Dagur - 17.02.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1934, Blaðsíða 2
50 DAGUR 17. tbl. •• •••••• i • •• • • • • ••-• •-• • • < Aðalstein, Jóel vann Eið, Ásmundur vann Guðbjart, Sigurður gerði jafn- tefli við Pál og Jónas gerði jafntefll við Svein. — Er Ásmundur nú hæstur með 6 vinninga, en Þráinn næstur með 5. — Messað verður í Lögmannshlíð kl. 12 á sunnudaginn og á Akureyri kl. 4. Smisxti var Friðfinni Guðjónssyni leikara haldið að »Herðubreið« á fimmtudagskvöldið var. Sátu það 50— 60 manns. Fyrir minni heiðursgestsins talaði Ingimar Eydal ritstjóri, en auk hans töluðu þeir Steingrímur læknir Matthiasson, Ágúst Kvaran, Freymóð- ur Jóhannsson, og svo heiðursgesturinn, er þakkaði. — Var samsætið fjörugt og I tvo mánuði hefir Mbl. og fyl'giblöð þess varla kunnað sér hóf af feginleik yfir framkomu Jóns í Stóradal og Hannesar Jónssonar, er þeir björguðu Magnúsi Guðmundssyni og íhalds- valdinu við stjórn landsins, þar sem það situr af konungsnáð. Morgunbl., Vísir, Stormur og önnur flokksblöð íhaldsins hafa bókstaflega tekið að sér hina brottviknu Framsóknarmenn, lýst ágæti þeirra, yfirburðahæfileik- um, hve einlægir föðurlandsvinir þeir væru og í hve mikilli þakkar- skuld þjóðin stæði við þá. í Vísi varð meðhaldið alveg hamramt. Það blað, sem aldrei má heyra nefnt neitt, sem sam- vinnufélögin gera til viðreisnar í byggðum landsins, tók leiðtoga klofningsins í faðm s.ér, eins og væru þeir Garðar Gíslason eða Kveldúlfur. Klofningsmenn létu ekki sitt eftir liggja að nota sér þessa ást- úð. Þeir sögðust hafa mikið fylgi hjá íhaldinu; fjöldi íhaldsmanna væri genginn í flokk þeirra, og fleiri ætluðu að bætast við. Há- markinu var náð með þeirri full- yrðingu, að Magn. Guðm., P. Ottesen, Jón á Reynistað, Pétur Magnússon og Þorsteinn Dala- sýslumaður ætluðu að ganga í »Bændaflokkinn« rétt eftir kosn- ingu í vor. Vinir Jóns í Stóradal voru eink- um háróma yfir því, hve vel hon- gengi í Húnavatnssýslu. Það var fullyrt, að Þórarinn á Hjalta- bakka væri einlægur stuðnings- maður hans. Sama var sagt um Hafstein á Gunnsteinsstöðum. Eftir þeim, sem næst stóðu Jóni, var fullyrt, að hann hefði nálega allt íhaldið með sér. Og eitthvað í líka átt var talað að gengi ann- arstaðar á landinu. En eftir tveggja mánaða sól- skin kom skúr úr lofti. Mbl. byrj- aði að vara sína menn við þess- ari hættu, og benda á það að í- haldsmenn hefðu beztu aðstöðu til að ná meiri hluta. En fyrir klofn- ingsmönnum mundi vaka það að verða síðasta lóðið á vogarskál- inni. Ef íhaldið næði ekki hrein- um meirihluta, þá myndu þessir menn ætla að selja þeim fylgi sitt, og það mundi geta orðið nokkuð dýrt í peningalegum frlðindum. Kaupið útgerðarvörurnar þar sem úrvalið er mest, gæðin viðurkennd og verðið lægst. Kaupfélag Eyfirðinga — Járn- og Glervörudeildin. — sungu menn undir boröum en Gunnar Sigurgeirsson lék undir. Þá söng og Sigurjón Sæmundsson nokkur lög. Að borðum uppteknum stigu menn dans fram eftir nóttunni. Samkvæmt atvinnuleysisskráningunni er fram fór fyrstu dagana í febrúar, tjáðu sig' 92 bæjarmenn atvinnulausa. Af þeim eru 72 innansveitarmenn, en utansveitarmenn 20. Af innansveitar- mönnum eru 25 einhleypir, en 47 fjöl- skyldumenn, er hafa samtals 80 ómaga á framfæri sínu, eða 1,7 'ómaga á mann. Zíon. Samkomur á morgun: Barna- samkoma kl. 10 f. h. Öll börn velkomin. Kl. 8% é.h. Alm. samk. Allir velkomnir. Allir sjá, hversu spilin eru lögð. íhaldið ginnir Jón og Hannes til að bregðast sínum umbjóðendum og samherjum. íhaldið lætur lík- lega við þá og Þorstein Briem um samvinnu. P. Ottesen mun hafa gefið nokkuð mikið undir fótinn um að koma strax í flokkinn; og eftir að þingi sleit, var hann á sí- felldum leynifundum með klofn- ingsmönnum. Hann fór samt ekki í flokk þeirra, en var aðeins hafð- ur til að leika á þá félaga. Síðan hælir íhaldið klofningsmönnum i tvo mánuði, gefur undir fótinn með samvinnu og samstarf við þá, eggjar þá brottviknu og reyn- ir að fá þá til að skaða sem allra mest sína gömlu samherja og vinna málstað þeirra ógagn. íhaldið er nú búið að koma BæjarstjórnarfuDitur. (Frh.). — Ástæðuna