Dagur - 10.02.1934, Side 2
42
DAGUR
14. tbl.
leikkona.
Leikfélagi Akureyrar hefir að
verðleikum verið hrósað fyrir að
sýna »ímyndunarveikina« eftir
Moliére. Það er mjög ánægjulegt
og skemmtilegt að horfa á þenna
leik, þegar hlutverkin eru í hönd-
um góðra leikara, eins og hér á
sér stað. í blaðadómum um leik-
inn hefir verið minnzt á nokkra
leikendur og þeir lofaðir mjög,
svo sem Friðfinnur Guðjónsson,
ungfrú Elsa Friðfinnsson og
Ágúst Kvaran. Allir eiga þessir
leikendur lof skilið fyrir ágæta
frammistöðu á leiksviðinu, og vil
ég sízt úr því draga. En mér
finnst hafa verið of mikil þögn
um suma aðra leikendur og þó
einkum ungfrú Sigrúnu Magnús-
dóttur, leikkonu frá ísafirði. Hlut-
verk hennar er ekki eins þakklátt
og sum önnur, sem meira er hald-
ið á lofti, en að mínu viti fyllir
hún það út, svo að naumast verð-
ur eða alls ekki betur gert. Hún
(Framh.).
Til stuðnings þeirri skoðun
sinni, að enginn ósýnilegur, and-
legur tilveruheimur sé til, vitnar
dr.Helgi til allmargra rita og
rannsókna andatrúarmanna. —
Hann segir að ýmsir enskir anda-
trúarmenn hafi haft nákvæmar
spurnir af ástandinu annars
heims, og komi þá margt fram,
sem sýni, að þar sé lifað líkctm-
le&u lifi, þar séu líkamir gæddir
holdi og blóði og verur séu þar,
sem hafi svipaðar ástríður og
nautnaþorsta eins og hér. Þar sé
talað um heitari og kaldari svæði
og þar fari t. d. fram ýmsar í-
þróttir á sléttum velli o. s. frv.
(Þessu til áréttingar má minna á
söguna, sem mjög var hlerað eft-
ir hér á árunum og Oliver Lodge
segir frá í bók sinni Raymond.
Þegar skotnu, framliðnu her-
mennirnir komu yfir um og vildu
fá sitt daglega whisky eins og áð-
ur, þá var þeim í þess stað gefinn
drykkur svipaður whisky á bragð-
ið, en ekki skaðlegur).
Dr. Helgi hefir það ennfremur
eftir W. T. Stead (hinum fræga,
enska rithöfundi, sem drukknaði
við Titanic-slysið), að tilveran
annars heims sé allt eins og á
jörðu hér, líkt eins og þegar kom-
ið er til erlendra bæja og landa.
En dr. Helgi þarf ekki að seil-
ast til útlanda eftir framlífsfrétt-
um. Það vill svo vel til, að hér
heima á hann hauk í horni, þar
sem er Guðmundur Davíðsson á
Ilraunum. En Guðm. hefir (lík-
lega þó meðfram eða óbeinlínis,
fyrir tilvísun dr. Helga) fundið
íslendingabyggð á öðrum hnött-
um (þ. e. a. s. hann hefir fengið
fréttir um þetta fyrir vitranir
góðra, fi-amliðinna landa vorra.
Hefir Guðmundur skrifað um
jpetta frgðlegan bækling og er
Jarðarför Kristínar Páls-
dóttur frá Kotá, sem auglýst
var að fœri fram 15. þ.m., verð-
ur frestað fyrst um sinn.
Aðstandendur.
hefir og ágæta söngrödd, sem
prýðir leik hennar mjög. Og vafa-
samt tel ég, að nokkur leikandi í
umræddum leiksýningum leysi
hlutverk sitt betur af hendi en
hún gerir, þó það, eins og áður
er sagt, veki ekki eins mikla gleði
áhorfenda sem sum önnur. En
það liggur í eðli hlutverksins
sjálfs, en ekki í meðferð leikand-
ans, sem er hárrétt og hnitmiðað
eftir listarinnar reglum. Þetta er
réttmætt að taka skýrt fram í
dómum um »imyndunarveikina«.
Hafi svo ungfrú Sigrún Magn-
úsdóttir þökk fyrir komuna hing-
að og leik sinn.
Áliorfandi.
K. E. A.
Nýtt.
Nýtt.
I miðdagsmatinn og á kvöldborðið:
Medisterpylsur, Miðdagspylsur,
Cervelatpylsur, Kjöífars.
Salöt ýmiskonar.
Fleiri tegundir af pylsum verða búnar
til í næstu viku-
Kjötbúðin.
einkum fyrri hlutinn sérlega
skemmtilegur og vel ritaður). Dr.
Helga þykir vænt um að fá þar
skýra frásögu um vist á jarð-
stjörnum, svipuðum jörðu vorri
og einkum þykir honum eftirtekt-
arverð ein frásögninaf því,hvern-
ig lífgeisli eins ný-viðskilinslanda
hér, birtist snögglega þar í sveit,
eins og þokukenndur stólpi, sem
smásaman tekur á sig rétta lík-
amsmynd« (þ. e. líkamar sig í ný-
lendunni). Þessa frásögn segir dr.
