Dagur - 08.03.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 08.03.1934, Blaðsíða 3
25. tbi. DAGUR 71 Mjólkursamlag K.E.A. Eins og frá var skýrt hér í blaðinu 1. þ. m., var ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. haldinn hér á Akureyri 28. f. m. í sama tbl. var og skýrt frá aðalniður- stööum i-ekstursafkomu Samlags- ins á liðnu ári. Skal hér nokkru nánar drepið á gerðir fundarins. Formaður félagsins setti fund- inn og setti til fundarstjóra Valdimar Pálsson á Möðruvöllum og til skrifara Árna Jóhannesson Þverá og Þórhall Ásgrímsson Þrastarhóli. Úr deildum Samlagsins voru mættir 33 fulltrúar og auk þeirra Samlagsstjóri, framkvæmdastjóri og stjórn K. E. A. Því má við bæta það, sem áður hefir verið sagt úr skýrslu Sam- lagsstjóra um starfsemina, að fita mjólkurinnar hafði vaxið frá því árið áður úr 3,47% í 3,52%. — Sala Samlagsins á framleiðslu- vörum þess hafði yfirleitt gengið greiðlega á árinu, svo að vöru- birgðir þess voru litlar við ára- mót. Skuldir viðskiftamanna frá fyrra ári höfðu minnkað allveru- lega á árinu og nýjar skuldir ekki safnast. i sambandi við reikningana og rekstursskýrsluna kom fram eft- irfarandi tillaga, sem samþykkt var í einu hljóði: »Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. skorar á atvinnumálaráðu- neytið, að gera það sem unnt er til þess, að Mjólkursamlagið geti sem fyrst orðið aðnjótandi styrks þess, sem ráðuneytinu var heimil- að með lögum að veita því, ásamt öðrum mjólkurbúum í landinu, og til jafns við þau«. Ráðstöfun reJcstursafgangs ársins Formaður hafði framsögu i málinu og lagði fram eftirfarandi tillögu: »Fundurinn samþykkir að mjólkureigendum sé úthlutað 2,2 aur. á hvert kg. af innlagðri mjólk árið 1933; þar af færist 0,5 aur. í Mjólkursamlagssjóð og 1,7 aur. í reikninga samlagsmanna við K. E. A. Eftirstöðvar yfirfærist til næsta árs«. Tillagan samþ. í einu hljóði. Framtíðarhorf'ur: Samlagsstj óri reifaði málið með snjallri ræðu. Gat hann þess, að framleiðsla mjólkur í héraðinu og flutningur til Samlagsins mundi stórum auk- ast í framtíðinni. Hvatti hann menn til þess að svo yrði, þar sem eftirspurn eftir mjólkurvör- um færi sívaxandi og það svo mjög, að sem stæði væri ekki nándar nærri hægt að fullnægja þeirri eftirspurn. Samlagsstjóri sýndi fram á, að með aukinni mjólkurframleiðslu yrði nauðsyn- legt að auka og bæta húsakynni Samlagsins. Um húsnæðismálið urðu miklar umræður. Að þeim loknum kom fram og var samþykkt eftirfar- andi tillaga: »Fundurinn beinir því til stjórnar K. E. A.f að hún láti fram fara, svo fijótt sem auðið er, rannsókn á því, á hvern hátt. bezt og haganlegast verði greitt úr húsnæðismálum Samlagsins, með tilliti til aukinnar mjólkur- framleiðslu í héraðinu«. f sambandi við þenna lið dag- skrárinnar, gerði Samlagsstjóri lauslegan samanburð á því, hvort arðvænlegra væri fyrir bændur, að selja töðuna fyrir núverandi markaðsverð, eða að framleiða mjólk og sauðfjárafurðir. Komst hann að þeirri niðurstöðu,' að mjólkurframleiðslan væri hag- vænlegust. Vinnsla mjólkur: Leitað hafði verið eftir því, í hinum einstöku deildum Samlagsins, hvort bænd- ur teldu æskilegt, að Mjólkur- vinnsla færi fram í Samlaginu alla daga ársins. — Skýrði