístrur. Friður saminn! Símskéyti til lafði Jane og hún mælir lágt við sjálfa sig: »Óþarft að bera kvíðboga fyrir Fanny og Joey; hann er látinn«. Ógleymanlegir dagar í London, miljónaborgin ætlar af göfl- unum að ganga í sigurvímunni. En nú hefst ný barátta, baráttan fyrir því að átta sig aftur eftir glundroða og ó- skapnað Ragnarökkurs. 1918 — 1919 — öll árin til 1932, fylgjumst vér með nýrri kynslóð, ófriðarhrjáðri og mann- skemmdri, er fálmar í blindni eftir ein- hverju hálmstrái er treysta megi, inn- anum skranhauga siðferðilegra verð- mætra er ófriðurinn hefir sundrað í tætlur. Kommúnistar æpa, klerkar prédika I tómum kirkjum. Stjórnmálamenn hár- toga afvopnunarskilmála. Bragða-Mág- usar hermennskunnar skeggræða um eiturgastegundir í »næsta ófriði«. — Blindir hermenn þreifa sig áfram I baráttunni um daglegt brauð. Blöðin grenja: »Morð!« »Vantrú!« »Vonleysi!« »Óskapnaður!« Gamlaárskvöld 1932. Lafði Jane og Sir Robert Marryot standa upp með erfiðismunum til þess að drekka skál komandi árs. Þau eru gömul og barn- laus. »Eg trúi stöðugt á framtíðina«, seg- ir Sir Robert. »Hjónabandsæfi okkar hefir verið sem stórfenglegt æfintýri«, svarar lafði Jane. Stundum þrungið skelfingu og kvíða og sorg — og stundum svimandi sælu, en aldrei tómlegt, aldrei gróm- tekið, guði sé lof«. »Svo tengist þá fortíð Englands framtíðinni, fiorgin sigurhrósi. Drekk- • • •••••••••••••••••••••••••••••••*••••*• gffifflfSlffffffSISSISffg ! Til báta-<« skipasmíða 1 og aðgerða. ^ Bi^TA- og SKIPA-SAUMUR, allar tegundir og Hf1® stærðir. — RÆR, allar stærðir. — BOTNFARFI og málning allskonar. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og Olervörudeild. imiiiimiiiiimiiiiMi Enn nj verðlæhkun á nauðsvnjavörum: Peningaverð er nú: Strausykur.....0.47,5 pr. kg. Melís . .......0.55------- Hafragrjón.....0.26,5----- Flórmél ;...... 0 27,5 --- KaupfélagEyfirðinga Nýlenduvörudeildin. Hykomnar hækiir; SERIUR: Björnson, Lie, Lager- löf, Ibsen, Strindberg, Hatnsun o. m. fí. Seljast með ákjósan- legum afborgunarskilmálum, Enskir, danskir og norskir rómanar í miklu úrvali, auk margra annara góðra bóka við allra bæfi. Þorst. Thorlacius, bóka- og ritfangaverzlun. um skál sona okkar, er báru sinn hluta af hita og þunga dagsins. Skál þeirrar hreysti og hugprýði, sem skóp undar- legan himin úr ótrúlegu helvíti. Skál þeirri von, að einhverntíma öðlist ætt- jörð okkar aftur sanna stórmennsku sína, tign og frið«. Úti bíður ný menning nýs árs. Múg- ur manns fyrir framan dómkirkju St. Páls. Kynlegt ljós leiftrar um hinn helga dóm. Um myrkan næturhiminn svífa andar vonar og hugprýði, Ásareið mikilmennanna. Þeir benda oss... þeir heita oss vaxandi vænleik og — friði! Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Nýkominn fyrir mótorbáta og trillubáta. Vefntðarvörudi HAPPDRÆITIO. Trygglð yður miða I tfma. Daú llður cðum að 1. drætti. Fjórðungsseðill kosfar kr. 1.50 fyrir hvern drátt. Lægsti vinning- ur kr. 25,00, Hæsti kr. 12500,00 á fjórðungsseðil. Þorst. Thorlacius, bóka- og ritfangaverzlun. Prentsmiðja Odds Björauonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.