Helgi koma heim við það, sem
enskir sálrannsóknamenn segjast
hafa frétt á miðilsfundum. Ný-
komnir »andar« hafa sézt koma
út úr skýhnoðra og er hjálpað út
úr skýinu af þeim sem fyrir eru.
Þá hefir það ekki minna styrkt
dr. Helga í trúnni og vísindunum,
hve lýsingar margra framliðinna
(gegnum miðilsmunn og ósjálf-
ráða skrift) á landslagi og lofts-
lagi í hinum nýju vistarverum,
fer algerlega heim við það, er
hann, sem líffræðingur og jarð-
fræðingur og fróður um margt í
stjörnufræði, vissi áður um á-
standið á ýmsum himinhnöttum.
Og þessum lýsingum sumum ber
einnig saman við það, sem hinn
frægi, sænski dulspekingur Swe-
denborg (1688—1772) segist hafa
séð eða fengið vitranir um. Hann
lýsir t. d. sólinni í hinni himnesku
Paradís þannig, að hún sé ætíð
á sama stað á himninum og með
jöfnu skini. Þetta bendir til á-
stands á stjörnu, sem ætíð snýr
annari hliðinni að sól en hinni
frá og er sú aldimm. (Þannig er
t, d. ástatt með tungl vort og
jarðstjörnuna Venus og margar
fleiri stjörnur).
Ennfremur hefir dr. Helgi það
eftir enska rithöfundinum Farne-
se, samkvæmt miðilsfréttum, að á
jarðstjörnum eins og nú var lýst,
þar sem önnur hliðin sé björt, en
hin dimm, þar sé plöntuvöxtur
stundum mjög risavaxinn, og
Dánarfregn.
Rétt er »Dagur« er að fara til
prentunar, barst sú fregn, að lát-
izt hefði í nótt húsfrú Anna Ja-
kobsdóttir, kona Jóns Gauta Pét-
urssonar á Gautlöndum, merk og
ágæt kona. Hin framliðna var
ættuð frá Narfastöðum í Reykja-
dal, systir Björns Jakobssonar,
leikfimiskennara. Skyld voru þau
hjón fram í ættir. Munu þau hafa
verið um 16 ár í hjónabandi, og
lifa móður sína fjögur börn, hið
elzta um 15 ára. Hin framliðna
mun hafa verið um fertugt.
nánari lýsing á þessum gróðri
bendir til, að þar muni vera að
ræða um eintóma sveppi, þ. e.
jötunvaxnar gorkúlur og skolla-
fingur, með víðfaðma rótaranga-
lýjur í moldinni. Og sagan segir,
að þessir risasveppir nærist ein-
göngu á holdi mannlegra vera,
sem flækist innan um rótartæj-
urnar og límist fast við þær —
og kveljist svo af sársauka ógur-
lega (en þó ekki eilíflega).
Aðrir framliðnir segja frá vist-
arverum, þar sem allt logar af
eldi og eilíf gos með fúlli brenni-
steinsgufu eitri loftið, m. ö. o. líkt
því sem jarðfræðingar lýsa fyrri
þróunarstigum jarðar vorrar
(eða líkt og forfeður vorir og
frændur upplifðu stundum hér á
landi í Heldugosum og öðrum
jarðeldum, og átti sjálfsagt góðan
þátt í að leiðbeina hugmyndaflugi
sálmaskáldsins síra Sig. Jónsson-
ar (á Presthólum ý 1661), sem
orkti hugvekjusálmana í flokka-
bókinni. Hann lýsir Helvíti þann-
ig:
»Myrkui- og svæla sífelldlig,
sorg og djöflamynd ófrýn mjög
óp og ýlfranir eilífs veins,
andstyggileg lykt brennisteins«.
Eru þetta ekki allt svipaðar
lýsingar þeim, sem Dante og
önnur fræg skáld hafa aftur og
aftur fært í letur, út frá sínu eig-
in hugskoti og í samræmi við
það, sem þeir hafa ljótast heyrt
II
með peningumog
vasaúri f, tapaðist
í gær á leiðinni
frá verkstæði Stefáns Thorarensens
að húsi Haildórs söðlasmiðs fStrand-
gðtu. Finnandi er beðinn að skila
þessu, gegn fundarlaunum til
Helga Schiöth. —
kemur með Goðafossi.
-Pantið straks -
IK.E.A.I
eða séð og upplifað á jörðu hér
og ekki þurft að frétta um gegn-
um neina borðfætur eða hálfsof-
andi miðla?).
Sleingr. Matlhiasson.
(Meira).
7Áon. Samkomur á morgun: Kl. 10 f.
li Barnasamkoma. Öll böm velkomin.
Kl. 8% e. h. Almenn samkoma. Allir
velkomnír.
Tríúofun. Ungfrú Guðbjörg G. Kjer-
úlf að Hafursá við Lagarfljót og Odd-
ur Kristjánsson, byggingameistari, héð-
an úr bæ hafa nýlega opinberað trú-
lofun sína.
Pað borgar sig be
að auglýsa i DEGL
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Fréttaritstjóri:
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
Prentsmiðja Odds Björnssonar.