til þessar- ar málaleitunar taldi J. N. þá, að hann þyldi illa orðið innisetur, vegna- veilu í augum og þrálátrar liðagigtar, er læknar segðu að hverfa myndi að fullu, ef hann gæti notið meiri útivistar. Enn- fremur fylgdu vottorð frá sjö mönnum, álit um góða hæfileika J. N. til þess að takast á hendur lögreglustörf. Meiri hl. fjárhags- nefndar, Jón Guðmundsson og Jón Guðlaugsson, tjáði sig þessu hlynntan, og lögðu til að Norð- fjörð yrði settur lögregluþjónn, með þessum skilyrðum, til 1. júlí. En minni hlutinn, Vilhjálmur Þór, lagði til að frestað yrði að taka ákvörðun um þetta erindi, þar sem hann teldi óþarft að bæta við lögregluþjóni, það sem eftir væri vetrar og yfir vorið. Þá væri og venja að slá upp slík- um embættum og ei ástæða til að víkja frá því. Var sú till. samþ. með 6 atkvæðum. Þá lagði fjárhagsn. til, að lög- regluþjónum bæjarins yrði sagt upp störfum þeirra frá 1. júlí næstk. Var sú till. samþykkt með 7 atkv. gegn 1. En bæjarfulltrúar lýstu því yfir, að í þessu fælist engin vantraustsyfirlýsing til nú- verandi lögregluþjóna, heldur væri þetta aðeins gert til þess að þeim síra Þorst. Briem og félög- um hans vel á stað. En nú byrjar það að rífa niður. Nú uppgötvar íhaldið, að þessir menn séu ekki líkar Jóns Sigurðssonar, heldur blátt áfram söluvarningur. Hug- sjón þeirra sé ekki önnur en sú, að geta »verzlað«, og þá allra helzt um persónulegan hagnað. ihaldið hefir leikið klofnings- menn grátt; lokkað þá með hálf- yrðum og tálvonum um stuðning og bandalag og svíkja þá svo. 1- haldið ætlar að nota þá til þess eins að komast sjálft í meiri hluta og geta látið sitt lata og iðjulausa fólk lifa í góðum fagn- aði á erfiði vinnandi stéttanna i landinu. J. J. hafa óbundnar hendur við fyrir- hugaða skipulagsbreytingu á lög- reglumálunum. Þá var samþykkt með 7 atkv. gegn 1 till. fjárhagsn. um að ráða ekki aðstoðarnæturvörð lengur en til loka þessa mánaðar. Þá hafði fjárhagsn. borizt svo- hljóðandi ályktun frá Skipstjóra- félagi Norðlendinga um síldar- bræðsluverksmiðju: »Skipstjórafélag Norðlendinga skorar fastlega á háttvirta bæjar- stjórn Akureyrar, að láta einskis ófreistað til þess, að fá síldar- bræðsluverksmiðj una reista hér á Oddeyrartanganum«. Þetta taldi fjárhagsnefnd hið mesta velferðarmál fyrir bæinn og hafði Vilhjálmur Þór orð fyr- ir henni. Lagði hún til, og var samþ. í einu hljóði, að bæjar- stjórn gerði svohljóðandi álykt- un: »Bæjarstjórn Akureyrar álykt- ar að skora á hina háttvirtu rík- isstjórn, að hún af fremsta megni stuðli að því að byggð verði full- komin síldarbræðsluverksmiðja á Oddeyrartanga. Lofar bæjarstjórnin að gera allt sem í hennar valdi stendur til að styðja að framgangi málsins«. »f öðru lagi ályktar bæjar- stjórnin að kjósa þriggja manna nefnd úr sínum flokki til að hafa forgöngu þessa máls með höndum í samráði við aðrar nefndir, sem kosnar hafa verið«. — Var þessi Til Húsavíkur. Næsta ferð á mánud. 19. þ. m. Framvegis á þriðju- og föstudögum þegar fært er. Bifreiðastöð Akureyrar. Sími 9. Á s. I. HAUSTl var mér undirrit- uðum dreginn hvítur lambhrútur, sem eg ekki á, með eyrnamarki mínu: Fjöður aftan hægra, blað- stýft aftan vinstra. Réttur eigandi gefi sig fratn, semji við mig um markið og greiði áfallinn kostnað. Syðri-Reistarí 15. lebrúar 1934, Qarðar Haligrfmsson. Vörubifreið 6 syl. f góðu standi til sölu. Upp- lýsingar hjá Htna Jóiiannssyni K. E. A. Smufiingsolíur • til notkunar á mótora, eimvélar og flestallar aðrar vélar er smyrja þarf, útvegar undirritaður eins og að undanförnu. Verfl Itá kr. 0.38 pr. kilo fob. .4byggilegir kaupendur fá langan gjaldfrest. Vörugæðin eru útgerðarmönnum kunn — sumum af 15 ára reynslu. Eggert Siefdnsson. Sími 270, — Akureyri. ályktun samþ. Koniu fram tveir listar, A og C (framsóknar- og sjálfstæðislisti) og hlaut C-listinn 6 atkvæði, og kom að tveim mönnum, Jóni Sveinssyni og Jóni Guðmundssyni, en A-listinn hlaut 4 atkv. og kom að einum manni, Vilhjálmi Þór. Einn seðill var auður. (Frh.). Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsm. Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.