Dagur - 01.02.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 01.02.1934, Blaðsíða 3
10. tbl. DAGUR 31 SAMVINNUMÁL Upphaf samvinnv.stefnun.nwr. Allar þjóðfélagslegar umbóta- stefnur leitast við að lækna mein inannfélagsins með samtökum. Ekki til hagnaðar fyrir fáeina einstaklinga, heldur af umhyggju fyrir meðbræðrunum. Það er aft- ur á ný boðskapur snillingsins frá Nazaret um bróðurkærleika mannanna — eitt af göfugustu aðalsmerkjum mannsins. Sam- vinnustefnan byggir á þeirri skoðun, að mennirnir séu félags- verur, og þeim beri að gæta bróð- ur síns. Vagga samvinnuhreyfingarinn- ar er í Englandi. Um miðja 19. öld, þegar hagur enskra iðnaðar- og verkamanna var mjög slæmur, þá gerðu þeir ýmsar tilraunir til að bæta kjör sín. Þá stofnuðu nokkrir vefarar í Rochdale fyrsta kaupfélag með samvinnusniði. Og það sem merkilegra er: Lögðu grundvöll að starfsháttum og úr- lausnum samvinnunnar á fleiri sviðum. Þeir ákváðu að sam- vinnustefnan væri samstarf til efnalegrar hagsældar fyrir neyt- endur. Helztu atriði í stefnuskrá þeirra voru þessi: 1. Að mynda kaupfélög og selja þar matvörur, vefnaðarvörur og aðrar nauðsynjavörur. Vörurnar skyldu greiddar við móttöku. — Verðið var sem næst gangverði, en arði úthlutað til félagsmanna 1 árslok. — Þessi regla hefir reynzt bezt í samvinnufélögunum og venjulega kennd við frumherjana í Rochdale. 2. Að framleiða nauðsynjavör- ur til heimilanna í samvinnu, og veita með því atvinnulausum mönnum vinnu og heimilunum ó- dýrar neyzluvörur. 3. Að byggja hús fyrir félags- menn, þar sem þeir gengju í sam- ábyrgð hver fyrir annan. 4. Að kaupa og leigja jörð og rækta hana handa atvinnulausum mönnum, eða þeim félagsmönnum sem hafa tíma frá daglegum störfum til að stunda jarðrækt. 5. Að stuðla að bættu uppeldi og menntun. Þessi stefnuskrá frumherjanna hafði einn stóran kost: Hún var stræti og norðan við lækinn og þangað til Kaupfélag Eyfirðinga byggði á þessari lóð mesta vöru- húsið, sem til er á íslandi? Það liðu mörg ár á milli. Og mesta verzlunarhúsið á íslandi myndi ekki hafa verið reist á Akureyri fyrir nokkrum misserum, ef leið- togar samvinnunnar í Eyjafirði hefðu alltaf verið uppteknir af skammvinnum dægurmálum, af umhyggju fyrir Kína, Bandaríkj- unum o. s. frv. Eg hefi drepið á stækkunarþörf Akureyrar í sambandi við stækk- un Dags. Eg vona að þar í milli verði náin samvinna, auk þess sem Dagur mun ekki fremur en áður gleyma umbótamálum hér- aðanna. J. J. svo einföld og óbrotin, og snerti svo mikið hin daglegu kjör, að alþýða manna gat auðveldlega skilið hana. Hún var ekki byggö á neinum fjarlægum draumsjón- um, heldur á því að stuöla að bættum sameiginlegum hagsmun- um. Og þó er þessi stefnuskrá svo margþætt, að hún lætur sig skifta flest þau mál, er snerta hagsæld og hamingju manna. Hún vildi framleiða vörur og annast dreifingu þeirra. Bæta að- búð og húsakynni fólksins og bæta menntun þess. Og þessar kröfur voru ekki gerðar til ann- ara, heldur til þeirra sjálfra, að vinna saman að bættum, sameig- inlegum hagsmunum. Bravtryðj- endur samvinnustefnumiar vildu mynda nýja kynslóð með nýjum hugsjónum og nýju siðgæði, or/ það starf, sem þeir lögðu gnvnd- völl að, liefir orðið mörgu- fólki til blessunar í fjölda af löndum. Útbreiðslu og andstaða. I Englandi breiddist samvinnu- stefnan mest út í