Dagur - 20.02.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 20.02.1934, Blaðsíða 2
52 DAGUR 18. tbl. Jarðarför Kristínar Pálsdóttur frá Kotá, er ákveðin föstudag- inn 23. þ. m., frá Hafnarstræti 37, kl. 1 e, h. Kransar afbeðnir. Aðstandendur. Baekur sem allir parfa að eiga: Guðm.^Finnbogasonk ÍslBildÍnQSr. Þorsteinn^Eriingsson : Sagnir Jakobs gamla. Máifeysingjar. Guðbrandur Jónsson : Borgin Eilífa Moldin kallar Stefán Einarsson: Saga Eirfks Magnússonar. A. Munthe: Sagan um San Michele. Einar Ól. Sveinsson: llm NjálU. íslenzkar Smásögur, eftir ýmsa höf. Alexander Jóhannesson : í lofli. Útvegum útlendar bækur. RitfÖng ætíð fyrirliggjandi í miklu úrvali Ensk tlmarit væntanl. með Gullfoss. ] Bókaverzlun punnl. Tr. Jónssonar Apóteksbyggingunni. Ofn til sö!u með tækifæris- verði. R'tst. vísar é. Rauða-Kross-Deild Akureyrar. Aðalfur.dur verður haldinn á sunnudaginn kemur þann 25. febr. f bæjarþingssalnum, kl. 4 e. h. Bæiarsíjórnarfundur. (Frh.). Fátækranefnd, eða meiri hluti hennar, hafði m.a. lagt til, að meðalmeðlag með óskilgetnum börnum fyrir tímabilið frá 14. maí 1934 til jafnlengdar 1937, skyldi ákveðið þannig: Til fullra 4 ára aldurs kr. 225.00 _ _ 9 _ _ _ 200.00 — — 14 — — — 200.00 _ _ 16 — _ _ 40.00 Eru þetta meðalmeölög, er gilt hafa í bænum síðastliðin 6 ár, og vildu þeir Jón Sveinsson, Stefán Jónasson og Jóhannes Jónasson að það yrði samþykkt óbreytt fyrir næstu 3 ár. Stefán Árnason varanefndarmaður, vildio ákveða meðalmeðlagið 225 kr. á ári til fullra 14 ára aldurs, en að öðru leyti hafa það óbreytt. Steingrím- ur Aðalsteinsson lagði til að með- lagið skyldi ákveðið þannig: Til fullra 4 ára aldurs kr. 300.00 _ _ 9 _ _ _ 250.00 _ _ 14 _ _ _ 250.00 — — 16 _ — — 40.00 Voru þrír fyrstu liðirnir samþ. samkvæmt tillögu Steingríms, en um meðlagið frá 14.—16. aldurs- árs fór svo, að Vilhjálmur Þór lagði til að það skyldi hækkað úr 40 í 100 krónur, og var það sam- þykkt. Brunamálanefnd lagði m. a. fram erindi frá Eggert Melstað, slökkviliðsstjóra, þar sem hann fer fram á að honum verði bætt upp laun hans fyrir síðastliðið ár með 600 krónum, en frá byrjun þessa árs verði laun hans hækkuð um helming, eða í 2400 kr. Ástæð- an: Vinnan við slökkviliðsstjórn fari stöðugt vaxandi. Litlar undirtektir virtist þetta erindi fá hjá bæjarfulltrúum og var málalokum frestað til næsta fundar. Spítalanefnd hafði orðið sam- mála um, að æskilegt væri að miða stærð spítalans við 100 sjúklinga og yrði byggingunni hagað þannig, að nú þegar yrði byggð fullkomin skurðstofa, skiftistofa, sótthreinsunarstofa, Ijóslækningastofa, eldhús og önn- ur þau herbergi, sem óhjákvæmi- leg eru við rekstur spítalans mið- uð við hann fullbyggðan og að auki yrðu nú byggð sjúkraher- bergi fyrir 20—30 sjúklinga. —- Nefndin var einhuga um að heppilegastur staður fyrir hina nýju byggingu væri gilbarmurinn suður af gamla spítalanum. Spít- alalæknirinn (Stgr. Matt.), hafði bent á, að sérstaklega æskilegt væri að byggingin væri þannig,að vel yrði séð fyrir því rúmi á svöl- um eða þaki hússins, að sjúkling- ar gætu í góðu veðri notið þar sólar og útilofts. (Framhald). —o—— SKÁKÞlNGIÐ. Þar fór 7. nmferð svo á laugardag- inn, að Þráinn vann Pál, Jóel vann Stefán, Ásmundur vann Eið, Guðbjart- ur vann Jónas, Guðmimdur gerði jafn- tefli við Svein og Sigurður gerði jafn- tefli við Aðalstein. Á sunnudaginn fór 8. umferð svo, að Ásmundur vann Stefán, Eiður vann Jónas, Sveinn vann Sigurð, Aðalsteinn vann Pál, Þráinn gerði jafntefli við Jóel og Guðbjartur gerði jafntefli við Guðmund. — Stendur Ásmundur skák- meistari nú efstur, hefir 8 vinninga, Þráinn er næstur, með 61/2 vinning og Jóel þriðji með 6 vinninga. fer til Seyðisfjarðar næstu daga. Tekur flutn- ing og farþega. Hjörlur Lárusson Pað borgar sig bezt að auglýsa í DEGI. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Sjaínar sápa. í Sjafnar sápuni eru einungis hrein og óblönduð olíu- efni. Notið eingöngu SJAFNAR SÁPUR, þær eru innlend framleiðsla, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu erlendum sáputegund- um. Hvert stykki, sem selt er af Sjafnar sápum, sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í landinu. Pað er þegar viðurkennt, að SJAFNAR SÁPAN er bæði ódýr og drjúg. Sjafnar handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyrir hið viðkvæmasta hörund. Hver hyggin húsmóðir, sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar ein- göngu SJAFNAR ÞVOTTASÁPU, Akureyrarbær. L ö g t a k. Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri verða eftirtalin ógreidd gjöld til Akureyrarkaupstaðar frá árinu 1933, tekin lög- taki að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: Útsvör, fasteignagjöld, vatnsskattur, aukavatnsgjöld, holræsa- og gangstéttagjöld, lóðarleigur, erfðafestugjöld og önnur jarð- eignagjöld, ennfremur öll ógreidd gjöld til hafnarsjóðs. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar, 27. febrúar 1934. Steingrímur Jónsson. Hefum til: Handverkfæri allskonar og garðyrkjuverkfæri. Amerískjsænsk og norsk. Bezíu gerðir og bezta verð. Samband ísl. samvinnufélaga. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Prentsmiðja Odds Bjömssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.