Sam- lagsstjóri frá undirtektum, og höfðu þær yfirleitt gengið í þá átt að vinnunni yrði hagað eins og að undanförnu. Innflutningshöft á landbúnað- araf-urðum: Svohljóðandi tillaga kom fram og var samþykkt í einu hljóði: »Ársfundur Mjólkursamlags K. E. A. telur þess brýna þörf, að ríkisstjórn og löggjafarvald geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að verðlag landbúnaðarvara kom- ist í það horf, að unt verði að reka lífvænlegan búskap. Telur fundurinn, að eitt fyrsta skilyrði til þess sé það, að haldið verði fast við þau innflutningshöft, er nú eru á landbúnaðarvörum«. Að lokum vottaði fundurinn Samlagsstjóra og starfsfólki Samlagsins þakkir fyrir vel unn- in störf- Er hér aðeins getið þeirra mála er fram komu á fundinum og samþykktir voru gerðar um. Villijálmur Einarsson frá Bakka. Hann lézt að heimili sínu, Bakka í Svarfaðardal, 20. júlí s. 1. eftir langa vanheilsu. Þá var eg barn að aldri, er eg sá Vilhjálm Einarsson í fyrsta sinni. Mun hann þá hafa átt heima í Jarðbrúargerði og búið við fátækt, enda býlið í þá daga næstum því nytjalaust og því fenglítið fjölskyldumanni. Eigi löngu síðar flutti Vilhjálmur burtu úr Svarfaðardal. En bráð- lcga kom hann aftur í sveitina og bjó þá á ölduhrygg um nokkur ár. Þá bar svo til að jörðin Bakki losnaði úr ábúð- Var sú jörð og er enn ríkiseign. Þessa jörð fékk nú Vilhjálmur til ábúðar og mun hann hafa þurft til þess harð- fylgi nokkurt. Þegar hér var komið, var Vil- hjálmur orðinn allmikill fjöl- skyldumaður, búsefni heldur lítil og skuldir talsverðar. I þessum kringumstæðum kom þá Vil- hjálmur að Bakka, en að öðru leyti með járnsterkan vilja til framtaka og dáða, stórhuga og heilsuhraustur. Það beið nú heldur ekki lengi, að tekið væri til starfa á Bakka, eftir það að Vilhjálmur kom þangað. Á tiltölulega stuttum tíma tókst honum að koma upp góðu búi á jörðinni, bæta engjar og tún jarðarinnar, auka slægjur að miklum mun, svo aö naro hundruðum heyhesta, byggja bæ og peningshús og heyhlöður og friða land jarðarinnar með girðingum. > Var Vilhjálmur á þeim árum um- svifamikill og hiklaus í fram- kvæmdum, með óbilandi trú á gagnsemi jarðræktar og búpen- ingshalds. Varð honum líka að trú sinni í þessum efnum, þvr jafnhliða umbótum sínum, sem kostuðu mikið fé, efnaðist hann svo, að hann varð efnalega ágæt- lcga sjálfstæður maður. Hafðl hann og jafnan það búráð, er löngum hefir vel gefizt, að fóðra pening sinn vel. Átti hann og æ- tíð hey ærin, hversu sem viðraði, og var það eigi sjaldan að hann lét hey til þeirra, er í heyþröng voru. Vilhjálmur sál. var maður geð- ríkur svo af bar, stórbrotinn í lund og háttum, tilfinningaríkur og fór ekki dult með geðlæti hans. Eiga þeir menn, sem slíka skapgerð hafa, oft erfitt með siálfstjórn eftir hófleiðum vits- ins, varúðar og fyrirhyggju í framkomu sinni við aðra menn og réttilegri sjálfsumhyggju. Hef- ir margur sá, er svo var ástatt með, þó að mörgu leyti væri góðs manns efni, brotið skip sitt á skerjum sjálfsvíta og orðið nokk- urskonar útlagi almenningsá- litsins á strönd vanvirðunnar og þungra harma. Slíkar ógnir grönduðu þó ekki farheill Vilhjálms- Á yngri árum sínum mun hann þó hafa hneigzt allmjög til drykkju. En það er