bæjunum meðal iðnaðar- og verkamanna. Mynd- uðu þeir með sér samvinnukaup- félög eftir fyrirmyndinni frá Rochdale. Og svo breiddist hreyf- ingin hratt út, að árið 1914 voru til 1385 samvinnufélög í Englandi með 3.054.000 félagsmönnum, og er svo talið í skýrslum, að þá hafi 264%o (af þúsundi) af íbúum landsins fengið nauðsynjar sínar gegnum kaupfélög. Englendingar hafa alltaf verið öndvegisþjóð í samvinnumálum, og þaðan breiddist þessi merkilega auðjöfn- unarstefna brátt til annara landa. En þó samvinnuhugsjónin sé fögur, þá kom það bráðlega í ljós, þegar hún kom í framkvæmd, að hún átti sína andstæðinga. Svo mikil var andstaðan frá kaup- mönnum í Roohdale, gegn hinu fyrsta kaupfélagi, að félagsmenn urðu að kasta hlutkesti um það, hver skyldi fara út og taka hler- ann frá búðarglugganum. En hverjir eru andstæðingar samvinnustefnunnar? Það eru þeir, sem hafa einhvern persónu- legan ávinning af skipulagsleysi í verzlunar- eða framleiðslumál- um. Því þótt samvinustefnan sé ekki stéttahreyfing, og beri hag allra neytenda jafnt fyrir brjósti, þá ræðst hún á eitt gamalt átrún- aðargoð, sem ýmsir andstæðingar samvinnustefnunnar hafa átt talsvert vingott við. Hún ræðst á ávinningshvötina, og vill gera allt sem hægt er, til að koma henni fyrir kattarnef. En kerling er lífseig, enda varin með öllum hugsanlegum vopnum af áhang- endum sínum. Og þessir sérhags- munamenn hafa það jafnvel til á stundum að snúa staðreyndinni við, belgja sig út og hrópa út yfir löndin: Það erum við, sem berj- umst fyrir heill heildarinnar, en samvinnustefnan fyrir sérhags- munum einstaklinganna. En það mætti ef til vill spyrja þessa verj- endur ávinpingshvatarinpar: (haldsrödd. »Framsókn«, blað »Bænda- flokksins« í Reykjavík, flutti eft- irfarandi greinarstúf sama dag- inn bg bæjarstjórnarkosningarn- ar fóru fram í Reykjavík: »HEILINDI. Mjög áberandi viðburöur kom fyrir í bæjarstjórnarkosningun- um á Akureyri, sem kastar birtu yfir heilindin í vinnubrögðum hjá þeim, sem nú ráða í Framsóknar- flokknum. Við þessar bæjarmála- kosningar stóðu allir hinir gömlu Framsóknarmenn saman. Efsti maður á lista flokksins var Bryn- leifur Tobiasson kennari, maður sem í meir en áratug hefir verið einhver ötulasti starfsmaður flokksins, bæði á Akureyri, en þó allra helzt í Skagafirði. Brynleif- ur var áður fulltrúi Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn, og fyrir áskoranir og þrábeiðni Fram- sóknarmanna í bænum, lét hann til leiðast að vera á lista þeirra að þessu sinni. Ekki bar á öðru en að allir vildu hafa hann efstan á listanum, enda er það vitað, að hann á hinu mesta trausti að fagna. — En svo komu óheilindin í ljós. Flokksblaðið »Dagur«, kall- aði hann »sæmilega framsækinn« um leið og það jós lofi á aðra menn listans. Og svo var stofnað til samtaka, að strika Brynleif út af listanum. Fóru svo leikar, að þótt listinn kæmi að tveim mönn- Hversvegna skattleggið þið þá fjöldann, til hagsmuna fyrir nokkra milliliði, en berjist á móti því að menn fái vörur sínar með sannvirði — milliliðalaust? Hvers vegna viljið þið viðhalda við- skiftamálunum í því horfi, að einstaka spákaupmenn (spekú- lantar) geti féflett neytendurna? En eg býst við að málsvari sér- hagsmunanna verði ekki orðlaus við þessu, heldur komi með hið gamla svar villimennskunnar: Á eg að gæta