Dagur - 06.03.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 06.03.1934, Blaðsíða 2
68 DAGUR 24. tbl. % Fulltrúafundur (Niðurl.). Fundurinn ályktar að brýna nauðsyn beri til, að hinar ein- stöku veiðistöðvar í fjórðungnum komi upp hjá sér nýtízku bræðslu- stöðvum fyrir lifur, hver við sitt hæfi að stærð og gerð. í sambandi við þetta fer fundurinn þess á leit við Fiskifélag íslands: 1. Aö það afli upplýsinga fyrir verstöðvarnar um kostnaðar- hlið og innkaup bræðslutækja, svo og umbúðir um lýsið. 2. Að það leiðbeini verstöðvun- um eftir megni um sölumögu- leika á hverjum tíma og yfir höfuð hlynni að þessu máli á hvern hátt sem verða má. Felur fundurinn erindreka Fiskifélagsins að koma máli -þessu áleiðis og styðja það eftir megni«. 8. Ljósmerki við Þystlinga. Útgerðarmaður Þorbjörn Ás- kelsson hóf umræður. Var samþ. svohljóðandi tillaga: »Fundurinn skorar á Fiskifélag Minningarorð. Þann 26. febr. síðastliðinn and- aðist Jón Jónsson, fyrrverandi bóndi á Uppsölum á Staðarbyggð, 82 ára gamall. Jón heitinn naut lítillar mennt- unar í æsku, en hann var skilvís, starfsamur og framúrskarandi ó- sérhlífinn. Og ég, sem þessar lín- ur skrifa, og hefi þekkt hann í meira en 60 ár sem nágranna, hefi varla þekkt jafnlyndari mann en hann var; því hvort sem íslands að beita sér fyrir því, að sett verði ljósmerki við Þystlinga við Látra í Grýtubakkahreppi, með því að sker þetta er á fjöl- farinni leið skipa og báta, er fara út og inn með ströndinni«. 9. Mótorvélakawp. Útgerðarm. Sigfús Þorleifsson hreyfði máli þessu. Var sþ. eftirfarandi till.: »Fundurinn áminnir útgerðar- menn um það, að notfæra sér upplýsingar þær, sem Fiskifélag íslands kynni að geta gefið um val á mótorvélum, og haga véla- kaupum sínum í samræmi við þær. Eins telur fundurinn æski- legt að verksmiðjur þær, er flest- ar vélar hafa selt til Norðurlands- ins, hafi varahluti liggjandi hér á staðnum«. 10. Síldargeymsluþrær. »Fund- urinn ítrekar samþ. síðasta fjórð- ungsþings í máli þessu«. Ályktun þessi kom frá útgerðarmanni Jóni Sigurðssyni og var samþykkt í einu hljóði. Páll Halldórsson. Jón Benediktss. blés með eða móti, var hann jafn greiðvikinn og glaðlegur. Börn Jóns, sem nú eru á lífi, eru: Jónína, ekkja Páls Jónasson- ar, bónda á Uppsölum, Tryggvi og Ingimar, starfsmenn við verk- smiðjuna »Gefjun« á Akureyri, Marinó, heimilismaður á Uppsöl- um og Sigríður, kona Kjartans ólafssonar á Klúkum í Hrafna- gilshreppi. Þökk, Jón gamli, fyrir vel unn- ið dagsverk og góðar endurminn- ingar. S. J. Hvers veyna á að teisa síldarbræðsluna á Húsavík ? í 50. tbl. »Dags« sl. ár, ritar Júlíus Havsteen, sýslumaður, grein með fyrirsögninni »Hvar á að reisa síldarverksmiðjuna?« þar sem hann ræðir nokkur atriði, er mæli með því að síldarbræðsla verði reist á Húsavík. í 2. tbl. »Dags« þ. á. ritar svo Þormóður Eyjólfsson grein með fyrirsögninni »Síldarverksmiðjan og Júlíus Havsteen sýslumaður«. Deilir hann nokkuð á fyrrnefnt skrif sýslumannsins, og þó ekki sízt á framsetninguna. Telur hann ýmislegt mæla með því, að verksmiðjan verði reist á Siglu- firði. Ekki skal það efað, að það sem greinarhöfundur (Þ. E.) telur mæla með því að verksmiöjan verði reist á Siglufirði, sé fram- sett af fyllstu samvizkusemi. En þegar ríkið leggur í dýr og stór- felld framleiðslu- og atvinnufyr- irtæki, ber að meta það, hvar skil- yrðin eru fjölþættust og líklegust til góðs árangurs í sem víðtæk- astri merkingu, og geta