auðsætt, að svo skapstórum og geðheitum manni, sem Vilhjálm- ur var, gat mikil vínnautn orðið hinn mesti háski. Þetta mun Vil- hjálmur hafa séð og fundið. Reis hann því öndverður gegn þessari ástríðu sinni og varð brátt á því sviði fullkominn reglumaður. — Kona Vilhjálms var — og sem nú er eftirlifandi ekkja hans — Kristin Jónsdóttir frá Jarðbrú, vinnugefin og þrekmikil kona. Studdi hún mann sinn í umbótum og gagnlegum framkvæmdum af hinum mesta dug og dáð. Mun henni jafnan hafa verið geiglaus stórhugur og áræði manns síns. Lét heldur eigi á sér festa, þó bóndi hennar 'gerðist stundum há- vær, væri stórorður og færi all- geyst, en slíkt bar stundum við, og þá einkum, er honum þótti torveldlega ganga framkvæmdir sínar og tafir verða um of að settu marki. Þ\í andstöðu eyrði hann yfirleitt illa, og nærfellt að segja hvaðan sem hún kom. Kom þar fram örlyndi hans, kapp og viljastyrkur. Það verður vist varla hægt annað en að álíta, að hamingjan F*að tilkynnist hér með að Steinunn Tómasdóttir andaðist 1. þ. m. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn s. m. að Þórodds- stað í Kinn. Fellssei, 3. tnaiz 1934. Anna Kristinsdóttir. Kristján Ingjaldsson. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar ást- kæri faðir og tengdafaðir, Jón Jónsson, andaðist að heimili sínu, Klúkum í Hrafnagilshreppi, 26. februar. Jarðaríörin ákveðin laugard. 17. mars að Múnkaþverá kl. 1 e. h. Börn og tengdabörn. væri Vilhjálmi fylgisöm og hlið- holl- Menntunarlaus, févana og vinafár hóf hann lífsbaráttu sína. Tókst þó að hefja sig til vegs og nytja, og kom svo, að hann varð einn af atkvæðamestu og upp- byggilegustu bændum sveitar sinnar í mörgum greinum. — Greiddi hverjum sitt, ól upp mörg börn og sá ætíð vel fyrir heimili sínu, græddi svo vel land ábýlis síns, að þar vaxa nú mörg strá, þar sem áður var eitt. Þá var hann og beinn við gesti sína og veitti þeim af rausn, og snauðum mönnum gaf hann oft svo um munaði. Eg, sem þessar línur rita, dvaldi oft á heimili Vilhjálms og þá venjulega sem verkamaður á búi hans. Unnum við þá oft sam- an. Var þá stundum margt rætt um ýmsa hluti. Urðum við þá ekki skoðanabræður og dró til ó- samþykkis. Kom þá stundum svo, að orðræður urðu allfrekar og horfðu lítt til bróðernis eða sátta. En vel rættist úr því jafnan. Og var það eigi sízt að þakka dreng- skap Vilhjálms og sáttfýsi. Eg hafði hugsað, að einhver þeirra mörgu manna, en kynnl höfðu haft af Vilhjálmi sál- á Bakka, mundi eftir andlát hans, minnast hans að nokkru. En þar sem svo er langt liðið frá dauða hans, og ég hefi enn ekki séð hans að nokkru getið, þá þótti mér sýnt að svo mundi eigi verða. Fyrir því hefi ég nú til þess orðið, að varpa þessari litlu kveðju að leiði hans, þessa sér- stæða, stórfellda og athafnamikla manns, sem tókst að vinna þýð- ingarmikil nytjaverk, þrátt fyrir það, þótt honum yröi þess eigi ungum auðið að sitja á skólabekk í sölum lærdóms eða vísinda. Rúnólfur í Dal. Blaðið hefir verið beðið að geta þess, að aðgöngumiðar að árshátíð félags verzlunar- og skrifstofufólks verði af- lientir í Ryels B-deild fimmtudag og föstudag og alls ekki eftir kl. 7 á föstudagskvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.