bróður míns? En þrátt fyrir þessa andstöðu hinnar steinrunnu einstaklings- hyggju, hefir samvinnustefnan farið sigurför um heiminn. Og margt bendir til þess, að meira sé af félagshyggju uppi í heiminum nú, en oftlega áður, og spáir það hugsjónum samvinnumanna góðs gengis í framtíðinni. Bráðlega verður hér í blaðinu sagt frá því hvað samvinnustefn- an hefir gert og er að gera í hús- næðis- og menningrmálum hér á landi. —r. Greinum um samvinnumál verður framvegis ætlaður staður fyrst á 3. síðu, og er ætlast til, að greinar um þau efni komi í hverju fimmtudags- blaði, þegar ástæður leyfa. FERÐATASILA «^g| með ýmsu dóti í, var send með bíl fram í fjörð, en hefir ekki komið til skila. Finnandi vinsam- lega beðinn að koma töskunni hið allra fyrsta til ritstjóra þessa blaðs. um, þá komu þessi samtök því til leiðar, að efsti maður listans, Brynleifur, féll. Er ekki um það að villast, að sama afl er þarna að verki, sem olli brottrekstri úr þingflokknum og sundrung flokksins hér syðra. Það er vitað, að Brynleifur er traustur fylgis- maður hinnar gömlu bænda- stefnu, sem áður ríkti í Fram- sóknarflokknum. Þess vegna er nú rýtingnum stungið í bak hans. Hver er fi'amtíð þess stjórnmála- flokks, sem hefir slík vinnubrögð í hásæti? Hvernig eiga drenglynd- ir menn að haldast við í slíkum flokki ? F.« Höfundurinn nafngreinir sig ekki, en kunnugur maður hefir skýrt Degi frá því, að greinina hafi ritað Svafar Guðmundsson. Það skiftir raunar ekki miklu máli. Hitt er aðalatriðið, að grein- in er rituð nákvæmlega í sama anda og rógsögur þær, er sorinn úr íhaldinu hér á Akureyri ung- aði út í sambandi við bæjar- stjórnarkosningarnar hér 16. f. m., og miðuðu að því að skaða forystumenn Framsóknarflokks- ins á Akureyri. Degi þykir rétt að lofa Framsóknarmönnum hér að kynnast þessari íhaldsrödd úr »Bændaflokknum« í Reykjavík; Þess vegna er greinin tekin hér upp. Þess skal og getið, að í sama blaði, sem tilvitnuð grein birtist í, er guð lofaður fyrir að til skuli vera Jón og Hannes! Áttrœður öldungur. í gær varð Sigurður frá Helga- felli í Svarfaðardal áttræður, og á hann mörgum frekar skilið, að hann væri nefndur á nafn þann dag. Sigurður er merkur maður. Hann settist á Helgafell, lítið ó- ræktarkot, snemma æfi, en hefir með fádæma dugnaði og hagsýni breytt því í góða jörð. Hann var ötulastur jarðabótamaður í Svarf- aðardal um skeið, einyrkinn, blá- fátækur, sístarfandi nótt og nýt- an dag, með óbilandi kjark og sterka trú á ræktun lands og lundar. Og mörgum fannst það óskiljanlegt í þá daga, hvernig Sigurður fór að því, hjálparlaust, að framfleyta stórum bamahóp og sækja þó jafn ötullega fram í jarðræktinni og hann gerði, og leggja þar í mikinn kostnað ár- lega. Og enginn þurfti að óttast það, sem hjá honum vann, að Sig- urður sviki hann um kaupið, því hann var og er maður svo gull- vandaður og áreiðanlegur, að til dæma var jafnað. Slíkir menn mega ekki gleym- ast. Enda mun Sigurðar í Helga- felli lengi minnzt í Svarfaðardal sem eins merkasta frumherjans hinnar nýju landnámsaldar. — Og það mun einlæg ósk allra þeirra er Sigurð þekkja, að þeir dagar, sem hann á enn ólifaða, megi verða honum bjartir og hlýir og að endurminningin um dáðríka æfi megi varpa ljóma og yl í sál hans við sólarlagið. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.