þannig skapað alhliða lífsskilyrði fyrir fjölda fólks. Slík mál geta þó orð- ið yfir það hafin »að hver skari eld að sinni köku« eða skoði þau í gegnum skjá hreppapólitíkur- innar. Þau eru mál alþjóðar. Mér finnst ekki laust við að það kenni háðs í rödd greinarhöf- undar (Þ. E.), þar sem hann tek- ur upp og setur á milli gæsalappa nokkur ummæli úr skrifi sýslu- mannsins, og þar á meðal þessi: »Enginn staður á Norðurlandi á það betur skilið að fá verksmiðju en Húsavík«. — Þessi ummæli sýslumannsins vil eg þó undir- strika, að því viðbættu, að á eft- ir Norðurlandi kæmi: og þótt víð- ar væri leitað á landinu. Má vera, að eg síðar í þessari grein bendi á, að það eru fleiri en við Júlíus Havsteen, sem hafa verið og eru bjartsýnir á hin stór- felldu framfaraskilyrði Húsavík- ur og umhverfis hennar, frá nátt- úrunnar hendi. Skal hér bent á nokkur þau helztu. Húsavík hefir land á tvær hendúr, sem er vel fallið til rækt- unar og bygginga. Er vegalengd- in á hvora hönd að minnsta kosti 30 km. Land þetta mun að allra dómi, er til þekkja, vel fallið til samyrkju, svo sem frekast má verða. Mun eg síðar víkja nánar að því. Júlíus Havsteen lætur þess get- ið í grein sinni, að jarðrækt sé þegar orðin mikil á Húsavík, og er það ekki ofmælt. Er þá rétt að Slysavarnarsveit Akureyrar. Aðalfundur verður haldinn á sunnudaginn kemur, þann 11. þ. m., í bæjarþingssalnum í Samkomuhúsinu, kl. 4 e. h. Sijórnin. Nýkomið í vefnaðarvörudeildina Barnapeysur, mjög fjöibreytt úrval. Verð frá kr. 1.80. Kvensokkar. ullar, frá kr. 2.50. silki, nýjustu Iitirnir. Kaupfjelag Eyfirðinga. Brunatryggingar (hús, innbú vörur og fleira). Sjóvátryggingar (skip, bátar, vörur ánnar flutningur og fleira). f. h. Sjóvátryggingarfélag íslands. Umboð á Akureyri Kaupfélag Eyfirðinga. geta þess einnig, að fram'haldandi ræktun út frá Húsavík eru svo að segja engin takmörk sett. Menn munu nú segja, að það sé gott og blessað að hafa móa, en þó sé það ekki einhlýtt. Nú skal það athugað, að hver- irnir í Reýkjahverfi eru í 14 km. fjarlægð frá Húsavík og á allri þeirri leið er gott, óslitið ræktun- arland. Á öllu þessu svæði getur hitaveitan unnið sitt ómetanlega gagn á kið sinni til Húsavíkur. Veit eg að öllum kemur saman um það, að land með svona skil- yrðum beri að rækta og byggja. Og ætti það að gerast áður en þjóðin er búin að festa miljónir í að byggja og viðhalda strjálum kotum upp til heiða og dala, sem afstöðu sinnar vegna geta þó al- drei orðið aðnjótaandi menning- artækja nútímans, nema að mjög litlu leyti og með ókleyfum kostn- aði. Húsavik er þegar raflýst með vatnsafli. Til þess munu hafa verið virkjuð 75 hestöfl, en talið er að hún eigi svo hundruðum skiftir hestafla ónotað vatnsafl. Eru það óneitanlega hlunnindi. Þá má benda á það, að á báðar hend- ur, en í tiltölulega lítilli fjarlægð, er geysimikið virkjanlegt vatns- afl, er það innan þess svæðis, sem byggð Húsavíkur og umhverfis Loksins er snjófinn kominn! en munið þá að Skiðaskórnir og Vetrarhúfurnar er sterkasí, hlýfast og smekklegast frd Vefnaðarvörudeildin. mun ná yfir í framtíðinni, ef rétt er stefnt. Liggur það beint við, að Húsavík með stóru umhverfi geti orðið aðnjótandi hitaveitu og raf- orku á tiltölulega auðveldan hátt. Þarf ekki að fjölyrða um það hver menningarskilyrði hér er um að ræða. (Framh.). Húsavík 21. febr. 1934. Bened. S. Snædal. I með íslenzkum skipui Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.